Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Rétt skal rétt vera eftir Jóhannes Pálmason Vegna greinar Sifjar Knudsen sjúkraliða í Morgunblaðinu 19. mars sl., þar sem frjálslega er far- ið með staðreyndir, vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: IKO-könnun á Borgarspítalanum 1985 IKO er vðurkennt danskt ráð- gjafarfyrirtæki, sem hefur unnið fyrir íjölda íslenskra fyrirtækja. Þá hefur IKO unnið að hliðstæðum athugunum á fjölmörgum dönskum sjúkrahúsum. Umrædd könnun var unnin að frumkvæði stjórnar spítalans og var gerð í fullu samráði við sjúkral- iða sem og aðrar starfsstéttir. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði sáu um tíðnimælingar undir stjórn ráðgjafa frá IKO. Sambæriiegar kannanir voru gerðar á Landspítalanum árið 1982 og Landakotsspítala árið 1988 og þá kom einnig fram að óvirkur tími sjúkraliða er mun meiri en hjúkrun- arfræðinga. Með breyttu hlutfalli hjúkrunarfræðinga/sjúkraliða, þ.e.a.s. fjölgun hjúkrunarfræðinga og fækkun sjúkraliða, má búast við því að óvirkur tími sjúkraliða hafi minnkað. Sjúklingaflokkun Sjúklingaflokkun er aðferð til að „Sambærilegar kann- anir voru gerðar á Landspítalanum árið 1982 og Landakotsspít- ala árið 1988 og þá kom einnig fram að óvirkur tími sjúkraliða er mun meiri en hjúkrunar- fræðinga.“ meta þörf sjúklinga fyrir hjúkrun, en ekki vinnuframlag einstakra starfsstétta. Hefur þetta mælitæki verið notað með góðum árangri á Boragarspítalanum og Landspítal- anum í áraraðir. Sjúklingaflokkun er besta tækið sem við höfum í dag til að gera mönnunaráætlanir sem taka tillit til hversu mikla hjúkrun sjúklingar þurfa. Niðurstöður sjúklingaflokkunar hafa eingöngu verið notaðar til að fylgjast með hjúkrunarálagi yfir ákveðin tímabil og mönnunarþörf í fylgjast með hjúkrunarálagi yfir ákveðin tímabil og mönnunarþörf í samræmi við það. Hins vegar eru niðurstöður sjúklingaflokkunar ekki notaðar til að manna vaktir frá degi til dags. Þetta er sjúkralið- um á Borgarspítalanum fullljóst, því ótaldir eru þeir fræðslufundir sem sjúkraliðar hafa verið boðaðir á til að kynna þeim tilgang og framkvæmd sjúklingaflokkunar. A mörgum deidlum taka sjúkraliðar virkan þátt í sjúklingaflokkun með hjúkrunarfræðingum. Stöðuheimildir Eðli þjónustu Borgarspítalans hefur breyst mjög á undanförnum árum og þörf fyrir hjúkrunarfræð- inga hefur aukist vegna þeirrar flóknu meðferðar, sem fram fer á spítalanum. Stjórn spítalans hefur ávallt borið hag sjúklinga fyrir bijósti, þegar heimildum hefur ver- ið breytt, til að bæta þá hjúkrunar- þjónustu sem sjúklingar njóta. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum á bráðasjúkrahúsum sambærilegum Borgarspítalanum, hefur þróunin verið sú á sumum þeirra að engir sjúkraliðar eru við störf lengur. Hins vegar hefur setnum stöðugild- um sjúkraliða fjölgað á Borgarspít- alanum undanfarin ár, m.a. á öldr- unarlækningadeildum. Jóhannes Pálmason Launamunur í ofangreindri grein er því haldið fram að 50% munur sé á launum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Borgarspítalanum. Sú tala virðist fengin með því að bera saman heildarlaun þessara tveggja stétta og er þá ekki tekið tillit til vinnu- framlags. Við raunhæfan saman- burð þarf að bera saman grunn- laun. Hins vegar verður aldrei hægt að bera saman laun hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða af nokkru viti þar sem um er að ræða gjör- ólík störf og menntun sem að baki liggur. Þá má nefna að komast má af með færri starfsmenn á hverri vakt ef hlutfall hjúkrunar- fræðinga er hærra og þar með lækka heildarlaunakostnað. Varðandi bréf það sem trúnaðar- menn Sjúkraliðafélags íslands rit- uðu stjórnarformanni Sjúkrastofn- ana Reykjavíkurborgar, þá hefur því þegar verið svarað. I bréfinu er lagt til að leitað verði eftir sam- anburði á mönnun bráðasjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu að undirlagi landlæknisembættis eða heilbrigðisráðuneytis. Á Borgarspítalanum vinna margir afbragðs sjúkraliðar í góðri samvinnu við hjúkrunarfræðinga og aðrar starfsstéttir. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fundað með trúnaðarmönnum sjúkraliða nokk- uð reglulega og skipst hefur verið á upplýsingum um málefni er varða sjúkraliða. Greinarhöfundur skrifar af van- þekkingu um ýmis málefni Borgar- spítalans. Hægt hefði verið að fá réttar upplýsingar ef eftir þéim hefði verið leitað. Skrif sem þessi gera lítið annað en að spilla annars ágætu samstarfi. Höfundur er fram k væm dnstjóri . Iiorgarsphakt. Framkvæmd löggæslu eftir Böðvar Bragason Gunnar Jóhann Birgisson birti grein í Morgunblaðinu fyrir páska þar sem að hann gerir því skóna að stefnubreyting hafi orðið í lög- gæslumálum Reykvíkinga með þeim hætti að horfið hafi verið frá forvarnarstefnu í rekstri Breið- holtslögreglunnar. Ber hann fyrir sig „ótrúlegar fréttir" sem verða honum síðan tilefni til m.a. al- mennra hugleiðinga um hlutverk ríkisvalds og sveitarstjórna við rekstur lögreglu. Vegna þessa vil ég láta nokkur 'orð falla um forvarnarstarf og grenndarlögreglu eins og þeim Fastei eigendur VIÐGERÐADEILD MÚRARAMEISTARA TILKYNNIR: Tökum að okkur allt viðhald fasteigna. Við skemmdagreinum hús og magntökum. Við sjóum um gerð kostnaðaróœtlana. Starísmenn okkar eru allir þaulreyndir á sviði viðhaldsvinnu. Samkvœmt byggingareglugerð er öll viðhaldsvinna uppáskriftarskyld hjá byggingafulltrúum. Við höíum iðnmeistara í öllum þeim greinum er varða uppáskriítarskyldu vegna viðgerða og viðhalds. LEITIÐ TIL ÞEIRRA SEM REYNSLUNA HAFA. ÖRN S. JÓNSSON sími: 678858 HÓLMSTEINN PJETURSSON sími: 670020 VIÐAR GUÐMUNDSSON Húsprýði hf. sími: 670670 SIGURÐUR GESTSSON Húsprýði hf. sími: 670670 BJARNIJÓNSSON Dröfn sími: 654880 málaflokkum hefur verið sinnt í Reykjavík nokkur undanfarin ár. Erfitt er að skilgreina tæmandi hvað í þessum vinnubrögðum felst en þungamiðjan er náið og traust samband íbúa á ákveðnu svæði við staðbundna lögreglumenn í þeim tilgangi að halda niðri tíðni afbrota og að draga úr ótta fólks við af- brot og glæpi. Ennfremur að lögreglan verði sjálfsagður hluti af þjóðfélags- heildinni og að fólk hafi meira að segja en áður um starfsaðferðir og skipulag lögreglunnar. Engin einhlít aðferð er til eða eitt skipu- lag í þessum efnum. Þess vegna er forvarnar- og grenndarstarf rekið á mismunandi hátt hvort sem er vestan hafs eða austan. Á sama máta geta verið blæbrigði í fram- kvæmd innan löggæslusvæða. En hugsunin að baki er sú sama, þ.e. að mannleg tengsl skuli ganga fyrir tækninni. Árið 1989 var lögreglustöðin í Breiðholti opnuð með þremur lög- reglumönnum. Þeirra forskrift var og er að vinna samkvæmt framan- nefndum markmiðum. Á þessu ári hefur starfsmönnum fjölgað úr þremur í fimm og jafnframt fékk stöðin bifreið til umráða svo sinna megi útköllum í hverfinu, því það er einnig hluti grenndarhugmynd- arinnar að íbúar fái sem mest af þjónustu sinni frá „sínum“ lög- reglumönnum, sem þeir oft kann- ast við. Nú er því staðan þannig í Breið- holti að íbúarnir eiga kost á meiri þjónustu en áður frá sinni hverfis- lögreglu sem starfar eftir sömu áherslum og áður eða í anda for- varna og grenndarlögreglu. í Grafarvogi var opnuð lögreglu- stöð 1991, þar starfa þrír lögreglu- menn. Frá upphafi hefur markmið stöðvarinnar verið að koma á og viðhalda sem bestu samstarfi við ibpa hverfisins. Grenndarlögreglan þar er m.a. útfærð að írskri fyrirmynd, en svo- kölluð „neighborhood wateh“ hefur gefið mjög góða raun þar í landi. Fór lögreglumaður til írlands gagngert til þess að kynna sér þessi mál áður en stöðin tók til starfa. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun löggæslunnar í Grafar- vogi því lögreglustöðin kom þar nokkurn veginn í kjölfar fyrstu byggðar. Af framansögðu má vera ljóst að engin stefnubreyting hefur orð- ið varðandi áherslur og stefnu í starfi lögreglunnar í Reykjavík. Á landsvísu hefur verið hlúð að þess- ari stefnu af dómsmálaráðuneytinu og dómsmálaráðherra, nú síðast opinberlega í sambandi við heim- sókn lögreglustjórans í Tallahassee í Flórída á sl. ári en þá hélt ráðu- neytið fund sem haldinn var undir merkjunum „Forvárnir til framtíð- ar“. Þar var innlegg talsmanna lögreglunnar í Reykjavík það að herða beri sóknina til frekari átaka í forvarnar- og grenndarmálum. Að lokum nokkrar tölur um ijölda kærðra innbrota og þjófnaði á starfssvæði Reykjavíkurlögregl- unnar. Þær sýna að forvarnarstarf lögreglunnar hefur skilað árangri. Frá árinu 1991-1992 ijjölgaði á starfssvæði lögreglunnar í Reykja- vik kærðum' þjófnuðum úr 826 í 972 og innbr.otum úr 1051 í 1417. Á tímabilinu fjölgaði afbrotum af þessu tagi ekki í Grafarvogi heldur stóð fjöldi þeirra í stað þrátt fyrir mikla fólksíjölgun í hverfinu. Böðvar Bragason „Af framansögðu má vera ljóst að engin stefnubreyting hefur orðið varðandi áherslur og stefnu í starfi lög- reglunnar í Reykjavík.“ í Breiðholtshverfum varð fækk- un merkjanleg í fyrsta sinn síðan skráning afbrota eftir hverfum hófst. Ég er til viðtals við alia Reykvík- inga um málefni lögreglunnar. Bið ég borgarbúa að hafa beint sam- band við mig telji þeir sig í vafa um eðli, tilgang eða vinnubrögð lögreglunnar, því án samstarfs borgarbúa og lögreglunnar næst ekki viðunandi afrakstur lögreglu- starfsins. Höfundur er lögreglustjóri í Reykjavík. Ráðstefna um klíníska hjúkrun RÁÐSTEFNA um klíniska hjúkr- un verður haldin í Háskólabíói dagana 8.-9. apríl nk. á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Tveir erlendir gestir sækja ráð- stefnuna þær dr. Patricia Benner, prófessor í hjúkrunarfræði við Kali- forníuháskóla í San Fransisco, og dr. Marianne Arridt sem undanfarin ár hefur verið leiðbeinandi í mennt- unarmálum hjúkrunarfræðinga í Þýskalandi. Dr. Patricia Benner er þekkt meðal hjúkrunarfræðinga fyrir verk sín og hugmyndir um hjúkrun og er hægt að fá við hana viðtal laug- ardaginn 9. apríl. Dr. Marianne Arndt hefur nýlokið doktorsprófi frá Edinborgarháskóla og ferðast um Þýskaland og heldur fyrirlestra. Doktorsritgerð hennar fjallar um mistök hjúkrunarfræðinga við lyfja- gjafir. A ráðstefnunni flytja erindi þær Jóhanna Bernharðsdóttir: Frá kon- um til kvenna: Reynsla og líðan kvenna sem greinast með btjósta- krabbamein, Anna Gyða Gunn- laugsdóttir og Herdís Sveinsdóttir: Verkir og verkjameðferð skurð- sjúklinga: Væntingar, viðhorf, upp- lifun og meðferð, Asta Thoroddsen: Skráning hjúkrunar: Notkun hjúkr- unargreininga í klínísku starfi, Helga Jónsdóttir og Lovísa Baldurs- dóttir: Leiðir til að bæta líðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð og María Guðmundsdóttir: Viðhorf til sorgar (rannsókn unnin í Kanada). Vegna mikillar aðsóknar er ákveðið að flytja fyrirlestrana í stærri sal og er því enn hægt að bæta við þátttakendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.