Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 59 | Bættar samgöngur í uppsveitum Arnessýslu Frá Jóni Otta Jónssyni: Fram er komin á Alþingi þings ályktunartillaga um samgöngubæt- ur í uppsveitum Árnessýslu, flutt af Guðna Ágústssyni og Eggert Haukdal, sem er meðal þingmanna Suðurlandskjördæmis. Þetta er j gleðitíðindi fyrir íbúana svo og ' ferðafólk. Það var orðin mikil þörf fyrir slíka tillögu. Til nokkurra ára Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. hefur ekki farið mikið fyrir vega- gerð á þessu svæði. Ekki skal van- meta þær ágætu vegabætur í bundnu slitlagi, sem gerðar hafa verið síðustu árin í Grímsnesi, Laugardal og Biskupstungum. Þeir eru margir sem muna eftir því óhroði, sem þessir vegir voru víða hér áður fýrr. Það er kominn tími til að gera meira átak í þessum málum. Betra er seint en aldrei! Tillagan gerir ráð fyrir nýjum al- vöruvegi milli Gjábakka og Laugar- vatns, nýja brú á Hvítá ásamt vegi við Bræðratungu og tengja þar með Flúðasvæðið við Biskupstungur og um leið greiðari samgöngur til Geysis og Gullfoss. Ennfremur er gert ráð fyrir bundnu slitlagi á Reykjaveg og á veginn frá Felli að Múla. I langri greinargerð með til- lögunni eru góðar og ítarlegar skýr- ingar fýrir þeirri miklu þörf að bæta samgöngur á Suðurlandi bæði atvinnulega séð og fyrir almenn ferðalög. Ekki þarf að fjölyrða nauðsyn þess að leggja alvöruveg með bundnu slitlagi milli Gjábakka I I I VELVAKANDI BANKAR NEITA GREIÐSLU HRINGT var til Velvakanda og hann beðinn að koma á framfæri • þeirri spurningu til banka og sparisjóða af hveiju ekki sé hægt að borga virðisaukaskattsskýrsl- ur með gíróseðlum eða öðru greiðslufyrirkomulagi sem bank- ar bjóða upp á. Þannig er málum háttað að fólk fær virðisaukaskattskýrsl- urnar sendar heim. Stundum kemur það fyrir að í öllu pappírs- flóðinu týnast þessar skýrslur hjá einstaklingum og þá lenda þeir í vandræðum með að borga skatt- inn því bankinn tekur ekki við öðrum skýrslum en þessum heimsendu. Ekki er tekið við skýrslum sem einstaklingar fá hjá skattinum og fylla út sjálfir. Þetta ætti ekki að vera flókn- ara fyrir bankann en þegar hús- I félagsreikningur er greiddur. Fróðlegt væri að vita hvort ekki sé hægt að kippa þessu í lag nú | á tímum þegar bankar bjóða hver öðrum betur upp á ýmis konar ■ þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. DÓNALEGAR SPURNINGAR TIL FERMINGARBARNA BRYNDÍS Bjarnadóttir hringdi ( og vildi koma þeirri skoðun sinni j á framfæri að henni finnist alveg sérstaklega óviðeigandi þegar fjölmiðlafólk ryðst fram á ýmsum vettvangi með þær spurningar til fermingarbarna hvort þau láti ferma sig eingöngu vegna gjaf- anna. Aldrei nokkum tíma dettur fólki í hug að spyija eldra fólk sem heldur upp á stórafmæli sín / þessarar spurningar. Það eru ekki unglingarnir sem standa fyrir fermingunum, heldur er | fyrir þeim aldagömul hefð. Fjölmiðlar ættu að endurskoða afstöðu sína gagnvart ungu fólki. TAPAÐ/FUNDIÐ Úr fannst < ( ( KARLMANNSÚR fannst á Berg- staðastræti skömmu fyrir páska. Upplýsingar í síma 16713. Gleraugxi fundust DÖMUGLERAUGU af gerðinni Ralph Lauren fundust á bílastæði fyrir utan verlunina Hjá Báru á Hverfísgötu. Eigandi má hafa samband í vinnusíma 612612 frá 9-17. Sængurver fannst BARNASÆNGURVER í glær- um plastpoka fannst á Reykja- vegi á milli kl. 20 og 21 laugar- daginn fyrir páska. Upplýsingar í síma 35411. Myndavél fannst MYNDAVÉL fannst við strætis- vagnabiðskýli í Grafarvogi sunnudaginn fyrir páska. Upp- lýsingar í síma 676418. GÆLUDÝR Köttur í óskilum KÖTTURINN á myndinni er bú- inn að vera á flækingi í miðbæn- um allt frá því í júní á síðasta ári. Hann er með smá hvíta týru í skottinu. Hann fór að venja komur sínar í hús á Sóleyjargöt- unni en þaðan var farið með hann upp í Kattholt þar sem hann hefur dvalið í u.þ.b. tvo mánuði. Kannist einhver við kött- inn er hann beðinn að hafa sam- band upp í Kattholt. Köttur í óskilum RÉTT fyrir páska settist upp hjá okkur í Hafnarfirði ung grá- bröndótt læða. Hún er með bláa hálsól með glitsteinum, en helm- ingur af merkihulstri hefur skrúfast af. Upplýsingar í síma 54222. Köttur í heimilisleit AF sérstökum ástæðum óskar geldur fressköttur eftir nýju heimili. Hann er blíður, góður og mjög hreinlegur. Upplýsingar í síma 35891. Læða fæst gefins Einstaklega blíð, smávaxin fjög- urra ára gömul læða óskar eftir góðu heimili vegna breyttra að- stæðna. Upplýsingar í síma 685317. á Þingvöllum og Laugarvatns. Þessi leið er fyrir löngu orðin mjög vinsæl og fjölfarin þrátt fyrir þessi „vegur“ sé niðurgrafinn troð- ingur. I greinargerð er m.a. bent á styttingu leiðarinnar til höfuðborg- arsvæðisins og minnkandi umferð- arþunga á Hellisheiði. Gert er ráð fyrir að leggja veginn nokkuð sunnar og er það rökrétt til þess að sneiða hjá gilskorningum á núverandi „vegi“ og yrði senni- lega snjóléttari. Rallkappar gætu svo hirt gömlu leiðina. