Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Veiðigjald og ofveiði eftir Ónund * Asgeirsson Morgunblaðið skýrði frá því 11. febrúar að fyrsta úttekt GATT á viðskiptastefnu Islands væri kom- in út. Fyrirsögn blaðsins var „Veiðileyfagjald hefði getað af- stýrt ofveiði". Þetta eru all-furðu- legar fréttir, þar sem veiðileyfa- gjald hefir verið til umræðu um allmörg ár, án þess að hafa kom- izt í framkvæmd, og er þannig í raun aðeins hugarburður nokkurra manna, einkum prófessora við hagfræði- og viðskiptadeild Há- skólans. Enginn þessara manna hefir þó fært fullnægjandi rök fyr- ir þessari staðhæfingu, né hafa þeir sett fram tillögur um, hversu hátt þetta gjald þyrfti að vera eða hvort nokkur væri reiðubúinn tii að greiða það. Staðhæfing um að veiðileyfagjald hefði getað stöðvað ofveiðina er þannig úr lausu lofti gripin, og ekki í neinu samhengi við raunveruleikann, svo sem stað- reyndir þær, er nú liggja fyrir, tala skýru máli. Vítahringurinn Viðskiptaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins lét mér síðan í té eintök af tveimur skýrslum, sem leystar höfðu verið úr birtingar- banni 12. janúar sl. Fyrri skýrsl- an, ódagsett, er frá ríkisstjórninni til GATT, 30 síður og 226 grein- ar, auk 34 síðna af fylgiskjölum. Skýrslan er þannig unnin, að við- skiptaskrifstofa utanríkisráðu- ^eytisins hefir safnað upplýsing- um í samvinnu við sjávarútvegs- ráðuneytið o.fl. GATT sendi síðan tvo menn til landsins til að yfirf- ara og endurskoða eða dagfæra (update) þessar upplýsingar, og ráðgast við aðila hér. Þeir semja síðan sína skýrslu fyrir GATT, sem nú er orðin 167 síður og 618 grein- ar, auk 21 síðu af fylgiskjölum, enn sem fyrr ódagsett. Þetta eru samvizkusamir menn, sem skila sínu dagsverki, enda kemur víða fram, að þeir eru ekki sáttir við ýmis atriði í skýrslu ríkisstjórnar- innar. Þeir fara hér til sömu manna og upphaflega sömdu skýrsluna til GATT, og fá þar sömu upplýsingar að nýju. Þetta er lokaður hringur, sem íslenzk stjórnvöld hafa notað um langan tíma, og er ekki vænlegur til árangurs. Þótt þessi skýrsla GATT fjalli um ýmis önnur atriði, er þó meginmál hennar um fiskveiði- stjórnun hér á landi á undanförn- um árum, aðallega á kvótatímabil- inu, og verður því aðeins rætt um þau atriði hér. Augljóst er af fjöl- mörgum fullyrðingum í skýrsl- unni, að þeir verða að fylgja skýr- ingum stjórnvalda á fiskveiðistefn- unni, sem þó hefir verið örlaga- valdur að núverandi erfiðleikum í efnahagslífi hér. Þannig ræður hin upphaflega skýrsla ríkisstjórn- arinnar til GATT mest um niður- stöðurnar í skýrslu GATT. Kjarni vandans Meginniðurstaða skýrslu GATT er að finna á síðu 117, grein 402, sem hljóðar þannig: „Litið til langs tíma, hefir stuðningur við sjáv- arútveginn einnig valdið alvarleg- um vandræðum, eins og Seðla- bankinn hefir bent á fyrir mörgum árum síðan, því að offjárfestingin hefir sundrað náttúrulegum auði landsins af sjávarútvegi. Forðast hefði mátt þetta bruðl með betri stjómun á þessari auðlind.“ Við þurfum ekki að fara í GATT til að fá þessar upplýsingar, því „Núna eru því um 30 úthafstogarar að veið- um sunnan við Reykja- nes, og drepa þar hrygningarfiskinn, sem niðurskurðurinn átti að verja. Þetta er ekki bara tvískinnungur, heldur augljós heimska. Hvorki útgerðir né skipstjórnarmenn eiga að geta haft sóma af slíkum vinnubrögðum. Ekki stjórnmálamenn heldur. Þetta er aðför að þjóðfélaginu í heild.