Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 Yíxlarnir falla á framtíðina eftir Birgi ísleif Gunnarsson Eitt óbrigðult einkenni vinstri stjórna er að skilja við alla sjóði galtóma og stórskuldir þar að auki. Sú vinstri stjórn, sem nú situr, er engin undantekning að þessu leyti. Hún hefur fieytt sér áfram með því að slá mörg lán sem öll eiga eftir að falla og verða viðfangsefni þeirra sem þá verða við stjórn. Fyrsta árið af starfsferli sínum neitaði ríkisstjórnin að treysta og bæta rekstrargrundvöll atvinnuveganna, en tók í þess stað stór lán sem deilt var út á meðal fyrirtækja — allt á kostnað framtíðarinnar. Við skulum líta á nokkrar tölur í þessum efnum. Verðjöfiiunarsjóður fiskiðnaðarins Frystideild Verðjöfnunarsjóðs fískiðnaðarins var látin taka lán sem dreift “var til fiskvinnslunnar. í árslok 1989 stóð það lán í 1.330 millj. kr. með vöxtum. Fljótlega eftir að það lán var tekið lýsti Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, því yfir að sjóðurinn myndi ekki geta endurgreitt þetta lán og því yrði ríkissjóður að taka það á sig. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var hins vegar svo snilldarlega frá þessu gengið í bráðabirgðalögum frá 1977 að það er fyrst að þremur árum liðnum, þ.e. 1991, að það sem ógreitt er fellur á ríkissjóð. Þess var gætt að það yrði ekki fyrr en að liðnu þessu kjörtímabili. Ofan- greind tala, 1.330 millj. kr., kemur því hvergi inn í dæmið þegar verið er að meta halla ríkissjóðs. Atvinnutryggingarsjóður og HlutaQársj óður Atvinnutryggingarsjóður út- flutningsgreina var stofnaður með bráðabirgðalögum haustið 1988 og var ætlað að lána til einstakra fyrir- tækja sem væru í erfiðleikum. Mið- að við verðlag í janúar 1990 hefur sjóðurinn lánað um 7,5 milljarða. Ljóst er að hluti þess fjár mun tap- ast og lenda á ríkissjóði. Reyndar er það þegar svo að búið er að breyta lánum hjá ákveðnum fyrir- tækjum í hlutafé. Erfitt er að áætla nákvæmlega hversu mikið af þess- um lánum lenda á ríkissjóði, Ríkis- endurskoðun áætlar að töpuð útlán gætu numið 1,7 milljarði. Vafalaust er það variega áætlað. „Þegar þessir þrír liðir eru teknir saman, sem að ofan greinir, er líklegt að ríkissjóður þurfi í náinni framtíð að snara út um 3,5 millj- örðum króría. Það er mikið fé sem ríkis- stjórnin skilur þannig eftir fyrir framtíðina.“ Hlutaíjársjóði var ætlað að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækja með því _að leggja þeim til nýtt hlutafé. Á verðlagi í janúar 1990 hefur hann ráðstafað rúmum millj- arði. Enginn vafi er á því að eitt- hvað af því hlutafé verður verðlaust og áætlar Ríkisendurskoðun að það geti numið 300 millj. króna. 