Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 35
I ! i. I I I I Ií Í 0 + ■ SOVÉTMENN unnu alla leiki sína í a-riðli handboltamótsins, síðast Tékka í gærkvöldi 25:18, og þá unnu Bandaríkjamenn Japani 23:22. Heimamenn fara því úr riðl- inum ásamt Sovétmönnum í úr- slitakeppni fjögurra efstu liðá. ■ JANET Evans , heimsmethaf- inn í 1500 metra skriðsundi varð sigurvegari í þessari keppnisgrein á Friðarleikunum á mánudag. Hún synti á 15.54.23 sekúndum sem er annar besti tími ársins. Evans hefur þá unnið til þriggja gullverðlauna og einna silfurverð- launa á leikunum. Hún er eina kon- an sem hefur synt þessa vegalengd á undir 16 mínútum. MALEXEEV Matveev og Vadím Alexeev unnu gull og silfur fyrir Sovétríkin í 100 m bringusundi karla í spennandi keppni. Matve- ev kom fyrstur í mark á 1.02,34, Alexeev varð annar á 1.02,47 og Bandaríkjamaðurinn Kirk Stackle á 1.02,61. H POLVERJINN Artur Wojdat synti á besta tíma ársins í 400 m skriðsundi þegar hann vann sín önnur gullverðlaun á Friðarleikun- um. Synti hann á 3.48,61 sekúndu. Heimsmetshafinn Uwe Dassler frá A-Þýskalandi varð fjórði. ■ SUMMER Sanders , 17 ára gamall nýliði í bandaríska sund- landsliðinu, vann einnig sín önnur gullverðlaun er hún kom fyrst i mark í 200 m fjórsundi kvenna á 2.14,06 sekúndum. H NATALJA Grígorjeva Sov- étríkjunum kom fyrst í mark í 100 m grindahlaupi kvenna á 12,70 sek, Önnur varð landa hennar Ljúdmíla Narozhílenko á 12,88 sek. í 3.000 m hlaupi kvenna sigraði Banda- ríkjastúlkan Patti Sue Plumer á 8.51,59 mín. Ana Quirot, Kúbu, sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 1.57,42 mín. H BANDARÍKJAMENN unnu Brasilíumenn 3-1 í B-riðli blak- keppninnar. í A-riðli unnu Perú- menn Kúbverja 3-0. ■ BANDARISKA körfubolta- landsliðið var ósannfærandi er það vann lið Púerto Ríka í körfuknatt- leik 100-94. Júgóslavar, sem eru einna líklegastir til að velgja Bandaríkjamönnum undir uggum, rúlluðu upp liði Austurríkismanna 93-77. Sovétmenn, sem leika án sinna sterkustu manna, mörðu sig- ur gegn liði ítala 88-85. Brasilíu- menn rúlluðu upp Spánverjum 114-89. ■ ROGER Kingdom Banda- ríkjunum sigraði í 110 m grinda- hlaupi á 13,47 sek. Joe Falcon, Bandaríkjunum kom fyrstur í mark í 1.500 m hlaupi á 3.39,97 mín. Annar varð Kenýamaðurinn William Tanui á 3.40,13. H SERGEI Fjodorov , liðsmaður í sovéska ísknattleikslandsliðinu, yfirgaf hótel landsliðsins á sunnu- dag. Er talið að hann sé á leið til borgarinnar Detroit þar sem hann hyggst leita hælis sem flóttamaður. H TED Turner eigandi TBS- sjónvarpssamsteypunnar og frumkvöðull Friðarleikanna sagði á fundi hluthafa sjónvarpsstöðvar- innar að framtíð leikanna héngi á bláþræði vegna taps sem áætlað er að verði 1.560 milljónum ísl. kr. Tapið á fyrstu Friðarleikunum í Moskvu 1986 var einmitt 1.560 milljónir kr. H JACKIE Joyner-Kersee sigr- aði í sjöþraut kvenna með 6.783 stig sem er langt frá hennar besta árangri. _ Silfuryerðlaun hlaut Larísa Níkítína Sovétríkjunum en hún hlaut 6.236 stig. MQRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MÍÐVIKUDÁGUR 25. JÚLÍ 1990 HANDKNATTLEIKUR / FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE Á réttii leið þrátt fyrir tap Guðmundur Hrafnkelsson varði