“ að íslenzkir stjórnmálamenn voru algjörlega einfærir um að koma þessum málum svona fyrir, enda eru það leyndir hagsmunaþræðir, sem réðu þessu, en ekki hagsmun- ir þjóðfélagsins. Fiskveiðistefnan hefir skilað fiskveiðihagsmunun- um til sinna manna, svo sem ætlun þeirra var, en þjóðfélagið hefir hlotið sitt skipbrot. Hvern varðar líka um þjóðarhag, var einu sinni spurt, en ekki lengur. Nú ,róa menn bara á eiginhagsmunaskút- unum og gefa skít í hina, sem enga skútuna eiga. Jafnvel Árni Benediktsson, sem lengst hefír þjónað Sambands- frystihúsunum og -hagsmununum er orðinn óánægður með sinn hlut. Hann fær ekki lengur afla til sinna frystihúsa, og telur að þrettán byggðalög séu komin að leiðarlok- um vegna fiskveiðistefnunnar og Önundur Ásgeirsson að þessar byggðir hljóti að leggj- ast af. Hagfræði- og viðskipta- fræðideild Háskólans lýsir ánægju sinni með ástandið, þrátt fyrir að félagsmáladeild hafi sýnt fram á að 28 stórútgerðir eða „risar“ hafi komizt yfír 50% af fiskveiðik- vótum landsins, en þessi sömu fyrirtæki hafa staðið fyrir nær allri offjárfestingunni í landinu með kaupum á dýrustu og rekstr- arlega óhagkvæmasta veiðiflota heims, sem engu skilar til þjóð- arbúsins, því að offjárfestingin gleypir allt fjármagn og sundrar því. Úrræðin Þessi vandamál eru auðleyst, ef vilji er fyrir hendi, og úrræðin hafa aldrei verið augljósari en nú. Það verður að afturkalla núver- andi fiskveiðistefnu og úthluta nýjum kvótum, m.a. til þeirra byggðarlaga, sem nú eru að gef- ast upp vegna ranglætis undafar- inna ára. Arlegir kvótar eru nauð- synlegir, en þeir mega ekki vera framseljanlegir nema innan hvers árs. Uppsöfnun kvóta til einstakra manna eða útgerða verðu að stöðva. Við verðum að viðurkenna, að fiskveiðar eru undirstaða at- vinnulífs almennings í landinu, og þetta er ekki unnt að skerða, meðan ekki finnast nýir atvinnu- vegir í staðinn. Það er stórútgerð- in og tæknivæðing hennar, sem hefir komið okkur á kaldan klak- ann, og því er nauðsynlegt, að takmarka aðgang hennar að fisk- veiðunum innan fiskveiðilögsög- unnar. Það er beinlínis hlægilegt að Hafrannsóknastofnun skuli þurfa að hlýta því lagaákvæði, að lokun eða bann við smáfiskadrápi skuli aðeins mega gilda í viku, og að henni lokinni megi allur flotinn ráðast til atlögu við smáfiskinn. Þetta eru leikreglurnar, sem Al- þingi hefir sett, og enginn virðist vilja breyta. Jafnvel hið almáttuga GÁTT fær hér engu um breytt. Sjálfskaparvítin eru verst. Alþingismenn og aðrir deila nú um hvort auka eigi botnfiskkvót- ann, því að hann er víðast á þrot- um, enda skorinn niður í 165.000 tonn sl. haust. Hin eðlilegu við- brögð við niðurskurðinum voru þau, að senda úthafsveiðiflotann á veiðar utan fiskveiðilögsögunn- ar, og þannig bæta upp niður- skurðinn innan fiskveiðilögsög- unnar. En stjórnmálamenn og al- þingismenn eru hálfhengdir í eigin snörum, og geta því ekki tekið eðlilega á málum. Núna eru því um 30 úthafstogarar að veiðum sunnan við Reykjanes, og drepa þar hrygningarfiskinn, sem niður- skurðurinn átti að veija. Þetta er ekki bara tvískinnungur, heldur augljós heimska. Hvorki útgerðir né skipstjórnarmenn eiga að geta haft sóma af slíkum vinnubrögð- um. Ekki stjórnmálamenn heldur. Þetta er aðför að þjóðfélaginu í heild. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. m 0 Listbókasöfn og varð- veisla listheimilda eftir Arndísi S. Arnadóttur Ég fæ ekki orða bundist. — Til mikillar ánægju á tónlistin sér málsvara í þingsölum. Jafnvel þó að friður sé um efnið, allir stjórn- málaflokkar sameinast í þings- ályktunartillögu um hvernig best verði staðið að varðveislu tónlistar- efnis í væntanlegu Þjóðbókasafni. Augnabliksbjartsýni er mér því tilefni til að dreypa í penna til að vekja athygli á hvernig komið er fyrir þjóðarverðmætum sem snerta menningararf okkar, þar á ég við 'þær listgreinar sem ekki heyrast. Heimspekingar hafa reyndar sumir haldið því fram að allar list- greinar sæktust eftir eðli tónlistar- innar, því eingöngu í tónlistarverk- inu nær tónlistin beinu. sambandi við listneytandann, þ.e. þann sem hlustar. Líkt og tónskáldið notar tónana sem sinn tjáningarmiðil og rithöfundurinn tungumálið þá eru tjáningarmiðlar annarra skapandi listamanna eins og arkitekta, myndlistarmanna og hönnuða, oft- ast þögul verk, sköpuð til að horfa á, skoða, sitja á, klæðast eða búa í. Byggt umhverfi arkitektsins, nytjahlutir leirlistamannsins og myndverk myndlistarmannsins eru einfölduð dæmi. Upplýsingaþörf og listbókasöfn - Á undanfömum áratugum hefur aukinn almennur áhugi á sjónlist- um, listnámi og listrannsóknum verið áberandi í heiminum. Sama þróun hefur átt sér stað hér á landi. Upplýsingaþörf á þessum sviðum hefur að sama skapi aukist og eflt starfsemi sérfræðilegra bóka- og gagnasafna á sviði sjónlista, safna sem nefnd eru listbókasöfn (e. art library; d. kunstbibliotek). Þessi tgegund sérfræðisafna hefur þegar skipað sér viðurkenndan sess í al- þjóðlegu umhverfi bókasafns- og upplýsingafræði. Listbókasöfn eru sérhæfð bóka- eða gagnasöfn á sviði myndlista, listiðnaðar/nytja- lista, hönnunar, byggingarlistar, ljósmyndunar og skyldra greina og eru oftast starfrækt í tengslum við lista- og menningarsöfn, list- menntastofnanir eða tengd al- mennri upplýsingamiðlun um listir, t.d. í almenningsbókasöfnum. Allar listgreinar eru hver annarri ná- komnar og þjóna oft hver annarri. Danslistin þarf á tónlistinni að halda, leiklistin á sjónlistunum með t.d. leikmyndagerð og búninga- hönnun og leikhúsbyggingin er verk húsameistarans. Það er oft að almenningsbóka- söfn tengja starfsemi sína við hin- ar skapandi listir, s.s. tónlist, danslist, leiklist og sjónlist, ef til vill er þar komið dæmi um hið fullkomna listbókasafn. Á síðari árum hafa jafnvel verið uppi áform hér á landi, að stofna listaháskóla með leiklist, danslist, tónlist, myndlist og jafnvel byggingarlist undir sama þaki. Listbókasöfn á Islandi Þjónustustarfsemi listbókasafna hér á landi á sér tveggja áratuga sögu. í byrjun áttunda áratugarins var þegar búið _að skipuleggja söfn við Listasafn íslands, Þjóðminja- safn íslands og Myndlista- og handíðaskóla Islands, þó rekja megi sögu bókakosts safnanna enn lengra eða allt til stofnára þeirra. Við Listasafn Reykjavíkur á Kjarv- alsstöðum hefur nýlega verið skipulagt listbókasafn. Við allar þessar stofnanir er nú upplýsinga- þjónusta á sviði sjónlista og tengdra greina og sérmenntaðir bókaverðir hafa valist þar til starfa. Bókasöfn Myndlista- og handíðaskóla íslands og Þjóð- minjasafns íslands eru fullgildir aðilar að