Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 32
32 + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. i lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hagstæður vöru- skiptajöfnuður Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 3,3 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuð- um líðandi árs. Verðmæti vöru- útflutningsins þessa tvo mán- uði reyndist 14% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu tvo mánuði árs- ins var á hinn bóginn nær hið sama á föstu gengi og á sama tíma í fyrra, en árið 1993 dróst innflutningur vöru og þjónustu saman um 8,6%. Þetta eru jákvæð teikn á kreppuhimninum, enda hefur viðskiptahallinn við umheiminn — og tilheyrandi skuldsetning erlendis — verið einn erfiðasti hagstjórnarvandi íslendinga um árabil. Viðskiptahallinn við umheiminn var, svo dæmi sé tekið, nálægt 18 milljörðum króna árið 1991 og 12 milljörð- um árið 1992. Viðskiptin við útlönd komust á hinn bóginn í nokkurt jafn- vægi árið 1993 í fyrsta skipti síðan 1986. Árið 1993 jókst útflutningur vöra og þjónustu um 6,1% frá árinu 1992 en innflutningur dróst á sama tíma saman um 8,6% sem fyrr segir. Vöruskiptin voru hag- stæð um 12,3 milljarða króna. En á móti vó halli á vaxtajöfn- uði, vegna skuldsetningar er- lendis, sem skekkti myndina. Þessi mikilvægi árangur í viðskiptum við umheiminn náð- ist þrátt fyrir erfið efnahags- skilyrði, sem leitt höfðu til stöðnunar í þjóðarbúskapnum. í aðalatriðum hefur nær eng- inn hagvöxtur verið hér á landi í sjö ár. Þetta hagvaxtarleysi, ásamt atvinnuleysi, eru helztu efnahagsvandamál okkar. En gagnstætt því sem venja hefur verið við slík skilyrði hafa bæði verðbólga og viðskipta- halli minnkað umtalsvert. Skammt er að minnast hins gagnstæða á erfiðleikaáranum um miðjan áttunda áratuginn og á fyrri hluta þess níunda. Þá fór hvort tveggja, verðbólga og viðskiptahalli, verulega úr böndum. Það verður einnig að teljast til jákvæðra teikna að verð- stöðugleiki og hagstæð þróun utanríkisviðskipta hafa skapað skilyrði til þess að slaka á taumhaldinu í peningamálum og stuðla þannig að vaxta- lækkun. Þetta var gert seint á síðasta ári og lækkuðu vextir strax í kjölfarið. Að baki þess- ara jákvæðu teikna í verðlagi, viðskiptajöfnuði og vöxtum liggur meðal annars aðhalds- söm hagstjórn og raunsætt mat aðila vinnumarkaðarins á efnahagslegum forsendum. Raunvextir gætu lækkað enn frekar ef dregið væri úr láns- fjárþörf hins opinbera með minnkandi ríkissjóðshalla. Erfitt er að spá í hver fram- vindan verður í viðskiptum við umheiminn. Sú staðreynd að vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður um rúmlega þrjá milljarða króna á fyrstu tveim- ur mánuðum þessa árs vekur á hinn bóginn vonir um, að sá árangur, sem náðist í þessum efnum á síðastliðnu ári, verði festur í sessi. Spá Þjóðhags- stofnunar er þó ekki ýkja bjart- sýn: „Vöruviðskiptin [1993] voru hagstæð um 12,3 millj- arða króna en á móti vó halli á vaxtajöfnuði. Ekki er búizt við miklum breytingum á þessu ári. Þó er reiknað með að vöra- viðskiptin verði ívið óhagstæð- ari en í fyrra.“ Ekki er hægt að að horfa fram hjá þeim veruleika að sjö ára samdráttur í þjóðarbú- skapnum og tekjum lands- manna hefur dregið úr kaup- mætti, eftirspurn og innflutn- ingi. En fleira kemur til. Jafn- vægi í vöruskiptajöfnuði, sem nú hefur náðst, stöðugleiki í verðlagi, vaxtalækkun og við- nám gegn aukningu erlendra skulda rekja fyrst og fremst rætur til aðhaldssamrar hag- stjórnar og ábyrgs mats aðila vinnumarkaðarins á efnahags- legum forsendum. Þessi árang- ur, ásamt niðurfellingu að- stöðugjalda og lækkun tekju- skatts á atvinnurekstur, veldur því, að atvinnuvegir okkar eru