Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Hitaveita Þorlákshafnar lækkar gjaldskrárstofna um 12% Þorlákshöfn. FRÁ og með 1. maí 1994 mun verð á heitu vatni frá Hitaveitu Þorlákshafnar lækka um 12% ef tillaga stjórnar veitunnar verður staðfest í sveitarstjórn. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlækkun verður á heitu vatni í Þorlákshöfn á rúmu ári. „Hitaveita Þorlákshafnar verður 15 ára nú í haust, engin lán sem tekin voru voru til lengri tíma en 15 ára þannig að við erum smátt og smátt að sigla út úr öllum afborgunum,“ sagði Guðlaugur Sveinsson sem hefur verið hitaveitustjóri frá stofnun veitunnar. Guðlaugur sagði að forsendur fyrir því að lækka, gjaldskrána nú væru þær að greiðslubyrði í ár væri um 8 millj- ónir en færi í 3,5 milljónir á næsta ári og það væri stefna stjórnarinnar að neytendur ættu að njóta góðrar afkomu sem fyrst. Arsvelta Hitaveitu Þorláks- hafnar var á síðasta ári 31,2 milljónir þar af 28,4 af vatns- sölu. Á þessu ári er reiknað með að veltan fari í 25,4 milljónir ef lækkunin gengur eftir. „Við lækkuðum vatnsverðið tvisvar á síðasta ári,“ sagði Guð- laugur, 1. febrúar um 6% og 1. október um 8%, en að vísu hvarf hluti þess í virðisaukann. Flutn- ings- og dælugeta veitunnar er 50 lítrar á sek. en notkunin fór hæst á síðasta ári í 28 1/sek. Þegar laxeldið lagðist af minnk- aði vantsnotkun verulega. Hún var mest 1989 981.200 rúmmetr- ar en er í dag 647.000 rúmmetr- ar. Framkvæmdum við 160 fer- metra dæluhús sem verið er að reisa á Bakka í Ölfusi lýkur að mestu leyti á þessu ári þannig að ef ekkert óvænt hendir horfir vel með afkomu veitunnar á kom- andi árum. ■ - J.H.S. MorgunDiaoio/Agust tsionaai Sævar Jónsson, annar aðaleigandi Þorsks hf., og Ingvi sonur hans með bakka af flökum úr eldisþorski. Eldisþorskur á matseðlum veitingahúsa FLJÓTLEGA má búast við að eldisþorskur verði á matseðlum sumra veitingastaða í Reykjavík. Nú á dögunum var slátrað smávegis af þorski úr búrum Þorsks hf. og sendur veitingahús- um í Reykjavík til prufu. Hótel Egilsbúð hefur verið með eldisþorsk á borðum og hefur hann líkað vel. Fiskurinn þykir frá- brugðinn villtum þorski að því leyti að hann er hvítari á fiskinn og nánast ormalaus. Þá hefur einnig verið send prufusending til Banda- ríkjanna og lofaði útkoman úr þeirri prufu góðu. Nú eru um 5.000 fiskar í búrunum og vaxa þeir hratt. Innfluttir og ódýrir sveppir komnir á markaðinn UNDANFARIÐ hefur verð á sveppum verið lægra en venju- lega. I Hagkaup hafa erlendir og ís- lenskir sveppir verið á tilboðsverði á 399 krónur kílóið og í Bónus hef- ur kílóið af hollenskum sveppum verið selt á 379 krónur. í langan tíma hefur kílóverðið í Hagkaup annars verið 599 krónur. íslenskir sveppaframleiðendur hafa ekki getað annað eftirspurn að undanförnu og því var innflutn- ingur gefinn frjáls. Forráðamenn hjá Hagkaup töldu hinsvegar að sveppirnir þar á bæ myndu hækka strax í dag. ■ Vistvæn föt í Hagkaup UM ÞESSAR mundir er verið að taka upp fatnað í Hagkaup Kringlunni sem er eingöngu framleiddur úr náttúrulegum efnum. Að sögn forráðamanna hjá fyrirtækinu hefur töluvert verið spurt um vistvænan fatnað og jarðarlitir verið vin- sælir. Úrvalið er takmarkað og ekki eru notaðir rennilásar í flíkurnar og tölur búnar til úr bómull og kókoshnetuskeljum. Einungis vistvæn efni eru notuð við framleiðsluna til af aflita, lita og mýkja. Allar umbúðir eru úr - endurunnum pappír og Hagkaup mun afgreiða vöruna í vistvænum bómullarpokum. Á umbúðum fatnaðarins eru neytendur hvattir til að nýta flíkina vel og gefa hana síðan áfram til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Fatnaðurinn er framleiddur í Asíu en kemur hingað frá Dan- mörku. ■ Dýrara að fá heimtaug í sumarbústað hjá RR en Rarik Morgunblaðið/Sverrir Parketið bónað með ediki í stað þess að fjárfesta í dýru bóni þá er tilvalið að nota gamla góða borðedikið. Ein til tvær matskeiðar út í hálfa fötu af vatni er allt sem þarf. Ef þetta er gert vikulega í nokkurn tíma þá verður trégólfíð glansandi. ■ Lélegar heimtur nema í framhaldsskóla til skoðunar hjá tannlæknum RAFMAGNSVEITA ríkisins býður sumarbústaðaeigendum að fá heimtaug í sumarhús á sérstöku tilboðsverði. Þetta er þriðja sumarið sem tilboðið stendur og það hljóðar upp á 168.075 með vsk. Hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur kostar heimtaug í bústað 229.080 krónur með vsk. Mismunurinn er rúmlega sextíu þúsund krón- ur. Afslátturinn er aðeins veittur ef um er að ræða skipulagt sumarhúsahverfi sem hefur verið rafvætt að einhverju leyti og um ný hverfi sem ekki hafa verið rafvædd verður fjallað sérstaklega. Umsókn um heiin- taug þarf að berast fyrir 15. maí. „Átakið byijuðum við með fyrir tveimur árum og þetta er þriðja sumarið sem bjóðum tilboðsverð og líklega í síðasta skipti í bili“, segir Stefán Arngrímsson deildar- stjóri viðskiptadeildar hjá Rarik. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavik- ur hefur slíkt tilboð ekki verið í gangi en árið 1992 var hinsvegar ákveðið jöfnunargjald fyrir alla sumarbústaðaeigendur á svæði þeirra. Sumarbústaðir við Hafra- vatn og Elliðavatn eru til dæmis á svæði Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Að sögn Þorleifs Finnsson- ar markaðsstjóra fyrirtækisins hefur það verið til athugunar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hvort bjóða eigi upp á sérstök tilboðs- kjör en enn sem komið er hefur engin ákvörðun þar að lútandi verið tekin. Hvað kostar að hafa rafmagn í sumarbústaðnum? Það er að sögn Þorleifs mjög mismunandi hvað kostar að kynda bústað og fer eftir því hvort kynt er allan ársins hring eða einungis á meðan fólk er á staðnum. Að sögn Þorleifs hefur það ekki slæm áhrif á timburhús að það standi óhitað. „Ef kynt er bara á meðan fólk er í bústöðunum er ekki ólíklegt að ætla að kílówattstundirnar verði nálægt 5-10.000 Ef kynt er allt árið og lágmark- skynding á veturna er verið að tala um 15-25.000 stundir. Þorleifur tekur dæmi um bú- stað sem er kyntur á meðan fólk er í honum. Þá nemur notkunin kannski 7000 kílówattstundum á ári. Fast gjald er 11.852 krónur og siðan bætist við gjald fyrir kílóstundirnar sem þýðir 3.53 x 7000. Þetta eru alls 36.500 krón- ur. Ef kynt allt árið þá kunna kílówattstundirnar að vera um 20.000 sem þýðir að sumarbú- staðaeigandinn þarf að greiða 82.000 krónur á ári. Munurinn er rúmlega 45.000 krónur. ■ grg ALÞJÓÐA heilbrigðisdagurinn er í dag og í þetta skiptið er hann tileinkaður bættri tann- heilsu. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin og Alþjóðasamtök tann- læknafélaga hafa tekið höndum saman og ætla að minna á mikil- vægi þess að við varðveitum tennur okkar. Tannlæknafélag íslands og Tannverndarráð hafa af þessu til- efni ráðist í nokkur átaksverkefni. Eitt af þeim verkefnum, sem blasa við, eru lélegar heimtur framhalds- skólanema til skoðunar hjá tann- læknum, að sögn Jóns Ásgeirs Eyj- ólfssonar, formanns Tannlæknafé- lags íslands. „Svo háttar til hér á landi að sjúkratryggingar almanna- trygginga endurgreiða hluta tann- læknakostnaðar til 17 ára aldurs. Víða í nágrannalöndum okkar eru tannlækningar greiddar af hinu opinbera til 20 ára aldurs en hér lýkur endurgreiðslu á 17 ára afmæl- isdegi íslenskra unglinga. Tannskemmdatíðni unglinga er mest fram að eða rétt yfir tvítugs- aldurinn og þess vegna er mikil- vægt að unglingar heimsæki reglu- lega tannlækni sinn þótt endur- greiðslum sé lokið. Meginreglan er sú, að unglingar hætta að koma reglulega til eftirlits eftir að endur- greiðslu lýkur og koma oft ekki í ein þijú til fjögur ár á eftir. Ástand tanna þeirra er þá oft misjafnt og sá árangur og það ástand sem búið var að vinna upp er þá oft unnið fyrir gýg. I dag verður dreift til unglinga í framhaldsskólum bæklingi, sem Tannlæknafélagið hefur látið útbúa og er hugsaður þannig að hann veki unglinga til umhugsunar um mikilvægi tanna þeirra. Nútíma- kröfur í tannheilbrigði eru hluti af heilbrigði æskunnar og þeim fram- tíð sem henni ber,“ segir Jón Ásgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.