Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1984 13 Inga Sólveig í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg stendur nú yfir ljósmyndasýning á myndum Ingu Sólveigar Friðjóns- dóttur, sem hún hefur gefið titilinn „In Memoriam".. Sýninguna hefur Inga Sólveig tileinkað vinum sem eru smitaðir af HlV-veirunni, plágu 20. aldarinnar. Inga Sólveig stundaði nám við Listastofnunina í San Fransisco með ljósmyndun sem aðalgrein, en lagði einnig stund á kvikmyndun og graf- ík. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum frá 1985, auk þess sem hún hefur haldið tíu einkasýn- ingar, nú síðast í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fyrr á þessu ári. iTleinkun sýningarinnar segir ef til vill allt sem þarf um innihald henn- ar, þar sem nálægð dauðans er vís- ast hvergi raunverulegri en í þessum hóp; táknmyndir dauðans, eins og þær birtast á legsteinum og minning- artöflum kirkjugarða, er síðan það myndefni sem listakonan hefur valið hér til að fylgja þessu eftir. í lítilli sýningarskrá segir hún m.a.: „Árin 1988-89 bjó ég við hliðina á kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Þangað fannst mér gott að leita friðar i erli dagsins. Brátt fór ég að sjá í þessu umhverfi ýmis mótív sem ég síðan fór að mynda. Upp frá því hefur þetta myndefni verið mér hugleikið og ég leitað uppi kirkjur og kirkjugarða á ferðum mín- um heima og erlendis." Flestar myndirnar á sýningunni eru teknar á sl. ári í kirkjugörðum á íslandi og á Ítalíu. Þetta eru svart- hvítar ljósmyndir, sem næst ferning- ar að stærð og allar í sama formi; frágangur er látlaus og svartir rammarnir skapa ímyndunum um- hverfi við hæfi. Það fer vel saman við tilvísun við- fangsefnanna að nær öll hafa þau þegar látið á sjá í baráttunni við miskunnarleysi tímans. Fagrar ímyndir, sem flestar hafa verið hoggnar í stein til minningar um ein- staka ástvini, eru einnig teknar að brotna, mást og molna, og munu með tíð og tíma lúta örlögum manns- ins sem þær eru reistar yfir. Fölnuð strá, skófir og almenn órækt verður einnig til að auka á þá tilfínningu dauðans sem hvílir yfir mörgum myndanna. Þessari hrömun, sem þó býr yfir Um þetta leyti árs er eðlilegt að ýmsar myndlistarsýningar endur- spegli hugleiðingar listamanna um trúmál og það táknkerfi sem hefur byggst upp í gegnum aldirnar til að tjá hug manna á þeim efnum. í Sverr- issal í Hafnarborg stendur nú yfír sýning, sem helgast að nokkru af þessum viðfangsefnum, enda hlotið yfirskriftina „Hugleiðing á föstu“. Listakonan Ásdís Sigurþórsdóttir segir í stuttum inngangi í sýningar- skrá: „Inntak myndanna er krossinn, hið kristna tákn friðþægingarinnar og frelsis mannsins. Að því leyti getur myndefnið talist trúarlegs eðl- is, eins konar íhugun um krossinn á föstu og páskum." Ásdís útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1980 og hefur haldið nokkrar einkasýningar á grafíkverkum sín- um, auk_þess að taka þátt í samsýn- ingum. Á sýningunni nú sýnir lista- konan hins vegar eingöngu myndir málaðar með akrýllitum, aðallega á pappír. Þau form sem Ásdís velur myndum sínum eru ekki síður forvitnileg en útfærsla þess mynsturs, sem þau byggjast á; þetta eru oft langir flet- ir, líkt og klukkustrengir, og út úr endum þeirra skaga broddar, sem gefa verkunum hvassari blæ en ella. Stundum rísa krossar með þessum hætti upp úr verkunum og marka þannig enn sterkar þær tilvísanir sem felast í