betur í stakk búnir til að snúa vörn í sókn þegar og ef ytri aðstæður breytast til hins betra. Þegar litið er til næstu ára í þjóðarbúskapnum er einkum þrennt sem kemur til með að setja mark sitt á atvinnustig og efnahag landsmanna: Hvernig til tekst með styrkingu þorskstofnsins, hver hagvöxtur verður í helztu viðskiptaríkjum okkar og hvort líklegur hag- vöxtur í umheiminum leiðir til aukins áhuga erlendra fjár- festa á orkufrekum iðnaði hér á landi. En hvern veg sem þau mál þróast styrkir það stöðu okkar til að nýta þau tæki- færi, sem framtíðin felur í sér, ef okkur tekst að varðveita þann árangur, sem náðst hefur í hjöðnun verðbólgu, lækkun vaxta og viðskiptum við um- heiminn. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka Með þessu sérstaka átaki verður tapið að baki VALUR Valsson, bankastjóri og formaður bankastjórnar íslands- banka, segir að ástæður þess að bankaráð og bankastjórn hafa við uppgjör síðasta árs ákveðið að leggja tæplega 600 milljónir króna til hliðar í almennt framlag á afskriftareikningi til viðbótar 1.600 milljóna króna framlagi sem áður hafði verið ráðgert séu eftirfar- andi: „Við teljum tímabært að nýta mjög sterka eiginfjárstöðu bank- ans til að snúa afkomudæminu við. Við höfum verið með tap á rekstrinum síðastliðin tvö ár, vegna mikilla afskrifta. Nú teljum við tímabært að mæta útlánavandanum, sem skapast hefur vegna efnahagslægðarinnar með þessu sérstaka átaki og marka þannig þáttaskil í rekstrinum. Tapið er að baki með þessum hætti og bank- inn er kominn í hagnað,“ sagði Valur í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. - Eruð þið þá sannfærðir um að taprekstur sé að baki? „Við erum sannfærðir um það núna, að bankinn er kominn í hagn- að. Fyrstu mánuði ársins hefur bankinn verið rekinn með 30-40 milljóna króna hagnaði á mánuði. Það er margt sem styður þá skoðun okkar að við séum nú komnir í varanlegan rekstrarhagnað. Eitt er jákvæð þróun í rekstrinum seinni hluta árs 1993, annað er að við lækkuðum rekstrarkostnað um 400 milljónir króna á liðnu ári og í þriðja lagi fer það rekstrarumhverfi sem við búum við batnandi. Allt þetta styður þá skoðun okkar að viðsnún- ingurinn sé þegar orðinn og okkur hafi tekist að snúa blaðinu algjör- lega við.“ Valur bendir á, að þrátt fyrir þetta sérstaka 600 milljóna króna framlag í afskriftasjóð, sé eiginfjár- staða Islandsbanka 10,3%, eða vel yfir þeim mörkum sem lög kveða á um, sem er 8%. „Við leggjum mik- ið uppúr því að eiginfjárstaðan sé sterk. . íslandsbanki getur tekið svona hraustlega á málum sínum, af því að eiginfjárstaðan er svona traust,“ segir Valur. Vildum ekki fresta vandanum - Ef þessi ákvörðun um 600 milljóna króna sérstakt framlag í afskriftasjóð, til viðbótar þeim 1.600 milljónum sem þið lögðuð í sjóðinn í fyrra, hefði ekki verið tek- in, þá hefði niðurstaða ársins í fyrra verið nálægt núllinu, eða um 50 milljóna króna tap. Hefði slík rekstrarniðurstaða ekki gefið já- kvæðari mynd af afkomu og horf- um íslandsbanka? „Þá hefðum við verið að fresta vandanum fram á þetta ár og menn voru ekki reiðubúnir til þess að gera slíkt. Við viljum horfast í augu við þennan vanda og taka á honum með þessum myndarlega hætti, að því er varðar 2.200 milljóna króna framlag í afskriftareikning á sl. ári. Þar af höfum við þegar afskrif- að vegna tapaðra útlána 1.700 milljónir króna, þannig að það er verið að auka innstæður í afskrifta- reikningi um rúmar 500 milljónir króna. Afskriftareikningur íslands- banka í árslok 1993 stendur í lið- lega 3.000 milljónum króna, sem er um 6,2% af útlánum bankans." - Hversu háar upphæðir leggur íslandsbanki á afskriftareikning á mánuði á þessu ári? „Milliuppgjör fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins liggur ekki fyrir af eðlilegum ástæðum, en við gerum ráð fyrir að framlag í afskrifta- reikning gæti numið allt að 120 milljónum króna á mánuði, sem er næstum þriðjungslækkun mánaðar- legra afskriftaframlaga, miðað við sl. ár. Þrátt fyrir það framlag er bankinn kominn í umtalsverðan hagnað.