Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Geng ekki með neina landsmótsdrauma - segir Anne Sofie Nielsen sem stundar tamningar á íslandi Hestar Valdimar Kristinsson FRÁ ÞVÍ íslenski hesturinn fór að hasla sér völl á meginlandi Evrópu hafa samskipti hesta- manna þar og hériendis aukist stöðugt og er nú mjög algengt að ungir íslenskir hestamenn fari utan og vinni um lengri eða skemmri tíma og svo öfugt að erlend ungmenni með áhuga fyrir íslenska hestinum komi hingað til lands i sömu erindagjörðum. Talsvert hefur verið fjallað um íslandshestamennskuna erlendis hér í hestaþætti Morgunblaðsins en aldr- ei þó um þá sem koma hingað að utan til starfa. Af því tilefni var brun- að austur á Selfossi en þar starfar dönsk stúlka Anne Sofíe Nielsen við tamningar hjá þeim Einari Öder Magnússyni og Svanhvíti Kristjáns- dóttur sem eru þar með umfangsmik- inn tamningarekstur. Var hún af þessu tilefni tekin tali og beðin að segja frá sinni hestamennsku og veru sinni hér á landi. Hestar voru bara hestar „Mín fyrstu kynni af íslenskum hestum voru í reiðskóla í Danmörku þar sem voru eingöngu slíkir hestar. Það að ég skyldi hrífast af íslenskum hestum var að sjálfsögðu tilviljun. Skólasystir mín hafði sótt reiðtíma í þessum reiðskóla og dró mig með sér. Þá var lítið spáð í hvort hestarn- ir væru íslenskir eða ekki, hestar voru bara hestar og hvaðan þeir voru gilti einu hjá átta ára stúlkum. En þarna sótti ég reiðtíma í ein átta ár fyrst einu sinni í viku en tímunum fjölgaði með árunum auk þess sem ég var mikið að hjálpa til við hirð- ingu og annað, allt í sjálfboðastarfi. Hreifst ég af hestamennskunni og má segja að hún hafi heltekið mig strax og engin breyting hefur orðið þar á síðan,“ byijar Fia frásögn sína. Glókollur fyrir HM ’91 Sextán ára kaupir Fia sinn fyrsta hest, að sjálfsögðu íslenskan eftir að hafa unnið um skeið í bakaríi til að afla fjár til kaupanna. Sá hestur, sem var danskfæddur, reyndist ekki sérlega vel og seldi hún hann. „Hann var að heita má ótaminn þegar ég fékk hann en ég tamdi hann sjálf. Hann var geðgóður en latur og seldi ég hann til Svíþjóðar þar sem hann er barnahestur. Þá keypti ég Glókoll frá Brekkukoti sem var talsvert betri hestur. Keppti ég töluvert á honum, meðal annars á heimsmeistaramót- inu í Svíþjóð 1991. Ég keppti í fímm- gangi tölti, gæðingaskeiði og 250 metra skeiði. Ég varð í áttunda sæti í gæðingaskeiði sem ég var bara nokkuð ánægð með. Að komast á heimsmeistaramót var mjög spenn- andi, það var að sjálfsögðu mikil taugaspenna í kringum úrtöku- keppnimar en þetta færði mér mikla reynslu. Ég keypti þennan hest ein- vörðungu með það fyrir augum að komast í danska liðið þannig að það hefðu verið talsverð vonbrigði ef þetta hefði ekki gengið upp hjá mér.“ Rikke Schultz, sem nú er starfandi dýralæknir hér á íslandi, átti Gió- koll og hafði hún keppt nokkuð á honum. Var meðal annars með hann sem varahest á HM í Danmörku ’89. í pílagrímsferð til íslands Fljótlega fór að örla á áhuga fyrir að heimsækja fyrirheitna landið ís- land ef svo má að orði komast því það er draumur allra útlendinga sem hrífast af íslenska hestinum að kom- ast þangað og helst að fá vinnu við hesta. 1988 lét Anna drauminn ræt- ast og var um mánaðartíma á Sig- mundarstöðum hjá Reyni Aðalsteins- syni og fjölskyldu og svo aftur árið eftir. „Við fórum þijár stelpur úr reiðslkólanum saman í þessar ferðir, þetta voru svona pílagrímsferðir hjá okkur. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur. Landið fallegt og hestamir góðir. ísland kom mér kannski ekki á óvart, það var nokkum veginn eins og ég hafði hugsað mér, það gat eiginlega ekki verið öðruvísi. Það var meiri alvara á ferðinni þegar ég kom næst til íslands, búin með skólann og hægt að hella sér óhindrað í hesta- mennskuna. Veturinn ’92 réð ég mig í tamningar í Miðsitju hjá Jóhanni Þorsteinssyni og Sólveigu Stefáns- dóttur. Það var lærdómsríkur vetur, þarna breyttist hestamennskan úr frístundagamni í atvinnumennsku. í Miðsitju tók ég fmmtamningarpróf „Við Stormsker látum okkur í léttu rúmi liggja þótt við förum ekki saman á landsmótið en vissulega myndum við njóta þess vel ef svo færi“, segir Fia, sem bíður landsmótsins með eftirvæntingu. Félags tamningarmanna. Voru tekin út hjá mér fímm trippi í byijun, öll ótamin en í lokin var metin tamning þriggja þeirra sem ég valdi sjálf úr þessum hópi. í prófínu þurfa trippin að teymast vel bæði með manni og hesti, síðan eru þau sýnd í reið og prófdómaramir fara á bak. í júní fór ég aftur heim að þjálfa Glókoll og tók þátt síðar í Norðurlandamótinu sem haldið var í Noregi. Eftir mótið fór ég að vinna á búgarð skammt frá Hamborg í Þýskalandi þar sem voru íslenskir hestar. Það er mikill munur á að vinna hér og í Þýska- landi. Ég fyrir mitt leyti kann betur við mig hér, þetta er allt náttúru- legra hér og eðlilegra. Einnig var ég á annan mánuð í Canada hjá Robin Hood sem er rnörgum íslendingum að góðu kunn. I fyrravetur réð ég mig svo til Einars Öder og Svönu hér á Selfossi og var ég hér á landi alveg fram að heimsmeistaramótinu Hrossaræktarsamband Suðurlands 29 hestar í boði í sumar SENN LÍÐUR að því að stóðhestarnir hefji skyldustörf sín og fari að gagnast hryssum vítt og breitt um Iandið. Hrossaræktarsamböndin eru nú flest hver að leggja síðsutu hönd á eða nýbúin að raða niður hestum sínum og leiguhestum í girðingar á svæði hvers sambands. Hestaþættinum hefur nú borist listi yfir stóðhestanotkun á vegum Hrossaræktarsambands Suðurlands. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Meðal leiguhesta sem verða í boði á vegum deilda Hrossaræktarsam- bands Suðurlands er glæsihesturinn Stormur frá Stórhóli sem er að margra mati undrabarn í íslenskri hrossarækt hvað varðar háls, herð- ar og bóga sem hann fékk 9,5 fyrir og þykir verðmæti í hrossaræktinni. Listinn er á þessa leið: Hrafn 802 frá Holtsmúla verður á húsi og fyrra gangmál að Tóftum hjá Bjarkari Snorrasyni formanni sambandsins. Kveikur frá Miðsitju verður á húsi í Mýrdalnum en fyrra gangmál í Heysholti. Gáski 920 frá Hofsstöðum verð- ur á húsi í Kjarri í Olfusi hjá Helga Eggertssyni, fyrra gangmál í Vest- ur-Landeyjum og seinna gangmál í Biskupstungum. Viðar 979 frá Viðvík verður á húsi að Hrafnkelsstöðum, fyrra gangmál í Austur-Landeyjum og seinna gangmál í Holta og Land- sveit. Sörli frá Búllandi verður á húsi að Kjarri í Ölfusi, fyrra gangmál vestur í Dölum, seinna gangmál í Gnúpveijahreppi. Reykur frá Hoftúnum verður á húsi í Árbæjarhjáleigu, fyrra gang- mál á Skeiðunum og seinna gang- mál í Dölunum. Kópur frá Kvistum sem sam- bandið hefur nýverið keypt verður á húsi í Árbæjarhjáleigu, fyrra gang- mál í Rangárvallahreppi. Angi frá Laugarvatni verður fyrra gangmál í Villingaholtshreppi, seinna gangmál í Hrunamanna- hreppi en á húsi í Dölunum. Kólfur frá Kjarnholtum verður seinna gangmál á Stokkseyri en all- ir þessir hestar eru í eigu sambands- ins. Auk þeirra verða leigðir Baldur frá Bakka sem verður á húsi á