mjög vel gegn Spánvetjum. Hvað sögðu þeir? „Off mikill æsinguru ÍSLENSKA landsliðið sýndi vel hvað í því býr í fyrrinótt er það mætti Spánverjum. Allt annað var að sjá til liðsins en gegn Júg- óslövum. Annað eins mark tapið á tveimur dögum varð að vísu að veruleika — en á allt annan hátt. Það var sorglegt að tapa leiknum því íslenska liðið var betri aðilinn allan tímann ef undan eru skildar síðustu 2-3 mínúturnar og átti skilið a.m.k. annað stigið. Tap ér aldrei góð útkoma en frammistaða liðsins lofar engu að síður góðu. Quðmundur Hrafnkelsson stóð sig vel. „Þetta var nokkuð góður leikur, sérstaklega fyrri hálf- leikurinn. En við náðum ekki að halda þetta út, því miður. Ég fann mig mjög vel til að byija með, vörn- in var mjög góð og hjálpaði mikið til. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti lakari, þá fannst mér of mik- ill æsingur kominn í mannskapinn, en við verðum bara að læra af þessu — þetta stefnir í rétta átt.“ Héðinn Gilsson „Fyrsti leikurinn vaf algjör hörm- ung hjá mér, þannig að það var ekki um annað að ræða en að gera eitthvað í málinu. Ég hef verið meiddur í öxl og verið hálfhræddur en ég vona að þetta sé að koma. Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, sérstaklega vörnin. Hún var mjög góð, eins og markvarslan." Jakob Sigurðsson, fyrirliði „Þetta var virkilega vel spilaður leikur, 95% af honum, sem sýnir að við erum á réttri leið en við réð- um einfaldlega ekki að halda bar- áttunni allan tímann. Lykilatriðið var að missa tvo menn út af í byij- un síðari hálfleiks — þá skoruðu þeir úr tveimur sóknum í röð, mun- urinn kominn niður í þijú mörk og það gaf þeim neistann sem þurfti til að kveikja í þeim. En það var margt jákvætt í þessu, við spiluðum sóknina mjög skynsamlega lengst. af, við réðum hraðanum í leiknum, lékum glimrandi vörn og markvarsl- an var góð. Ef framfararnir verða svona hjá okkur þá þurfum við ekki að kvíða neinu. Én samt er svekkj- andi að tapa tveimur leikjum svona með einu marki.“ Geir Sveinsson „Þetta var gífurlega sorglegt. En það var allt annað að sjá til liðs- ins í dag en í gær. Við náðum upp frábærri baráttu og spiluðum mjög sterkan varnarleik og markvarslan var góð. Að vera fímm mörkum yfir í hálfleik var frábært — við skulum ekki gleyma því að þetta nákvæmlega sama lið varð í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni. Það sýn- ir að við erum á réttri og góðri leið, en endalokin voru sorgleg. Og hið minnsta áttum við stig skilið, ef ekki tvö. En góðu hliðarnar eru miklu fleiri en þær neikvæðu. Við spiluðum frbærlega vel í 57 mínútur en óagað síðustu mínúturnar og það kostaði tap, því miður. Annars fannst mér þetta frábært, mjög góður leikur af okkar hálfu.“ Kristján Arason „Þetta var allt annað en síðast. Leikurinn var mjög góður hjá strák- unum, sérstaklega vörnin — þeir virðast vera að ná mjög góðum tök- um á henni og það finnst mér vera ljósi punkturinn við það sem hefur verið að gerast í sumar. Ef við náum að útfæra hraðaupphlaupin út frá þessari góðu vörn lýst mér ágætlega á þetta. En sóknarleikurinn er svolítið ein- hæfur vegna þess að það vantar örvhentan mann. Það byijar allt sömu megin. Leikkerfin eru líka ný og þau ganga betur með meiri æf- ingu. Það var klúður að missa þetta niður í tap, tvær óyfirvegaðar sókn- ir kostuðu það, en eftir þennan leik í dag er ég bjartsýnni en í gær.