Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Athugasemdir við frumvarp til lyfjalaga allflestum tilfellum bundið ly§a- fræðingum. Að vísu er undantekn- ing gerð gagnvart sjúkrahúsum, sbr. 35. grein. Hvers vegna njóta lyfjafræðingar slíkra sérréttinda? Leyfi til að reka sjúkrastofnanir er ekki bundið læknum, verkfræðistof- ur verkfræðingum, skóla skólastjór- um og kirkjur prestum! Eðlilegt er að framleiðsla lyfja sé í höndum lyíjafræðinga, en rekstur smásölu ekki sérgrein lyfjafræðinga. Lagt er til að eftirfarandi breyt- eftir Ólaf Ólafsson Tilraunir hafa áður verið gerðar til þess að breyta fyrirkomulagi lyf- sölu hér á landi en lengi vel án árangurs. Síðasta tilraun til þess að breyta fyrirkomulagi lyfsölu hér á landi hófst skömmu eftir 1980.12 í ijós hafði komið að þrátt fyrir að lyfjaneysla íslendinga væri minnst að magni til miðað við Norðurlönd og lönd í Vestur-Evrópu var lyfja- verð einna hæst hér á landi.3 Helstu orsakir þessa háa verðlags voru: 1. Ein hæsta álagning í Evrópu í skjóli þess að lyfjafræðingar hafa lengst af haft meirihlutaaðild í lyfjaverðlagsnefnd! 2. Verulegur hluti lyfja keyptur frá dýrasta markaði í Evrópu. Föst prósentuálagning í smásölu gerði það að verkum að dýrustu lyfin voru frekar á boðstólum en ódýrari lyf, t.d. samheitalyfd Of miklu fjármagni var eytt í lyf og minna varð til skiptanna til annarr- ar þjónustu. Greinarhöfundur hafði ítrekað lagt til að álagningarreglum væri breytt (stiglækkandi álagning) og einnig samsetningu lyfjaverð- lagsnefndar.345 Enn fremur var lagt til jöfnunargjald á stærstu lyfjabúð- imar sem greitt væri til minni lyíja- búða í dreifbýli. Eftir nokkra bar- áttu skipaði þáverandi heilbrigðis- ráðherra nefnd í málið og ber að þakka þá gerð. Hvað hefur áunnist á síðustu árum? 1. Enn er framangreint skipulag í stórum dráttum við lýði. 2. Álagning hefur lækkað en ennþá er hún sú hæsta miðað við nágrannalöndin.6 Ekki bætir úr skák að flest lyf eru keypt frá Dan- mörku en þar eru lyf dýrari en í flestum nágrannalöndunum. Mörg dæmi mætti nefna, en eitt nægir: Um 100 töflur af nýju lyfi gegn fótasveppasýkingu kosta um 37.000 kr. á íslandi en 18.000 kr. í Svíþjóð.7 Töluvert hefur þó áunnist, því að kostnaður ríkis hefði að líkindum orðið 2,5 milljörðum hærri en raun varð á sl. 3 ár ef ekkert hefði verið gert. Greiðsluhluti sjúklinga hefur hækkað (sem er að vísu vafasamur ávinningur), hlutfallsgreiðslur upp að ákveðnu marki með stiglækk- andi álagningu og aukinni hlutdeild svokallaðra samheitalyfja á mark- aðnum. Hvaða kröfur þarf að gera til frumvarps til lyfjalaga? 1. Að aðgengi fólks að lyfjabúð- um verði greitt bæði í þéttbýli og dreifbýli. 2. Að lyfjaverð til almennings verði sem lægst bæði í þéttbýli og dreifbýli. 3. Áð einokun lyfsöluleyfa verði afnumin. Hvernig er tekið á þessum atrið- um í frumvarpi til lyfjalaga? I. Aðgengi að iyfsölu Með þessu frumvarpi er aðgengi að lyfjabúðum auðveldað, lyfjabúð- um mun fjölga. Mikill galli er á frumvarpinu að heilsugæslustöðvar sitja ekki við sama borð og aðrir og stangast það trúlega á við EES-samninginn. Lagt er til að heilsugæslustöðvar hafi svipaða heimild til að reka lyfjasölu og einstaklingar. Lyfjasalan verði rekin í faglegri umsjá lyfjafræðinga. Tillaga kom fram um jafnan rétt sveitarfélaga (heilsugæslu) að kaupa og reka lyfjasölu árið 1988.