Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1990 Aætlunarflug hafið til Mývatns NÝLEGA hóf flugfélagið Mýflug hf., í samvinnu við Flugfélag Norð- urlands hf., áætlunarflug á leiðinni milli Reykjavíkur og Mývatns. Flogið er daglega á þessari leið og er brottför frá Reykjavík alla morgna klukkan 7.20 og til baka írá Mývatni klukkan 20. Notuð er til þessa flugs níu farþega Piper Chieftain-flugvél, TF-MYV, sem Mýflug festi nýverið kaup á. Flugtíminn milli þessara staða er rétt um klukkutími. Afgreiðsla Mýflugs í Reykjavík annast innan- landsflug Flugleiða. Flugfélagið Mýfiug hefur starfað frá því 1984 og rekur, auk áætlunar- flugsins, útsýnis- og leiguflug frá flugvellinum í Reykjahlíð og notar til þess ofangreinda Chieftain-flugvél og fimm farþega flugvél af gerðinni Cessna 206. Ennfremur rekur Mý- flug flugkennslu með flugvél af gerðnni Cessna 152. Stofnandi og aðaleigandi Mýflugs er Leifur Reykjavík: Bjór seldur í söluturni LÖGREGLAN lagði í gær hald á um 65 flöskur af bjór, Löwenbrau og dökkum Egils, sem grunur leikur á að hafi verið seldur í söluturni við Rauðarárstíg í Reykjavík. Lögreglunni barst tilkynning um það síðdegis að í sölutuminum Drauminum við Rauðarárstíg væri hægt að fá keyptan bjór. Menn voru sendir á staðinn og fundu 53 flöskur af Löwenbráu og 12 flösk- um af dökkum Egils. Lagt var hald á varninginn, sem ATVR hefur einkasöluleyfi á og eigandi sölut- urnsins var boðaður til yfirheyrslu hjá rannsóknardeild lögreglunnar í gær vegna þessa. Hallgrímsson bóndi í Vogum í Mý- vatnssveit. Hjá Mýflugi starfa nú þrír flugmenn. Mýflug hóf framkvæmdir við byggingu flugskýlis fyrir íjórar flug-' vélar á flugvellinum í Reykjahlíð árið 1985 og var það að fulli tilbúið si. sumar. Ennfremur hefur félagið byggt myndarlega farþegaafgreiðslu á flugvellinum. Miklar endurbætur voru gerðar á flugveliinum í fyrra á vegum Flugmálastjórnar og eru að- stæður á vellinum nú mun betri en áður. - PPJ Morgunblaðið/PPJ Flugfélagið Mýflug rekur nú áætlunarflug milli Reykjavíkur og Mývatns i samvinnu við Flug- félag Norðurlands. Notuð er til þessa flugs níu farþega Piper Chieftain-flugvél sem Mýflug festi kaup á nýverið. Vatnafang hf.: Unnið að hafiiarfram- kvæmdum í Flatey Að undanförnu hefiir verið unnið að viðgerð á dekki bryggjunnar í Flatey á Breiða- fírði og vinnur flokkur manna frá Patreksfirði verkið undir stjórn Jóns Guðmundssonar, bryggjusmiðs. Umferð um Flatey hefur stór- aukizt með komu nýja Baldurs og hafa hátt í 10 þúsund manns ferðast með skipinu það sem af er sumri. Á stærri myndinni kemur Baldur að bryggju í Flat- ey, en á minni myndinni ræðir Hafsteinn Guðmundssonb, bóndi og oddviti í Flatey, við skipveija á Baldri. 15 tonn af bleikju seld Svíum VATNAFANG hf. seldi nýlega 580 kíló af vatnableikju til Svíþjóðar. Þetta er fyrsta pönt- unin sem félagið fær og er von á annarri stærri Irá Svíþjóð á næstunni. Vatnafang, sem er hlutafélag veiðibænda, hefúr gert bindandi samning við aðila í þar í landi um sölu á 15 tonnum af vatnableikju, en rætt hefúr verið um að semja um sölu á 30-40 tonnum síðar. Flakkararnir, félag húsbílaeigenda á íslandi. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Flakkararnir í Bolungarvík Bolungarvík. ÞAÐ vakti óneitanlega athygli Bolvíkinga, þegar þrettán húsbílar röð- uðu sér upp við tjaldstæðið við sundlaugina einn eftirmiðdag í síðustu viku. Þarna voru á ferð félagar í samtökum sem kalla sig Flakkarar, en það er félag húsbílaeigenda á Islandi. Félag þetta var stofnað á Akureyri fyrir um þremur árum og í dag eru á skrá félagsins 118 húsbílar víða af landinu, þannig að gera má ráð fyrir að um fimm hundruð manns teljist til félagsins ef miðað er við að meðaltalsfjöl- skylda sé um hvern húsbíl. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti nokkra félaga þar sem þeir voru að undirbúa afmælisveislu sem halda skyidi einum úr hópnum þama um kvöldið. Þeir sögðu að megintilgangur fé- Iagsins væri sá að stuðla að aukinni húsbílaeign landans, því þetta væri albesti ferðamátinn innanlands og utan, þar að auki væri mikið lagt uppúr snyrtilegri umgengni hvar sem Flakkarar fara um. Á hveiju hausti er skipuð ferða- nefnd sem skipuleggur ferðir næst- komandi sumars og er þessi Vest- fjarðaferð þessara þrettán húsbíla ein af skipulögðum ferðum félagsins. Vestfjarðaferðin hófst á Húnavöll- um, þaðan lá leiðin til Búðardals og síðan um Barðaströnd og áð á Btjánslæk, síðan var farið út á Látra- bjarg, síðan