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á annarri þingsályktunartil- lögu sem Guðni flytur með Ingi- björgu Pálmadóttur þingkonu fýrir Vesturland, þ.e.a.s. veg um Leggja- bijót, sem er leiðin Botnsdalur í Hvalfirði - Þingvellir. Þessi leið yrði gífurleg stytting í samgöngum milli Borgaríjarðar og uppsveita Árnessýslu og reyndar við allt Suð- urland. Þar sem þegar er ákveðið að brúa Hvítá við Bræðratungu verður þvi að gera veg með bundnu slitlagi frá Felli að Flúðum. Ef við skoðum þörf á samgöngubótum á landsvísu hljótum við að viðurkenna að þessar tillögur Guðna og Eg- gerts ættu að vera framarlega í forgangi. Sú samgöngubót á íslandi sem á að vera forgangsverkefni nr. 1 er svo sannarlega ný Reykjanesbraut, fjölfarnasta leið landsins og því miður einnig sú slysamesta. Ekki breikkun heldur ný braut til hliðar við þá sem nú er og þar með ein- stefna hvora leið. Það er raunalegt til að hugsa að Alþingi sá ekki þörfina á fram- kvæmdum við Reykjanesbraut en tók í þess stað ákvarðanir um rán- dýr jarðgöng til fámennra og af- skekktra sjávarplássa norðanlands og vestan. Þegar fjármagn er tak- markað verður að hafa rétta niður- röðun á framkvæmdum. Með fullri virðingu fyrir íbúum í hinu víðáttu- mikla dreifýli hljóta menn að viður- kenna að þéttbýlli svæði ásamt mikilli umferð verða að ganga fyrir. í greinargerð segir að í uppsveit- um Árnssýslu búi nú um 2.500 manns. Þar að auki er í hreppunum fimm vestan og norðan Hvítár nær helmingur af öllum sumarhúsum á íslandi, um það bil 2.600. í þessum fj'ölda sumarhúsa eru með mökum ög börnum á að giska 10-12 þús- und íbúar. Að vísu eru sumarhús- eigendur ekki með lögheimili, en eru engu að síður íbúar. Það gefur augaleið að í kringum slíkan fjölda verður mikil umferð, einkum um sumar. Um leið og ég vil færa flutnings- mönnum þessarar þingsál.tillögu bestu þakkir óska ég þess að Al- þingismenn beri gæfu og skilning til að samþykkja þær nú þegar á þessu þingi, þannig að þessar sam- göngubætur verði orðnar að veru- leika á næstu árum og alls ekki seinna en fyrir 1.000 ára afmæli kristnitökunnar árið 2000, sem augljóslega verður haldið á Þing- völlum. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari og vinnur hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Pennavinir EINHLEYPUR 35 ára bandarískur karlmaður, bindindismaður á áfengi og tóbak og býr skammt frá höfuð- borginni, vill skrifast á við 25-40 ára einhleypar konur: Mark Davenport, 4105 Fielding St., Alexandria, Virginia 22309, U.S.A. TÍU ára tékkneskur piltur með áhuga á skátastarfi og dýrum: Peter Mecir, Tyrsova 367, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÁTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á knattspymu, borðtennis og frí- merkjum: Emmanuel Barko, c/o Kalamazoo Photos, P.O. Box 26, Kade, E/Region, Ghana. fikeypis Iðgfræðiaðstoð á hverju f immtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012 ORATOR, félag laganema UTANKJÖRFUNDARATKV/EDAGREIDSLA vegna sveitarstjórnakosninga 1994, fer fram á skrifstofu embættisins í Skógarhlíð 6, 2. hæð, kl. 9.30-12.00 og kl. 13.00-15.30 virka daga, fyrst um sinn. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK. 1944 1994 Lýðveldi íslands 50 ára Það kemur fram í Morgunblaðinu 13. júní 1944 að þann 12. júní hafi verið lagt fram fmmvarp á Alþingi af þeim Ásgeiri Ásgerissyni (síðar forseta), Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess efnis að taka Hótel Borg leigunámi í eitt kvöld, þann 18. júní, til þess að fagna stofnun lýðveldis fslands. Þetta var gert vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í á þeim tíma. Fmmvarpið var samþykkt í báðum deildum samdægurs og afgreitt sem lög frá Alþingi og veislan haldin með pompi og prakt. Á þessu ári 1994 eru liðin 50 ár síðan þetta átti se'r stað. Við á Hótel Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis íslensks lýðveldis upp á sérstakan afmælis- matseðil, þar sem tveggja rétta máltíð kostar aðeins 1944 kr. (forretturog aðalrettur) ogeftirre'ttur 50 kr. Þaðer matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna af sinni alkunnu snilld. Opið öll kvöld í Gyllta sal og Pálmasal. I vdvchlisinalscdill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk Steikt lambafile' með röstikartöflum og snjóbaunum Kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Ath. Eftirréttur d 50 kr. aöcinn med tilbodi lilhod |»p((a siildir öll kvöld vikuniiar úl jiiní Borðnð í Gyllln snl - slnppnð nf í Pálmnsnl Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðeins ein Ilótel Borg o í p I II o r s í in a i* I I 4 4 0 o g I I 2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.