Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGIJR 7. APRÍL 1994 Lyklakíppa í óskilum eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Mánudaginn 28. mars kom gest- ur nokkur í Kaffivagninn, þetta var Árni Sigfússon nýorðinn borgar- stjóri. Tilkynnti hann að hann hefði meðferðis 10 lykla sem ættu að leysa atvinnumál Reykvíkinga í bráð og lengd. Það er fagnaðarefni að Árni skuli hafa fundið lyklakippu þessa og skuli hafa sagt frá því á almannafæri. Svo vill til að ég þekki þessa lykla og þeir eru ekki eign Áma Sigfússonar. Hann hefur allt síðasta kjörtímabil verið að burðast með einkavæðingarlykla sína en þeir ganga sem kunnugt er varla að nokkurri skrá. Bágborið atvinnuástand í höfuð- borginni er óhjákvæmilegt að skrifa á reikning meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjóm svo og ríkis- stjórnarinnar en einn íhaldsborgar- fulltrúinn er þar í forsæti. Einkavæðingarlyklarnir í vasanum Nú hefur Árni séð að ekki er hyggilegt að sýna einkavæðingar- lyklana sína í kosningabaráttunni enda flestir aðrir en hann og hinir hörðustu fijálshyggjunaglar búnir að sjá að þeir em ekki einungis gagnslausir, sumir eru hættulegir. Þess vegna hefur Árni stungið þeim í vasann í bili og veifar lyklum sem hann á ekki og hefur allt kjörtíma- bilið afneitað og reynt að eyði- leggja. Sjálfstæðismenn hafa sífellt vísað tillögum okkar frá með því að betra væri að einkavæða og markaðurinn yrði að fá að ráða sér sjálfur. Hin stórhuga hugmynd um Áflvaka var eyðilögð og gerð að apparati til að leppa kaup á hluta- bréfum í einkavæddum borgarfyrir- tækjum. í Kaffivagninum sagði hins vegar bráðabirgðaborgarstjórinn: „Ekki ætti að einkavæða þjónustufyrir- tæki í eigu Reykjavíkur, en leita leiða til að ná fram aukinni skil- virkni í rekstri fyrirtækja og stofn- ana.“ Hver á lyklana? Við skulum athuga nánar lyklana á kippunni sem Ámi var með í Kaffivagninum. — Fyrsti lykillinn um heilsuborg- ina er nýlegur. Hann er tekinn úr stefnuskrá R-listans sem birt var níu dögum áður en Árni kom í Kaffivagninn. Að baki þeirri tillögu- gerð okkar liggja margar tillögur sem við höfum flutt í borgarstjórn. Össur Skarphéðinsson fyrrum borg- arfulltrúi Abl. flutti t.d. fyrstur til- lögu um útivistarsvæði á Nesjavöll- um. — Annar lykillinn var um stuðn- ing við smáfyrirtæki. Hann er líka úr stefnuskrá R-listans, byggður á tillögum sem höfum flutt þráfald- lega á kjörtímabilinu. Ég minni m.a. á tillögu Kvennalistans um Iðngarða. — Þriðji lykillinn um innkaup borgarinnar er gamall. Jómfrúræða mín í borgarstjóm fjallaði um þetta efni, einnig jómfrúræða mín á Al- þingi. Síðan hef ég og aðrir borgar- fulltrúar félagshyggjuflokkanna flutt margar tillögur um stuðning við innlenda framleiðslu. Eftir mikla baráttu náðum við Siguijón P. því fram í Innkaupastofnun að keyptur yrði kerfisráður fyrir HR af íslensku hugbúnaðarfyrirtæki. — Fjórði lykillinn um þjónustu- miðstöð í Norður-Atlantshafi er úr kosningastefnuskrá Framsóknar- flokksins 1990. — Fimmti lykillinn um Reykja- víkurhöfn er einnig úr kosninga- stefnuskrá Framsóknar 1990. Til- lögu minni um það efni var að vísu vel tekið en minna hefur orðið úr framkvæmdum. Ekki er von að árangur náist um að gera Reykja- víkurhöfn aðlaðandi viðskiptamið- stöð þar sem Eimskipafélaginu hef- „Allt kjörtímabilið höf- um við ítrekað reynt að fá sjálfstæðismenn til að taka þátt í að móta heildstæða atvinnu- stefnu og að kveðja til liðs þingmenn kjör- dæmisins og aðila vinnumarkaðarins. “ ur verið fengin þar einokunarað- staða. Samkvæmt nýlegri skýrslu um sjóflutninga er eignarhald skipafélaga á hafnaraðstöðu talin „aðgangshindrun að markaði". — Sjötti lykillinn er um fjárfest- ingu erlendra fyrirtækja í Reykja- vík. Árni hefur sorfið hann til svolít- ið sjálfur. Markús Örn lét Hollend- inga plata borgina til að setja