voru áningarstaðir Pat- reksfjörður, Þingeyri og Bolung- arvik. Næsti áningarstaður hópsins var Reykjanes í ísafjarðardjúpi, síðan Hólmavík og ferðinni átti síðan að ljúka á Hvammstanga. Þessa tvo daga sem hópurinn staldraði við hér í Bolungarvík, not- uðu þau til að skoða sig um í ná- grenni kaupstaðarins, fóru m.a. upp að radarstöðinni á Bolafjalli, en þar er einstakt útsýni í góðu veðri. Þá var farið til Skálavíkur og víðar. Þau rómuðu mjög allar móttökur hér í bænum, t.d. hefði sundlaugar- vörðurinn opnað sundlaugina fyrir þeim morguninn eftir að þau komu og kunnu þau honum bestu þakkir fyrir. Aðspurðir um aðstöðuna fyrir ferðamenn hér í Bolungarvík, sögðu þeir að hún væri til mikillar fyrir- myndar, það sem mætti hinsvegar bæta væri að koma fyrir þvotta- snúrum og svo sérþarfir húsbíla og annarra ferðavagna, en það er að- staða til að losa og þrífa ferðasalern- in og svo væri mjög gott ef hægt væri að komast í 220 volta rafmagn til að tengja bílana við á meðan áð er. - Gunnar Félagar í Vatnafangi hf. eru nú um 50 talsins af öllu landinu, en félagið var stofnað í apríl síðastliðn- um. Að sögn Bjarna Egilssonar formanns Vatnafangs er unnið f náinni samvinnu við Veiðimála- stofnun sem sér um faglega úttekt á vötnum hjá þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og ráð- Ieggur um nýtingu á vötnunum. Félagar eru af öllu landinu, en enn sem komið er er ekkert farið að veiða á Austurlandi. Tekið er á móti aflanum í frystihúsum á Norð- urlandi, hjá Eðalfiski í Borgarnesi og hjá Sláturfélagi Suðurlands. „Fiskurinn er allur frystur og enn er ekki farið að flytja út ferskan fisk,“ sagði Bjarni. „Slíkur markað- ur var fyrir hendi í Frakklandi, en svo mikið magn þurfti í hveija send- ingu að ekki var hægt að sinna honum. Við munum leggja áherslu á markaðinn fyrir frysta bleikju á meðan við erum að koma þessu í gang. Fyrst um sinn treystum við okkur ekki til að sinn öðru en Svíþjóðarmarkaði.“ Hægt er að nýta alla bleikju frá 100 gr. og upp úr. Nú fást 55 sæn- skar kr. fyrir kílóið af flökum og 29 kr. fyrir heilan fisk, en vonast er til að skilaverð verði 200 íslen- skar kr. fyrir heilan fisk og 400-450 kr. fyrir flök. Veiðimennirnir skila fiskinum inn u.þ.b. þrisvar sinnum í viku eftir aðstæðum. Þeir slægja fiskinn eða flaka og ísa hann.“ Bjarni sagði að búist væri við að hægt verði að auka aflann upp í 100 tonn næsta ár með því að fleiri félagar bætist í hópinn og gert verði viðeigandi ráðstafanir í vötnum sem lítið er hægt að nýta enn sem kom- ið er. Reiknað er með að ef flest öll vötn á landinu væru nýtt væri hægt að veiða um 500 tonn af vatnableikju á ári. Hann sagði að ástand vatnanna væri mjög misjafnt og mikilvægt væri að rannsaka vötnin og standa rétt að veiðunum. Samvinnan við Veiðimálastofnun væri því grund- völlur fyrir þessum veiðum. „Við markaðssetningu höfum við lagt megin áhersla á að bleikjan sé villt íslensk náttúruafurð úr ómeng- uðum fjallávötnum með þeim breytileika sem því fylgir. Fyrsta sendingin fór eingöngu í veitinga- hús, en nú er byijað að pakka heil- um fiski í neytendaumbúðir eftir ósk Svíanna. Öll flök eru í loftþétt- um umbúðum.“ Aðspurður sagði Bjarni að í flest- um vötnum væri hægt að veiða fram í ágústlok, en fram í októb&r- byijun þar sem fiskur gengur úr sjó. Sums staðar væri hægt að hefja veiðar í febrúar í gegnum ís, en annars þegar ísa leysir. Athugasemd við athugasemd Auður Eydal, forstöðumaður Kvik- myndaeftirlits ríkisins, segir í at- hugasemd við skrif mín á kvik- myndasíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag um ritskoðun á Riddara götunnar („RoboCop") og Full- komnum hug („Total Recall“), að eftirlitið hefði ekki klippt Fullkom- inn hug enda sé því bannað það samkvæmt lögum. Þetta er rétt. Eftir að athugasemd forstöðu- manns eftirlitsins birtist kom í ljós að Bíóborgin/Bíóhöllin, hafði ein- faldlega fengið tvær kópíur af myndinni, eitt fyrir hvort bíó, sem ekki hefðu verið alveg eins og það hefði verið lagfært. Ég sem dálkahöfundur hefði að sjálfsögðu átt að kanna málið bet- ur og biðst ég velvirðingar á mis- tökum mínum og harma þau. Kvikmyndaeftirlitið leyfði ekki sýningar á Riddara götunnar hér um árið fyrr en kópían hafði verið klippt, að sögn sýningarstjóra Háskólabíós, en eftirlitið hélt auð- vitað ekki sjálft á skærunum. Arnaldur Indriðason kvik- myndagagnrýnandi og um- sjónarmaður kvikmyndasíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.