Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Gunnar Leósson — Minning Fæddur 26. janúar 1933 Dáinn 27. mars 1994 Á iífsleiðinni kynnumst við mörgu fóiki, sumum tengjumst við sterkum böndum á meðan aðrir koma og fara. Ég hafði ekki þekkt Gunnar Leós- son lengi en við höfðum náð að mynda tengsl sem erfitt er að sætta sig við að rofni svo skyndilega. Hann reyndist mér og bömum mínum ómetanleg stoð á erfiðum stundum. Við ræddum mikið saman um lífið og tilveruna og mikið var gott að hlæja með Gunnari. Saman áttum við og Guðbjörg kona hans draum. Draumurinn var að gera Skálavíkina að sælureit ferðamanna. Það er sárt til þess að hugsa að Gunnar skyldi mæta örlögum sínum einmitt á þeim stað. Tilveran verður tómlegri við ótímabært andlát hans. í huga mín- um geymi ég minningu um einstakan mann. Gjöfin sem hann smíðaði og færði mér mun fylgja mér um ókomna framtíð. Ferðamenn munu halda áfram að fara í Skálavíkina og njóta þess í ríkum mæli, en í mínum huga verður hún aldrei sami sælureitur og áður. Svo órjúfanleg voru hún og Gunnar. Aðstandendum Gunnars og þá sérstaklega konu hans, Guðbjörgu Stefánsdóttur, sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Leós- sonar. Anna Margrét. „Ég er að segja þér hræðilegar sorgarfréttir úr Skálavík," sagði son- ur okkar þegar hann hringdi mánu- dagsmorguninn 28. marz. Ég kveið framhaldinu. „Gunnar og Guðbjörg lentu í vélsleðaslysi á leið frá Skála- vík í gær, Gunnar Leósson er dáinn og Guðbjörg er slösuð," hélt hann áfram. Hvílíkar sorgarfréttir. Nú er ég sest niður til að skrifa nokkur kveðju- og minningarbrot um kæran vin fjölskyldunnar, sem við öll vorum farin að hlakka til að hitta í sumar. — Lífið er hverfult. Það eru fímm ár sfðan ég kom til Skálavíkur ásamt fjölskyldu minni. Nú átti að gera upp Meiri-Bakkabæ- inn, æskuheimili mitt. Við fengum leigt sumarhús hjá Guðbjörgu og Gunnari og strax ráðist í verkið. Við vorum ekki búin að vera lengi að, þegar Gunnar var mættur til að bjóða aðstoð, sagði okkur að verkfæra- geymslan hans stæði opin ef okkur vantaði verkfæri. „Þið hljótið að fínna eitthvað." Nokkru síðar mætti hann á staðinn á forláta eldgömlum traktor með palli í eftirdragi, sagði þetta væri ómögulegt fyrir okkur að selflytja efnið upp að húsi. Þetta kom sér aldeilis vel. Við vorum ekki lengi það sumarið, en mikið unnið. Næsta sumar var mætt í Skálavík- ina og enn var Gunnar okkar ekki langt undan. Síðan hefur hann haft lykil að Meiri-Bakka og haft eftirlit með húsinu ásamt elskulegum ná- grönnum. Það var ekki nóg að Gunn- ar veitti okkur liðsinni við endurbæt- ur á húsinu, þau hjón buðu til veizlu bæði á Lambeyri og Hlíðarstræti. Síðan fór Meiri-Bakkabærinn að taka á sig heimilisblæ svo við gátum farið að bjóða til veizlu. Þau hjón urðu miklir aufúsugestir. Það var gaman að sitja uppi í stofu með eftirréttinn, horfa á sólarlagið og rabba. Þá var oft hlegið og hlegið hátt. Ekki má gieyma Skálavíkurhátíðinni, þar sem Gunnar var potturinn og pannan. Það var ótrúlegt hvað Gunnar gat fundið upp á, til að gera hátíðina eftirminni- iega. Með sínum hagleikshöndum gat hann smíðað ótrúlega fagra hluti, sem hann afhenti einhverjum við- stöddum eftir ástæðum með ræðu- snilld sem Gunnari var einum lagið. Já, þá var borðað, dansað og sungið þar til birti af degi. í miðjum klíðum er honum kippt fyrirvaralaust í burtu. Hann Gunnar Leósson átti svo margt eftir. Hann var alltaf að. Þau hjón voru að gera upp Minni-Bakkabæinn. Hvað við vorum oft.búin að taia um og spáT hvað þau væru nú búin með. Það var spennandi að fylgjast með fram- kvæmdum hjá þeim. í ágúst í sumar sæi ég kannski ljós aftur í glugga á Minni-Bakka og reyk stíga upp úr reykháfnum. Nú eru hamarshöggin hans Gunnars hljóðnuð. Gunnar Leósson var mikill persónuleiki, sem setti svip á umhverfi sitt. Stór í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Kannski minnti hann mig á hafið sem bæði er lyngt, úfið og brimótt. Páll frændi minn, sem löngu er látinn, sagði eitt sinn við mig, en þá voru þeir Gunnar til sjós saman: „Það er nú meira hvað hann Gunnar Leósson er góður maður.