tug- milljónir í verkefni, sem er á sviði Landsvirkjunar. Vonandi ætlar Árni ekki að feta þá slóð að borga fyrir ríkið. — Sjöundi og áttundi lykillinn um verkefnaútflutning og samstarf við Háskóla íslands eru frá okkur komnir. Ég nefni tillöguflutning í Stjórn Veitustofnana um að efla þróunar-, rannsókna- og markaðs- starf svo og fjölmargar tillögur í borgarstjórn allt kjörtímabilið. — Níundi lykillinn er dálítið und- ariegur í höndum sjálfstæðismanna. Þeir bera ábyrgð á árás ríkisstjórn- arinnar á fjármál sveitarfélaganna þar sem þeir hafa gengið fram af miklu tillitsleysi. Þessa óvinsælu skattheimtu af- henti fjármálaráðherra borginni til bráðabirgða sem sárabót fyrir af- nám aðstöðugjalds. Hins vegar kýs Árni að svara því ekki hvernig hann ætlar að afla tekna í staðinn. Er honum ekki kunnugt um hvernig Sigrún Magnúsdóttir Aðgerða er þörf á Vesturlandi eftir Guðjón Guðmundsson Mikil umræða hefur orðið um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að leggja til aðgerðir til stuðnings sjávarútvegi á Vestfjörðum. Ég tel þessar ráðstafanir óhjákvæmileg- ar og styð þær. Það verður að gera Vestfirðingum kleift að lifa af þær hremmingar sem á þeim hafa dunið að undanförnu; meira en helmings samdrátt þorskveiða og fjórðungs lækkun afurðaverðs á 3 árum. Við skulum minnast þess að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum hafa um áratugaskeið malað þessu þjóðfélagi gull og munu gera það áfram ef þær halda velli og þrauka af þá erifðleika sem vonandi eru senn að baki. Snæfellingar háðir þorskveiðum Þorskbrestur og verðlækkun afurða skapar víðar vandamái en á Vestfjörðum, ekki síst á Vestur- landi þar sem ástandið er víða slæmt. í spá Þjóðhagsstofnunar um afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja á þessu ári er afkoman tal- in verða lökust á Vesturlandi, 2,4% tap. Jafnframt sýnir Þjóðhagsstofn- un fram á að eigið fé fyrirtækj- anna er mjög iágt, eða 8,2% miðað við 12% á Vestfjörðum og yfir 20% í þeim kjördæmum sem það er hæst. Árið 1992 var hlutfall þorsks af heidlarverðmæti afla 91% á Rifi, 66% í Ólafsvík og 65% á Hellissandi. Á Vestfjörðum var þetta hlutfall hæst á Patreksfirði 76%, en 39—66% í öðrum verstöðv- um. Það má því ljóst vera að byggðirnar á norðanverðu Snæ- fellsnesi eru háðari þorskveiðum en nokkurt annað svæði á landinu og að samdráttur þorskveiðanna kemur hvergi harðar niður. Með minnkandi kvóta hafa svo stærri kvótaeigendur víða um land náð að soga til sín verulegan hluta þorskaflans með svokaliaðri tonn á móti tonn aðferð. Allt hefur þetta leitt til mikilla erfiðleika sjávarútvegsfyrirtækj- anna á svæðinu. Aðgerða þörf Það má því ljóst vera að sam- bærilegra aðgerða er þörf á Vest- urlandi og Vestfjörðum. í fylgi- skjaii með frumvarpi ríkisstjórnar- innar er því beint til Byggðastofn- unar að gera úttekt á byggðarlög- um sem hafa orðið fyrir sambæri- iegum samdrætti í aflaheimildum, búa við áþekka einhæfni atvinnu- lífs og einangrun og vinna að stækkun atvinnu- og þjónustu- svæða með sameiningu sveitarfé- laga. Allt þetta á við um norðan- vert Snæfellsnes. Þingmenn Vesturlands hafa þegar óskað eftir því við Byggða- stofnun að slík úttekt verði gerð fyrir Vesturland, en ástandið er mjög erfitt víða í kjördæminu. Aðgerðir ríkistjórnarinnar Ríkisstjómin beitti sér á síðasta ári fyrir ýmsum aðgerðum sem hafa mjög bætt hag sjávarútvegs- ins. Má þar nefna afnám aðstöðu- gjalds, skuldbreytingar, tvær gegnisbreytingar, lækkun vaxta og stöðugt verðlag, sem ásamt hagræðingu fyrirtækjanna hefur komið í veg fyrir algjört hrun í greininni. Fyrirtækin eru mjög skuldsett eftir erfiðleika undanfarinna ára og þurfa því nauðsynlega á leng- ingu lána að halda. Lækkun kostnaðar Mikil hagræðing og sparnaður hefur átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum. Talsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa Guðjón Guðmundsson „Það má því ljóst vera að byggðirnar á norð- anverðu Snæfellsnesi eru háðari þorskveið- um en nokkurt annað svæði á landinu og að samdráttur þorskveið- anna kemur hvergi harðar niður.