Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 MODEL V erslunarstj óri í Bónus sigraði módelkeppni herra Bjöm Kristinn Sveinbjörnsson, 25 ára verslunarstjóri í Bónus í Hafnarfírði, var valinn herramód- el 1994 í keppni sem fram fór á Hótel íslandi sl. miðvikudagskvöld. Hann hefur ekki starfað sem mód- el fyrr en kemst nú eftir úrslitin á samning hjá Model 79. Auk þess hlaut Björn ýmiss konar verðlaun eins og fataúttektir og fleira. „Ég get vel hugsað mér að vinna sem módel og væri jafnvel til í að fara til útlanda ef mér býðst það. Ég stekk ekki út í hvað sem er en er alveg tilbúinn að kanna málin. Maður á aldrei að staðna í lífinu, það er ekki mín deild,“ sagði hann í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Alls tóku tíu keppendur þátt í fyrstu módelkeppni herra sem fram fór í Reykjavík, en keppnin hefur tvívegis verið haldin í Kefla- vík að frumkvæði þeirra Kristínar Couch og Guðrúnar Reynisdóttur. í öðru sæti lenti Guðmundur Odds- son og þriðja sætinu skiptu þeir Kristján Hreiðar Kristjánsson og Ingvar Már Ormarsson með sér. I dómnefnd sátu Jóna Lárusdóttir frá Model 79, Jóhanns Jóhanns- dóttir blaðamaður á DV, Axel Guðmundsson módel sem starfar einnig í versluninni Sautján, Gút- staf Guðmundsson ljósmyndari, Valdís Gunnarsdóttir dagskrár- gerðarmaður, Simbi hjá Jóa og félögum og Nanna Guðbergs ljós- myndafyrirsæta. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björn Kristinn Sveinbjörnsson hreppti fyrsta sætið, Guðmundur Oddsson annað sætið en þriðja sætinu skiptu þeir Kristján Hreiðar Kristjánsson og Ingvar Már Ormarsson á milli sín. 1 Einar Vilhjálmsson, Esther Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Birna Björnsdóttir og Bragi Brynjólfsson fylgdust með keppninni. COSPER Vertu róleg mamma mín, við erum í nærbuxum Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Það er að jafnaði handagangur í öskjunni í búningsherberginu áður en stúlkurnar koma fram á sviðið og þá er gott að kunna réttu handtökin. FEGURÐARSAMKEPPNI Falleg fljóð á krýningarkvöldi Mikið var um dýrðir þegar kjör Ungfrú Reykjavíkur 1994 fór fram á Hótel íslandi sl. mánudagskvöld, en eins og fram hefur komið hér í blaðinu hlaut Margrét Skúladóttir Sigurz titilinn Ungfrú Reykjavík. Er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi slíkt kvöld heppnast jafn vel og átti Battu-danslokkurinn þar stóran hlut að máli, en félagar úr hópnum sýndu fjöruga dansa við mikla lukku gesta. Meðfylgj- andi myndir voru teknar sl. mánudagskvöld. Reynir Kristinsson, Mario Antonio Pashuall, Kristján Ríkharðs- son, unnusti fegurðardrottningarinnar Margrétar Skúladóttur, Benedikt Guðmundsson, Gunnar Þór Sveinsson og Guðmundur Guðmundsson. Jórunn Karlsdóttir á tali við Katý í World Class og son hennar, Þór Guðnason. Anna Björk Birgisdóttir dagskrárgerðarmaður var kynnir kvöldsins. Hér er hún ásamt maka sínum, Stefáni Hilmarssyni tónlistarmanni. LEIKARAR Æðsta óskín er að dejga á sviði Leikarinn aldni, John Gielgud, verður níræður 14. apríl næstkomandi. Þrátt fyrir að hann sé farinn að hægja á ferðinni er hann ekki hættur þátttöku í leikl- ist. Nýjasta hlutverk hans, sem tekið var upp í byijun ársins, er í sjónvarpsþáttunum Á hverfanda hveli, en þar leikur hann afa Scar- lett O’Hara. í blaðaviðtali við The Daily Mail fyrir nokkru kveðst Gielgud ennþá vinna töluvert, auk þess sem hann lesi þó nokkuð af sakamála- sögum og eyði talsverðum tíma í að hugsa um dauðann. Hann seg- ist ennfremur kjósa að halda áfram að vinna á meðan stætt sé í stað þess að fá einungis þakkir fyrir liðna tíð. í rauninni er það heitasta ósk leikarans að fá að deyja á sviði í miðri leiksýningu. Gielgud segist vera furðu lost- inn yfir því að hann skuli hafa náð svo háum aldri, en hann reykir t.d. pakka af tyrkneskum sígarett- Sir John Gielgud er ekki þekkt- astur fyrir að leika pönkara eins og á þessari mynd heldur þvert á móti hefur hann yfirleitt leikið virðulegar persónur. um á dag. Hann kveðst vera við góða heilsu, en er þó farinn að missa heyrn og notar því heyrnar- tæki. Gielgud lék fyrst á sviði árið 1921 en í fyrstu kvikmyndinni árið 1923. Hann hefur þó aðallega. leikið á sviði og varð einn fræg- asti Hamlet-leikari allra tíma með tilheyrandi virðingu almennings. Hann segist sakna liðinna tíma þegar vinir hans komu hreint og beint fram við hann án lotningar og héldu honum þannig niðri á jörðinni. Nú segir hann að farið sé með sig sem antík. „Því miður þorir fólk ekki að leikstýra mér, en á því þurfa allir að halda. Ég er hræddur við að vera einhvers konar lærimeistari, sem allir líta upp til og enginn þorir að hreyfa við,“ sagði hann. Gielgud flutti frá London árið 1974 ásamt vini sínum, Martin Hensler, og búa þeir nú á herra- garði uppi í sveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.