Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JULI 1990 15 Morgunblaðið/RAX Fólk veifaði afsvölum húsa í borginni, enda ekki á hverjurn degi að loftbelgur svífur yfir landinu. Loftbelgir svífa yfir Reykjavík og Berlín STÓREFLIS loftbelgur svífúr yfir íslandi þessa dagana í til- efiii af ferðamálaári Evrópu. Loftbelgnum má halda á flugi allt að ijóra tíma I senn, en hann er fluttur landshorna á milli með vörubíl. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í flug- ferð yfir Reykjavík með loft- belgnum um helgina. Samið var við breskt fyrirtæki um að senda tvo loftbelgi milli landa Evrópu til að minna á ferðamálaárið. Liðna helgi var annar loftbelgurinn á sveimi yfir tónleikum um múrinn í horfna í Berlín. Hinn loftbelgurinn sveif yfir húsþökum i Reykjavík. Hann kom til íslands með feijunni Norrænu síðastliðinn fimmtudag og verður fluttur utan sama dag í þessari viku. Loftbelgurinn er heitalofts- belgur, nærri 2.000 rúmmetrar að innanmáli og 20 metra hár. Loftið í belgnum er hitað upp með própangasi og helst belgur- inn á flugi meðan það er nægi- lega heitt miðað við andrúmsloft- ið. Ijórir menn komast í körfu belgsins. í fluginu yfir höfuð- borginni á laugardaginn sveif belgurinn í 6-700 og ailt niður í 30 metra hæð. Farið var um á nálægt 10 kílómetra hraða á klukkustund. Áfengislaus borðvín í ATVR NU MÁ í fyrsta sinn fá í útsölum ÁTVR áfengislaus borðvín og er þá hægt að kaupa áfeng borðvín og óáfeng í sömu verslun. Fjármálaráð- herra fór fyrir nokkru Iram á að þessi kostur yrði kannaður og hefur ÁTVR nú á boðstólum fjórar gerðir áfengislausra vína frá Frakklandi og Þýskalandi, rauðvín, rósavín, hvítvín og freyðivín. I fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir m.a: „Þessi ný- breytni er í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað hérlendis að undanförnu. Hófsemi og bindindi hefur eflst í áfengismálum. Jafn- framt hafa siðvenjur við víndrykkju breyst nokkuð, virðing vaxið fyrir góðvínum og hömlulaus neysla sterkra drykkja er ekki jafn sjálfsögð og áður. Reynt hefur verið síðustu ár að hafa jákvæð áhrif á þróunina með verðlagningu hjá ÁTVR, þar sem hlutfallslegur verðmunur léttra vína og sterkra hefur aukist. Jafn- framt hefur þjónusta við áhugamenn um góð vín verið bætt. Með því að hafa nú til sölu óáfeng vín við hlið áfengra vína er komið til móts við óskir margra viðskipta- manna, sem vilja á einfaldan hátt geta boðið gestum jafnt áfenga og óáfenga drykki af sambærilegri gerð. Hins vegar er sjálfsagt að vekja at- hygli á því að ýmsar gerðir óáfengra vína eru til sölu í matvöruverslunum, sum þeirra gæðavörur í sínum flokki. Óáfengu vínin sem hér um ræðir eru raunveruleg vín sem sneydd hafa verið vínandanum. Þau eru að styrk- leika rétt undir 0,5% að áfengishlut- falli, en við þau mörk eru miðað í Evrópubandalaginu þar sem þau eru framleidd. Þau eru langt undir mörk- um hérlendis um áfenga drykki þar sem íslenski pilsnerinn, 2,25%, telst óáfengur. Verð á hinum óáfengu vínum er á bilinu 320-560 krónur flaskan. Afgreiðsla í vínbúðum er áfram bundin við tvítugsaldur þrátt fyrir þessa nýju vöru.“ Minna keypt af áfengi en í fyrra: Vodka lang'vinsælast að bjór undanskildum SALA áfengis hefur dregist saman verslunar ríkisins er ekki tekið tillit milli ára um 4,2% í lítrum talið og um 6,5% ef miðað er við alko- hóllítra. ÁTVR seldi 4.257.039 lítra af áfengi fyrstu sex mánuði ársins og er bjór þá talinn með svo og sérpantað áfengi. Minna var nú keypt af flestum tegundum en sala á rommpúnsi og bitterum jókst þó um rúm 30%. Hins vegar minnkaði áhugi kaupenda mest á rósavíni, sérríi, aperitífum og brennivíni. Sala á þessum tegund- um dróst saman um 11-14%. Svip- að magn var keypt af hverslags tóbaki og fyrri liluta síðasta árs. Þar er munntóbak undantekning; frá janúar fram til júlí voru keypt 16 kíló af því en 24 kíló sömu mánuði í fyrra. Fyrri hluta árs seldust rúmlega 3,1 milljónir lítra af bjór eða 3,14% minna en á síðasta ári. Mest var keypt af Löwenbrau, næstum milljón lítrar, og næstmest af Becks. Meira var keypt af rauðum vínum en hvítum, 192 þúsund lítrar á móti 150 þúsund. Vinsælasta rauðvínið var Beaujolais-vínið Piat og næst því kom Chateau Fontareche. Af hvítvínum var mest keypt af Hoc- hheimer Daubhaus. Þegar þjór er undanskilinn sést á lítratali ÁTVR að langmest selst af Vodka, tæpir 300 þúsund lítrar fyrri hluta ársins. Þar er Smirnoff vinsæl- ast, því næst Eldurís og þriðja í röð- inni er Finlandia Vodka. í sölutölum Áfengis- og tóbaks- til þess sem ferðamenn eða áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið úr fríhöfn eða að utan. Ekki er held- ur talin með sala áfengis og tóbaks til skipa, fríhafnar eða til útflutnings. SÍMI: 91 -24000 ...ekkibarakaffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.