Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Núna er tímabært að forrækta dalíur ÞEIR sem ætla að forrækta dalíur ættu að fara að huga að því. Að sögn Hafsteins Hafliðasonar, garðyrkjufræðings hjá Blómavali, er eitt hnýði í hveijum pakka og hvert hnýði þarf 3-5 lítra blóma- pott. Notuð er venjuleg gróðurmold í pottinn og rótarhálsinn á að standa aðeins uppúr moldinni. Hafsteinn bendir á að plantan þurfi að vera á björtum og hlýjum stað og vökva þurfi vel eftir að búið er að setja hnýðið í moldina. Að sögn Hafsteins þarf að halda plöntunni hæfilega rakri í uppeld- inu þangað til veður er orðið það gott um mánaðamótin maí-júní að hægt sé að setja hana út í garð. Þá er dalían sett út undir bert loft, við húsvegg eða undir runna þar sem gott skjól er. Hafsteinn bendir á að agryl-dúkur sé gjarnan breiddur yfir plöntuna til að sjokk- ið við að fara út í sterka sól verði sem minnst. Ef að næturfrost er væntanlegt má breiða meira yfir dalíurnar. í Morgunblaðið/Kristinn Nýjar snyrtivörur seldar í Hagkaup Forráðamenn hjá Hagkaup hófu innflutning á svokölluð- um heilsusnyrtivörum fyrir skömmu. Þær eru ekki prófað- ar á dýrum og allar með ávaxtailmi. Vörumar eru fá- anlegar í Skeifunni og Kringl- unni og þar á meðal eru nokkr- ar tegundir af hársápu, hár- úðanæring, mismunandi teg- undir af freyðibaði, gróft krem sem borið er á fyrir bað, tvær tegundir af likamskremum, sturtusápugel, olía eftir bað og handáburður. Verðið á 226 g sturtusápu- geli er 299 krónur, 473 ml sjampó kostar 369 krónur og 500 ml af líkamskremi 369 krónur. ■ Kompudót í Kolaportinu BOÐIÐ verður upp á sérstakan afslátt fyrir seljendur kompu- dóts um helgina og kosta sölu- básarnir þá 1.800 krónur fyrir daginn. Kolaportið hefur staðið fyrir slíkum kompudögum öðm hveiju og er það gert til að hvetja fólk til að láta verða af fyrirætlunum um að hreinsa til hjá sér og selja á markaðstorginu, en líklega verða þetta síðustu kompudagarnir á gamla staðnum því Kolaportið flyt- ur sem kunnugt er í Tollhúsið við Geirsgötu um miðjan maímánuð. ■ Kampavínstónuð humarsúpa vinsæll forréttur Morgunblaðið/Kristinn Márus Jóhannesson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Örk. 'h tsk. hvítlaukur kringum 17. júní segir Hafsteinn að yfirleitt sé orðið nógu gott veð- ur til að hægt sé að setja dalíurn- ar sólarmeginn út í garð og þá bómstra þær þar uppúr miðjum júlí og fram á haust. Yfirleitt nýtir maður ekki hnýði nema í eitt ár. ■ grg Óheimilt er að nota orðið „ókeypis" HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest skilning samkeppnisyfirvalda á því að óheimilt er að nota orðið ókeyp- is þegar inna þarf af hendi endur- gjald eða fullnægja tilteknum skuldbindingum til að fá vöru eða þjónustu. Þá er varan/þjónustan ekki ókeypis. Frá stofnun Myndsýnar hf. 1988 hefur það notað orðið ókeyp- is í auglýsingum þar sem segir að ókeypis filma fylgi hverri fram- köllun. Verðlagsstofnun gerði at- hugasemd við notkun þess og Verðlagsráð bannaði auglýsing- araar. Myndsýn undi því ekki og höfðaði mál. Dómurinn hefur for- dæmisgildi og verður að telja að sá skilningur gildi einnig um orð svipaðrar merkingar. ■ HÓTEL Örk í Hveragerði hefur um helgar verið vinsæll staður fyrir árshátíðir og aðrar sam- komur af ýmsu tagi. í eldhúsinu ræður rikjum Reykvíkingurinn Márus Jóhannesson, sem hóf þar störf i vor en hvarf síðan til Þingvalla í sumar þar sem hann var yfirkokkur á Hótel Valhöll. Márus lærði á Broadway á sín- um tíma og starfaði þar í ein tíu 2» ár, varð síðar yfírkokkur á Sm Hótel Borg og í Sjallanum á H Akureyri í ein tvö sumur. Hann