“ Það eru orð að sönnu. Elsku Guðbjörg, við íjölskyldan öll vottum þér og þinni fjölskyldu einlæga samúð. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guð blessi vin okkar á nýju tilverustigi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnfríður og Haukur. Þessi voðalega frétt um að afi okkar hefði iátist af slysförum á vélsleðanum sínum kom eins og reið- arsiag. Hvernig gat þetta hent hann? í okkar augum var afi alltaf svo ör- uggur og hafði farið þessa leið bæði að sumri og vetri í 20 ár. Það er eins og Guð hafí ákveðið að taka hann tit sín í þessari ferð. Það verð- ur erfitt að sætta sig við að hafa misst hann. Þegar við komum í heim- sókn hafði hann alltaf áhuga á því sem við vorum að gera. Vildi hafa okkur með sér þegar hann þurfti að skreppa í Skálavík. Það var alltaf hægt að leita til hans útaf stóru sem smáu. Afí var svo duglegur, hann var alltaf eitthvað að gera og alit sem hann gerði varð að vera vel gert. Seinni árin bjó hann til marga fallega hluti sem hánn hannaði sjálf- ur. Hann gaf t.d. elstu barnabömum sínum hillu með ljósi og hugmyndin var sú að hengja verðlaunapeninga á þar til gerðan púða sem fylgdi með. Þetta eru allt mjög fallegar hillur og unnar úr rekavið úr Skáia- vík. Sumarið 1993 fórum við öll í Flæðareyri á átthagamót, þar áttum við mjög skemmtilegar stundir og var afi þar í essinu sínu eins *og svo oft áður. Um leið og við þökkum elsku afa fyrir ailt sem hann gerði 'fyrir okkur og allar góðar minningar sem við eigum um hann þökkum við Guði fyrir að amma fékk að lifa. Einnig þökkum við Stínu frænku, Sverri og björgunarsveitinni Emi fyrir að fínna þau. Það er erfitt að sætta sig við örlög sem þessi þegar þau skelfa mann svona. Elsku amma það var gott að þið fómð til Kanaríeyja í frí fyrir mánuði og geta þær minningar yljað þér í framtíðinni. Guð geymi þig elsku afí. Benedikt og Gunnar Leó Pálssynir. í gær, 5. apríl, var borinn til hinstu hvíldar hér í Bolungarvík mágur minn Gunnar Leósson sem lést af slysförum 27. mars síðastliðinn. Gunnar fæddist á Höfðaströnd í Jök- ulfjörðum 26. janúar 1933, sonur Soffíu Bæringsdóttur (dáin 23. mars 1973) og Leós Jónssonar, sem býr á Siglufirði. Þtjú hálfsystkini átti Gunnar: Minny, búsetta á Sauðár- króki, Ásdísi Svövu, búsetta í Bol- ungarvík, og Vagn Margeir, sem lést af slysförum 18. desember 1990. Gunnar ólst upp hjá móðurforeldram sínum, Vagnfríði Vagnsdóttur og Bæring Einarssyni, þar sem Soffía veiktist alvarlega eftir fæðingu hans. Gunnar var kvæntur Guðbjörgu Stefánsdóttur, ættaðri frá Horni. Þau eignuðust fjögur mannvænleg böm, Hafþór, Jóhönnu, Bæring og Elínu, sem öll búa í Bolungarvík að undan- skilinni Eiínu, sem er að stofna sitt heimili suður í Garði. Eina dóttur, Fannýju, eignaðist Gunnar fyrir hjónaband, hún býr í Reykjavík. Gunnar var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann. kpm og var gaman að hlusta á skemmtilegar frásagnir hans. Gunnari féll sjaldan verk úr hendi, gat smíðað allt sem honum datt í hug, hvort sem það var úr járni eða tré. Heimili þeirra hjóna og sumarhús í Skálavík bera þess glöggt merki. Minningarnar hrannast upp í hug- ann, af nógu er að taka. Ofarlega er brúðargjöf Gunnars og Guggu til dóttur