“ Valur segir ekki hæjgt að áætla á þessu stigi hvort Islandsbanki muni leggja svo háa upphæð í af- skriftareikning út þetta ár. Slíkt sé ávallt metið á fjögurra mánaða fresti. Nú liggi nokkurn veginn fyr- ir hvernig þetta verði fyrsta árs- þriðjunginn, en svo verði það bara að koma í ljós, þegar líða tekur á vorið, hvert framhaldið verður. „Við teljum að nú séu að verða þáttaskil í rekstrarumhverfi bank- ans. Efnahagslægðin er um það bil að ná botni að okkar mati og fram- undan er væntanlega hægur bati og einhver hagvöxtur. Vaxtalækk- unin á undanförnum mánuðum hef- ur líka gert það að verkum að greiðslubyrði hefur minnkað og þar með eiga lánþegar auðveldar með að standa í skilum. Þetta hvort tveggja mun leiða til þess að smám saman dregur úr þörf fyrir afskrift- ir útlána,“ sagði Valur. Vaxtalækkun í pípunum? - Þessi jákvæða þróun sem þú varst að lýsa, gefur hún ekki Is- landsbanka svigrúm til þess að taka ákvarðanir um frekari vaxta- lækkanir? „Það er augljóst að vextir í dag Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka hf. markast að töluverðu leyti af þeim miklu framlögum í afskriftareikn- ing, sem lánastofnanir hafa þurft að glíma við undanfarin ár. Þegar þeirri byrði léttir, þá gefur það augljóslega svigrúm til vaxtalækk- unar.“ - Þið hyggist leggja til við hlut- hafa á aðalfundi að 4% arður verði greiddur, eða 150 milljónir króna. Hvernig telur þú að hluthafar taki þeirri ákvörðun ykkar að auka framlag í afskriftasjóð um 600 milljónir króna og hvernig mun þeim falla tillagan um 4% arð- greiðslur? „Það verður að sjálfsögðu að koma í ljós, en það sem skiptir hlut- hafa meginmáli er tvennt: Annars vegar að þeir fái arð af sínu hluta- fé og hins vegar að fyrirtækið sé rekið með hagnaði. Með þessu myndarlega átaki í afskriftamálum á síðasta ári erum við að tryggja að þetta hvort tveggja nái fram að ganga og með þeim hætti er hag hluthafanna best borgið. Þess vegna þykir mér líklegt að flestir hluthafar telji þessa þróun já- kvæða,“ sagði Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka. Viðtal Agnes Bragadóttir. Togarinn Fisherman reyndi að veiða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða um páskana Skáru á eigin togvíra er strandgæslan nálgaðist „ÞEGAR strandgæsluskipið Grimholm nálgaðist Fisherman á Sval- barðasvæðinu hjuggu skipverjar sjálfir á togvírana og togarinn setti á fulla ferð út af verndarsvæðinu,“ sagði Lars Kjoren ofursti í norsku strandgæslunni í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar Guðmundsson, útgerðarstjóri Fisherman, sagði ekki rétt að skipið hefði verið að reyna að flýja strandgæsluna. Skipverjar hefðu neyðst til að skera á togvíra vegna bilunar í spili. fyrirhugað sé að ná því upp slðar. Einar viðurkenndi að norska strand- gæslan hefði gert athugasemdir við veru Fisherman á Svalbarðásvæð- inu, en hann taldi fráleitt að strand- gæslan hefði ætlað sér að taka skip- ið. Ekkert slíkt hefði komið fram í samtölum skipstjórans á Fisherman og skipherrans á Grimholm eftir því sem hann vissi best. „Ég tel að það sé bara ekki í myndinni að þeir fari að taka skip þarna. Þeir hafa ekki til þess neinn lagalegan rétt,“ sagði Einar. Fisherman er nú á leið í land. Ekki var hægt að fá upplýsingar um staðsetningu skipsins hjá Til- kynningaskyldunni og mun það vera að ósk skipstjórans. Einar