“ Byggingu Hæstarétt- arhússins fagnað eftir Gunnlaug Þórðarson Hér í blaði hefur undirritaður áður vikið að skammsýni fólks, sem starf- ar í Safnahúsinu við Hverfisgötu, út af byggingu Hæstaréttarhússins. Skammsýni þess er óskiljanleg. Greinilegt er að það telur í einfeldni sinni að bygging Hæstaréttarhússins við Lindargötu 2 ógni einhveijum ímynduðum hagsmunum þess og til- veru, en einmitt þess vegna er þetta fólk ódómbært um verkið. Dæmigert er hve mjög það lifir í fortíðinni. Torfbæjarviðhorfíð er langlíft. Það telur að vegna þess að í byijun aldar- innar var gert ráð fyrir að nota lóð- „Þetta fyrirbæri, „rödd fólksins“, er oftast nær hópur fólks, sem hefur ánægju af því að láta nafn sitt birtast á undir- skriftaplaggi í fjölmiðl- um án nokkurrar ábyrgðar.“ ina við Lindargötu 2 undir viðbygg- ingu við Safnahúsið, megi ekki í lok aldarinnar nota lóðina undir aðra byggingu, þó að viðbygging við Safnahúsið komi ekki lengur til mála. hann og félagar hans eru búnir að leika fjárhag borgarinnar? — Tíundi lykillinn um menning- una fer ekki vel í hendi Árna Sigfús- sonar. Ekki minnist ég tillöguflutn- ings í þá átt frá hans hendi. Hins vegar hafði Markús Örn sem hann hrakti úr borgarstjórastól menning- arleg viðhorf að ýmsu leyti. Okkur í minnihlutanum hefur stundum verið legið á hálsi af sjálfstæðis- mönnum fyrir að vera of upptekin af menningarmálum. Eigandinn fundinn Allt kjörtímabilið höfum við ít- rekað reynt að fá sjálfstæðismenn til að taka þátt í að móta heild- stæða atvinnustefnu og að kveðja til liðs þingmenn kjördæmisins og aðila vinnumarkaðarins. Við höfum talað fyrir daufum eyrum sjálfstæð- ismanna. Það er því afar ótrúverð- ugt þegar þeir koma með svona til- lögugerð á elleftu stundu. Það hefur aldrei þótt gott að stela lyklum frá öðrum til einkanota. Árni Sigfússon á ekki þessa lyklakippu, hún tilheyr- ir Reykjavíkurlistanum. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. þó að undanförnu bent á stóra kostnaðarliði sem mætti lækka og nefna þá helst olíuverð og flutn- ingskostnað. Vissulega er það at- hyglisvert að þjónustuaðilar út- gerðarinnar, t.d. olíufélög, trygg- ingafélög og flutningsaðilar, skuli sýna góða afkomu ár eftir ár á sama tíma og undirstöðuatvinnu- vegirnir beijast í bökkum. Nýleg skýrsla Drewry Shipping Consultants sýnir að flutnings- gjöld vegna gámaútflutnings frá Islandi eru mun hærri en á nálæg- um mörkuðum og að upp- og út- skipunargjöld hafi hækkað hér á sama tíma og þau hafi staðið í stað annars staðar. Séu niðurstöð- ur þessarar skýrslu réttar hlýtur það að kalla á aðgerðir til lækkun- ar á þessum kostnaði. Kvótaviðskipti Viðskipti með aflakvóta valda erifðleikum í mörgum sjávarpláss- um. Svokölluð tonn á móti tonni aðferð hefur leitt til gríðarlegra fiskflutninga fram og aftur um landið. Þetta finnst sumum mikil hagræðing og sjálfsagt er þetta ágæt aðferð fyrir þá sem eiga kvóta til að fá fisk á góðu verði, en ef litið er á hagsmuni heildar- innar hlýtur að vera hagstæðara að vinna fiskinn í þeim fiskvinnslu- stöðvum sem reknar eru þar sem hann berst á land. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að framsal aflaheimilda hafi farið úr böndunum. Það er auðvit- aðs sjálfsagt að hægt sé að skipta á fisktegundum og hagræða á ýmsan hátt, en mér finnst það óeðlilegt að handhafar kvótans geti notað sameign þjóðarinnar sem verslunarvöru. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjáifstæðisflokkinn í Vesturlandskjördæmi. Gunnlaugur Þórðarson I i i I I I i I i i I I i I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.