minnar og tengdasonar síðla sumars 1991 sem var dvöl í sumarbú- stað þeirra í Skálavík. Móttökurnar voru hinum ungu hjónum ógleyman- legar, kom þar glöggt fram hug- myndaauðgi Gunnars, sem hafði upplýst heimreiðina að sumarbú- staðnum með kyndlum og innandyra beið þeirra óvæntur glaðningur. Mikil var gleði konu minnar þegar hún fréttbá Kanaríeyjum í vetur, að Gunnar bróðir hennar og Gugga væru væntanleg. Þar áttum vð sam- an tvær yndislegar vikur sem við eram mjög þakklát fyrir. Við hjónin höfum misst mikið við fráfall bræðranna Gunnars og Agga sem voru konu minni mjög góðir bræður og mér góðir vinir. Þeir vora um margt líkir, gamansamir og hlýir. Elsku Gugga, börn, tengdabörn, bamabörn og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill. Guð gefí ykk- ur styrk á þessum erfíðu stundum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Einar Guðmundsson. Að morgni hins 28. mars sl. var ég nýsestur við klippiborðið tii að takast á við iokastig klippingar ára- bátamyndarinnar „íslands þúsund ár“, sem við félagar í Lifandi mynd- um höfum verið með í vinnslu um nokkurt skeið, þegar síminn hringdi og hinum megin á línunni var Geir Guðmundsson, hjálparhella okkar í Bolungarvík í þessari kvikmynda- gerð. Eg fagnaði upphringingu Geirs, því einmitt þennan morgun höfðu orðið þáttaskil í verki okkar og kom- ið að fínklippingu myndarinnar. Ég hafði því á orði við Geir, að hann hringdi nú eins og kallaður. Sjálfur hefði ég hringt vestur í Bolungarvík fyrir rúmri viku til að bera formanni vorum, eins og við köllum Gunnar Leósson gjarnan okkar á milli, þessi tíðindi en ekki náð sambandi við hann þá. Geir hlaut því að hafa feng- ið hugskeyti frá mér. Síst af öllu grunaði mig, að tilefni upphringing- arinnar væri sviplegur dauðdagi Gunnars Leóssonar, aðalleikarans í kvikmyndinni. Eins og þeir kannski muna, sem séð hafa heimildarmynd okkar, Ver- stöðina ísland, leikur Gunnar heitinn Leósson aðalhlutverkið í upphafsatr- iði þeirrar myndar, formann skips- hafnar árabátsins. Annar maður kom aldrei greina í það hlutverk eftir að við höfðum átt tal við Gunnar um, hvort hann yrði fáanlegur til að taka hlutverkið að sér og hann ljáð máls á því. Sjómennskan var honum í blóð borin en hann mundi ekki eftir að hafa leikið nema í eins og einu al- vöra leikriti, sem segir reyndar ekk- ert um reynslu hans af því að koma fram á sviði. Með okkur Gunnari tókust mjög náin kynni, bæði í sam- bandi við undirbúning fyrir tökur síðla hausts 1989 og í kvikmyndatök- unni sjálfri snjóaveturinn mikla snemma árs 1990. Þessi dýrmætu kynni efldust síðan að mun eftir að við ákváðum að taka upp þráðinn þremur árum síðar og kvikmynda þá sjóróðurinn, sem upp á vantaði, til að við gætum þróað úr upphafi Verstöðvarinnar heildstæða kvik- mynd um einn dag í lífí árabáta- manna fyrr á öldum. Mikilvægi þess- ara ógleymanlegu kynna eiga reynd- ar við um þá Bolvíkinga alla sem tóku þátt í kvikmyndagerðinni með okkur enda var þar um einstakt fólk að ræða, valinn mann í hveiju rúmi. Sérstaða Gunnars fólst í því að hann var formaður vermannanna, flest allt sem segja þurfti í myndinni kom í hans hlut sem formanns og hvort heldur það vora einföldustu fyrir- mæli, eins og „klæðið ykkur piltar, við róum“, sjóferðarbæn í upphafi sjóferðar eða formannsrímur í yfír- legu; allt þetta varð honum jafn eðli- lega tamt í munni og væri hann sjálf- ur Formaðurinn stiginn út úr þúsund ára sjósókn íslendinga á áraskipum. Áhuginn var ódrepandi, eins og reyndar hjá þeim Bolyjkingum öllum, sem tóku þátt í þessari kvikmynda- gerð með okkur. En ætíð þegar eitt- hvað bjátaði á, áætlanir gengu ekki upp vegna slæms veðurútlits