Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Blaðaljósmyndir 1993 ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Blaðaljósmyndun et- stærri hluti af daglegri tilveru okkar en við gerum okkur yfirleitt grein fyrir, þar sem hinir daglegu prentmiðlar miðla okkur geysilegu magni myndefnis, ekki síður en lesmáls; oftar en ekki er það myndefnið sem situr í lesanda á meðan orðin mást út úr minninu. En blaðaljósmyndun er ekki að- eins mikilvæg hvað varðar frétt- gildi, heldur er í slíkri ljósmyndun oft að finna fullgild listaverk sem hveijum ljósmyndara væri sæmd að. Slík verk verða ekki til fyrir tilviljun, heldur fyrir markvissa vinnu ljósmyndaranna og þar njóta þeir reynslu sinnar við að finna gott sjónarhorn á atburði, rétta skurðinn á myndflötinn og síðast en ekki síst það augnablik, sem gefur mest í sjónrænum skilningi. Vegna þessa er full ástæða til að vekja athygli á hlut blaðaljós- myndunar og það hafa Blaða- mannafélag Islands og Blaðaljós- myndarafélag íslands gert nokkur undanfarin ár með því að sýna úrval af verkum blaðaljósmyndara frá hverju ári, þar sem dómnefnd hefur síðan valið bestu verkin. Nú stendur yfir í Listhúsinu í Laugar- dal sýningin „Biaðaljósmyndir 1993“, þar sem getur að líta af- rakstur síðasta árs á þessu sviði. Alls eiga sextán ljósmyndarar tæplega áttatíu myndir á þessari sýningu og dómnefnd hefur unnið ágætlega úr því hlutverki sínu að velja bestu verkin í sjö flokkum, þó skoðun sýningarinnar leiði glögglega í ljós að það hefur verið erfitt verk. Verðlaunamyndin í flokknum „Daglegt líf“ er verk Kristins Ing- varssonar og hefur éinriig verið valin mynd ársins og í raun er erf- itt að sjá hvernig nokkur önnur héfði getað komið til greina. Hér situr Jón Guðmundsson íslensku- kennari yfir nemendum í Mennta- skólanum í Reykjavík, og úr svip hans skín sú einbeiting og skarp- skyggni sem einkennir góðan kenn- ara; hér á sér stað hið tímalausa uppbygging andans sem byggir fyrst og fremst á opnum hug og fróðleiksfýsn, óháð tækni og tíma. Myndbyggingin er einföld og sterk, og lýsingin einkar vel heppnuð. Fréttamyndir eru afar mikilvæg- ur þáttur í allri blaðamennsku, og mynd Ragnars Axelssonar af Vig- fúsi Andréssyni bónda á Berjanesi fyrir framar rústir fjárhússins á bænum segir meira um veðurham- inn sem gekk yfir en langar grein- ar gætu gert; mikilvægur hluti af lífsstarfi og lífsbjörg er horfin út í veður og vind. Ymsar fleiri frétta- myndir tengjast óblíðum náttúru- öflum, t.d. örlög bústofns bóndans að Tjaldanesi. Mannamyndir eru ætíð skemmti- legur og jafnframt lýsandi þáttur í ljósmyndun, og hér eru margar góðar myndir í þessum flokki. Brynjar Gauti Sveinsson er vel að verðlaunum kominn með mynd sinni af Hildibrandi Bjarnasyni há- karlaverkanda, en auk þess eru myndir Gunnars Gunnarssonar af Eðvald Hinrikssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni athyglis- verðar; hin fyrri fyrir styrk aldraðs manns, sem ásakaður hafði verið fyrir ótrúlega glæpi, en hin síðari fyrir dreyminn svip fræðimannsins, sem þarna hefur væntanlega verið að lýsa sæluríki framtíðarinnar. í íþróttamyndum má oft fínna skemmtileg augnablik sem eru gott myndefni; verðlaunamynd Bjarna Eiríkssonar er eitt slíkt augnablik fagnaðar, en