sagði að það hefði verið ákvörðun skipstjór- ans að reyna veiðar við Svalbarða. Um það hefði hann ekki haft samr- áð við útgerðina, enda sé það alfar- ið ákvörðun skipstjórans hvar veið- arfærum sé dýft í sjó. Fisherman er skráður í St. Vinc- ent, sem er eyja í Karíbahafinu. Það er í eigu Oxala Shipping í Reykja- vík. Það fyrirtæki er að mestu í eigu íslendinga. Skipið hét áður Hjörleif- ur og var í eigu Granda. Skipveijar eru 20, allt Islendingar. Þetta var önnur veiðiferð skipsins eftir að það skipti um eigendur. Með grein Aftenposten er birt kort, sem sýnir þau veiðisvæði sem bitist er um. í skýringum með kortinu segir, að togarar undir fánum rikjanna Belize og Dómíníska lýðveldisins gætu orðið algeng sjón í norðri. Möguleikar á veiðum utan kvóta séu miklir í Smugunni (Smutt- hullet) og Smuguhafinu (Smutthavet). Þá sé einnig óttast að til deilna komi á verndarsvæðinu við Svalbarða. Grein norska dagblaðsins Aftenposten Fiskistríðið í Bar- entshafi harðnar Atvikið sem Kjoren sagði frá átti sér stað á páskadag. „Við höfðum fylgst með ferðum Fishérman úr lofti. Hann fór fyrst inn á fiskvernd- arsvæðið við Svalbarða, var síðan í Smugunni í vikunni fyrir páska en hélt síðan aftur inn á fiskverndar- svæðið.“ „Grimholm fylgdi Fisherman eftir út af verndarsvæðinu. Hann sigldi I suðvesturátt, til íslands geri ég ráð fyrir,“ sagði Kjoren. Hann sagði að skipverjar hefðu gefið strandgæsl- unni upp að eftirtekjan af veiðunum í Smugunni og á fiskverndarsvæðinu væri 40 tonn af saltfiski. „Það eru tvö skip að veiðum í Smugunni þessa dagana. Annað þeirra, Arctic Eagle, vitum við að er í íslenskri eigu. Við þekkjum hins vegar ekki deili á hinu sem heitir Arctic Fox I,“ sagði Kjoren. Útgerðarstjórinn segir að spilið hafi bilað Einar Guðmundsson, útgerðar- stjóri Fisherman, sagði að alvarleg bilun hefði komið upp í spili Fisher- man strax eftir að trollið var sett út við Svalbarða. Skipveijum hefði reynst ókleift að gera við bilunina og því hefði verið gripið til þess ráðs að skera á togvíra. Hann sagði að bauia hefði verið sett í trollið oer AF INNLENDUM VETTVANGI ÁSLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR Búast má við páskahreti sex til sjö ár af hveijum tíu MARGIR íslendingar standa í þeirri trú að það sé ófrá- víkjanleg regla að vont veður sé um páska. Víst er að oft hefur slæmt veður borið upp á þessa daga, líkt og um nýl- iðna páska, og stundum hefur gert aftakaveður en það gerð- ist árið 1963 þegar mikið mannskaðaveður gekk yfir landið. Trausti Jónsson, veð- urfræðingur, hefur reiknað út að á árunum 1951-93, eða á 43 ára tímabili, hafi komið páskahret 25 sinnum, eða í um 60-70% tilvika. Páll Bergþórsson, fyrrum veður- stofustjóri, segir kenningu íslend- inga um páskahret vera dæmi um reynsluvísindi almennings. Hret séu algeng á vorin, því á þeim árstíma sé meiri munur á norðan og sunnanátt en á öðrum tímum árs. „Fyrir norðan okkur ríkir enn vetrarkuldi en aftur á móti hefur hlýnað talsvert sunnan við okkur,“ segir hann. „Þannig eykst munur- inn á norðan og sunnanátt, hretin verða meira áberandi því inn á milli vondra veðra skín sólin og andstæður aukast." Reynsluvísindi almennings Og reynsluvísindin virðast hafa eitthvað til síns máls því Trausti segir að líkurnar á því að svona afturkippur lendi á páskum virðist vera um 60-70%, eða 6-7 ár af hveijum 10 má búast við hreti. í bók sinni Veðurfar á íslandi í 100 ár gerði Trausti athugun á veðurfari um páska áranna 1951-93, eða í 43 ár. Hann segir að orðið hret hafi víðtæka merkinu í íslenskri tungu allt frá því að þýða él yfir í að vera margra daga illviðri. Trausti segir að hreti fylgi ávallt talsverð lækkun á hita og miðar hann