Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 43 Húsatryggingar í Reykjavík eftir Öskar Jóhannsson í Morgunblaðinu 18. og 24. mars, höfum við séð fyrrverandi slökkviliðs- stjóra og framkvæmdastjóra sam- bands tryggingafélaga, skiptast á skoðunum um hvort hagkvæmara sé fyrir húseigendur í Reykjavík að fela tryggingafélög^unum brunatrygging- amar eða að hafa óbreytt fyrirkomu- lag, þ.e. að hafa tryggingamar í hönd- um húseigendanna sjálfra. Helstu rök tryggingafélaganna fyr- ir því að þessu verði að breyta, eru eð EES samningurinn krefjist þess. Þó segir þar: „Afnám einokunar á vátryggingasviði innan EES er auð- vitað fyrst og fremst gert með hags- muni neytenda í huga.“ Það þýðir að ef „Einokun" Húsa- trygginga Reykjavíkur skilar húseig- endum meiri hagkvæmni en fijáls samkeppni tryggingafélaganna getur gert, er engin ástæða til að leggja niður núgildandi fyrirkomulag trygg- inganna. Nú er ég einn þeirra sem er sann- færður um að frelsi í viðskiptum skili oftast bestum árangri og hef í ára- tugi barist gegn haftastefnu í ís- lenskri verslun og viðskiptum. Finnist hins vegar í einhveijum til- vikum leið sem skilar enn betri árangri er enginn vafi á að hana beri að velja. Eitt af þeim mörgu málefnum sem borgaryfirvöid Reykjavíkur hafa unn- ið vel að í þágu íbúanna eru húsa- tryggingamar og rekstur þeirra. Skráningadeild fasteigna er þýð- ingarmikil stofnun innan borgarkerf- isins, sem ásamt sýslumannsembætt- inu og fasteignamati ríkisins heldur skrár með öllum upplýsingum varð- andi húseignir og eignarhald þeirra. Árlega eru sendir út frá gjald- heimtu fasteignagjaldaseðlar vegna hverrar einustu íbúðar og annarra fasteigna í borginni og það yrði óbreytt þótt aðrir aðilar önnuðust tryggingarnar. Innheimta iðgjalds fyrir brunatryggingu er með í gjöld- unum og er því hægt að segja að innheimtan ein og sér kosti Húsa- tryggingar nærri því ekki neitt og viðskiptavininn ekki heldur. Hann þarf ekki að gera sér sérstakt erindi til að greiða iðgjaldið og hefur engar áhyggjur af því að brunatryggingin falli úr gildi, þess vegna er nauðsyn- legt að fá svör tryggingafélaganna við eftirfarandi: 1. spuming: Geta tryggingafélögin boðið betri og ódýrari þjónustu en Húsatrygging- ar Reykjavíkur? Fyrir brunatryggingu á Mð sem er metin á kr. 10 milljónir þarf að greiða kr. 1.400 á ári. Af þeirri upp- hæð greiða Húsatryggingamar allar fjárfestingar, tækjabúnað og hluta af rekstrarkostnaði slökkviliðsins, auk eldvamaeftirlits og mönnun sjúkra- bíla í Reykjavík. Og að sjálfsögðu bmnatjón. 2. spuming: Geta tryggingafélögin komið sér saman um að ábyrgjast enn betur ofangreind atriði fyrir enn lægra gjald? Þegar brunatjón verður senda Húsatryggingar Reykjavíkur dóm- kvadda menn til að meta tjónið. Ekki fara sögur af öðm en að fullt sam- komulag hafi orðið um uppgjör tjóna og em húseigendur því ánægðir með þjónustu Húsatrygginganna. Komi eldur upp í Mð í blokk og fleiri Ibúðir verða fyrir skemmdum af vatni og reyk, greiða Húsatrygg- ingar Reykjavíkur allt tjón sem orsak- ast af brunanum, án nokkurra vand- ræða. 3. spuming: Geta tryggingafélögin sannfært Mðaeigendur um að aldrei kæmi upp ágreiningsmál varðandi uppgjör brunatjóns, jafnvel þótt t.d. 3 íbúðir í sömu blokk verði fyrir skaða af bruna í fjórðu íbúðinní og fjögur tryggingafélög hafi með tryggingar íbúðanna að gera? Tryggingafélög verða að vera und- ir það búin að greiða út stórtjón, þess vegna þurfa þau að safna í sjóði upp- hæðum sem liljóta að koma frá við- skiptavinum. 