Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 17 Svíþjóð: Umboðsmaður gagnrýn- ir handtöku íslendings Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Rétfarumboðsmaður í Svíþjóð hefur ákveðið að ákæruvaldið skuli kanna hvers konar meðferð íslenskur námsmaður, Árni Sigurðsson, hafí hlotið er hann var handtekinn af lögreglu í Stokkhóhni sl. haust. Umboðsmaðurinn, Anders Wigelius, vill fá að vita hvers vegna maður- inn hafi verið handtekkinn og hyggst láta kanna hvort hann hafi feng- ið eðlilega meðferð í fangelsinu þar sem honum var haldið í nokkrar stundir. meðferðar sem hann taldi sig hafa fengið. Wigelius hefur átt erfitt með að fá upplýsingar um málið. Verðirnir segjast ekkert muna eftir málinu en þess má geta að sendiherra íslands í Svíþjóð, Þórður Einarsson, mót- mælti á sínum tíma hegðun lögregl- unnar við sænska utanríkisráðuneyt- ið. Síðar sendu kennarar við Listahá- skólann einnig frá sér mótmæli vegna málsins. Wigelius telur að meðferð lögreglu á málinu sé lítt skiljanleg og vill því að ákæruvaldið kanni hvort lögreglan hafi hagað sér kæruleysislega. Islendingurinn hafi ■orðið fyrir óhappi er eldurinn varð laus en hafi ekkert brotið af sér. Búast má við að tekin verði ákvörðun um mögulega ákæru á hendur lögreglu eða fangavörðum á næstu mánuðum. Árni var nemandi við Listaháskól- ann á Skeppsholmen í Stokkhólmi. Hann var að vinna með slípirokk við gerð myndramma er neistar hrutu af skífunni og kviknaði þá í rusli á gólfinu. Árni hljóp þegar út og sagði lögregluþjónum hvað gerst hefði. Slökkvilið kom á vettvang en Árni var færður til yfirheyrslu og þaðan var hann, furðu lostinn, fluttur í fangageymslu þar sem tveir verðir gættu hans. Árni kærði verðina til umboðsmannsins vegna slæmrar Finnland: Flugræningj- ar framseldir Helsinki. Reuter. FINNAR hafa ákveðið að fram- selja tvítugan Sovétmann, Oleg Kozlov, sem rændi sovéskri far- þegaþotu 19. júní sl. og neyddí flugmenn hennar til að fljúga til Helsinki. í yfirlýsingu frá finnska inn- anríkisráðuneytinu segir að Jarmo Rantanen, ráðherra, hafi hafnað beiðni Kozlovs um pólitískt hæli í Finnlandi. Áður hefðu sovésk yfir- völd heitið því að sækja hann ein- göngu til saka fyrir flugrán en ekki fyrir að fara með ólögmætum hætti úr landi. Annar sovéskur flugræningi, Míkhaíl Varfolomejev, bíður þess að afstaða verði tekin til beiðni hans um hæli í Finnlandi. Hann rændi flugvél í innanlandsflugi í Sovétríkjunum 24. júní sl. og lét snúa henni til Finnlands. Sovéskir flugræningjar Reuter Forsætisráðherra Indlands íMoskvu Vishwanath Pratap Singh, forsætisráðherra Indlands, er í heimsókn í Moskvu til að ræða við sovésk stjórnvöld um hvernig auka megi viðskipti ríkjanna. Hann sagði eftir að hafa rætt við Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta að perestrojka, efnahagsleg umbótastefna Gorbatsjovs, gæti stuðlað að frekari efnahagssamvinnu ríkjanna. Indveijar hafa verið mjög háð- ir viðskiptum við Sovétmenn, sem hafa byggst á samningum ríkis- stjórna landanna, og hafa haft áhyggjur af því hvernig þeim verði háttað eftir að Sovétmenn hverfa frá miðstýringu og taka upp „stýrð- an markaösbúskap". Indverskir embættismenn sögðu að Singh vonað- ist til þess að viðskiptatengsl ríkjanna yrðu tekin til endurskoðunar. Á myndinni ræðir forsætisráðherrann við nemendur úr indverska skól- anum í Moskvu við komuna til borgarinnar á mánudag. Bush tilnefiiir íhaldsmann í hæstarétt: Gæti valdið straumhvörfiim í réttarfarssögu Bandaríkjanna 23. júli, 1990 - Stokkhólmur Tveir óvopnaðir flugræningjar yfirbugaöir, flugvélinni lent í Sovétríkjunum. 11. júlf, 1990 - Stokkhólmur Maður meö gervisprengjur yfirbugaður. 5. Júlf, 1990 - Stokkhólmur Táningur, sem þykist vera með sprengju, kemst til Stokkhólms. 3. Júlf, 1990 - Tyrkland Áhöfn yfirbugar konu, sem þykist vera með sprengju. 30. júnf, 1990 - Stokkhólmur Flugræningi gefur sig á vald lögeglu eftir lendingu í Stokkhólmi. 28. júni, 1990-Tyrkland Áhöfn yfirbugar tvo menn, sem reyndu aö ræna flugvél. 24. júnf, 1990 - Helsinki Flugvél lendir eftir að farþegi hafði sagt aö sprengja væri í farangrinum. 19. júní, 1990 - Helsinki Maður rænir flugvél og hótar að sprengja hana í loft upp. 9. júni, 1990 - Stokkhólmur Táningur gefst upp eftir lendingu. 