og við voram að vandræðast niður á bryggju eða einhvers staðar upp í plássinu, var Gunnar skyndilega ná- lægur, á litla sendiferðabílnum sín- um, og lagði gott til málanna, þá gjaman alvarlegur og íbygginn, þótt ein viðeigandi hlátursgusa væri ávallt skammt undan. Ekki var síður stuðningur í morgunfundunum í vinnuskúr þessa árrisula pípulag- ingamanns þarna á malarkambinum í Víkinni. Persónutöfrar Gunnars Leóssonar, útgeislun hans, lundemið, skapið, þessi einstaki, smitandi hlátur, sem ætíð fylgdi honum, hláturmild lífs- orka hans, sem enginn okkar fór varhluta af, og síðan brennandi áhuginn á því sem hann hafði tekið að sér, ailt þetta leitar á hugann við fráfall hans. Kannski er hægt að varpa ákveðnu ljósi á persónu Gunn- ars með því að segja, líkt og þegar sagt var um Mídas konung forðum, sem breytti öllu í gull, sem hann snerti, að allt sem Gunnar kom ná- lægt breyttist í leik og skemmtun. Enda hef ég sjaldan þráð jafnheitt að mega afneita veraleikanum, neita að trúa því sem mér var sagt, eins og þennan morgun, þegar mér barst til eyrna að sjálf ímynd lífsorkunnar hefði látist af slysförum og það að- eins 61 árs að aldri. Ég þurfti aukin heldur ekki annað en að ýta á takka á klippiborðinu fyrir framan mig til að maðurinn birtist mér ljóslifandi á mynd klippiborðsins í myndinni okk- ar, sem ég var að fara að byrja að fínklippa. Hvernig átti maður að meðtaka í gegnum símtól að hann væri látinn? Mér fannst næstum eins og ég skildi á þessari stundu hvers konar tilfínning hlýtur að hafa búið að baki, þegar eftirlifendur helgra manna og kvenna hér áður fyrr neit- uðu að horfast í augu við dauða þeirra og til urðu dýrlingar, sem lifðu áfram með fólki, til taks eftir dauð- ann að veita því hjálparhönd, þegar í nauðir rak. Tilfinningin sagði ef til vill einnig eitthvað til um það hvaða áhrif krossfesting kærleikans hlýtur að hafa haft á samferðamenn Krists. Þannig færir þessi atburður mann einhvem veginn nær upprisunni miklu, sem trú þjóðar vorrar grund- vallast á og við minnumst nú um páska á sama tíma og þess er beðið að Gunnar Leósson verði jarðsunginn en kona hans, Guðbjörg Stefánsdótt- ir, nái heilsu til að geta fylgt manni sínum til grafar eftir þá ofurmann- legu þrekraun, sem á hana var lögð, að beijast fyrir lífi sínu í gilinu kalda á milli Skálavíkur og Bolungarvíkur, getandi sig hvergi hreyft nema skríð- andi og maðurinn hennar látinn hjá henni. Henni tókst að vinna bug á þeirri freistingu að gefast upp og fylgja manni sínum eftir í dauðann. í heilar ellefu klukkustundir barðist hún fyrir lífí sínu með því að skríða um til að halda á sér hita, særð á sál og líkama. Sú hugsun að þau hjónin, jafn samrýnd og þau annars' vora, yfirgæfu ástvini sína bæði tvö með þessum vofeiflega hætti varð dauðanum yfírsterkari. Barátta hennar fyrir sigri lífsins í gili dauð- ans nálgast því svið helgisögunnar, þar sem kraftaverkin gerast. Nú á ég eftir að hafa Gunnar bónda henn- ar lifandi fyrir augum mínum næstu vikurnar á meðan ég lýk við að klippa og hljóðvinna árabátamyndina, sem hann átti svo stóran þátt í að skapa. Kannski vejður það ,qkkur nokþur huggun að Gunnar Leósson skuli lifa áfram með okkur sem vermaður ís- lands í þessari táknmynd um íslenska vermanninn í þúsund ár. Á sama tíma og dauðinn sótti Gunnar okkar heim í ísköldu gili í hrikalegum óbyggðum Vestfjarða og konan hans barðist þar við hlið hans fyrir lífi sínu í von um að hjálp bær- ist í tæka tíð höguðu atvikin því svo að ég sat heima þennan sama eftirm- iðdag í hlýrri stofu á heimili mínu niðursokkinn við að lesa um Pál postula og upprisu Jesú Krists í nýút- kominni bók um efnið. Þessi bóklest- ur