Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Skóladagheímili Reykjavíkurborgar eftir Sigríði Sigurðardóttur Það er manneskjunni eðlilegt að snúast til vamar þegar breytingar eru í vændum. Þess vegna er það eðlilegt að foreldrar þeirra barna sem hafa verið á skóladagheimilum snúast til „vamar“ þegar breyting- ar eiga sér stað á rekstri þeirra. En af hveiju er verið að breyta í þessum rekstri? Aður en ég svara þeirri spurningu vil ég útskýra fyrir þeim sem ekki vita hvað skóladagheimili er. Skóladagheimili er fyrir börn 6-10 ára og er opið eins og leik- skólar, frá 7.30 til 17.30. Þegar starfsemi skóladagheimila fór af stað í kringum 1970 var fyrst og fremst verið að hugsa um félags- legan stuðning við einstæða for- eldra. Ekki var gert ráð fyrir því í upphafi að öll gmnnskólaböm gætu verið á skóladagheimili. Rekstur skóladagheimila á veg- um Dagvistar barna hefur haft þann eina tilgang að veita einstæð- um foreldrum þjónustu. Það liggur því í augum uppi að ekki komast allir að sem óska eftir lengri skóla- degi en ríkið býður uppá. Þess vegna eru skóladagheimili dæmi um úrelta skömmtunarstefnu sem mismunar fólki, í þessu tilfelli yngstu grunnskólabörnum borgar- innar. Nú er það svo að flest böm sem innritast á skóladagheimili fá vist- un allan daginn. Akveðinn fjöldi barna er á skrá á hveiju skóladag- heimili, oftast 20-24 (samkvæmt ársskýrslu Dagvistar barna 1992). Þessi fyöldi sem er á skrá er sjaldn- ast samtímis á skóladagheimilinu. Tökum dæmi af einu bami. Það getur komið kl. ,7.30 og fer svo á tilteknum tíma í skólann, kemur til baka' og er þar þangað til for- eldri kemur að sækja það. Á með- an bamið er í skólanum er starfs- fólk að störfum á skóladagheimil- inu með þeim börnum sem eftir eru. Það er því í hádeginu og á frídögum í skólum sem það getur mögulega átt sér stað að öll börn- in sem eru á skrá séu samtímis á skóladagheimilinu. Mannaráðningar taka hins veg- ar mið af þeim fjölda bama sem er á skrá, ekki þeim fjölda sem dvelur hluta dags á skóladagheim- ilinu. Húsnæðisþörfin er líka metin út frá þeim fjölda sem er á skrá. Þetta hefur orðið til þess að fóstr- ur og starfsfólk skóladagheimila hafa haft mun færri börn á hvern starfsmann heldur en tíðkast á leikskólum og þekki ég dæmi um allt niður í þijú börn. Starfsemi skóladagheimila, svo- kallað innra starf, er ekki eins á öllum skóladagheimilum. Það ræðst af hæfni starfsfólks og þeim áherslum sem ríkja hveiju sinni. Á heildina litið hafa fóstmr sem starfa á skóladagheimilum þróað þar mjög gott uppeldisstarf sem hægt er að nýta í þágu heilsdags- skólans ef þær vilja taka þátt í því að þróa hann. Eðlilega er það þægileg tilhugs- un fyrir foreldra bama sem fá vist á skóladagheimili að vita það að bamið þeirra getur verið undir handleiðslu fullorðins aðila allan daginn. Á sama tíma og starfsemi skóladagheimila er með þessum hætti fá sveitarstjómamenn fréttir af þeim bömum sem ekki komast í skömmtunarsíuna. Lyklabörn eða pokabörn Eðlilegast er það hveijum manni að lifa í takt við nútíðina en það er sannast sagt ekki auðvelt í reynd. í dag vinna mun fleiri kon- ur úti en áður tíðkaðist. Ekki ætla ég að fara að gera neina grein fyrir ástæðum sem þar kunna að liggja að baki en eitt er víst að ein fyrirvinna dugar ekki eins vel í dag og hún gerði í þessa gömlu „góðu daga“. Auk þess era einstæðir for- eldrar mun fleiri í dag en áður. AÐALFUNDUR íslenskra sjávarafurða hf. verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 1994 í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn verða afhent á fundarstað. íslenskar sjávarafurðir hf. 7 APRÍL fQNN Tanngæsludagur CfSLU í Borgarkringlunni 0-«®& Alþjóðlegi Tanngæsludagurinn erídag,7.aprfl. Við höldum hann hátíðlegan í Borgarkringlunni. Verðlaunaafhending íteiknimyndasamkeppninni „Tennurnar mínar" verður í Borgarkringlunni kl. 16.00 í dag. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum: yngri en 6 ára - 6 til 8 ára - 9 til 10 ára -11 til 12 ára. Glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Kynnir verður stórskyttan Siggi Sveins. Sýning á teikningum: Opnuð hefur verið sýning á teikningum úr teiknimyndasamkeppninni á göngum Borgarkringlunnar. Yfir 100 myndir sýndar, þar af allar verðlaunamyndirnar. Sýningin er opin til kl. 16.00 á laugardag 9. apríl. Eftirtalin fyrirtæki sýna vöru sína á Tanngæsludeginum í Borgarkringlunni: DENTALÍA - GLÓBUS - KJ. KJARTANSSON - O. JOHNSON & KAABER Tanngæsludagurinn f Borgarkringlunni Sigríður Sigurðardóttir „Það er því ekki að undra þótt sjálfstæðis- menn leiti lausna til þess að styðja við fjöl- skylduna almennt...“ Það era því margir foreldrar sem hafa ekki í nein hús að venda með sín börn og hafa þess vegna neyðst til að afhenda þeim lykil að heim- ili sínu þar sem enginn fullorðinn er til að vera þeim til halds og trausts. Sagt er að sum böm komi að húsdyram heima hjá sér þar sem nestispokinn hangir á hurðarhún- inum en dymar era læstar og eng- inn lykill. Ekki veit ég hversu sann- ar slíkar sögur era og vona ég að þær séu tilbúningur en til er úttekt á fjölda lyklabama sem birtist í lokaritgerð nema við KHÍ og nefn- ist „Alein heima“. Þar kemur fram að fyöldi bama 6 og 8 ára í Reykja- vík em svokölluð lyklabörn. Þessa ritgerð er hægt að nálgast á bóka- safni KHÍ. Hvemig er líðan þess- ara barna? Hvernig er líðan for- eldra þeirra? Ég bið foreldra þeirra barna sem komast á skóladag- heimili að íhuga þessar spumingar. Það er því ekki að undra að sjálf- stæðismenn leiti lausna til þess að styðja við fjölskyldur almennt og þessi lausn er heilsdagsskólinn. Ég hef áður gert grein fyrir því hér í Morgunblaðinu að heilsdagsskól- inn er ekki fullmótaður, þar er margt sem betur má fara og það er markmið sjálfstæðismanna að vinna að þvj að sníða alla agnúa af þessari starfsemi til þess að veita bömum nútímans viðunandi uppeldisaðstæður. Það er verið að svara kalli nútímans þar sem að- stæður fjölskyldunnar em aðrar í dag en þær vom. Breytingar Árið 1992 tók Dagvist barna þá ákvörðun að vista á skóladag- heimilum börn í hálfan dag til þess að fleiri gætu notið þar handleiðslu og til þess að barnafjöldi væri í meira samræmi við það sem gerist á leikskólum. Þegar fóstmr gerðu kjarasamning við Reykjavíkurborg um svokallað ábatakerfi þá var bömum fjölgað um 50 á skóladag- heimilum en þar var eingöngu um hálfsdagsvistun að ræða. Um vorið 1993 var svo tekin ákvörðun um að skóladagheimilin í Langholtsskóla, Austurbæjar- skóla og Breiðagerðisskóla yrði færð yfir til skólaskrifstofu og var það gert að hausti 1993. Þessar breytingar voru kynntar forstöðu- mönnum snemma vors 1993 og var ég persónulega í sambandi við marga þeirra allt sumarið. Aftur var haldinn fundur, á haustdögum 1993, og þá með öllu starfsfólki skóladagheimila til þess að ræða framtíð þeirra. Þar vom margir forstöðmenn, fóstmr og annað starfsfólk. Áfram var unnið að undirbúningi og fagdeild Dagvistar barna lagði fram úttekt á stöðu skóiadagheimila á stjórnarfundi 24. janúar sl. Þar kom fram að skóladagheimilin em illa nýtt. í tillögu sjálfstæðismanna á sama fundi um