ferningamynstrinu, sem er síkvikt og minnir um sumt á Op-list Victors Vasarely og fleiri, þó það sé ekki eins formfast. Það sem helst dregur áhorfandann að þessum nafnlausu verkum er þó litvinnslan. Hér er oft fjörlega farið með litina í mynsturgerðinni, einkum koma grænir og fjólubláir litir Inga Sólveig. ákveðinni reisn, tekst Ingu Sólveigu að koma vel til skila með markvissu vali á sjónarhornum og notkun birtu í ljósmynduninni. Sem dæmi um slíkt má benda á myndir nr. 2 og 3, sem nýta ólíkan bakgrunn afar vel til áhersluauka, og nr. 5, þar sem sort- inn er tekinn að leggjast yfir syrgj- andi konuna. Flestar eru myndirnar af stöðluð- um, angurværum munum, s.s. smá- englum, krossum o.s.frv., verkum sem eru unnin af skyldurækni öðru fremur. Undantekningar eru haus- kúpan á legsteininum á mynd nr. 11 (úr kirkjugarðinum við Suðurgötu, ef rétt er munað) og velktur tijá- kross upp við steinvegg í mynd nr. 17; þessi verk, einkum hið síðar- nefnda, skapa góðar andstæður við þá skreytni, sem oft einkennir leg- steina og minningartöflur. Dauðinn er ávallt nálægur og eðli- legt að hann verði listamönnum á stundum tilefni til íhugunar, ekki síst í því samhengi sem tileinkun iis- takonunnar setur þessa sýningu. Hér er komið að viðfangséfninu á per- sónulegan hátt og sú myndsýn sem birtist er hógvær, falslaus og einarð- leg. Sýningu Ingu Sólveigar,.„In Me- moriam“, í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg, stendur til sunnudagsins 17. apríl. Ásdís Sigurþórsdóttir: Án titils - hluti. skemmtilega út, þegar þeir skiptast á um að magna upp verkin. Óreglu- legt netkerfi krossmyndanna fyllir myndirnar lífi, sem geislar frá yfír- borði pappírsins. Á sýningunni eru einnig fjögur stærri málverk á striga. Þessar myndir eru almennt dekkri en papp- írsverkin og hafa ekki til að bera sömu útgeislun og þau. Þetta eru afar geometrísk verk í útfærslu, en í þeim má helst finna tengsl við papp- írsverkin í margföldu netkerfi, sem leynist undir yfírborðinu. Pappírsverkin eru þannig Sterkasti og fjölbreyttasti þáttur sýningarinn- ar, og væri eðlilegt að listakonan þróaði vinnu sína á þeim vettvangi nánar í framhaldinu. Sýning Ásdísar Sigurþórsdóttur, „Hugleiðing á föstu" í Sverrissal í Hafnarborg stendur til mánudagsins 11. apríl. Menning- arhátíð Breiðabliks EFNT verður til málverkauppboðs í félagsheimili Breiðabliks föstu- daginn 8. apríl. Verk 22 listamanna verða sýnd frá kl. 18 á þessari ár- legu menningarhátíð félagsins. Hún- er nú haldin í þriðja sinn og hefur fjöldi listamanna sem þátt taka aldrei verið meiri. Skólahljómsveit Kópavogs leikur nokkur lög á föstudaginn kl. 20.15. Þá fjallar Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður Listasafns Gerðar Helgadóttur um opnun safnsins. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópa- vogs koma fram, Sigurveig Ást- geirsdóttir flautuleikari og Harald- ur V. Sveinbjörnsson píanóleikari flytja síðan sónötu eftir Archibald og eftir það syngur MK-kvartettinn. Þá verða myndirnar boðnar upp og í hléi leika tvíburasysturnar Áuður og María Stefánsdætur fjórhent á píanó. Kynnir verður Eyjólfur Krist- jánsson. Hátíðin er öllum opin og aðgangur ókeypis. -----»-» ♦-- Stykkishólmur Emblu- vaka 1994 ÁRLEG Embluvaka verður á morgun föstudaginn 8. apríl kl. 20 í Stykkishólmskirkju. Dagskráin er að þessu sinni öll af Vesturlandi. Boðið verður uppá söng, hljóðfæraleik, erindi og ljós- myndasýningu. Að lokinni dagskrá verður boðið uppá hressingu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. MENNING/ LISTIR Edda María Guðbjörnsdóttir Myndlist Edda María sýnir á Hótel Tanga Edda María Guðbjörnsdóttir opn- ar sýningu á rúmlega 30 olíumál- verkum að Hótel Tanga á Vopna- firði föstudaginn 8. apríl kl. 18. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-22. Edda hefur m.a. sýnt í Hafnarborg í Hafnarfirði og í Málaraglugganum á árum áður. Hún nam verslunarfræði í Lúbeck í Þýskalandi og sótti jafnframt nám- skeið í myndlist á þeim tíma. Verk- in eru unnin á sl. tveim árum. Bókmenntir Hvað er íslensk bók- menntafræði? Stjórn Félags áhugamanna um bókmenntir býður alla velkomna á síðara „Stefnumót1- vetrarins. Fund- urinn verður í Skólabæ, Suðurgötu 26, í dag, fimmtudaginn 7. aprfl, og hefst kl. 20.30. Þrír fræðimenn verða gestir að þessu sinni; Gísli Sigurðsson, Helga Kress og Jón Karl Helgason og ætla þau að svara þeirri ágengu spurningu hvort til sé eitthvað sem heitir tslensk bókmenntafræði. Að erindunum loknum verður opnað fyrir umræður. Veitingar verða til sölu og eru ailir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ásdís Sigurþórsdóttir Morgunblaðið/Alfons Frá sýningunni í Grunnskóla Ólafsvíkur. Gallerí í Ólafsvík Ólafsvík GALLERI var stofnað í Ólafsvík fyrir skömmu og fékk það nafnið Við. Hafa stofnfélagar þegar opnað sýningu á verkum sínum í grunn- skóla Ólafsvíkur og stóð sýningin fram yfir páska. Á sýningunni voru verk af ýmsum toga, s.s. skartgripir, leðursmíði, ljósmyndir og málverk. Harald Brynjarsson, einn af stofn- félögum, sagði í samtali við Morgun- blaðið að tilgangur stofnunar Gall- erís Við, væri að sameina þá sem stunda ýmsar listgreinar og efla tengsl þeirra á milli. „Aðal kapps- málið hjá okkur er að reyna að fá varanlegt húsnæði undir starfsemi okkar,“ sagði Harald og kvað það hafa komið sér á óvart hversu mik- ill fjöldi fólks stundaði allskonar list- greinar. Um 25 manns voru með verk á sýningunni, flestir frá Ólafs- vík og Hellissandi. Alfons Þýskur rithöfund- ur er í heimsókn ÞÝSKI rithöfundurinn Monika Maron mun lesa upp úr verkum sínum á þýska bókasafninu í kvöld, fimmtudagskvöld. Monika Maron er með þekktustu rithöfundum í heimalandi sínu á seinni árum. Hún ólst upp í Austur-Þýskalandi, þar sem stjúpfaðir hennar gegndi störfum innan- ríkisráðherra í mörg ár. Hún gerðist blaðamaður, vann við ýmsa fjöl- miðla og var þekkt fyrir að vera opinská og gagnrýn á „kerfið“. Fyrsta skáldsaga hennar, sem m.a. fjailaði um mengunarvandamál í Austur-Þýskalandi, fékk aldrei að koma út í austurhlutanum, þar sem „hún endurspeglaði ekki í nægileg- um mæli hinar jákvæðu afleiðingar sósíalískrar vinnu“, eins og tekið var til orða í neitunarbréfi um útgáfuna. Árið 1988 fékk hún að yfirgefa Austur-Þýskaland og settist fyrst að í Hamborg, en eftir sameiningu þýsku ríkjanna sneri hún aftur til Berlínar. Hún hélt áfram að fást við ritstörf, bæði sem rithöfundur og blaðamaður, og skrifaði m.a. greinar í stóru vikuritin Zeit og Spiegel. Viðfangsefnið er uppgjör við gamla kerfið og hugsunarhátt landa sinna. Hingað er Monika Maron komin til þess að lesa upp úr nýjustu skáld- sögu sinni, „Stille Zeile sechs“. Lest- urinn verður í Goethe-Institut, Tryggvagötu 26, og hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 VUjir þú endingu og gæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.