leiddi til frekari lesturs í bréfum Páls í Bíblíunni og nú fannst mér eins og ég væri í fyrsta sinn að meðtaka þann texta, sem maður heyrir lesinn yfír moldum látinna og stendur skrifaður í fyrsta bréfí Páls postula til Korintumanna (1. Kor, 15:42-56) og hljóðar svo: Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt. Sáð er í vansæmd, en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika, en upp rís í styrkleika. Sáð er jarðneskum líkama en upp rís andleg- ur líkami. Gunnar Leósson, sem hafði þann starfa hin síðari ár að leggja vatns- æðar í hýbýli manna í sjávarplássi á mörkum hins byggilega heims, rís upp í anda þessara orða og lifír áfram með okkur, sem eitt sinn komust í snertingu við lífskraft hans. Verk hans lifa hann ekki sem kaldar en nauðsynlegar vatnsæðar í hýbýlum manna heldur miklu fremur sem þær hlýju lífæðar, sem hann „snittaði" saman í sálum samferðamanna sinna. „Skemmtikraftur þess her- bergis, sem hann var staddur í“, eins og einn Bolvíkingurinn komast að orði við fráfall hans. Eftir þessum lífæðum streymdi kraftur, sem auðg- aði mannlífíð umhverfís hann, hvort heldur var í heimabyggð hans, Bol- ungarvík, í Skálavík, þar sem hann, hinn ókrýndi konungur Skálvíkinga, var að ljúka við að koma upp stór- skemmtilegri gistiaðstöðu fyrir ferðamenn og taka átti í notkun nú síðsumars, — framlag Gunnars Leós- sonar til nýsköpunar í atvinnumálum á þeim þrengingartímum, sem nú ganga yfir Vestfirði — eða á Kanarí- eyjum, þar sem hann sogaði að sér mikinn fjölda manns með þorrablót- sveislum og óútreiknanlegum uppá- tækjum til skemmtunar fólki. Fyrir andlát sitt var Gunnar að vinna að gerð minnjagripa fyrir hundrað Vestfirðinga eða þar um bil, sem verið höfðu í síðustu Kanarí- eyjaferðinni. Þar var sams konar hugsun að baki og þegar hann leysti okkur félaga út með eftirminnilegum minjagrip í „síðustu kvöldmáltíðinni" okkar, að lokinni kvikmyndatöku árabátamyndarinnar fyrir tæpu ári síðan. Sá gripur ber listfengi og kímnigáfu Gunnars einstakt vitni, en hann sýnir árabátinn, lóðina og snjómokstursskóflu, sem tengdist þeim óheyrilega snjómokstri sem fylgdi þessari kvikmyndatöku. Það var Gunnari líkt að vinna á laun að smíði þessa fagra grips úr táknræn- um efniviði á milli þess sem hann var í kvikmyndatökum eða að sinna aðkallandi verkefnum pípulagninga- mannsins. En gripnum lauk hann í tæka tíð og var hann afhentur með ræðu, sem fékk okkur alla til að veltast um af hlátri síðustu samveru- stundina, sem við áttum saman. Fleiri slíka gripi og frumlegar upp- finningar skilur Gunnar eftir sig. Honum var hjálpsemin í blóð borin, hann barðist fyrir því að menn héldu rétti sínum, hvatti menn til dáða í vandræðum þeirra og lét þá ekki í friði fyrr en þeir komust á réttan kjöl í lífsbaráttunni. Sem formaður björgunarsveitar Slysavamafélags- ins áður fyrr virkjaði hann starfs- krafta hennar til að hjálpa aðfluttu fólki í Bolungarvík til að koma undir sig fótunum. Launin fólust í þeirri ánægju einni, sem því fylgdi að mega rétta fólki hjálparhönd, gera það sterkara en um fram allt að fá tæki- færi til að gleðja aðra. Eina skýring- in á ótímabæru andláti slíks manns kynni að vera sú, að Gunnar hafí með lífí sínu verið orðinn Guði svo þóknanlegur að Guði hafí fundist kominn tími til að kalla hann til sín úr útlegð jarðvistarinnar í sæluríki himinsins. Eftir sitja Bolvíkingar langbarðir af svo tíðum slysförum undanfarin misseri, að sárin í sálinni ná ekki að gróa á milli, heldur fara að líkjast blæðandi und Amfortasar í óperu Wagriers, Rarsifal,, sem verið ei;.,að flytja í heild sinni í útvarpinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.