flutning skóladagheimila til skólaskrifstofu var tilgreint hús- næði sem skóladagheimili em nú rekin í og tekið fram að í framtíð- inni yrði rekinn þar leikskóli. Því miður hefur sumt fólk skilið þetta þannig að þessum skóladagheimil- um verði lokað nánast á morgun, en svo er ekki. Með þessu var stjórn Dagvistar barna að tryggja það að halda eftir þeim húsum sem grunnskólinn getur ekki notað þeg- ar heilsdagsskólinn hefur verið þróaður betur með það í huga að spara stofnkostnað fyrir leikskóla. Þetta sýnir fyrst og fremst hversu vel hefur verið staðið að málum hjá Dagvist barna. í samþykkt fyrir stjórn Dagvist- ar barna 2. grein segir: „Stjómin skal í umboði borgarstjórnar taka ákvarðanir um atriði er varða rekstur Dagvistar bama og gæslu- valla á vegum borgarsjóðs svo sem um skipulag starfseminnar, þjón- ustutíma og mönnun. Hún skal einnig gera tillögu til borgarstjórn- ar um byggingu nýrra leikskóla og skóladagheimila borgarsjóðs og styrkveitingar til dagvistarþjón- ustu á vegum annarra aðila.“ Þeg- ar lög um leikskóla voru samþykkt 1991 var ekki minnst einu orði á skóladagheimili í þeim vegna þess að þau böm sem þar dvelja eru ekki á leikskólaaldri. Eldri lög um dagvistarheimili vom felld úr gildi nema þær greinar þar sem stendur eitthvað um skóladagheimili. Dag- vist barna sinnir því í dag með málefnum leikskóla- og grann- skólabarna. Stjórn Dagvistar bama hefur hins vegar samþykkt að skólamálaráði verði falið að sinna grunnskólabömum. Skóla- málaráð hefur umsjón með því sem snýr að grunnskólabömum. Börn á skóladagheimilum em gmnn- skólaböm. Það hefur alla tíð verið baráttumál hjá þeim fóstram sem vinna á skóladagheimilum að auka samstarf á milli þeirra og grann- skólanna. Ástæðan er sú að skól- amir hafa oft skipulagt sig með eigin þarfir í huga og skóladag- heimilin síðan þurft að dansa eftir þeim stundatöflum sem frá skólun- um koma. Aukið samstarf er af hinu góða og það er auðveldara að framkvæma það ef stjómsýslan er á hendi einnar nefndar borgar- innar í stað margra. Það er skyn- samlegast að yfirstjóm með þeirri þjónustu sem grunnskólaböm fá sé á einni hendi. I þessu felst sú breyting sem framundan er varðandi rekstur skóladagheimila. Yfirstjórnun þeirra fer til skólaskrifstofu og skólamálaráðs. í raun ætti einnig að færa allt tómstundastarf heils- dagsskólans á vegum ÍTR til skóla- skrifstofu. Þannig er best að ná samofinni heild í námstilboðum til grunnskólabarna. Heilsdagsskól- inn gerir ekki ráð fyrir því að skammta þurfti þjónustu heldur geti allir fengið hana sem þurfa. Þegar skóladagheimilin færast yfir til skólaskrifstofu þá verða þau hluti af heilsdagsskólanum og þar af leiðandi opinn bæði fyrir börn giftra og ógiftra. Þessi stefna sem hefur verið ríkjandi hjá Reykjavíkurborg að skammta þjónustu við bamafólk eftir hjúskaparstöðu foreldra er fjölskyldunni fjandsamleg og á þar af leiðandi að afnema sem fyrst og ár fjölskyldunnar er ekkert verra ár en önnur til þess að fram- kvæma það. Starfsfólk skóladag- heimila og þeir foreldrar sem hafa haft áhyggjur af rekstri skóladag- heimila ættu að nýta orku sína í það að vera þátttakendur í því að búa öllum börnum og íjölskyldum þeirra betri heim. Hver er annars framtíðarsýn þeirra foreldra sem vilja reka skóladagheimili miðað við þarfir þjóðfélagsins 1970? Og síðast en ekki síst, hvernig verður grunnskólinn þegar sveitarfélögin taka alfarið við rekstri hans 1995? Höfundur er vnraborgnrfulltrúi og í stjórn Dagvistar barna og skólamálaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.