* „EES-samningurinn bannar ekki þátttöku hins opinbera í atvinnulíf- inu. Skilyrði er hins vegar að sam- keppnisstaða einkaaðila sé ekki tru- fluð. Þannig kemur EES-samning- urinn ekki í veg fyrir að ríkisstofn- anir eða fyrirtæki reki lyfjabúðir í samkeppni við einkaaðila. Ákvæði 2. mgr. 59. gr. EES-samningsins verður hins vegar skilið á þann hátt að óheimilt sé að slík fyrirtæki not- færi sér sérstaka aðstöðu sína til að fá betri samkeppnisstöðu en keppinautar. Því er nauðsynlegt að lyfjaverslunin sé aðskilin rekstrar- lega frá þeirri heilbrigðisstarfsemi sem ríkisstofnuninni er falin skv. lögum og fjárveitingar til ríkisstofn- unarinnar komi ekki rekstrinum til góða á neinn hátt. Rök fyrir því að heilsugæslu- stöðvar fái lyfsöluleyfi til jafns við aðra eru: a) Tvímælalaust yrði hagræðing að þessu fyrirkomulagi fyrir neyt- endur og þá sérstaklega fyrir eldra fólk en flestir lyfjaneytendur fylla þann flokk. b) Heilsugæsla og sjúkrahús beij- ast nú í bökkum fjárhagsiega og mætti með þessu fyrirkomulagi létta fjárhag hins opinbera og sjúklinga. c) Greinin yrði í samræmi við samkeppnisreglur EFTA. Gagnrýnt hefur verið að lyfjabúð- um muni fjölga og þar af leiðandi muni lyfjaneysla aukast verulega, Ekki er líklegt að svo verði varð- andi ávísanaskyld lyf, því að fram að þessu hefur enginn kvartað yfir því að hann fái ekki þau lyf sem ávísað hefur verið. Ekki er heldur líklegt að læknar gefi lyf í ríkari mæli en áður, þó að iyfjabúðum fjölgi. Annað mál er að lyfjabúðum í dreifbýli gæti fækkað og þar af leiðandi ættu sjúklingar erfiðara með að nálgast lyfin þar. Vissulega gæti orðið neysluaukning á lyfjum í lausasölu. Aðgengi fólks að lyfjum mun trúlega batna. II. Lyfjaverð Að öllu jöfnu hefur fjölgun útsölu- staða í för með sér lægra verð vör- unnar. Það er því athyglisvert að t.d. í Japan og Þýskalandi þar sem „fijáls sala“ er á lyfjum, hefur verð- lag verið einna hæst. Þetta er þver- sögn í augum margra en lítum nán- ar á málið. Fijáls markaðsrekstur á vissu- lega rétt á sér í flestum verslunar- viðskiptum en síður innan heilbrigð- isgeirans. Ástæðan er einfaldlega sú að markaðsfærsla á vörunni lyf fellur ekki undir sama lögmál og t.d. verslun með klæði, fæði, bifreið- ir o.fl. I fyrra tilfellinu eiga neytend- ur fáa valkosti vegna þekkingarleys- is á vörunni (og þeirrar staðreyndar að þriðji aðili, læknirinn, velur fyrir fólkið að mikiu leyti). Aðhald neyt- enda sem er forsenda fyrir lágu verðlagi er ekki að öllu leyti til stað- ar. í síðara tilfellinu eiga neytendur valkosti vegna góðrar þekkingar á vörunum. Eftirlit Ekki er hægt að útiloka að lyíjaverð hækki, t.d. í dreifbýli. Jöfnunargjald á stærstu lyfjabúðimar og hámarksverð á lyfj- um hamlar gegn slíkri þróun en varla nægilega. Jafnar heimildir heilsugæslustöðva til þess að reka lyfjasölu í samkeppni við aðra eru þó trúlega áhrifaríkari aðgerðir til þess að hamla gegn háu lyijaverð- lagi í smásölu. Ljóst er að ekki er nægilega vel tekið á þessu máli í frumvarpinu. Innflutningur og álagning á ■yf- Aðrar forsendur hæfílegs lyfja- verðs em að lyf séu keypt inn í sem mestu magni í einu frá ódýram mörkuðum. Jafnframt verði tekinn upp „samhliða innflutningur" á lyfj- um. Sá innflutningur nær þó trúlega aðeins til fárra lyfjategunda. Ef