“ Fyrri hálfleikurinn var einfald- lega frábær hjá íslensku strák- unum, vörnin einstaklega góð — allir voru mjög hreyfanlegir, bar- áttuandinn í lagi og Skapti krafturinn geislaði Haiigrímsson af hveijum manni. skrífarfrá Ekki skemmdi fyrir Sea,,le að Guðmundur markvörður varði níu skot í háif- leiknum — flest úr dauðafærum. Þess má geta að Spánveijum tókst ekki að skora úr dauðafærum sínum fyrir hlé þrátt fyrir að fá þau nokk- ur, m.a. varði Guðmundur tvisvar frábærlega frá þeim úr hraðaupp- hlaupum og víti varði hann þegar fyrri hálfleikur var úti. Staðan í leikhléi var 11:6 og komu fimm mörk Spánveija með langskotum og eitt úr víti. Sóknarleikur íslenska liðsins var einnig góður í fyrri hálfleiknum — liðið lék agað, fallegt línuspil sást og skemmtileg gegnumbrot. „Sjá þetta. Hann fintaði vörnina alveg upp í áhorfendapalla!“ sagði Jón Hjaltalín, HSI-formaður, einu sinni ér Óskar braust í gegn og fékk víti. Skotanýtingin var góð í fyrri hálf- leik nema hvað þijú víti fóru for- görðum — Júlíus klúðraði tveimur og Konráð einu. Fyrstu tíu mín. síðari hálfleiks voru ekki nógu góðar hjá íslending- ÍÞRÚmR FOI-K H KRISTJÁN Arason átti af- mæli á mánudaginn, varð þá 29 ára, en fékk því miður ekkert annað en tap í afmælisgjöf. H SERRANO, hornamaðurinn kunni í liði Spánveija, lék 200. landsleik sinn á mánudaginn, gegn Islandi. Hann er aðeins annar Spánverjinn sem nær þessum áfanga. H SUÐUR-Kórea þurfti að vinna Júgóslavíu í síðari Jeiknum á mánudagskvöld, til að Island ætti möguleika á að lenda í 2. sæti í riðlinum og leika um fjögur efstu sætin á mótinu. Hefðu Kóreubúar unnið og Island síðan unnið þá (í nótt) hefði ísland getað náð öðru sæti á markatölu. H VONIR Islendinganna rættust ekki, Júgóslavía sigraði 26:21 eftir að hafa verið undir, 12:15, í hálf- leik. S-Kórea gerði fyrsta markið eftir hlé en Júgóslavar síðan sjö gegn einu. Kórea gerði_ þá tvö í röð, staðan 19:17, en Jugóslavar náðu þá aftur góðum kafla og gerðu sjö mörk gegn tveimur. Það verða um, Spánveijar gerðu tvö fyrstu mörkin einum fleiri eftir að Héðinn var rekinn út af og náðu svo að minnka muninn í tvö möpk. Grimmdin fannst hins vegar á ný, vörnin þéttist og ísland hélt foryst- unni. Upp úr miðjum hálfleik, í stöð- unni 15:14, var Júlíus svo rekinn af velli og Spánveijar skoruðu tvívegis — komust yfir í fyrsta skipti er tíu mín. voru eftir. Það sem eftir lifði voru þeir á undan að skora og í lokin tók agaleysið í sóknarleik íslands sinn toll. Mis- • heppnuð sending og ótímabært skot, og því fór sem fór. Island komst yfir á ný, 18:17, þegar Óskar^ skoraði úr víti er fjórar og hálf mín. voru eftir en Spánverjar gerðu þá þijú mörk í röð. Óskar skoraði svo aftur úr víti, 19:20, er 25 sek. voru eftir og Spánveijar héldu bolt- anum út leiktímann. En, sem fyrr segir, leikurinn lof- ar góðu. íslensku strákarnir virðast vera að ná tökum á flötu vörninni — ótrúlega fljótt — en sóknarleikinn þarf að laga. Leikkerfin eru ný og erfiðara en ella að spila þau þegar örvhent skytta er ekki með. Guðmundur átti stórleik í