18. ápríl, 1990 - Litháen Geösjúkur maöur handtekinn er vél lendir í Vilnius. 20. janúar, 1989 - ísrael eða Búkarest Flugræningi gefst upp eftir 2 stundir. 8. mars, 1988 - London Níu bíða bana er tveir tónlistar- menn ræna flugvél. reuter Washington. Reuter. VAL George Bush Bandaríkja- forseta á nýjum hæstaréttar- dómara hefur komið jafnt lög- fræðingum sem stjórnmála- mönnum og forsvarsmönnum þrýstihópa á óvart. David Souter sem varð fyrir valinu er lítt þekktur og fæstir vita með vissu hvaða skoðanir hann hefiir á við- kvæmum deilumálum svo sem eins og fóstureyðingum. Þeir sem gjört til þekkja fullyrða þó að hann sé íhaldssamur í skoðun- um en hallist jafiiframt að því að dómarar eigi að túlka settan lagabókstaf fremur en að taka stefhumarkandi ákvarðanir í réttarfarslegum efiium. I fimmtíu ár hefur verið svokallað- ur „fijálslyndur" meirihluti í Hæstarétti Bandaríkjanna en því skeiði kann nú að vera lokið. Andstæðingar fóstureyðinga hafa bundið við það vonir að nýr hæstaréttardómari skipaður af Bush myndi valda straumhvörfum í afstöðu hæstaréttar til fóstureyð- inga. Árið 1973 kvað hæstiréttur upp þann úrskurð að stjórnarskráin tryggði konum rétt til fóstureyð- inga. Bush hefur lýst andstöðu sinni við þessa ákvörðun hæstarétt- ar. Hins vegar fullyrðir forsetinn að hann hafi ekki spurt Souter um afstöðu hans til fóstureyðinga. Hún verður ljósari þegar öldungadeild Bandaríkjaþings yfirheyrir Souter áður en hún ákveður hvort hún samþykkir tilnefningu hans. Souter tekur við af William Brennan sem sagði af sér í síðustu viku fyrir aldurs sakir. Brennan hefur verið leiðtogi þeirra sem að- hyllast frjálslynd viðhorf í siðferðis- legum álitamálum og sem slíkur leitt naumasta meirihluta um nokk- urt skeið, 5 gegn 4. Fæstir bjuggust við því að Bush yrði svo fljótur að velja nýjan dóm- ara. Sumir láta sér detta í hug að Bush hafi viljað forðast að velja kunnan harðlínumann í embættið vegna þess hvað það kynni að vekja harkaleg viðbrögð. Souter, sem er dómari í New Hampshire, þykir íhaldssamur og skarpur lögfræðingur en annars muna fæstir eftir honum jafnvel ekki þeir sem hafa hitt hann. Hann stendur á fimmtugu og nam við Oxford-háskólann í Englandi. Skólabróðir hans, Paul Rothstein, Reuter prófessor í lögum við Georgetown- háskólann, segir að Souter hafi lítið látið uppi um skoðanir sínar á helstu siðferðilegu deilumálum bandarísks þjóðfélags eins og fóst- ureyðingum og frelsi manna til að Kóreu-ríkin: Scholtes Frábær beimilistæki á franska vísu Funahöfða 19 sími 685680 HITAKUTAR ELFA-OSO 30-60-120-200-300 lítia. Ryðtrítt stál - Blondunarloki. áratuga góð reynsla. Einar Farestvett&Co.hf BORGARTÚNI28, SÍMI622901 L«W 4 stoppar vM dyrmr /:/:/:/:/:/:/:/ George Bush Bandaríkjaforseti (t.h.) hefur tilnefnt David Souter í hæstarétt Bandaríkjanna. gera hluti sem kunna að særa sómatilfinningu almennings eins og til dæmis að brenna þjóðfánann. Rothstein segir að Souter líti frem- ur á sjálfan sig sem túlkanda lag- anna en löggjafa. Áróðursstríð um slökunaraðgerðir Seoul. Reuter. KÓREU-RÍKIN tvö skiptust í gær á um að vísa tillögum hvor annars á bug en þau hafa bæði viðrað hugniyndir um að opna landamæri ríkjanna. Spenna hefur ríkt milli landanna siðan Kóreustríðinu lauk 1953 og bein samskipti liafa nánast engin verið. K&Lh SKAPUR 140 lítra, með klakakubbafrysti TILVALINN FYRIR SUMARBÚSTAÐI FYRIRTÆKI SMÆRRIHEIMILI ÞÚ GETUR TREYST PHILIPS Heimilistæki hf SÆTUNI6 SÍMI6915 15 ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20 ' SajMKÚttJJUýK Stjórnin í Norður-Kóreu hafnaði tillögu sunnanmanna um viðræður þar sem fjallað yrði um skilyrði norðanmanna fyrir því að opna landamærin í næsta mánuði; stjórn- völd töldu viðræðurnar „ónauðsyn- legar,“ að sögn fréttastofunnar Yonhap. Suður-Kóreustjórn hefur á hinn bóginn vísað á bug tillögu norðanmanna sem vilja að æðstu ráðamenn hittist til að fjalla um málið. Roh Tae-woo, forseti S-Kóreu, lagði nýlega til að landa- mærin við borgina Panmunjom yrðu höfð opin í fimm daga, frá 13. ágúst, í tilefni af sjálfstæðisdegi Kóreu sem er 15. ágúst. V&terkur og k J hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.