3,5 milljarðar á ríkissjóð Þegar þessir þrír liðir eru teknir saman, sem að ofan greinir, er líklegt að ríkissjóður þurfi í náinni framtíð að snara út um 3,5 milljörð- um króna. Það er mikið fé sem ríkis- Birgir ísleifúr Gunnarsson stjórnin skilur þannig eftir fyrir framtíðina. Við þetta bætist svo hinn mikli halli á ríkissjóði sem er brúaður með lántökum. Hann er áætlaður 20 milljarðar árin 1988- 1990. Það verður mikið verk að vinna fyrir þá sem þurfa að moka flórinn eftir þessa ríkisstjórn, Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Leiðsögn um Þingeyjarsýslur heitir ferðabæklingur sem Hér- aðssamband Þingeyinga hefiir gefið út. „Leiðsögn um Þingeyjar- sýslu“ komin út Húsavík. LEIÐSÖGN um Þingeyjarsýslu heitir fi*óðlegur ferðabæklingur, sem Héraðssamband Þingeyinga hefur gefið út og er góð ferða- handbók fyrir þá, sem um þetta vinsæla ferðamannahérað fara. Bæklingurinn er gefinn út á þrem tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Bæklingnum er skipt í 14 kafla, þar sem greinilega er lýst hveijum hreppi og hvað í honum er frekast að sjá og hvaða þjónustu hann veit- ir. Kort fylgir hveiju svæði, sem lýst er, en það spannar ferðamannaslóðir frá Flateyjardal um Þingeyjarsýslur upp á Mývatnsöræfi, um Herðubreið- arlindir og allt upp að Öskju. í bæklingnum er bent á 165 at- riði, sem ástæða er til að athuga, ef leiðir liggja þar um og þeim lýst nánar og bent á útsýni, sögustaði og þjónustu, misjafnlega mikið eftir því sem efni standa til. Nú í veðurblíðunni mestan hluta þessa mánaðar, hefur mikill ferða- mannastraumur verið um Þingeyjar- sýslur og þá hefur þessi bæklingur verið góð leiðsögn fyrir þá, sem fara á eigin vegum eða fyrir fararstjóra með sína hópa, erlenda eða innlenda, því það er margt fleira merkilegt að sjá í Þingeyjarsýslum en Mývatn. Asbyrgi, Vaglaskógur, Goðafoss, Dettifoss, Askja, Herðubreiðarlindir eða Hallbjarnarstaðarkambur. HSÞ á heiður skilið fyrir þetta framtak og þá sérstaklega þeir, sem fyrir útgáfunni hafa staðið, þeir Ágúst Hilmarsson, Gunnlaugur Árnason og Hlöðver P. Hlöðversson, og ættu þeir sem um héraðið fara að fá sér þesSá leiðsögn. - Fréttaritari Á síðustu dögum höfum við nánast tæmt söluskrána okkar. Mikil eftirspurn eftir 3ja og 4ra herb. íbúðum. Við höfum því tíma fyrir ÞIG og þína eign. Hafðu samband ef þú ert í söluhugleiðingum. ftHÚSAKAUP®62i600 rf^Ragnar Tómasson, hdl., Brynjar Harðarsson, viðskfr., Guðrún Árnadóttir, viðskfi liHHIilil FASTEIGNAMIÐLUN. Raðhús/einbýli AUÐARSTRÆTI Einbýli sem er kj. + tvær hæðir ca 240 fm. Allt endurn m.a. þak, miðstöðvar- kerfi og fl. 9 herb. Hentugt fyrir tvær fjölsk. Laust strax. Eignask. mögul. Verð 14,5 millj. STEINASEL - PARH. Glæsil. parh. á tveimur hæðum ca 330 fm á besta stað í Seljahverfi. Mögul. á 2 íb. 70 fm suðursvalir. Ákv. sala. Eigna- skipti mögul. 5—6 herb. ÖLDUTÚN - HFJ. Góð 150 fm efri sérhæð á góðum stað ásamt 30 fm bílsk. 5 svefnherb. Nýtt parket. Sérinng. og -hiti. Verð 8,5 millj. REYKÁS - NÝ LÁN Glæsil. 96 fm íb. á 2. hæð auk 45 fm rishæðar alls 140 fm. Vönduð eign. Þvottaherb. í íb. Fráb. útsýni. Áhv. veðd. o.fl. 4,4 millj. Verð 8,1 millj. 4ra herb. SUÐURVANGUR - HFJ. Glæsil. 