Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 50
T 50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 + Elskuleg eiginkona mín, BJÖRG SVEINSDÓTTIR, Hofsvallagötu 15, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 5. apríl sl. Halldór Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEIIMÞÓR HELGASON, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, þriðjudaginn 5. apríl. Guðríður Brynjólfsdóttir, Skúli Br. Steinþórsson, Olöf Sigurðardóttir, Hugrún Steinþórsdóttir, Helgi H. Steinþórsson, Hrafnkell Steinþórsson. + Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSTRÚN JÓNSDÓTTIR (RÚNA), lést að kvöldi föstudagsins langa í sjúkrahúsi í Danmörku. Útförin mun fara fram á íslandi og verður auglýst síðar. Haukur Dór Sturluson, Tinna Hauksdóttir, Tanja Hauksdóttir. Bróðir okkar, BJÖRN ÞÓRÐARSON frá Fagrafelli, Vestmannaeyjum, lést 31. mars sl. Útförin fer fram frá kapellunni í Foss- vogi mánudaginn 11. apríl kl. 15.00. Rut Þórðardóttir, Þóra Þórðardóttir, Ásta Þórðardóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, HANS PEDERSEN iðnverkamaður Þingvallastræti 42, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 31. mars sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Rósa Pedersen og ástvinir hins iátna. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Hofi, Mjóafirði, sem lést 28. mars sl., verður jarðsungin frá Mjóafjarðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Austurvegi 53, Selfossi, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 15.00. Sigurður Ólafsson, Einar Þorbjörnsson, Sigrún Erlendsdóttir, GuðmundurSigurðsson, Bergljót Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Kristin Björnsdóttir, Guðrún I. Sigurðardóttir, Sigurjón Þórðarson, »< ■nitmwintniBo barnabörn og barnabarnabörn. Immmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Skjöldur Eiríks- son — Minning Fæddur 4. apríl 1917 Dáinn 20. mars 1994 Skörð hafa verið rofin í frænd- garð okkar systkina með stuttu millibili. Fimmtudaginn 24. mars sl. var Stefán Björnsson, föðurbróð- ir okkar, kvaddur og lagður til hinstu hvílu. Með honum er genginn mætur maður. Hans hefur verið minnst með þökk og virðingu. Þremur dögum eftir lát Stefáns 20. mars sl. lést móðurbróðir okkar Skjöldur Eiríksson á Vífilsstaða- spítala eftir erfið veikindi. Skjöldur var fæddur á Skjöldólfsstöðum á Jökuidal 4. apríl 1917. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigfússon ættað- ur frá Egilsstöðum á Völlum og Ragnhildur Stefánsdóttir, fædd í Kvertártungu á Langanesströnd. Þau hjón hófu búskap á Skjöldólfs- stöðum 1906. Skjöldur var yngstur fímm systkina en auk þeirra ólst fóstursystirin Hulda Jónsdóttir upp með þeim systkinum. Hulda er nú ein eftirlifandi, búsett á Akranesi. Hin systkinin voru Sigfús, Anna, Ingveldur og Þórdís. Jökuldalur ber kuldalegt nafn og eftir honum fellur mórauð og svip- þung Jökulsá á Dal. Mun mörgum virðast þessi dalur lítt fýsilegur til búsetu er um hann fara. Löngum stóð þó búskapur á Jökuldal traust- um fótum. Bændur áttu stóra hópa lagðprúðra sauða, lönd voru víðf- eðm, vetrarbeit góð. Heimili voru fjölmenn en langt var milli bæja. í minningargrein um Ragnhildi, móður Skjaldar, frá 1952 ritaðri af Birni Þorkelssyni stendur m.a.: „í búskapartíð þeirra Eiríks og Ragnhildar á Skjöldólfsstöðum, var það sannmæli að segja og hugsa, heim að Skjöldólfsstöðum. Þangað lágu leiðirnar, þangað þótti sjálf- sagt að skreppa til gistingar." Enn- fremur segir í sömu grein: „Það var vandséð hvort þeirra hjóna átti meiri þátt í að draga gesti að garði, fórnarlund, gestrisni og greiðvikni húsbóndans eða heimilisstjóm hús- freyju. Þar sem aldrei virtist þurrð í búri hvað sem á gekk og hvemig sem á stóð og aldrei sást asi eða vanstilling, aðeins hlýja og um- hyggja fyrir mönnum og skepnum." I þessu umhverfí átti Skjöldur rætur, rætur sem voru djúpar og sterkar og má rekja marga þætti úr persónugerð hans til þeirra. Skjöldur stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og varð stúdent þaðan 1940. Hann lauk