Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 „Ég er ekki viss, en þetta líkst því, að morgunkorns-morðingi hafi verið að verki.“ Með morgunkaffinu \Z-Z5 ... saga sem erjafngöm- ul tímanum. TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights roserved • 1993 Los Angeles Times Syndicale 446 Hvað í ósköpunum á ég að Eruð þið með „Njóttu núna ■ gera við líftryggingu' borgaðu seinna-„þjónustu“ HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Bréf til Árna Matthíassonar Frá Konráði Eyjólfssyni: Þá er ég skrifaði þér hið fyrra bréf hafði ég hvorki heyrt né séð geisladisk Herberts Guðmundsson- ar, aðeins lesið þinn nöturlega dóm. En símtöl þín og svargrein vöktu með mér þá tilfinningu að þú vissir þig standa á þunnum ís svo ég ákvað að kynna mér efnið. Eftir þá athugun gerði ég mér enn betur grein fyrir hversu ósanngjarn og meinfýsinn þessi dómur er, því þessi diskur þar sem Herbert Guðmunds- son flytur lög og texta eftir þá Jó- hann G. Jóhannsson, Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason auk eigin laga er frábærlega unninn og metnaðarfull útgáfa. Vissulega má að því finna að Herbert hafi ekki látið prófarkalesa textablað sem einhver vélritunar- stúlka misritaði en af ofureðlilegum ástæðum hefur hann líklega talið Frá Sigurði Sigurðssyni: Hreinleiki íslenskra matvæla er dýrmæt auðlind Vegna heilbrigðis dýra og gróð- urs á Islandi notum við minna af varnarefnum, lyfjum og eitri en flestar aðrar þjóðir. Þetta skiptir máli fyrir gæði matvæla og heilsu almennings. Mælingar á íslenskri mjólk og kjöti nauta, kinda, hrossa og svína, sem gerðar hafa verið af yfirdýralækni o.fl., sanna þetta og sýna, að óæskileg efni mælast alls ekki eða eru langt undir leyfilegum mörkum. Það tryggir heilnæmar afurðir og gefur okkur forskot í framleiðslu vistvænna afurða til sölu erlendis. Hreinleikinn er dýr- mæt auðlind sem við megum ekki spilla vegna heilsu fólksins til lengri tíma litið. Heimurinn er farinn að kalla eftir slíkum matvælum. Þetta getur breyst fljótt eins og nú horf- ir, ef slakað yrði á vörnum gegn smitsjúkdómum með bindandi við- skiptasamningum við útlönd (EES, GATT og ,,ESB“). Hingað myndu að tónlistin, útsetningar, söngur, hljóðfæraskipan, textaflutningur, lýrík og list væri það sem mestu skipti. En þá kom Árni Matt. Þá er enn merkara að úr því að textablaðið verður hér að megin- verkefni í stað tónlistarinnar að þú skulir núa Herberti um nasir „óenskri klisjusúpu“ og lítilli tungu- málakunnáttu því að skýrt og greinilega er tekið fram að höfund- ur þess texta sem þú nefnir máli þínu til sönnunar er hinn stórmerki listamaður Magnús Þór Sigmunds- son sem flestir munu sammála um að samið hafi mörg merkustu og bestu lög og texta síðustu ára. Hún er harður húsbóndi lista- gyðjan og merkur flokkur manna músíkantar, trú þeirra og þrá er svo sterk að þeir eru tilbúnir að verja aleigu sinni í að koma frá sér hugverkum sínum og leggja allt í berast smitsjúkdómar í búfé, sem spilltu ímynd íslenskra afurða. Smitefni berast á ýmsan hátt Smitefni, hættuleg dýrum, fólki og gróðri, berast á milli fjarlægra svæða og landa á ýmsan hátt. Pjöl- mörg dæmi eru þekkt um smitburð síðustu ár þrátt fyrir allar framfar- ir í sjúkdómaleit og sjúkdómavörn- um. Smitefnin berast fyrst og fremst: 1. Með lifandi dýrum og gróðri jarðar. 2. Með matvælum úr dýraríkinu. 3. Með dýrafóðri. 4. Með óhreinum hlutum. 5. Með fólki. Afskekkt lega landsins og varkár stefna í innflutningsmálum í ára- tugi hefur verið okkur góð vörn. Þess vegna eru íslensk dýr ennþá laus við flesta smitsjúkdóma, sem algengir eru og landlægir í Evrópu. Sumir þeirra eru hættulegir fyrir fólk (t.d. hundaæði). SIRGURÐUR SIGURÐSSON dýralæknir sölurnar svo tónlistin og umbúnaður hennar megi verða sem fullkomn- ust. Við þessi tónverk er svo oftast texti hvurs tilgangur og takmark er að koma á framfæri boðskap eða hughrifum höfundarins á þann hátt að hann falli sem best að laginu og/eða lagið að honum. Þetta samspil er síðan opinberað til lofs eða lasts eftir atvikum. Hlut- verk