mynd Brynjars Gauta Sveinssonar af körfuboltaleik er ekki síður sterk. Myndraðir og syrpur eru áber- andi á sýningunni, en ekki eins mikilvægar og oft áður. Fréttasyrp- an sem verðlaunuð er sérstaklega er eftirminnileg, en aðrar síður; það eru fremur stakar myndir sem fest- ast í huga áhorfandans. Myndir af því tagi eru sigurmynd Árna Sæ- berg í opnum flokki, mynd Páls Stefánssonar frá Sléttuhlíð í Skagafirði með útsýn yfir Málmey og loks nafnlaus mynd Braga Þ. Jósefssonar af ungri stúlku með sítt rautt hár innan um haustliti hraunsins. Hér er rétt að taka undir þau orð dómnefndar í sýningarskrá að á sýninguna vantar helst fieiri myndir úr atvinnulífinu, sem þó ber uppi hið daglega líf, íþróttir o.s.frv. sem hér er mest áberandi; áhersl- urnar eru ekki alveg réttar. Þetta kemur einkar vel fram þegar born- ar eru saman mynd Gunnars V. Andréssonar af glaðbeittum loðnu- sjómanni og mynd Jóhanns A. Kristjánssonar af fóstbræðrum á veitingahúsi, en þessar myndir hanga nærri hvor annarri og mynda sterkar andstæður. Það er af mörgu að taka á þess- ari sýningu og verkefni dómnefnd- ar hefur ekki verið öfundsvert. Salarkynni Listhússins kynnu við fyrstu sýn að virðast nokkuð þröng fyrir svo stóra sýningu, en henni hefur verið haganlega komið fyrir, þannig að ljósmyndirnar njóta sín ágætlega, bæði sem einstök verk og í heild. Sýningin „Blaðaljósmyndir 1993“ í Listhúsinu í Laugardal stendur aðeins til miðvikudagsins 13. apríl og er rétt að hvetja sem flesta til að llta inn. Sigfús Halldórsson. Sigfús Halldórsson Henrik Vagn Jensen Sumir listamenn verða ástsælir meðal þjóðarinnar fyrst og fremst vegna verka sinna á einu sviði, en öðlast síðan einnig almenna viður- kenningu fyrir framlag sitt á öðrum sviðum, einkum þegar þar má fínna að einhvetju leyti þann sama undir- tón, se skapaði listamanninum vin- sældir f upphafi. Sigfús Halldórsson hefur notið mikillar virðingar meðal þjóðarinnar um áratuga skeið fyrir dægurtónlist slna, en hann hefur í gegnum tíðina einnig verið mikilvirkur listmálari. Á því sviði hafa einkenni listar hans verið mörg þau sömu og gilda um tónlistina; léttar, rómantískar stemmur ráða rlkjum og það er hið fallega og hugljúfa I umhverfinu sem markar myndefnin, en Sigfús hefur I gegnum árin lagt mesta áherslu á myndir af bæjarbrag, ein- stökum húsum eða götum, og þá oftast unnið með vatnslitum. Nýlega var Sigfús útnefndur heiðursborgari I heimabæ sínum, Kópavogi, og er hann aðeins þriðji íbúi staðarins sem verður þessa heiðurs aðnjótandi. Listamaðurinn hefur búið I Kópavogi I rúma þijá áratugi, svo segja má að hann hafi haft tækifæri til að fylgjast með uppvexti hans um leið og hann hef- ur verið sinna list sinni með tónlist og málverki. Sigfús er vel að þessu heiðri kominn og I tilefni þessarar útnefningar stendur nú yfir I Gall- erí Listanum I Hamraborg I Kópa- vogi sýning á nokkrum vatnslita- myndum hans. Sýninguna tileinkar Sigfús Kópa- vogskaupstað, en á henni getur að llta tólf myndir af Kópavogslæk og næsta umhverfi, sem listamaðurinn vann á stðasta ári. í fyrstu verður ekki sagt, að mörgum komi þetta svæði til hugar sem vettvangur myndrænnar sýnar, með iðnaðar- hverfi á annan veginn, röskun mik- illar íbúðarbyggðar I næsta ná- grenni og