Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Þingvallavatn og „skipulag“ skipulagsmála eftir Helga Þórsson Garður er granna sættir. Þörf á skipulagi þéttbýlis er svo aug- ljós að hana þarf varla að ræða. Skylt er, samkvæmt íslenskri lög- ,gjöf, að skipuleggja líka lands- svæði utan þéttbýlis. í huga leik- mannsins er það mannvirkjagerð sem þarf að skipuleggja til þess að stuðla að farsælu mannlífi. Reyna verður að sjá fyrir samspil mannvirkja innbyrðis og við um- hverfið. Eðlilegt er að skipulag virði náttúruna, reyni að vinna með henni og stuðla að því að hlúð verði að henni. Þeir sem eiga ef til vill ekki beina hagsmuni á skipulags- svæði, en vilja halda útsýn yfir ósnortna víðáttu, gera stundum ágreining við skipulag. Þeir telja viðkomandi mannvirkjagerð fjandsamlega náttúrunni og svæðinu til óþurftar. í vinnu við svæðisskipulag sveitanna kringum Þingvallavatn virðast hlutverk hafa víxlast með þeim hætti að öfgafullar friðunar- hugmyndir móti störf skipu- lagssérfræðinga en aðstaða til venjulegs mannlífs eigi lítið rúm í starfinu. Tengsl þéttbýlinga við landið Ósnortin, ógróin víðátta er .íjieðal þess sem heillar útlendinga ’sem skoða ísland. Kjarri vaxin hraun og búsældarlegar sveitir eru í þeirra augum bara land til þess að leggja að baki á leiðinni í óbyggðir, búsældin er meiri heima. Vitaskuld skynja íslend- ingar sjálfir víðáttuna og auðnina líka og stendur oft þægileg ógn af henni. En þörf íslendinga fyrir tengsl við landið er fjölþætt. Utivera sem ekki þarf endilega að vera þrekraun, ræktunarstarf og sambýli við gróður er dijúg dægradvöl mörgum þéttbýl- isbúanum. A fyrri hluta aldarinn- ar, þegar fáeinir tugir þúsunda bjuggu „á mölinni“ í Reykjavík, attu margir foreldra eða systkini í sveit og höfðu þar innhlaup, börn voru send í sveit til þess að vera úti, létta undir í erfiðri lífs- baráttu og kynnast náttúrunni og lífinu sjálfu nánar en unnt var talið að gera á mölinni. Nú eru ættar- eða kunningja- tengsl við landbúnaðinn orðin svo lítil hjá þorra fólks og búnaðar- hættir svo breyttir að fáir þéttbýl- isbúar hafa aðgang að náttúrunni með þessum hætti. I staðinn koma að minnsta kosti að hluta, skemmtiferðir og sumarbústaðir. Skipulag dreifbýlis verður að taka mið af þessum þörfum. Það er hugsun miklu meira þéttbýlis og umhverfisvanda en hér er að maðurinn sé óvinur náttúrunnar. Sú hugmynd er framandi íslend- ingum, andstæð þörf þeirra fyrir að hlú að gróðri landsins og getur ekki verið grunnhugmynd í skipu- lagi. Svæðisskipulag við Þingavallavatn Senn líður að því að auglýst verði svæðisskipulag fyrir Gríms- nes, Grafning og Þingvallasveit. Vinna að því hefur staðið frá 1989 og ekki verið fyrir opnum tjöldum. Starfshættir samvinnu- nefndar um svæðisskipulagið og sérfræðinga hennar sköpuðu óvissu og öryggisleysi um fram- tíðarskipulag í þessum sveitum. Fyrr í vetur komst í umferð skýrsla sérfræðinganna um vatnasvið Þingvallavatns (dagsett 12. nóvember 1993) og sást þar að hinir óttaslegnustu höfðu haft á réttu að standa um þessa vinnu. Hvatt var til að litið yrði á Þing- vallavatn og 1.000 ferkílómetra vatnasvið þess sem vatnsból og það friðað sem slíkt. Svo hraklega virðist hafa tekist til, að ráðandi hugmyndir í vinnslu svæðisskipulags umhverfis Þing- vallavatn séu þær að mannlíf sé svæðinu til bölvunar. Berjast þurfi gegn sumarbústöðum, lausagöngu fólks og hefðbundn- um landbúnaði. Friða þurfi svæð- ið fyrir fólki og vernda með öllum tiltækum ráðum. Fulltrúar íbúa í samvinnunefnd sérfræðinga og íbúa um svæðis- skipulagið munu hafa hafnað öfgafyllstu tillögum sérfræðing- anna, þar með nóvemberskýrsl- unni, og í lokayfirferð yfir tillögur nefndarinnar verður ýmislegt væntanlega fært til skárri vegar frá því sem var í janúarútgáfu tillagnanna. Þó er hætt við að margar óskynsamlegar hugmynd- ir verði þar áfram. Úreltar hugmyndir í grein sem Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, skrifaði í Morgunblaðið 15. mars sl. (bls. 14-15) segir (efnislega) að svæð- isskipulag hafi reynst gott