í athugun sinni við 4° lækkun á hita. Hann tók hæsta hitastig sem mældist frá fimmtu- degi fyrir pálmasunnudag og fram á þriðjudag í dymbilviku og bar saman við lægsta hitastig á tíma- bilinu frá miðvikudegi í dymbilviku til miðvikudags eftir páska. Þegar tekin voru þau tímabil þar sem hitastig var lægra en 1° frost kom í ljós að páskahret bar upp á páska í 25 skipti, eða á 6-7 árum af hveijum 10. Vorið kemur í þrepum Trausti segir að skýringuna á páskahretinu vera að vorið komi í þrepum. Þegar fari að hlýna komi oft afturkippur, sem sé áberandi vegna batnandi veðurfars. Hægt er að búast við þessum afturkipp- um frá miðjum mars og alveg fram í júní. Fólk byijar gjaman að tengja veður páskunum strax á pálma- sunnudag og tengir veðurfar við þá jafnvel fram í miðja vikuna eft- ir páska. Þar sem hretin komi gjarnan með tveggja til þriggja vikna millibili og páskarnir í hug- um fólks séu allt að tvær vikur segir Trausti það ekkert óeðlilegt að hret beri oft upp á þessa hátíð. Hann segir að straumar í háloft- unum hafi áhrif á veðurfar á þess- um árstíma. í janúar dragi tíma- bundið úr háloftavindum, þegar meginvindstrengur norðurhvels sé í sinni syðstu stöðu. Þeir bæti svo aftur í sig í febrúar eftir að megin- lægðin er hætt að vaxa og þá komi vetrarhlákur. Síðan dragi úr flutn- ingi lofts sunnan úr höfum hraðar en sem nemi minnkun hálofta- lægðarinnar og kuldar verði aftur tíðari. Páll segir páskahretið oft vera verra ef það komi fyrr, en þess eru dæmi að vorhret hafi komið mjög seint, allt fram í júní. Hiti er lægri í mars og ef hret kemur þá er hættara við að því fylgi skaf- renningur og ófærð, segir Trausti. Veður tengt tyllidögum Vorhretin eru ekki verstu illviðr- in sem yfir landið ganga, það ger-, ist heldur í desember, janúar og febrúar, segir Trausti. Þetta sé meðal annars vegna þess að vind- hraði minnkar verulega í byijun mars en á móti komi að snjór á fjallvegum og hálendinu nær há- marki í mars og apríl þannig að umferðarvandamál séu þá algeng- ari. En hretin eru ekki eingöngu tengd við páska. Páll segir að al- gengt sé tengja veður við tylli- daga, til dæmis hrafnahret sem tengist varpi hrafnsins, sumar- málahret og hvítasunnuhret. Einig bendir Trausti á trú manna á hundadögum, höfuðdegi og Páls- messu og fleiri slíkum. Yfirleitt eru hretin meinlítil, en nokkur skera sig úr og ber þá fyrst að nefna árið 1963 en einnig var aftakaveður um páska árið 1917. Á þriðjudag fyrir páska, 9. apríl 1963, gerði aftakaveður um land allt og segir Páll að þá hafi orðið verulegar hitabreytingar á einum sólarhring. Áður en það skall á var allt að 8° hiti á einstökum stöðum á landinu en eftir að það var brost- ið á fór hitinn niður í allt að -14°. Óveðrið hófst upp úr hádegi og fórust fimm bátar norðanlands og eitt stærra fiskiskip undan Reykja- nesi með þeim alls 16 sjómenn. Mikið frost fylgdi veðrinu og á skírdag var svo komið að hægt var nánast að vaða yfir Þjórsá hjá brúnni. Hafði vatnsrennslið minnk- . að úr 300 rúmmetrum á sekúndu í 20 rúmmetra vegna mikils íss sem stíflaði hana. Fór veðurhæðin í 11 vindstig á Vestfjörðun þar sem einnig mældist 11 stiga frost. Rektors- kjör í Háskóla *. Islands KJÖR rektors Háskóla íslands fer fram á morgun, föstudaginn 8. apríl, en nýkjörinn rektor tekur við störfum með byrjun næsta háskóla- árs. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn og eru skipaðir prófess- orar í starfi einir kjörgengir. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dós- entar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við Háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eiga atkvæðis- rétt allir stúdentar, sem skrásettir voru í HÍ tveimur mánuðum fyrir rekt- orskjör. Atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá eru 488 kennarar og aðrir starfsmenn og 5.240 stúdentar. Kjörfundur stendur kl. 9-18 og eru kjörstaðir tveir: í aðalbyggingu Há- skóla íslands kjósa kennarar og aðrir starfsmenn svo og stúdentar, aðrir en stúdentar i læknadeild og tannlækna- deild. í Læknagarði kjósa stúdentar í læknadeild (þar með taldar náms- brautir í hjúkrunarfræði og sjúkra- þjálfun svo og lyfjafræði lyfsala) og tannlæknadeild. Háskólaráð hefur skipað kjörstjórn til að annast undirbúning og fram- kvæmd rektorskjörs og eru í henni: Jón Ragnar Stefánsson, dósent (for- maður), Guðvarður Már Gunnlaugs- son, sérfræðingur, Haraldur Ólafsson, dósent, Kristín Ingólfsdóttir, dósent, Guðrún Guðmundsdóttir, stúdent, og Illugi Gunnarsson, stúdent. „ÞEIM sjómönnum fjölgar stöðugt sem ætla sér að sækja á miðin í viðkvæmu Barentshafinu, því út- gerðarmenn í Færeyjum og á ís- landi stefna á „smugufisk" á tog- urum sem skráðir eru í Karíbahaf- inu,“ segir í frétt norska dagblaðs- ins Aftenposten í siðustu viku. Blaðið fjallar í heilsíðugrein um „sjóræningjasjómenn“ í Barentshafí og segir í fyrirsögn að fiskistríðið í Barentshafi harðni. „Á þessu ári getur norska landhelgisgæslan átt von á að rekast á 15-20 togara undir hentifán- um að veiðum í Smugunni. Eigendur flestra þessara togara eru Færeyingar og íslendingar." 13 togarar og fleiri væntanlegir Blaðið segir að við könnun þess hafi komið í ljós að á síðasta ári hafi útgerðarmenn í þessum löndum keypt a.m.k. 13 gamla, ódýra togara, sem eigi að senda á þessi mið. „Samkvæmt fregnum frá Færeyjum og íslandi verða fleiri skip keypt á næstunni. Þá undirbýr hluti íslenska flotans sig undir að taka þátt í þessum umdeildu veiðum á alþjóðlegu svæði í Barents- hafinu, sem hefur kallað á hörð mót- mæli frá Noregi og Rússlandi,“ segir Aftenposten. Skýrsla skiptastjóra þrotabús Mótvægis hf. Full ástæða til að rannsaka Mótvægi FULL ástæða er til að rannsaka gaumgæfilega ýmsar aðgerðir for- svarsmanna Mótvægis hf., einkanlega hvað varðar greiðslu Framsókn- arflokksins á 4,7 milljóna hlutafé, sem greitt var með verðlitlum tækj- um og viðskiptavild, þrátt fyrir ákvæði stofnsamnings um að hluthöf- um væri óheimilt að greiða hlutafé með öðrum verðmætum en reiðufé. yfir áhyggjum sínum vegna þessara atriða. Skráin seld tvisvar í skýrslu Brynjólfs er jafnframt bent á að Tímamót hf., sem tók við rekstrinum af Mótvægi, hafi sagt að félagið hafí ekki fengið áskrifenda- skrá frá Mótvægi, heldur frá Fram- sóknarflokknum, þ.e. áskrifendaskrá gamla Tímans. „Ef rétt er þá hefur Framsóknarflokkurinn selt sömu skrána tvisvar," segir skiptastjórinn og lýkur skýrslu sinni með því að segja að löggiltur endurskoðandi muni fara yfir þessi atriði. Ljóst sé að rekstrinum hafi verið haidið áfram löngu eftir að gefa átti það upp til gjaldþrotaskipta og án þess að nokkur leið út úr vand- anum hafi verið í sjónmáli. Ofangreint mat Brynjólfs Kjartans- sonar, skiptastjóra þrotabús Mótvæg- is, kemur fram í skýrslu hans sero lögð var fyrir skiptafund í gær. Brynj- ólfur segir að ástæða sé til að athuga kaupverð þeirra muna og viðskipta- vildar sem Mótvægi hf. keypti af Tím- anum. Þá telur hann ástæðu til að láta reyna á þann samning fyrir dóm- stólum, sem kvað á um að endurgjald fyrir notkun á nafninu Tíminn skyldi vera fólgið í að Framsóknarflokkurinn fengi auglýsingar fyrir allt að 250 þúsund krónur á mánuði. Brynjólfur telur einnig að ástæða sé til að athuga gaumgæfilega lög- mæti hlutafjáraukningar í félaginu, svo og greiðslu hlutafjárloforða, en fyrrum stjórnarmenn hafi ítrekað lýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.