Iþróttasvæði og umferð- aræðar nærri ósnum.' En hér koma vinnuaðferðir Sigfúsar vel fram; með því að þrengja sjónarhornið, líta fyrst og fremst niður að læknum og láta nálægðina njóta sln tekst honum að gera þetta umhverfi að friðsælum reit, þar sem grænir lækj- arbakkar og mannlausir göngusttg- ar verða kjarninn I því kyrrláta umhverfi, sem listamaðurinn sér fyrir sér við lækinn. Þessi rómantíska myndsýn Sig- fúsar Halldórssonar hefur I gegnum árin komið fram I fjölda mynda hans úr Reykjavík, af húsum þess og strætum, og hér gefst gott tæki- færi til að sjá þekkt kennileiti í Kópavogi baðað I sama Ijósi. Sýning Sigfúsar I Gallerí Listanum í Hamraborg I Kópavogi stendur til ???. Erlendir listamenn tengjast ís- landi með margvíslegum hætti; stundum gerist það fyrir áhuga á landi og sögu, en aðrir sækja hingað vegna hrifningar yfir einhveiju ís- lensku sem hefur rekið á fjörur þeirra. Flestir tengjast þó landinu fyrst í gegn um persónuleg kynni af íslenskum listamönnum, sem þeir sækja heim. Þannig er málum eflaust farið með danska myndlistarmanninn Henrik Vagn Jensen, sem nú hefur sett upp yfirlitssýningu á verkum sínum I Hafnarborg I Hafnarfirði. Henrik kynntist íslandi fyrst I gegn- um Svein Björnsson listamálara þegar þeir voru samtlða við nám I Akademíunni I Kaupmannahöfn- undir lok sjötta áratugarins, en frá þeim tíma hefur hann oft komið til Islands, haldið hér sýningar og tengst fleiri íslenskum listamönnum traustum böndum. Á sama hátt hafa Sveinn og fleiri íslenskir mynd- listamenn notið gestrisni hans I Danmörku. Á yfirlitssýningunni I Hafnarborg er þétt skipaður salurinn; þar eru nokkuð yfir hundrað listaverk, og þó málverk, teikningar, pastel- og Dominique Ambroise er fædd I Frakklandi, en stundaði síðan list- nám I Kanada og hefur haldið flest- ar einkasýningar sínar þar I landi. Hún hefur verið búsett á íslandi um hríð og nú stendur yfir I Gallerí Úmbru við Amtmannsstlg fyrsta einkasýning hennar hér á landi. Á sýningunni eru tlu myndir sem allar eru unnar með olíulitastifti á pappír. Viðfangsefni listakonunnar reynast fljótt kunnugleg og lýsir hún þeim þannig I Iítilli sýningarskrá: „Verkin ... lýsa því er tvær verur hittast, þ.e. mannleg vera og risa- vaxið dýr, ógnvekjandi en heillandi í senn við fyrstu sýn. Ég hef ætlð verið ástríðufullur dýraskoðandi. Eins og I trúarbrögðum og goðsögn- um þá táknar dýr I draumum eðlis- hvatir, ómeðvitaðar og frumstæðar, en einnig lífsvaka og býður draum- urinn upp á að borin séu kennsl á þessar vísanir, þær meðteknar og vatnslitamyndir skipi veglegan sess, þó eru grafíkverk af ýmsu tagi mest áberandi og gefa jafnframt best hugmynd um hið víðfeðma verksvið listamannsins. Elsta mynd- in hér er frá 1953 og sú yngsta frá síðasta ári, svo hér má finna mynd- ir frá fjögurra áratuga starfi, þó flest séu verkin unnin á slðustu tutt- ugu árum. Myndmiðlarnir virðast einnig hafa ráðið nokkru um viðfangsefni listamannsins I gegnum tíðina. Past- elmyndir, teikningar, vatnslita- myndir og jafnvel olíumálverk hans sýna oftast landslagsstemmur, og þá gjarna á mismunandi árstíðum. Tengsl hans við íslenska listamenn marka einnig að nokkru viðfangs- efni hans I þessum miðlum. Grafísku verkin eru hins vegar afar fjölbreytt og oft ágengari I myndefni; hér nýtur flæðandi teikn- un Henriks sín einnig afar vel I mörgum verkanna og mismunandi tækni grafíkurinnar gera verkin enn fjölskrúðugri en ella. Vegna fjölda verka á sýningunni kann hún að virðast yfirþyrmandi við fyrstu sýn, einkum þar sem uppröðun er ekki alltaf rökrétt, samþættar meðvitund okkar.