segist hafa gaman af faginu og andrúmsloftið á Örkinni sé sérstaklega t#) skemmtilegt. flL Að sögn Márusar býður flL Hótel Örk upp á fjölbreyttan veislumatseðil fyrir hópa, en svo einkennilega vill til að flestir þeirra hafa kosið sama for- réttinn, sama aðalréttinn og sama eftirréttinn, það er kampavínstón- aða humarsúpu, lambasteik og konfekt-ís. Kostnaður fer eftir fjölda gesta þegar um hópa er að ræða, en algengt verð fyrir þriggja rétta máltíð er frá 2.300 kr. og upp í 3.200 kr. Auk þess býður Hótel Örk upp á sérrétta- matseðil alla daga vikunnar. Þár eru forréttir á bilinu 790-990 kr. og súpur frá 450-910 kr., aðal- réttir frá 1.370-2.640 kr. og eftir- réttir frá 410-590 kr. Hvítvíns- flöskur kosta 1.770-4.100 og rauðvínið 2.640-5.800 kr. Márus gefur lesendum Neyt- endasíðunnar að þessu sinni upp- skrift af kampavínstónaðri hum- arsúpu. Humarsúpa (fyrir 8-10) 700 g hreinsaður humar 3 skalotlaukar 9 cl. hvítvín 3 d. koníak 20 g smjör 1 lítri humarsoð 1 tsk. sítrónupipar örlítið af hvítum pipar salt eða kjötkraftur eftir smekk Humarsoð 500-600 g skeljar og klær, brúnaðar. 1 gulrót, gróft söxuð 1 laukur, saxaður 1 tsk. karrí _________'h tsk. pgprika_______ Allt sett í pott ásamt tveimur lítrum af vatni. Soðið niður í einn lítra við vægan hita. Fleytt ofan af jafnóðum. Smjörbolla er löguð með því að hræra saman 100 g smjör og 85 g hveiti. Potturinn kældur litillega. Soðinu bætt út í og pískað hressi- lega. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í 20 mín. Jafnað með salti, ijóma, smjöri og að lokum víni. Munið að snöggrista humar- halana á heitri pönnu áður en þeir eru settir út í súpuna. Tveir dl af þeyttum ijóma, sem bættur hefur verið með kampavíni, settur ofan á hveija súpuskál og söxuð stein- selja sett á ijómann til skrauts. ■ JI Erfitt er að verjast aðskotaefnum í matvælum VAXTASTÝRIEFNI og hormónar eru notaðir í margskonar tilgangi við ræktun nytjajurta erlendis, en lítið er vitað um aukaverkanir eða hugsanlega útbreiðslu í afurðum. Þetta kom fram á málþingi, sem búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri gekkst nýlega fyrir um að- skotaefni í matvælum. Fjórir sérfræðingar fluttu erindi og fulltrúi frá Neytendasamtökunum. Aðskotaefni í íslenskum mjólkur-, kjöt- og sláturafurðum mælast yfir- leitt í minna magni en í sambærileg- um erlendum afurðum. Oftast er magnið svo lítið að ekki mælist með tiltækum aðferðum. í reglum um dýrasjúkdóma og vömum gegn þeim kemur fram að ekki megi flytja til landsins dýraafurðir, sem framleidd- ar hafa verið með vaxtaaukandi efni. í reynd virðist ókleift fyrir innflytj- endur að sanna að slíkt hafi ekki verið gert, m.a. í Ijósi þess að út- breiðsla slíkrar efnanotkunar er mjög mikil í vissum landbúnaðargreinum erlendis. Ávaxta- og kornrækt Bjöm Þorsteinsson, plöntulífeðlis- fræðingur, greindi frá notkun hor- móna og tilbúinna vaxtastýriefna í akuryrkju erlendis, en notkun er mjög lítil hér. Markmið ræktenda með notkun hormóna og skyldra efna í plönturækt em margs konar. I ávaxtaræktun era þessi efni t.d. not- uð til að hafa áhrif á blómgun, aldin- stærð og aldinfall. í kornrækt er út- breidd notkun á vaxtarstýrandi lyfj- um til strástyttingar en hávaxin strá hera ekki þunga blómskipun þegar mikið er borið á af tilbúnum áburði eins og nú tíðkast. íslensk reglugerð Ástfríður Sigurðardóttir, matvæla- fræðingur Hollustuvemdar greindi frá nýrri reglugerð um aðskotaefni í rnatvgelum,. áð fyrirmynd norrænm reglna og tilskipana EB. Hún nær til varnarefna í ávöxtum, grænmeti, komvöra og ýmsum landbúnaðarvör- um. Með vamarefnum er átt