stjórn- tæki í skipulagsmálum sveitanna, einkum varðandi sumarbústaða- hverfi. I skipulagsreglugerð nr. 318/1985, grein 2.2. segir: „Hlut- verk svæðisskipulags er að sýna í einstökum atriðum stefnumörk- un hlutaðeigandi sveitarstjórnar um þróun byggðar og landnotkun innan svæðisins. ... því er ætlað að fullnægja áætluðum þörfum á Endurklcebum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstrunÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. Helgi Þórsson tölfræðingur. „Svo hraklega virðist hafa tekist til, að ráð- andi hugmyndir í vinnslu svæðisskipu- lags umhverfis Þing- vallavatn séu þær að mannlíf sé svæðinu til bölvunar.“ svæðinu ...“ Það sem í skipulagsreglugerð er réttilega kallað „þarfir á svæð- inu“ er í grein skipulagsstjóra, sem áður er vitnað til, kallað „ásókn“ sem „bitnaði fyrst á svæðum næst höfuðborginni“. Skipulagssérfræðingar virðast stundum líta á sumarbústaði og aðra útivist fólks að eigin frum- kvæði og á eigin vegum sem hé- góma er hafi það markmið að meina öðrum að njóta fegurðar- innar og geti ekki annað en spillt náttúrunni. I þeim .gögnum sem sést hafa um svæðisskipulagið er engin út- tekt á sumarbústöðum eða sumar- bústaðalífi sem bætir neinu við fyrri vitneskju. Sumarbústaðir eru reyndar taldir og sagt að regl- um hafi ekki verið fylgt við bygg- ingu þeirra allra. Vitnað er í er- lenda þumalputtareglu sem sýnir að sumarbústaðir séu þegar orðn- ir of margir og sagt er frá könn- un Skipulags ríkisins á því hvað fólk telji prýða og lýta sumarbú- staðasvæði. Sumarbústaðir og orlofshús eru meira en helmingur bygginga í sveitunum þremur sem svæðis- skipulagstillögurnar bitna á, þar er upp undir fjórðungur allra sumarhúsa á landinu. Umræður um tvöfalda búsetu, t.d. á heimili og í sumarbústað, eru á frumstigi hérlendis. Undirbúningur svæðis- skipulagsins gaf færi á að rann- saka þetta sérstaklega og nota Disklingan fi'ákr. I.lllr BOÐEIND Austurströnd 12 Sími 612061 • Fax 612081 niðurstöðurnar, en það færi var ekki notað. Hve margir nota sumarhúsin, hvað eru dvalardagar og gistinæt- ur margar, hvernig dreifist notk- unin eftir árstíðum, hvað er fólk mikið úti, hvernig veija menn tím- anum? Hvaða áhrif hefur sumar- húsabyggð á gróður, dýralíf og jarðvatn? Svara við þessum spurningum hefur ekki verið leit- að, en þau eru veigamiklar for- sendur í skipulagi. Hins vegar er farið almennum orðum um hugs- anleg neikvæð áhrif sumarbú- staðabyggðar á náttúruna, en engin tilraun gerð til þess að meta hvort sú sé reyndin. Áhrif nýrra stjórnsýslulaga Leiðir að því frummarkmiði skipulags að halda góðum sáttum milli granna breytast í tímans rás. Það hefur verið framför í átt til opnari stjórnarhátta og traust- ari vinnubragða, þegar farið var að auglýsa skipulag áður en það var samþykkt og staðfest. Síðan eru um 30 ár. Áhugasamur, upp- lýstur almenningur, og þar með þeir sem hagsmuna höfðu að gæta, fékk ákveðinn frest til þess að kynna sér tillögur og gera at- hugasemdir. Þeir sem að tillögun- um unnu áttu síðan að fara yfir athugasemdirnar. Væntanlega þarf svo að auglýsa skipulag aftur ef miklu er breytt á grunni at- hugasemdanna. Sú skoðun virðist útbreidd að skipulag staðfest af ráðherra sé ígildi reglugerðar. Auglýsingarleiðin til kynningar á skipulagi uppfyllir ekki lengur grundvallarkröfur til stjórnsýslu. Þær voru staðfestar í stjórnsýslu- lögum sem öðluðust gildi um síð- ustu áramót. Þótt lögin eigi, sam- kvæmt bókstafnum, ekki við um setningu reglugerða, þá væri skynsamlegt að fylgja aðferðum þeirra við skipulagsvinnu. Stjórn- sýslulögin leggja þá skyldu á stjórnvöld að þau láti einstaka aðila vita um að mál sem þá varða séu til meðferðar, gefi þeim kost á að kynna sér gögn og koma að sínum sjónarmiðum. Mörg atriði skipulags í dreifbýli, til dæmis friðuriartillögur, varða bara ein- stakar jarðir og geta skert rétt- indi umráðamanna þeirra. Þeim sem að skipulaginu vinna ber að hafa samráð við einstaka jarðeig- endur og ábúendur um það sem varðar þeirra jarðir, t.d. ef hrossa- hagi bónda er merktur