“ Þessi form manns og dýrs sem hér er vísað til birtast I öllum mynd- unum og tengsl þeirra skapa þá spennu sem heldur uppi myndbygg- ingunni. Jafnframt koma fram sterk andstaða láðs og lagar, eða ólíkra landa, ef svo má segja. Litirnir I verkunum eru virkir I þessum sam- setningum, en á sama tíma flettaðir saman á árangursrlkan hátt, eink- um I dökku litflötunum. Dominique Ambroíse skýrir markvissa mynd- byggingu slna með eftirfarandi hætti: „Myndformið X varð til með þeim hætti að ómeðvitað tengdi ég um- hverfi mitt I nútíð og fortíð með þessu tákni sameiningar, annars vegar hvítt eða ljóst fjall (ísland) og hinsvegar rautt eða dökkgrænt fjall (Suður-Frakkland) og gagn- stæða speglun þeirra. Þessi samein- ing andstæðna er styrkt af veru sem hvorki I efnis- né tímaröð. En hér vinna ýmis verk mikið á við nánari skoðun, sérstaklega þar sem flæð- andi teikning listamannsins nýtur sín hvað best. Einkum má benda á tréskurðarmyndirnar I þessu sam- bandi, en þar er einföld formgerðin oft lykillinn að sterkum ímyndum (J.d. „Straumurinn" (nr. 57), og heimatilbúnir litir hans skapa þeim sérstakan blæ (t.d. I „Snákurinn" (nr. 44). Henrik notar einnig tækni, sem ekki er algeng, t.d. gataþrykk, til að skapa eftirminnilegar myndir eins og „Klifurtré" (nr. 83). Tengsl Jiessa danska listamann við íslenska starfsbræður hafa verið sterk I gegnum tíðina, ef dæma má eftir því sern ber fyrir augu á sýn- ingunni. Myndir sem tengjast Hafn- arfirði og Krísuvlk benda augljós- lega til Sveins Bjömssonar, og myndir frá Húsafelli I Borgarfirði til Páls Guðmundssonar; hér eru reyndar sýndar teikningar af þess- um vinum hans og á sýningunni getur einnig að llta vangamynd Páls Guðmundssonar af danska listamanninum, væntanlega hoggna úr steini úr bæjargilinu við Húsafell. Yfirlitssýningu á verkum Henriks Vagns Jensens I Hafnarborg I Hafn- arfirði lýkur mánudaginn 11. apríl, og er rétt að benda listunnendum á að líta inn. fer frá einum hluta myndarinnar til annars, eða tveimur verum sem vísa hvor á aðra.“ Þessar hugleiðingar listakonunn- ar koma vel fram I verkunum. í þeim birtast stöðugt andstæður lands og hafs, birtu og myrkurs, manns og dýrs, vöku og draums; hér er hinn eilífl dans frumaflanna og samspil þeirra I tilverunni hin óleysta og óleysanlega þraut. Viðfangsefni af þessu tagi hafa heillað marga listamenn I gegnum tiðina, og samspil manns og dýrs hefur t.d. verið viðfangsefni Gunn- ars Arnar I ýmsum myndum I gegn- um árin. Hér kynnumst við myndsýn erlendrar listakonu sem er sér fylli- lega meðvituð um hvað hún er að fást við og skiiar þvl til sýningar- gesta með miklum sóma. Verkin eru vel upp sett og mynda góða heild, en það tekst ekki alltaf I þessu litla en vinalega rými. Sýning Dominique Ambroise í GalLerí Umbru neðst við Amtmanns- stíginn stendur til miðvikudagsins 20. apríl. Dominique Ambroise
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.