inn- flytjendum íjölgar er ekki trúlegt að innflutningur verði hagkvæmari. Ekki er tekið á þessu máli í fram- varpinu enda erfitt nema með rót- tækum breytingum. Hæfileg álagn- ing er önnur megin forsendan fyrir hæfilegu lyíjaverði. Vandinn er mikill, því nú era komin á markað ný, mjög dýr en virk lyf, t.d. gegn mígrene, asma, geðtraflunum og magakvillum. Þessi framlyf era dýr því stutt er síðan þau komu á markað. Flest þessara lyfrja er mjög virk við sér- stakar aðstæður og ber að fagna því. Sjúklingar sækja mjög í fram- angreind lyf og ef flestir er þjást af framangreindum kvillum fengju ávísað þessum lyfjum kostaði það íslenska ríkið trúlega um helming af greiddum framlögum til lyfja- kostnaðar í landinu. Það er því brýnt að stjómvöld geti haft áhrif á álagn- inga- og afgreiðslureglur lyfja og jafnframt sé faglegt eftirlit með lyfjaávísunum aukið. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að lyfjagreiðslunefnd taki við hlut- verki lyijaverðlagsnefndar, sem síð- an hefur ákveðið hámarksverð og álagningu. Heildsöiuálagning á ís- landi er það há að Verslunarráðinu blöskrar (Mbl. 27. febrúar 1994). Til þess að eðlilega sé staðið að verkum í framangreindri nefnd tel Ólafur Ólafsson „Hvaða kröfur þarf að gera til frumvarps til lyfjalaga? 1. Að að- gengi fólks að lyfjabúð- um verði greitt bæði í þéttbýli og dreifbýli. 2. Að lyfjaverð til almenn- ings verði sem lægst bæði í þéttbýli og dreif- býli. 3. Að einokun lyf- söluleyfa verði afnum- m. ég að setja þurfí ákvæði um skipan þessarar nefndar svo að lyijafræð- ingar eða fulltrúar seljenda verði ekki í meirihluta í nefndinni. í lengri tíma hér áður fyrr aðhafðist hið pólitíska vald lítið eða ekkert þó að lyfjafræðingar væru í meirihluta í lyíjaverðiagsnefnd. Ef vel er á hald- ið gefur þetta frumvarp möguleika á að takast á við álagningarmál. III. Einokun á lyfsöiuleyfi ingar verði gerðar á 20. gr.: Enginn má stunda lyijasölu nema með leyfi ráðherra. Ráðherra skal veita lyf- söluleyfi þeim er uppfylla eftirtalin skilyrði og um slíkt leyfí sækir: 1) Að lyijabúðinni veiti faglega forstöðu lyijafræðingur sem hefur starfsleyfí hér á landi og hvorki er eigandi að lyijainnflutningsfyrir- tæki eða lyfjagerð. 2) í ijarveru faglegs forstöðu- manns skal fela öðrum lyfjafræðingi forstöðu lyijabúðarinnar er uppfylli framangreint skilyrði. 3) Leyfishafí skal hafa verslunar- leyfí eða hafa gert samning við að- ila með verslunarleyfi. 4) Einstaklingur er sækir um lyf- söluleyfi skal hafa hreint sakavott- orð og vera við góða andlega heilsu. Breytingar verði á 22. grein í samræmi við 20. grein. Á þessum málum er ekki tekið í frumvarpinu. Um 12. grein. Fellt er niður ákvæði um að ráðherra skuli leita álits Landlæknisembættisins í reglugerð um gerð lyfseðla, ávísun, afgreiðslu og merkingu þeirra. Landlæknisembættið skal þó hafa eftirlit með lyfjaávísunum lækna. Lagt er til að núgildandi ákvæði haldist. Um 18. grein. Fellt er úr gildi hlutverk Landlæknisembættisins, varðandi eftirlit með lyijaauglýsing- um. Hjá Lyfjaeftirliti ríkisins starfar enginn læknir. Eg fæ ekki skilið þessar breytingar en trúlega era þær undan rifjum hagsmunaaðila rannar og eru í stíl við það að mjög hefur reynst erfítt fyrir Landlæknis- embættið að fá upplýsingar um lyljaávísanir lækna, frá apótekum, síðastliðin