mark- inu að þessu sinni og vörninni má allri hrósa. Geir stjórnaði henni af festu og Gunnar, Geir, Héðinn, Bjarki og Jakob létu vel að stjórn. því Spánn og Júgóslavíu sem fara upp úr A-riðli. Innbyrðisviðureign þjóðanna'var í nótt. H JAE-Hwan Kim, einn leik- manna Suður-Kóreu, hefúr vakið mikla athygli hér. Hann gerði níu mörk í fyrsta leiknum, gegn Spáni, og síðan ellefu gegn Júgóslavíu. Frábær leikmaður, sem leikur alla jafna í horni, en skorar einnig eftir uppstökk fyrir framan vörnina og eftir hraðaupphlaup — er eldsnögg- ur fram. H ANNAR leikmaður sem hefur staðið sig vel í liði S-Kóreu er örv- henta skyttan þeirra, Chi-Hyo Cho. Honum þykir svipa til stjörnunnar Kang, sem lék frábærléga með S-Kóreu á HM í Sviss 1986 og varð þá markahæsti maður keppn- innar. Chi virðist þó ekki eins hitt- inn í skotum sínum en er líkamlega sterkari. H JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, hefur verið iðinn við að dreifa bæklingum um ísland hér á mótinu, sem annars staðar þar sem hann fer. Bæði um HM á ís* landi 1995 og einnig almennum ferðabæklingum um landið. Banda- ríkjamennirnir, aðallega starfs- menn á mótinu, hafa verið hrifnír af bæklingunum; sérstaklega myndinni af Lindu Pétursdóttur, ungfrú heimi (!), og lýst yfir að þeir verði að koma til þessa lands«*i Það á svo eftir að.koma í ljós hvort eitthvað verður úr því.. . HEIMSLEIKAR FATLAÐRA Gull í lokin Kristín R. Hákonardóttir bætti enn einni rós í hnappagat íslensku keppendanna á Heimsleikum fatlaðra, er hún synti 100 m bringu- sund á 1.46,35 í gær og sigraði. Halldór Guðbergsson setti íslandsmet í 200 m fjórsundi í flokki blindra og sjónskeríra, fékk tímann 2.54,93 og varð í 9. sæti. Hann varð hins vegar í 8. sæti í 50 m skriðsundi á 30,61. Rut Sverrisdóttir hafnaði í 4. sæti í 200 m fjórsundi (3.13,43) og í 5. sæti í 50 m skriðsundi (34,63). íslenski hópurinn kemur heim aðfararnótt föstudags. Ísland-Spánn 19:20 Friðarleikarnir í Seattle, 2. leikur, mánudag 23. júlí 1990 (aðfaranótt þriðjudags 24. að ísl. tíma). 2:0, 2:2, 3:2, 3:3, 5:3, 5:4, 8:4, 8:5, 9:5, 9:6, 11:6, 11:9, 12:9, 12:11, 14:11, 14:13, 15:13, 15:16, 16:16, 16:17, 17:17, 18:17, 18:18, 18:20, 19:20. ísland: Héðinn Gilsson 4, Júlíus Jónasson 3, Geir Sveinsson 3, Óskar Ármannsson 3/2, Jakob Sigui-ðsson 2, Konráð Olavson 2/2, Bjarki Sigurðsson 1, Gunnar Gunnarsson 1. Birgir Sigurðsson, Valdimar Grímsson, Guðjón Ániason, Magnús Sigurðsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12 (þar af 2 er knötturinn lenti aftur til mótheija), Páll Guðnason. Utan vallar: 6 mínútur. Spánn: Enric Masip-BoiTas 8/2, Inga Urdangarin-Liebert 3, Reino 2, Garrido 2, Ricardo Marin-Marin 1, Cabanas 1, Serrano 1/1, Ordonez-Manas 1, Garcia Lopes 1. Varin skot.: Rico 4 (2 víti), Correa 4. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bandaríkjamennirnir Sharp og Bruckmann. Það kom á óvart að svo lítt reynd- ir dómarar skyldu settir á leik þessara liða — enda kom á daginn að strax í byijun leyfðu þeir talsverða hörku og gaf það ekki góða raun. Leikurinn varð n^jög harður. Dómaramir voru ekki nógu samkvæmir sjálfum sér, en hvorugt liðið hagnaðist á mistökum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.