Gegni, bókasafnskerfi Þjóðbókasafns, og bókasafn Lista- safns íslands á þar samskráraðild. Skráning listheimilda Hvernig hefur listmenningar- arfinum verið sinnt hvað snertir listheimildavinnslu og varðveislu þeirra — hvernig sinnum við skrán- ingu þeirra sögulegu upplýsinga og heimilda sem snerta listsköpun þjóðarinnar? Eigum við þjóðarlist- bókasafn? Listasafni íslands ber samkvæmt lögum frá 1988 „að afla heimilda um íslenska myndlist að fornu og nýju og kaupa til safns- ins nauðsynlegan bókakost, að- gengilegan sérfærðingum og öðr- um til færði- og rannsóknarstarfa. Skal í því skyni komið á fót við safnið sérfræðilegu bókasafni um myndlist samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð“. Safninu ber því fyrst og fremst að afla heim- ilda um íslenska myndlist, þ.m.t. myndlistarmenn og er því hlutverki sinnt eftir bestu getu með skipu- Arndísi S. Árnadóttir „Þjónustustarfsemi list- bókasafna hér á landi á sér tveggja áratuga sögu.“ lagðri söfnun ritaðra listheimilda, s.s. bókum, sýningarskrám, úr- klippum o.fl. Þjóðminjasafn íslands sinnir m.a. rannsóknum á íslensk- um listiðnaði/nytjalist og bygging- arlist fyrri tíma og safnar heimild- um á því sviði. Til skamms tíma hefur engin stofnun borið (laga- lega né sjálfskipaða) ábyrgð á öfl- un og verndun listheimilda á sviði samtíma byggingarlistar, nytja- lista oghönnunarog engin stofnun hefur þá ábyrgð að sinna upplýs- ingamiðlun um þögul verk ís- lenskra arkitekta, leirlistamanna, grafískra hönnuða, iðnhönnuða, innanhússhönnuða, gullsmiða, textílhönnuða og annarra hand- listamanna. Á síðastliðnu hausti var sett á stofn deild innan Lista- safns Reykjavíkur, Byggingar- listasafn, sem fyrst mun sinna skipulegri skráningu á verkum ís- lenskra arkitekta á þessari öld. Söfnun ritaðra heimilda og mynd- gagna þarf að sjálfsögðu að fylgja samhliða, svo að myndist traustur grunnur að íslensku byggingarlist- bókasafni. Nytjalist og hönnun Á meðan beðið er eftir stofnun Listiðnaðar — og hönnunarsafns íslands er enn tími til að búa í haginn og hefjast handa við söfnun og skráningu nauðsynlegra list- heimilda á sviðum nytjalistar og hönnunar, heimilda sem óhjá- kvæmilega munu verða grunnur að öllum rannsóknum á þessum sviðum í framtíðinni — og afar mikilvægur hluti af listmenningar- arfi okkar. Slík heimildaöflun og skráningarvinna á tvímælalaust heima í listbókasöfnunum þar sem sérþekking á þessum sviðum er til staðar og jafnvel í Þjóðbókasafninu svo framarlega sem þar verði starf- rækt sérstök listbókasafnsdeild. Sem innlegg í umræðuna um örlög Safnahússins við Hverfis- götu, — er það ekki einmitt verð- ugt umhverfi fyrir varðveislu list- menningarheimilda okkar á sviði sjónlista, leiklistar, danslistar og tónlistar? Þar er tækifærið að sam- eina í þjóðarlistbókasafn öll þau rituðu gögn og önnur (hljóðrit, myndrit o.fl.) sem snerta listsköp- un þjóðarinnar að fornu og nýju. Þess eru víða dæmi erlendis þar sem þjóðarlistbókasöfn eru stað- sett í byggingarsögulegum ger- semum þjóðar sinnar. Við eigum eina slíka gersemi sem þar að auki var teiknað og byggt sem safnhús. Ég bíð þess að sjónlistirnar eignist málsvara í þingsölum. Höfundur er bókasafnsfræðingur við Myndlista- og handíðaskóla Islands ogjafnframt innanhússhönnuður. c! -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.