sem áhugavert útivistarsvæði eða ef lagt er til í skipulagi að tjörn í heimalandi verði friðuð. Það hefur ekki verið gert í vinnu að skipu- lagi kringum Þingvallavatn. Rétt er að hvetja alla sem hags- muni eiga, eða áhuga hafa, á svæðinu til þess að kynna sér til- lögurnar vel þegar þær koma loksins fyrir almennings sjónir. Það þarf að skoða uppdrætti, lesa greinargerðina og gera skriflegar athugasemdir. Þeir sem athuga- semdir gera ættu að fá rökstutt svar, en það er aðferð stjórnsýslu- laganna í þessari aðstöðu. Skipu- lagslög fjalla ekkert um hlut al- mennings að málinu eftir að at- Kripalujóga Jóga er andleg og líkamleg iðkun. Byrjendonómskeið hefjast 11. og 12. apríl. Kenndar veróo öndunaraefingar, teygjur og slökun. Kennaran Jenný Guðmundsdóttir og Kristín Norland. Jðgastdðin Heimsljðs, Skeifunni 19,2. hæö, s. 679181 (kl. 17-19). hugasemdir hafa verið gerðar einu sinni. Endurskoða þarf skipulagslöggjöf Til þess að skipulag sveitanna njóti trausts og virðingar sem granna sættir þarf vinna við það að vera markviss og fyrir opnum tjöldum. Vegna erfiðleika í land- búnaði eiga margar sveitir undir högg að sækja, atvinna minnkar, fólk reynir að halda í horfinu, fær ef til vinnu langt í burtu ef það flytur ekki burt. Þeir sem að svæð- isskipulagi vinna ættu í starfi sínu að verða margs vísari um vanda sveitanna. Tillögur að greinargerð samvinnunefndarinnar dags. 21. jan. sl. (um 150 bls.) geyma marg- víslegar hugleiðingar um atvinnu- mál, sem eru ekki viðfangsefni skipulagsmála og enga þýðingu hafa fyrir svæðisskipulagið við núverandi aðstæður. Sveitarstjórnir eru kosnar af, og skipaðar, þeim sem lögheimili eiga í sveitinni, en hver maður getur aðeins átt eitt lögheimili. Það verð- ur til þess að eigendur jarða, sumarbústaða og jafnvel fyrir- tækja sem ekki búa í sveitinni eiga ekki greiðan aðgang að skipulags- vinnunni. I fámennum sveitum þurfa sveitastjórnarmenn að sinna stjórn sveitarinnar í hjáverkum og geta ekki ráðið starfsmenn, nema ef til vill tímabundið í einstök verk. Sveitarfélagið verður háð stuðn- ingi ríkisstofnana í skipulagsmál- um. Fagleg og jafnvel pólitísk for- ysta í þessum málaflokki getur þá lent hjá stofnunum sem starfa á eigin forsendum og fá jafnvel til samstarfs fólk sem enginn í sveit- unum kærir sig um að þiggja ráð af. Eru tillögurnar ónýtar? En hvað á þá að gera við svæðisskipulagstillögurnar? Það þarf að skera greinargerðina nið- ur úr um 150 bls. í 20-30 með því að sleppa hugleiðingum um atvinnumál, náttúrfarslýsingum og þjóðlegum fróðleik ásamt end- ursögn á nóvemberskýrslunni og öðru snakki. Sleppa verður því sem ekki er nauðsynlegt til skýr- ingar þeim tillögum sem gerðar eru. Sleppa verður hugleiðingum og hæpnum fullyrðingum sem ágreiningur er um, enda geta þær skapað vafa um túlkun á skipu- laginu. Eftir standa allmargar til- lögur sem ekki eru allar ónýtar og kunna sumar að vera skynsam- legar. Sú lagaskylda hvílir á sveit- arfélögum að hafa skipulag í gildi. Vinna þarf áfram að aðalskipu- lagi og deiliskipulagi í sveitunum kringum Þingvallavatn. Sú vinna má ekki verða sveitarfélögunum ofviða, hvorki fjárhagslega né félagslega. Svæðisskipulag á ekki að vinna eins og hér var gert, heldur taka tillit til breyttra þjóð- félagshátta og nýrra hugmynda um samskipti stjórnvalda við þegnana. Skipulagssérfræðingarnir hafa í umræðum og fortölum talsvert vitnað í löggjöf um skipulagsmál, en vinnubrögð þeirra eru þannig að þeir leggja meiri áherslu á seinni hluta setninga og greina sem frekar virðast þó vera í lögg- jöfinni sem fyrirvarar og sjónar- mið sem ekki má gleyma en að þeim sé ætlað að vera aðalatriði eins og orðið hefur í þessu skipu- lagsstarfi. Vinnubrögðum og rök- semdum sérfræðinganna er best lýst með því að leggja meiri áherslu á síðari hluta hins forn- kveðna: Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Höfundur cr félngi í félngi landeigendn við Þingvallavntn. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíc)um Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.