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð 120 fm. Þvottaherb. ( íb. Góð staðsetn. Góðar innr. Verð 7,5 millj. GOÐHEIMAR Falleg 4ra herb. ca 100 fm þakhæð í fjórb. Stofa, borðst., 2 svefnherb. Suð- ursv. Sólstofa. Stór þakgarður. Fráb. útsýni. Verð 7,8 millj. FÍFUSEL - BÍLSKÝLI Falleg 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð + herb. í kj. 110 fm auk bílskýlis. Góðar innr. Suð-vestursv. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. LAUGARNESVEGUR Góð 4ra herb. íb. á 4. hæð ca 90 fm nettó á ról. staö. Suðursvalir. Góð leik- aðstaða fyrir börn. Stutt í skóla og þjón. Verð 6,0 millj. RAUÐARÁRSTlGUR Falleg ca 100 fm íb., hæð og ris. Stofa, 3 svefnh., nýtt eldh. Parket. Mjög góð eign. Gott útivistarsvæði og garður. Verð aðeins 4,9 millj. 3ja herb. REKAGRANDI - BÍLSK. Falleg ný 3ja herb. 90 fm (b. á 3. hæð auk stæðis (bflskýli. Góðar innr. Tvenn- ar svalir. Áhv. veðdeild o.fl. 3,4 millj. Verð 7,5 millj. HRÍSATEIGUR Snotur 3ja herb. íb. á jarðhæð I tvíb. ca 75 fm. Sérinng. og -hiti. Verð 4,8 miilj. BRATTAKINN - HFJ. Snotur 3ja herb. sérhæð í þríb. (mið- hæð). Bílskréttur. Mikið endurn. innan sem utan. Verð 5 millj. UNNARBRAUT - SELTJ. Góð 3ja heb. íb. á jarðhæð í þríbýli. Fallegt útsýni. Góð staðsetn. V. 5,8 m. VIÐ NESVEG Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð i þrib. m/sér- inng. og -hita. Nýtt eldhús, gler, rafm. o.fl. Góð suðurverönd. Mjög stór sjávar- lóó. Ákv. sala. Verð 5-5,2 millj. GRETTISGATA - TVÆR 3JA HERB. SÉRH. Höfum í einkasölu 2 fallegar íb. í sama húsi 96 fm hvor á 1. og 2. hæð. Mikið endurn. íb. Gott steinh. Suðurgarður. Verð 5,5 millj. hvor. 2ja herb. KLEPPSVEGUR V/SUND Falleg 2ja herb. íb. 60 fm á 6. hæð í lyftuhúsi meö suöursv. og fráb. útsýni. Öll nýstandsett, nýtt gler og öll nýmál- uð. Húsvörður. Verð 4,9 millj. BAKKAR - LAUS Góð 2ja herb. ca 60 fm íb. é 1. hæð ( nýl. málaðri blokk. Laus strax. Uppl. á skrifst. VALLARÁS - NÝTT Ný og glæsil. 2ja herb. íb. á 1. hæð m/sérgarði. Góðar innr. Áhv. 1,3 millj. veðdeild. Ákv. sala. Verð 4,2-4,4 millj. I smíöum DALHÚS - NÝTT LÁN Glæsil. raðhús á tveimur hæðum 190 fm á eftirsóttum stað. Góðar teikn. Afh. fullb. að utan, fokh. innan. Áhv. húsnián 4,6 millj. Verð 8 millj. FAGRIHJ. - NÝTT LÁN Fallegt parhús 190 fm. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan þremur mán. frá samn. Áhv. 4,6 millj. veödeild + 1 millj. handhafabréf (4 ár). Verð 8,2 millj. Fyrirtæk BARNAFATAVERSLUN Þekkt barnafataverslun í góðum húsa- kynnum með þekkt vörumerki. Eigin innflutn. Uppl. á skrifst. SÉRVERSL. M/BARNASKÓ Til sölu sérversl. með barnaskó sú eina í bænum í fullum rekstri. Gengur vel. Nánari uppl. á skrifst. LAUGAVEGUR - LAUST Til leigu 176 fm húsnæði á 1. hæð I nýl. húsi. Laust strax. Mögul. að skipta plássinu í tvennt. Borgartuni 24, 2. hæð Atlashúsinu SÍMI 625722, 4 LÍNUR Oskar Mikaelsson. löggiltur fasteignasali Ingolfur Gissurarson, sölustjori Harri Ormarsson, sölumaður Sigrun Johannesdottir, lögfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.