fyrrihluta- prófí í lögfræði 1944. Kennaraprófí 1951 og rúmum 20 ámm síðar hóf hann nám í sagnfræði við Háskóla íslands og lauk BA-prófí í þeirri grein. Skjöldur sneri aftur til æsku- stöðvanna í lok síðari heimsstyijald- arinnar og settist þar að. Hann bjó lengst á Skjöldólfsstöð- um þar sem hann var skólastjóri barnaskóla Jökuldalshrepps. Skjöldur kvæntist eftirlifandi konu sinni Sesselju Níelsdóttur sjúkraliða árið 1946. Sesselja er ættuð frá Húsey í Ilróarstungu, frændkona föður okkar, hin mætasta kona. Mun í huga margra er sóttu þau Slqold og Sellu heim, áfram hafa verið sagt heim að Skjöldólfsstöðum. Til þeirra lágu margra leiðir og margir nutu gestrisni þeirra. Börn Skjaldar og Sesselju eru: Ragnhild- ur, skólastjóri, búsett á Akureyri, hún á tvo syni; Níels, kerfísforrit- ari, kvæntur Elínu Ág. Ingimundar- dóttur, þau eiga tvo syni og búa í Reykjavík; Eiríkur bóndi, kvæntur Huldu Hrafnkelsdóttur, þau búa á nýbýli í landi Skjöldólfsstaða, eiga dreng og stúlku; Stefán stjórnmála- og mannfræðingur, kvæntur Birgit Nyborg, þau eiga tvo syni og eru búsett í Reykjavík. Skjöldur var mikill hugsjónamað- ur, vildi sjá betra líf í betri heimi. Hann var mjög pólitískur maður og sat ekki fastur í meðalmennsku stjórnmálaskoðana sinna. Hann var sannur fræðimaður, tvinnaði verk sín ljóðrænum þáttum og kímni. Sturlunga var honum einkar hug- leikin. Skáldmæltur var hann sem hann átti kyn til. Árið 1975 fluttu þau Skjöldur og Sesselja til Reykja- víkur og vann Skjöldur síðustu starfsár sín á Þjóðskjalasafni ís- lands og undi sér þar vel meðal manna og fræða. Með Skildi er genginn mætur maður, maður sem fór ekki ætíð troðnar slóðir, en lagði allt kapp á að gera heiminn fegurri og betri. Framundan er páskahátíðin, há- tíð upprisu og gróanda. Framundan er vorið. Fannirnar á Jökuldal bráðna senn, með fossanið fljóta þær út í Jöklu. Hvergi á landinu er eins hlýtt á sólríkum sumardegi og á Jökuldal, hlýtt var einnig hjartalag Skjaldar Eiríkssonar. Stefán Benediktsson, Merki Jök- uldal, orti við andlátsfregn Eiríks föður Skjaldar 1936 ljóð sem birtist í bók hans Ljóð. Vel er við hæfí að ljúka þessum skrifum með erindi úr því: Saknar byggð brapings alda þess er góðmálum gladdi huga. Lék á als oddi þá yfir tók gestkvæmt í garði og gjöfull veitti. Innilega samúð vottum við systk- inin þér, kæra Sella, börnum ykk- ar, tengdabörnum og barnabörnum. Fyrir hönd okkar systkinanna, Önnu og Þorkelsbarna, Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Skjöldur Eiríksson, starfsmaður Landsbókasafns um árabil, átti sér allfjölbreyttan feril. Hann lauk stúdentsprófí á Akureyri 1940, stundaði síðan nám í íslenzkum fræðum í tvö ár og önnur tvö í lög- fræði og lauk þar fyrrihlutaprófi 1944. Þá hvarf hann austur á heimaslóðir, hóf búskap á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal, og síðar í Húsey á Hróarstungu, þar sem hann gekk að eiga eina heimasæt- una, Sesselju Níelsdóttur 1946. Hann var settur skólastjóri við heimavistarbarnaskólann á Skjöld- ólfsstöðum 1950 og gegndi því starfi og ýmsum félagsmálum í sveitinni til 1974, er hann hóf á nýjan leik nám við Háskóla íslands, hafði raunar á skólastjóraskeiði sínu brugðið sér suður og lokið kennaraprófi 1951. Meðal kennara hans þar var Ásmundur Guðmunds- son, síðar biskup. Hef ég heyrt, að hann hafi hvatt hann til frekara náms og þá helzt í guðfræði, þótt maðurinn prestlega vaxinn, enda kominn í ættir fram af austfírzkum prestum og skáldum, niðjum Einars í Heydölum. En Skjöldur hallaði sér fremur að fræðunum íslenzku, er hann hafði ungur hafíð nám í. Það var á átt- unda tugnum, er ég kynntist fyrst Skildi, hann var í hópi stúdenta að norðan 1940, sama árgangi og Kristjana kona mín að sunnan, og hafði hann og fleiri skólafélagar verið á námsárunum tíðir gestir á heimili foreldra hennar í Hafnar- fírði. Við komu Skjaldar að austan til frekara náms riQuðust upp hin fýrri kynni. Og því var það eitt sinn, er hann leit inn til mín á Landsbóka- safnið, að ég réð hann í hlutastarf, er hann síðan hélt um alllangt ára- bil. Var