Skeiðunum og Kolgrímur frá Kjarnholtum sem verður fyrra gangmál í Gaulveijabæ og seinna í Austur-Landeyjum en báðir þessir hestar eru fengnir í skiptum frá Dalamönnum fyrir Sörla frá Búl- iandi og Reyk frá Hoftúnum. Aðrir leiguhestar eru Kolbeinn frá Hraunbæ sem verður fyrra gang- mál í Skaftárhreppi. Mímir frá Ytra-Skörðugili fyrra gangmál í Fljótshlíðinni. Ljúfur frá Torfunesi fyrra gangmál í Hvolhreppi. Tandur frá Kjartansstöðum fyira gangmál í Holta og Landsveit. Páfi frá Kirkjubæ fyrra gangmál í Ása- hreppi. Heiðar frá Ási fyrra gang- mál í Ásahreppi. Hjörvar frá Arn- arstöðum fyrra gangmál að Eyrar- bakka. Sveipur frá Skáney fyrra gangmál í Sandvíkur og Hraungerð- ishreppi. Gustur frá Grund fyrra gangmál í Hrunamannahreppi. Hrynjandi frá Hrepphólum fyrra gangmál í Grímsnesi og Laugardal. Svartur frá Unalæk fyrra gangmál í Súluholti og seinna gangmál í Heysholti og Stormur frá Stórhóli verður fyrra gangmál í Kjósinni. Stígur 1017 frá Kjartansstöðum seinna gangmál undir Eyjafjöllum. Hrannar frá Kýrholti seinna gang- mál í Holta og Landsveit. Stígandi frá Hvolsvelli seinna gangmál í Holta og Landsveit. Þorri frá Þúfu seinna gangmál í Sandvíkur og Hraungerðishreppum og Kjarval frá Sauðárkróki seinna gangmál í Djúpárhreppi. Alls eru þetta 29 hest- ar sem standa Sunnlendingum til boða að þessu sinni. Satnbland af eldri og reyndum hestum og ungum vel ættuðum og efnilegum hestum. stoppistöð Útiá eftirJóhann G. Gunnarsson X Eru sjálfstæðismenn í Reykjavík að missa af strætó? Þeirri spurningu fæst iíklega ekki svarað fyrr en í vor er borgarstjómarkosningar verða yfírstaðnar. Einhvem veginn fínnst manni nú samt að í ljósi atburða síð- ustu vikna séu sumir smeykir um sig. Satt að segja fínnst mér, hægris- > innuðum manninum, það ekki skrýt- ið. Ég, sem starfsmaður SVR hf., hef þurft að sitja undir þvílíkum vit- „Nú spyr ég: Er SYR hf. í samkeppni við aðra? Engan í fljótu bragði séð, eða hvað? “ leysisgangi undanfarna mánuði vegna breytinga á SVR að maður hlýtur að spyija: Hvað á ég að kjósa núna? Fúið timbur .Mér. verðpr, æ ljósara. að timbrið sem Sveinn Andri og félagar notuðu í uppsláttinn á SVR hf. er svikið. Það er svo fúið og gegnsósa af hrá- slagalegum og illa kokkuðum hug- myndum að hver einasti maður sem ég þekki snýr sér undan ef minnst er á SVR hf. Þessa staðreynd sá fjöldinn ailur af flokksbundnu sjálfstæðisfólki í Reykjavík og felldi Svein Andra með eftirminnilegum hætti í prófkjöri ný- lega. Eftir margra mánaða baráttu vagnstjóra SVR hf. fyrir gefnum lof- orðum, gekk Markús Orn til samninga og tryggði okkur þau kjör og réttindi sem okkur bar. Þessi samningur hefði Jóhann G. Gunnarsson að öllu jöfnu átt að vera gjörsamlega óþarfur ef uppsláttartimbrið hefði verið betra í bytjun. Samkeppnin Nú er Markús Örn hættur og þá vaknar sú spurning: Hvað gerir nýr borgarstjóri? Árni Sigfússon var spurður af blaðamanni, daginn sem hann og Markús skiptu um stól í beinni útsendingu, hvort hann myndi fylgja yfirlýstri stefnu flokksins varðandi einkavæðingu borgarfyrir- tækja. Svar hans var á þá leið að hann sæi ekki ástæðu til að einka- væða borgarfyrirtæki sem ekki væri í samkeppni við aðra. Nú spyr ég: Er SVR hf. í samkeppni við aðra? Engan í fljótu bragði séð, eða hvað? Þau rök hafa óspart heyrst að þetta sé ekkert sem við þurfum að hræð- ast, þar sem enginn hafí nauðsynleg- an vagnakost til rekstrar leiðanna. En ,ef við hinsyegar skoðum skýrslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.