Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 25 Hlutabréfasjóður Norðurlands Hagnaður þrjár milljónir króna ÞRIGGJA milljóna króna hagnaður varð af rekstri Hluta- bréfasjóðs Norðurlands á síðasta ári og var samþykkt á aðalfundi sjóðsins nýlega að greiða hluthöfum út 3,5% arð. Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Hlutabréfasjóðs Norðurlands, sagði að sjóðurinn hefði stækkað á síðastliðnu ári um 70% og væri nú rúmlega 100 millj- ónir króna í sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður fyrir tveimur og hálfu ári, í nóvember árið 1991, og eru hluthafar um 650 talsins. Tilgangur sjóðsins er fyrst og fremst sá að ávaxta fé hluthaf- anna og efla markað með hluta- bréf fyrirtækja, einkum á Norður- landi. Á þessu og liðnu ári hefur sjóðurinn keypt hlutabréf í fjórum fyrirtækjum, Gúmmívinnslunni, Urvinnslunni, Skinnaiðnaði og SR-mjöli. Ný stjórn Hlutabréfasjóðs Norð- urlands var kosin á aðalfundinum en hana skipa Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, Lilja Stein- þórsdóttir, löggiltur endurskoð- Lífsspurs- mál að hval- veiðar hefj- ist í sumar STJÓRNIR Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga, Sjómannafélags Eyjafjarðar og Vélasljórafélags Islands krefj- ast þess að nú þegar verði tekin sú ákvörðun að hafnar verði hvalveiðar í sumar. Þessa kröfu settu félögin fram í bréfi til sjávarútvegsnefndar Al- þingis. „Sú gífurlega mikla fjölgun sem orðið hefur á hinum ýmsu hvalategundum hér við land á síð- ustu árum hefur óumdeilanlega áhrif á vistkeðjuna og lífríkið í hafinu og er það lífsspursmál fyr- ir þjóðina að hafnar verði hvalveið- ar nú í sumar,“ segir í ályktun stjóra félaganna þriggja. Félögin taka undir þau orð for- manns Útvegsmannafélags Norð- urlands að hvalveiðar Norðmanna hafi ekki haft neikvæð áhrif á markaðsmál þeirra og þá reynslu eigi íslendingar að skoða vand- lega.„íslendingar eiga allt sitt undir sjávarfangi og geta ekki leyft sér að láta hræðsluáróður hafa áhrif á skoðanir sínar og at- hafnir.“ -------».,♦ ♦------ andi, og Kári Arnór Kárason fram- kvæmdastjóri. Morgunblaðið/Golli * Okeypis ferð til Hollands í ársbyijun var Ferðareikningur Heimilislínunnar í Búnaðarbankanum kynntur. Bankinn og Samvinnu- ferðir/Landsýn gerðu með sér samning fyrir félaga línunnar sem felst í fjármögnun bankans með ferða- láni Heimilislínufélaga að undangengnum sparnaði á Ferðareikninginn. Tveir heppnir farþegar SL fá ferð sína ókeypis í sumar og var Valgerður Sigfús- dóttir annar þeirra. Ásdís Árnadóttir frá SL og Ásgrímur Hilmisson, útibússtjóri Búnaðarbankans, færðu henni og börnum hennar, Sunnu og Þórhalli, vinninginn. Næst verður dregið um ferð 15. apríl. Mjög góð að- sókn á Hafið Dalvík. Sýningum á Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson er nú lokið hjá Leikfélagi Dalvíkur en það var frumsýnt 25. febrúar síðastliðinn. Mjög góð aðsókn var á leikritið, alls komu 1.124 gestir á 17 sýn- ingar og er sú aðsókn með því besta á undanförnum árum. HG Auglýsing um helstu niðurstööur ársreiknings 1993 ► ► A^>Ufeyrir Sameinaði lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 91-686555, Myndsendir 91-813208 Grænt númer 99-6865 I samræmi við 7. mgr. 3. gr. laga nr. 27/1991 birtir Sameinaði lífeyrissjóðurinn meginniðurstöður ársreiknings sjóðsins fyrir árið 1993. Efnahagsreikningur 31.12.1993 í þúsundum króna Veltufjármunir 2.256.344 Skammtímaskuldir 23.607 Hreint veltufe: 2.232.737 Fastafjármunir: Langtímakröfur 8.463.463 Varanlegir rekstrarfjármunir 21.220 8.484.683 Hrein eign til greiðslu lífeyris: 10.717.420 Yfírlit um breytingar á hreinni eign til greibslu Ufeyris fyrir árib 1993 Fjármunatekjur, nettó 725.669 lógjöld 611.013 Lífeyrir (244.850) Kostnaður (rekstrargjöld - rekstrartekjur) (41.038) Matsbreytingar 309.229 Hækkun á hreinni eign á árinu: 1.360.023 Hrein eign frá fyrra ári 9.357.397 Hrein eign í árslok til greióslu lífeyris: 10.717.420 Ýmsar kennitölur Raunávöxtun 7,2% Raunávöxtun að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar 6,8% Lífeyrir sem hlutfall af iógjöldum 40,1% Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 6,7% Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltal hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun) 0,4% Starfsmannafjöldi 9 Hinn 1. júní 1992 yfirtók Sameinaði lífeyrissjóðurinn starfsemi Lífeyrissjóðs byagingamanna og Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Reykjavík, 18. mars 1994. Stjórn Sameinaóa lífeyrissjóðsins: Benedikt Davíðsson Guðmundur Hilmarsson Hallgrímur Gunnarsson Orn Kjærnested Jóhannes Siggeirsson framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.