það mest fólgið í að sækja bækur í bókageymslur utan safns, jafnframt því að annast bókageymsl- ur í safninu sjálfu, sjá um uppröðun bóka og tilfærslur ýmislegar, er mjög reyndi á í öllum þrengslunum. Var Skjöldur mjög ótrauður til allra verka og átti áður en lauk mörg þörf handtök í safninu. Skjöldur var góður félagi, glað- vær og skemmtilegur, og snerust umræður ekki sjaldan um verkofni ■þau, er hann var, að fásL við í Aá- skólanum, en prófritgerð sína til BA-prófs í sögu skrifaði hann um Sturlu Sighvatsson og var mjög heillaður af því verkefni. Skjöldur var vel hagmæltur, enda systurson- ur Magnúsar Stefánssonar (Arnar Arnar) skálds og kominn sem fyrr segir af miklu skáldakyni. Við samstarfsfólkið í Safnahús- inu við Hverfísgötu minnumst Skjaldar Eiríkssonar með söknuði og ég minnist að lokum starfa hans með mikilli þökk og votta Sesselju ekkju hans og börnum þeirra inni- lega samúð. Finnbogi Guðmundsson. Horfinn er af heimi hollvinur góður, horskur drengur og dáðrík- ur, djarfur í hverju því sem til heilla mátti horfa hag þjóðar. Við áttum góða samleið, allt frá 1991, þar sem Skjöldur var hinn skeleggi baráttumaður fyrir óskor- uðu frelsi lands og lýðs, því lævi blandið þótti honum loft orðið og full ástæða til að efla fornar dyggð- ir gegn útlendri óáran og útsendur- um hennar. Ég kynntist Skildi lítillega í Kennaraskólanum á sinni tíð, þar sem hann var að heyja sér réttindi til þess starfs sem átti eftir að verða hans um áratugaskeið og það fór ekki framhjá neinum að þar fór glöggur maður og gerhugull, fastur fyrir í öllum skoðunum, en alltaf tilbúinn að taka nýjum rökum, nýj- um hugmyndum, sem veitt gætu vekjandi kröftum inn í þjóðlífið. Við áttum stundum samleið á vettvangi skólamála eystra og þeg- ar Skjöldur flutti þar mál sitt af festu, rökvísi og hógværð fóru menn að hlusta grannt, því að baki lá greinilega mikil hugsun, þar sem allir möguleikar voru í myndinni og síðan valið af kunnáttu og kost- gæfni það sem kjarnanum heyrði til, en hisminu fleygt. Og svo var þessi greindi atgervis- maður allt í einu kominn í framboð eystra, fór fyrir Samtökum fijáls- lyndra og vinstri manna á Austur- landi 1971 og lágum rómi en skýr- um talaði hann til fólks, höfðaði til eigin hugsunar þess, bað það sjálft að glöggva málefnin og greina að rétt og rangt. Hann talaði af glögg- skyggni um innanlandasmál, en ekki síður utanríkismál, og þegar ræða hans barst að þjóðfrelsismál- um í víðustu merkingu var orð- kynngi hans oft mögnuð og mikil og heit sannfæring greinilega að baki. Síðar gekk Skjöldur til liðs við okkur í Alþýðubandalaginu en enn er mér í minni vaskleg og árangurs- rík framganga hans fyrir okkur í kosningunum, þar sem hann eyddi ómældum tíma í að heimsækja fólk og tala við það, án allrar ágengni, nema þá við þess eigin samvizku. Fyrir þá og aðra liðsemd hans, heil- indi og skelegga baráttu ber að þakka nú við leiðarlok og ég veit þar mæli ég fyrir munn margra samheija okkar. Á þingdögum mínum þótti mér afar vænt um, þegar Skjöldur kom á kvöldfundina í heimsókn og við settumst ásamt góðu fólki inn á kaffistofu þingsins og áttum ánægjulega samverustund, þar sem Skjöldur fór oft á kostum í skil- greiningu sinni á ástandi og horf- um, og ekki var sagnamaðurinn síðri, sem dró upp margræðar mannlífsmyndir svo ljóslifandi urðu og oftar en ekki með ívafi kátbros- legrar kímni. Einn stærsti hluti lífsláns okkar er að hafa mátt eiga mætagott samferðafólk, samheija um leið. Þar var Skjöldur vinur minn í fylk- ing framarlega og fyrir það er þakk- að í dag. Æviatriðum Skjaldar hafa verið gerð hin beztu skil af mágkonu hans og skal ekkert af því endurtek- ið hér. Ég sendi eftirlifandi eigin- konu hans, börnum og aðstandend- um öðrum vinhlýjar samúðarkveðj- ur. Með Skildi féll í valinn fróð- leiks- og hugsjónarmaður, sem átti hið sanna Islendingseðli. Það var mikils virði að eiga Skjöld Eiríksson að í þeirri þjóðfrelsisbaráttu sem ævarandi er og verður. Blessuð sé hans merka minning. Helgi Seljan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.