Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 23 Búvörulagafrum- varpið samþykkt Eggert Haukdal greiddi atkvæði gegn frumvarpinu ALÞINGI samþykkti í gær þær breytingar á búvörulögunum sem meirihluti landbúnaðarnefndar þingsins lagði fram í síðasta mánuði og hefur valdið miklum deilum, bæði innan stjórnarflokkanna og milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Er breytingunum ætlað að kveða skýrt á um heimildir við innflutning á landbúnaðarvörum. Frum- varpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 2 og greiddu Eggert Haukdal þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Olafur Þ. Þórðarson þing- maður Framsóknarflokksins atkvæði gegn frumvarpinu en tveir stjórn- arþingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna ásamt þingmönnum stjórn- arandstöðunnar. Eggert Haukdal sagði í atkvæða- greiðslunni að mótatkvæði sitt væri mótmæli gegn vinnubrögðum utan- rikisráðherra í málinu og undanláts- seminni við krata, en sú undanláts- semi hefði valdið því að frumvarpið gengi ekki nægilega langt. Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson þingmenn Sjálf- stæðisflokks sátu hjá í atkvæða- greiðslunni um frúmvarpið og einnig þegar greidd voru atkvæði um breyt- ingartillögur frá stjórnarandstöðu- þingmönnum. Stjórnarandstaðan og Eggert Haukdal greiddu atkvæði með tillögaim Ragnars Arnalds þing- manns Alþýðubandalags en einungis þingmenn Framsóknarflokks greiddu atkvæði með tillögu Ólafs Þ. Þórðar- sonar og fleiri þingmanna Framsókn- arflokks um að ef upp kæmi lagaleg deila um merkingu laganna ætti að taka mið af nefndaráliti sem formað- ur landbúnaðarnefndar og tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrif- uðu undir. Aðrir stjómarandstöðu- þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þessa tillögu auk þriggja. áður- nefndra þingmanna Sjálfstæðis- flokks. Gegn eigin áliti Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður landbún- aðarnefndar sagði í atkvæðagreiðslu um tillögu Ólafs að sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að lagatexti fmmvarpsins væri skýr og því ætti ekki að þurfa að leita frek- ari skýringa í málsskjölum þótt ágreiningur kynni að koma upp við framkvæmd laganna. Þá stangist nefndarálit fulltrúa stjórnarflokk- anna í landbúnaðarnefnd í raun ekki á nema í einu atriði að því er varðar frumvarpið. Tillagan væri bæði óvenjuleg og óþörf. Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokks sagði að með því að fella tillöguna hefði Sjálfstæðisflokkurinn hafnað eigin áliti á frumvarpinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tóku til máls við atkvæðagreiðsl- una spáðu því að þótt niðurstaða hefði nú fengist í þetta mál, þá væri tjaldað til skamms tíma og breyting- arnar sem nú hefði verið gerðar dygðu ekki til að koma í veg fyrir réttaróvissu við innflutning á land- búnaðarvörum. Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki Skapa mætti at- vinnu með niður- greiddum þorski STEFÁN Guðmundsson, alþingismaður, telur að það geti verið mjög árangursrík leið til að draga úr atvinnuleysi hér á landi að hvetja fyrir- tæki til að kaupa þorsk frá Rússlandi eða öðrum löndum með því að niðurgreiða hráefnið að hluta. Stefán segir að þó að ríkissjóður þurfi að leggja fram nokkra fjármuni í þessu skyni þá muni það skila sér margfalt í auknum tekjum þjóðarbúsins og lægri atvinnuleysisbótum. Stefán hefur látið setja upp fyrir sig reikningsdæmi um hugsanlegan ávinning af því að greiða bætur á innfluttan þorsk. I dæminu er miðað við að keypt verði til landsins 25 þúsund tonn af þorski. Innkaupsverð sé 95 krónur á hvert kíló og afurða- verð 242 krónur. Nýtíng úr þessum 25 þúsund tonnum sé 65% sem þýð- ir 16.250 tonna afurðir. Vinnsluaf- köst séu 13 kíló á klukkustund og vinnulaun 700 krónur á klukkustund. Samkvæmt þessum forsendum gæti söluverðmæti þorsksins verið um 3,9 milljarðar. Af þessari upphæð er landsvirðisauki rúmar 1,5 milljarðar, þar af vinnulaun 875 milljónir. Reiknað er með að stjórnvöld greiði niður 13 krónur af hveiju þorskkílói, en það myndi gera um 325 milljónir í þessu dæmi. Ef það fólk sem fengi vinnu við úrvinnslu þessa afla gengi um atvinnulaust þyrftu stjórnvöld að greiða því um 334 milljónir í atvinnu- leysisbætur. Stefán reiknar með að hægt væri að skapa með þessu móti störf fyrir yfir 2.440 starfsmenn í þrjá mánuði. Hætta á miklu atvinnuleysi í sumar Stefán sagði að það sé fyrirsjáan- legt að það muni skapast skelfilegt ástand í atvinnumálum víða á lands- byggðinni í sumar. Þorskveiðiheim- ildir séu víða að klárast og því vand- séð hvort nokkur verkefni verði fyrir skólafólk á landsbyggðinni sem flykkist út á vinnumarkaðinn í vor. Stefán sagði að auk þess skapist störf í þjónustu og fleiri greinum vegna aukinnar vinnu sem þessu fylgi. Skipafélögin fengju t.d. auknar tekjur með auknum flutningum. Hafnir fengju auknar tekjur og staða fiskvinnslunnar myndi styrkjast. Stefán sagðist ekki vita til þess að nein sérstök vankvæði séu því samfara að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Hann sagði að alþjóð- legir samningar sem ísland er aðili að banni þetta ekki. Hægt sé að fá þorsk keyptan frá Rússlandi og hugs- anlega fleiri löndum. íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki hafa keypt þorsk frá Rússlandi á síðustu misserum í nokkrum mæli. Stefán sagði að það þurfi að hvetja fyrirtæki til að auka þessi viðskipti. Niðurgi-eiðslur á hrá- efninu sé sú leið sem liggi beinast við að fara. -----4 4 4---- Þingflokkur Framsóknarflokksins Gunnar Hilm- arsson fram- kvæmdastjóri Gunnar Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Gunnar mun starfa fyrir þingflokk- inn fram að þinghléi. Hann tók við starfínu af Aðalsteini Þorsteinssyni, lögfræðingi, sem snúið hefur sér að lögfræðistörfum. Gunnar hefur undanfarin misseri starfað á skrif- stofu Framsóknarflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.