fimm ár. Landlækni er falið af Alþingi eftirlit með lyfjaávís- unum lækna. Lyfsalar hafa hindrað opinberan embættismann í starfí. Varðandi fyrirhugaðar breyt- ingar á Lyfjaverslun ríkisins. Sá misskilningur virðist vera með ýms- um að ríkið megi ekki selja lyf vegna ákvæða í EES-samningnum. Þetta er alrangt (sbr. lið 1 í þessari grein). Ríkið getur selt lyf enda æskilegt, ef samkeppnisreglur eru hafðar í heiðri. Vegna öryggis tel ég nauð- synlegt að svo verði áfram. Með þessu framvarpi eins og áður er sagt er reynt að auðvelda að- gengi að lyfsöluleyfum. Vart telst þó eðlilegt í ljósi aukins fijálsræðis og samkeppni að lyfsöluleyfi sé í Höfundur er landlæknir. Aðallega er stuðst við heimildir úr Frétta- bréfí lækna á tímabilinu 1986-1988. Er hættulegt að velja ódýr lyf? eftir Guðjón Magnússon Undanfarið hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins kynnt almenningi með auglýsingum að samskonar og jafnvirk lyf eru á mismunandi verði. Sé valið ódýrara lyf lækkar kostnaður sjúklingsins og almannatrygginga. Þetta er ekki flókið. I reynd standa nejitendur frammi fyrir svipuðuum valkosti alla daga. Á að kaupa merkisvöruna sem er mun dýrari eða á að velja sams- konar vöru frá minna þekktum framleiðanda? Borið hefur á að reynt sé að gera val á ódýru lyfi tortryggilegt. Ódýrara lyf sé óvand- aðra, hafi oftar aukaverkanir og sé verri kostur. Sami áróður er auðvit- að hafður í frammi af framleiðend- um þekktra merkja annarra vöru- tegunda en lyija. Efnið sé betra, ending lengri og gæði meiri. Stund- um er þetta rétt. Munurinn er þó sá að hvert ein- asta lyf gengur í gegnum stranga „Borið hefur á að reynt sé að gera val á ódýru lyfi tortryggilegt. Odýrara lyf sé óvand- aðra, hafi oftar auka- verkanir og sé verri kostur. Sami áróður er auðvitað hafður í frammi af framleiðend- um þekktra merkja annarra vörutegunda en lyfja.“ skoðun áður en það er skráð. Svo er sjaldnast með samkeppnisvörur við merkjavörur. Við getum því treyst því að samheitalyf uppfylli kröfur heilbrigðisyfírvalda. Annars væri lyfíð ekki skráð. Hvað er unn- ið við að velja ódýrt lyf? í fyrsta lagi er óþarfi að nota dýrara lyf ef árangur af meðferð er sá, sami. Guðjón Magnússon í öðru lagi verða útgjöld sjúk- lingsins og samfélagsins minni. Ef að við lækkum lyfjakostnað skapast aukið svigrúm til að greiða fyrir ný og nauðsynleg lyf sem bætast við á markaðinn. Læknirinn þinn er því að stuðla að betri heilbrigðisþjónustu og hugsa um þinn hag þegar hann skrifar S fyrir aftan lyfið sem hann ávísar þér á lyfseðlinum. Athugun Lyijaeftirlits ríkisins á lyfseðlum leiddi í ljós að á veruleg- um hluta lyfjaávísanna, eða í um helmingi tilfella, hefur læknir hvorki merkt S né R. Þessu vilja heilbrigðisyfirvöld breyta. Fá lækna til að taka afstöðu. Lækka kostnað sjúklinga og samfélagsins án þess að draga úr gæðum. Ef að læknar ávísuðu ávallt samheitalyfi þegar það á við — veldu ódýrt en jafngilt — þá má ætla að lyijakostnaður sjúklinga og almannatrygginga lækki um 200-300 milljónir króna á ári. Fyrir þá fjármuni má eyða biðlistum eftir hjartaaðgerðum, bæklunaraðgerðum og taka í notk- un ný hjúkrunarrúm. Það er því til mikils að vinna. Höfundur cr med doktorspróf í læknisfræði og starfar í heilbrigðisráóuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.