4. spurning: Geta tryggingafélögin boðið upp á sterkari bakhjarl en borgarsjóð Reykjavíkur? Forsvarsmaður tryggingafélag- anna lætur að því liggja að Húsa- tryggingar Reykjavíkur taki alltof há iðgjöld af íbúðaeigendum og noti gróðann til að greiða kostnað af rekstri slökkviliðs og bmnavarna, sem borgin hafi enga heimild til að gera, heldur eigi að greiða þau útgjöld af almennum skattgjöldum íbúanna, eins og önnur sveitarfélög þurfa að gera. Það segir okkur að úti á lands- byggðinni þar sem bmnatryggingar húsa eru I höndum almennra tiygg- ingafélaga, taka þau ekki þátt í kostn- aði við bmnavarnir. Það segir okkur einnig að ef Húsa- tryggingamar flyttust til trygginga- félaganna, myndi skattbyrði Reykvík- inga aukast sem nemur kostnaði við rekstur slökkviliðs, sjúkrafiutninga og bmnavamir. Þá færi málið einnig að snerta þá sem enga íbúð eiga, því þeir þyrftu einnig að taka þátt í rekstri slökkvil- iðsins. Er ekki eðlilegt að húseigendur sjálfir sjái um bmnavamir eigna sinna? Forsvarsmaður tryggingafélag- „Það segir okkur einnig að ef Húsatryggingarn- ar flyttust til trygg- ingafélaganna, myndi skattbyrði Reykvíkinga aukast sem nemur kostnaði við rekstur slökkviliðs, sjúkraflutn- inga og brunavarnir.“ anna ávítaði slökkviliðsstjórann fyrir að hafa orð á því í Ósló, þar sem brunatryggingar em í höndum trygg- ingafélaganna, em iðgjöldin tíu sinn- um hærrí en í Reykjavík. Það er ekk- ert að marka Norðmenn, því þeir kunna ekkert með eld að fara! Hvað tæki þá við? Ef reykvískir húseigendur yrðu þvingaðir til að hætta sínum eigin tryggingum vegna EES samninga, mættu þeir draga stórlega frá þeim kostum sem samningunum áttu að fylgja. Við getum gert okkur í hugarlund hvernig framvinda mála yrði. Öll tiyggingafélögin kæmu sér upp öflugum brunatryggingadeildum með hörku sölumannaliði. Fljótlega myndi aukast glans- myndabæklingaflóðið inn um hveija bréfalúgu í borginni með tilboðum sem enginn getur hafnað. Útvarps-, dagblaða-, tímarita- og sjónvarpsaug- Iýsingar kæmu í veg fyrir að tíðindin færu fram hjá nokkrum einasta manni. Hvað myndi þetta kosta trygginga- félögin og hver kæmi til með að greiða stríðskostnaðinn að lokum? Auglýsing er sama og útsæði. Eng- inn maður er svo heimskur að setja niður kartöflur, þar sem hann treyst- ir ekki á að uppskeran verði meiri en útsæðið. Sorgleg dæmi þekkjum við þó um kaupsýslumenn sem hafa auglýst fyrir stórfé án árangurs. Ef Húsatryggingar Reykjavíkur þyrftu að senda eina greiðslutilkynn- ingu á ári til hvers íbúðareiganda, þyrftu iðgjöldin að hækka a.m.k. um 10% þ.e. 140 kr. Þó held ég að bank- amir taki meira fyrir að senda eitt bréf með gíróseðli. Hvað skyldu Húsa- tryggingar eyða miklu á ári í auglýs- ingar? Engu. Þess þarf ekki, þær eru ekki að keppa við neinn. Hér að framan er beðið um svör frá tryggingafélögunum við fjórum Óskar Jóhannsson spumingum. Geti þau svarað þeim öllum hik- laust játandi, væri það ánægjulegt, því þá em þau betur búin undir sam- keppni við erlend tryggingafélög, en ég hef þorað að vona. Þó tel ég enga möguleika á að breytt fyrirkomulag branatrygginga geti þjónað hagsmunum Reykvíkinga betur en nú er gert. Höfundur er fyrrv. kaupmaður og starfsmaður Borgarverkfræðings ★ Allt að 250 bílar ísal ★ Til sýnis alla daga kl. 10-19 ★ Allir bílar skuldlausir ★ Fjöldi bíla með ástandsvottorði ★ Staðgreiðsla til seljanda ★ Lán fáanleg til kaupanda ★ Seljendur borga ekki sölulaun ★ Enginn geymslu kostnaður ★ Þátttökugjald endurgreitt ef sala fer ekki fram. Þarftu að selja bfl? Þarftu að kaupa bíl á góðu verði? Fyrsta uppboð 9. apríl! LAUGARDAG ★ Skráning bifreiða hafin ★ Seljendur borga ekki sölulaun ★ Staðgreiddir bílar ★ Fljótleg sala ★ Seljendur geta sett lágmarksverð ábílasína i------j i i ★ Enginn S___ geymslu- kostnaður MYRARGATA 26 KR^NA' Dll AIIDDDAn BILAUPPBOÐ SIMI: 157 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.