gagnrýnenda er að tjá sig um hvernig til hafi tekist út frá þekk- ingu og viti. En í stað vitrænnar gagnrýni ryðjast úr fjölmiðlaskóginum menn sem rífa og ræta í sig hugarfóstrin án nokkurs tillits til gerða sinna og afleiðinga þeirra. Menn þessir sem þú Árni ásamt hinum sjálftitl- aða doktor Gunnari á Pressunni eru helstu fulltrúar fyrir hér á landi eru oftar en ekki misheppnaðir tónlist- armenn sem telja sig hafa rétt og burði til að vega að þeim sem betur hefur vegnað og meiri hæfileikum eru búnir. Lastaranum ei líkar neitt lætur hann ganga róginn. Finni hann fölnað laufblað eitt hann fordæmir allan skóginn. Árni, þú opinberar vanmátt þinn til raunhæfrar gagnrýni skelfilega þegar þú í fumkenndri leit þinni að fölnuðu laufi þarft að yfirgefa bæði hljómlistina og textann, m.ö.o. allt hugverkið og leita fanga í ritvillu á textablaði til að fá höggstað á diski Herberts Guðmundssonar. Þetta gerir þú gegn betri vitund því þú veist að textablaðið er óskylt hugverkinu með öllu og alls ekki sjálfgefinn fylgihlutur. Þú veist líka að enn er sá ófæddur á jörðu hér sem er þess umkominn að greina mismun orðanna „brake“ og „bre- ak“ í framburði og þar með söng, því verður samhengið að gefa til kynna um hvað er að ræða hvetju sinni. Texti Magnúsar Þórs hljómar þannig: I chased my mind/ until the break of dawn/ to find an answer/ with the rising sun. Hveijum meðal- greindum manni með snefil af enskukunnáttu er ljóst að hér er ekki verið að fjalla um neinar bremsur. Niðurstaðan er einföld, Árni, hljómplötudómar þínir eru klám- högg og afsakanirnar enn verri. Fáðu þér annað að gera. KONRÁÐ EYJÓLFSSON iðnrekstrarfræðingur Austurströnd 14 Seltjarnarnesi. Verndum hreinleika íslenskra matvæla Víkveiji skrífar * Ahrifamáttur auglýsinga getur verið mikill. Um páskana hitti Víkverji unga stúlku, sem er í leik- skóla, 6 ára. Hún var uppfull af Hafnarfjarðarbröndurum og sagði hvern brandarann á fætur öðrum. Fleiri brandara kunni hún og var einn um flugvél, sem fórst. Engir komust af, nema ein kona og „veiztu af hverju?" spurði sú stutta. Ekki vissi Víkverji svarið og svar- aði hnátan þá hróðug: „Það var vegna þess að hún átti dömubindi með vængjum!11 Þannig eru síendurteknar dömu- bindaauglýsingar farnar að síast inn í hugskot yngstu kynslóðarinnar og þessi „brandari" þeirrar stuttu minnti Víkverja á jafnöldru hennar, sem sagt hafði við mömmu sína, að hana langaði svo mikið í dömu- bindi, svo að hún gæti orðið ham- ingjusöm eins og konurnar í auglýs- ingunum. Sjálfsagt eru dömubindi bæði nauðsynleg og þægileg þeim sem þurfa að nota slíkt, en afskaplega eru þessar auglýsingar hvimleitt sjónvarpsefni. xxx Nú er dag verulega tekið að lengja. Það finna menn bezt á morgnana, þegar albjart er orðið. í gær voru fréttir af því að maríu- erla hefði sést hér sunnanlands og um páskana munu menn hafa séð nokkrar lóur á Álftanesi samkvæmt útvarpsfréttum í gærmorgun. Allt eru þetta kærkomnir vorboðar, sem menn tóku kannski mun betur eftir í gamla daga, þegar fólk átti allt sitt undir veðráttunni. Menn reyndu fyrr á tímum að spá fyrir um sumar- ið og voru þá gjarnan draumar notaðir, tekið var mið af komutíma farfugla, atferli skordýra, húsdýra og jarðargróðurs. Helztu spáfuglar voru lóan og spóinn og hafi það verið lóur, sem menn sáu á Álfta- nesinu um páska, má búast við hinu bærilegasta sumri eða hvað. Páll Ólafsson sagði að minnsta kosti „Lóan er komin að kveða burt snjó- inn“. Hann, sem var Austfirðingur, bjóst sem sagt við lóunni, þegar jörð var enn alhvít, en Jón Thorodd- sen gerði greinilega ráð fyrir henni mun seinna, því hann segir: Vorið er komið, og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún, syngur í runni, og senn kemur lóa... Samkvæmt þessu virðist lóan ekki mjög áreiðanlegur fugl hvað vorkomuna snertir, hún kemur stundum á alhvíta jörð og stundum eftir að grundirnar eru teknar að gróa. En hvað sem því líður, er eitt marktækt, sól fer hratt hækkandi á lofti og sumarið er framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.