við skor- dýraeitur, sveppalyf o.fl. Nú skimar Hollustuvernd eftir 32 efnum, sem mikið era notuð við ræktun eða fund- ist hafa umfram hámarksgildi í öðr- um ríkjum. Efnin, sem notuð eru, skipta þó hundruðum. Niðurstöður Hollustuverndar benda til að ekki beri að draga úr áherslu á neyslu ávaxta og grænmet- is til að þjóna eftirsóknarverðum manneldismarkmiðum. Yfir 1% sýna, sem mæld hafa verið hjá Hollustu- vernd, hafa greinst með magn að- skotaefna í ávöxtum og grænmeti yfir viðmiðunarmörkum. Aðeins í einu tilviki var það íslensk framleiðsla. Mjólk Ólafur Reykdal, matvælafræðing- ur hjá RALA rakti niðurstöður ítar- Iegrar rannsóknar um aðskotaefni í íslenskri mjólk. Mæld voru klórkol- efnissambönd, geislavirk efni, þung- málmar, lyfjaleifar, þvotta- og sótt- hreinsiefni og nítrat. Niðurstöður styrkja þá ímynd sem íslenskar land- búnaðarafurðir hafa sem heilnæmar og hreinar. Einnig kynnti Ólafur þann breytileika sem þekkist í aðskota- efnainnihaldi mjólkurvara erlendis, en á vissum iðnaðsvæðum lenda þungmálmagildi í mjólk auðveldlega yfir viðmiðunar- og jafnvel hættu- jnörkum. Slóturdýr Sigurður Öm Hansson, dýralækn- ir, rakti dæmi um uppruna aðskota- efna í kjöti, en vaxandi samkeppni hefur leitt til að ýmissa bragða er beitt til að auka vöxt sláturgripa og má nefna sígjöf, bæði hormóna og fúkkalyfja. Hættan við notkun fúkka- lyfla felst í meiri líkum á að upp komi lyfjaþolnir öruverustofnar og illviðráðanlegar sýkingar í kjölfarið og neytendur afurðanna geta þróað með sér ofnæmi gagnvart lyfjum. Úr umhverfi dýra geta borist óæski- leg efni í afurðimar s.s þungmálmar og varnarefni margskonar á borð við PCB. Hjá RALA er nú unnið að rann- sókn á þungamálmainnihaldi í ís- lensku kjöti og innmat. Rannsóknir hafa sýnt að fúkkalyf, ormalyf, horm- ónar og klórkolefnissambönd eru ekki í mælanlegu magni í íslenskum slát- urafurðum. Vaxtaaukandl efni Hér er bannað að nota hormóna og fúkkalyf í dýraeldi og gerð er sama krafa um dýraafurðir sem flutt- ar era til landsins þótt soðnar séu samkvæmt nýjum lögum um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Sig- urður kynnti fyrir hönd Brynjólfs Sandholts, yfirdýralæknis, mótun reglna um innflutning kjöt- og mjók- urafurða. Nú er kveðið á um að inn- flutningur á öllum hráum dýraafurð- um sé óheimill þar á meðal mjólk og egg. Helstu atriði, sem þarf að upp- fylla varðandi aðskotaefni er að ekki má flytja inn afurðir af búfé sem fengið hefur fóður með vaxtaaukandi efnum og frá aðilum sem uppfylla ekki kröfur íslenskra reglna um að- skotae_fni.__________ísil_____j Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Vaxandi samkeppni hefur leitt til þess að ýmissa bragða er beitt til þess að auka vöxt sláturgripa og má þar nefna sígjöf, bæði horm- óna og fúkkalyfja. væri fyrir innflytjendur að sanna að ekki hafí verið blandað fúkkalyfjum eða hormónum í fóðrið. Hátt verð Jóhannes Gunnarsson, form. Neyt- endasamtakanna, lagði áherslu á að neytendur teldu ísl. landbúnað- arframleiðslu í gæðaflokki eins og niðurstöður sýndu en verð væri of hátt. Hann undirstrikaði að það hlyti að vera markmið og vilji neytenda að þola ekki aðskotaefni í matvælum og krefjast strangra reglna og eftir- lits um heilnæmi, bæði á innlendri sem innfluttri landbúnaðarfram- leiðslu. Baldvin Jónsson sem vinnur við átaksverkefni um lífrænan landbúnað taldi að framtíð íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu yfirleitt fælist í að lýsa Islandi vistvænt, þar sem framleiddar væru hollar og eftir- sóknaverðar landbúnaðarvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.