Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 45 Samviskuspuming- ar til blaðamanna eftir Sigurð Þór Guðjónsson Agnes Bragadóttir blaðamaður ritaði grein í Lesbók Morgunblaðs- ins þann 19. mars undir fyrirsögn- inni „Fórnarlömb nauðgara vegin og léttvæg fundin“. Hún gerir það að umtalsefni að enginn var í Hæstarétti til að taka á móti áskorun frá göngu „gegn kynferðisofbeldi", á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Staðhæfir Agnes, að með þessari fjarveru ásamt tilteknum ummælum for- seta réttarins, sem hann hefur reyndar borið til baka opinberlega, sýni hann „fórnarlömbum kynferð- isofbeldis takmarkalítinn dónaskap og slíka fyrirlitningu, að það hlýtur að hafa vakið athygli alþjóðar“. Agnes vísar síðan til máls í Eng- landi þegar dómari felldi vægan dóm í nauðgunarmáli gegn barni og segir að sá dómur, er vakið hafi mikla reiði, kunni að verða til þess þar í landi að „reglum um hæfi og val dómara yrði breytt“. Og hún telur full efni til að sams- konar umræða hefjist hér. Ég virði réttlætiskennd Agnesar Bragadóttur. Og eins og fyrri dag- inn þorir hún að segja meiningu sína. En fordómar gegn þolendum kynferðisofbeldis eru síður en svo bundnir við dómstóla. Þeir koma fram miklu víðar og oft enn þá verri og smita þaðan út frá sér, jafnvel inn í réttarkerfið. Slíkir for- dómar eru því alveg jafn skaðlegir og ætlaðir fordómar dómstólanna. Þess vegna er nauðsynlegt að taka á þeim hvar sem þeir koma fram. Og það þarf ekki að leita langt yfir skammt til annarra landa. Þeir blasa við fyrir framan nefið á okkur hér heima. Aðeins fimm dögum fyrir gönguna birti Morgunblaðið eftir mig grein sem hét „Síðbúin máls- vörn fýrir siðanefnd BÍ“. Þar leiddi ég að því rök, að í niðurstöðu sinni um tiltekið kærumál gegn blaða- manni fyrir _ siðanefnd Blaða- mannafélags íslands vegna tíma- ritsfrásagnar um kynferðisofbeldi, hafi nefndin fjórum sinnum brotið á mér sem einstaklingi siðareglur blaðamanna og var ég þó ekki formlegur aðili kærumálsins. Að- eins þolandi ofbeldisins er skipti sköpum í lífi mínu. Auk þess færði ég rök að því að tilteknar hug- myndir nefndarinnar um æskileg vinnubrögð blaðamanna stuðluðu almennt að fordómum, mismunun og stimplunum á þolendum kyn- ferðislegs ofbeldis. Grein mín var algjörlega málefnaleg og hvert at- riði fyrir sig rökstutt ítarlega. Rök mín verða því aðeins ómerkt með því að hrekja þau með öðrum gild- um rökum. Það hefur enn ekki verið gert. Sigurður Þór Guðjónsson „Ætlar Blaðamannafé- lag íslands að bjóða hinum almenna borg- ara, sem telur að blaða- maður hafi brotið á sér siðareglur, upp á það að leita réttar síns fyrir siðanefnd, er sjálf hef- ur nánast verið staðin að verki á almannafæri við brot á siðareglum blaðamanna og hvatt óbeint að auki til mis- mununar á þolendum kynferðisofbeldis og stuðlað að fordómum gegn þeim?“ Óhjákvæmilegar spurningar í framhaldi af því eru eftirfar- andi spumingar óhjákvæmilega rökrétt framhald: Ætlar Blaðamannafélag íslands að bjóða hinum almenna borgara, sem telur að blaðamaður hafi brot- ið á sér siðareglur, upp á það að leita réttar síns fyrir siðanefnd, er sjálf hefur nánast verið staðin að verki á almannafæri við brot á siðareglum blaðamanna og hvatt óbeint að auki til mismununar á þolendum kynferðisofbeldis og stuðlað að fordómum gegn þeim? Er nokkurt siðvit í því? Getur fólk treyst slíkri nefnd? Og samræmist hún virðingu blaðamannastéttar- innar fyrir sjálfri sér og almenn- ingi? Siðanefnd blaðamanna er að vísu enginn hæstiréttur, hvorki að valdi né virðingu. En hún er eigi Fjölbreytt starf Viiinu- skólans í Kópavogi ^ Á BÆJARRÁÐSFUNDI í Kópavogi 24. mars sl. var samþykkt til- laga íþróttaráðs um nýjung í starfi Vinnuskólans í Kópavogi. Til- lagan felst í því að unglingum í Kópavogi, sem starfa munu við Vinnuskólann, verði boðið upp á ýmis námskeið meðan á störfum þeirra í Vinnuskólanum stendur. Markmiðið með sumarnám- skeiðum þessum er að virkja ungl- ( inga í uppbyggjandi leik og námi þann tíma sem þeir eru ekki við í vinnu á tímabilinu. Þannig verður | unglingum boðið upp á námskeið í siglingum, hokkí, götukörfu, tennis, silungsveiði, reiðnámskeið og golfi svo nokkuð sé nefnt þann , hluta starfstíma Vinnuskólans þegar unglingar eiga sína frístund. Þá er ennfremur lagt til að farið verði í gönguferðir og unglingum kynnt náttúran og unnið verði hin ýmsu verkefni samfara og í sam- vinnu við Náttúrufræðistofu Kópa- vogs. Hugmyndirnar eru settar fram með þeim fyrirvara um að þær verði unnar í samvinnu við unglinga og samþykktar af þeim. að síður opinber úrkurðarnefnd fjölmiðla til að fjalla um meintar misgjörðir blaðamanna og þar með hugsanlegt ranglæti. Og Mörður Árnason, varaformaður nefndar- innar, hefur einmitt bent á það að úrskurðir hennar eru í vaxandi mæli notaðir sem kærugögn fyrir dómstólum. Það er því áríðandi að nefndin gæti sömu tillitssemi og varkárni gagnvart meintum þo- lendum kynferðisofbeldis og siða- reglur ætlast til að blaðamenn sýni öðru fólki. Það er afar ólíklegt að dómstólar, saksóknari eða rann- sóknarlögregla, hafi nokkru sinni sýnt meintum eða sönnuðum þo- lendum kynferðisofbeldis aðra eins lítilsvirðingu og ég þykist haf sýnt fram á með rökum, sem ekl hafa verið hrakin, að siðanefn blaðamanna gerði í Mannlífsmál inu. Agnes Bragadóttur virðist ekk hafa hnotið um þetta óvenju skýra íslenska dæmi um „dónaskap og fyrirlitningu" á þolendum kynferð- islegs ofbeldis. Hvers vegna? Hún er þó blaðamaður og ætti því siða- nefnd þeirra að standa henni jafn- vel enn þá nær en dómstólamir til að krefjast af nefndinni sanngirni og virðingar í garð þolenda. Þetta mál hefur heldur ekki raskað ró nokkurs annars blaðamanns. Dag- blöðin og aðrir fjölmiðlar hafa leitt það hjá sér. Það hafa samtökin Stígamót einnig gert, þó þau séu í vitund þjóðarinnar helstu mál- svarar þolenda kynferðisofbeldis. En Jóna Rúna Kvaran lét þess reyndar nýlega getið, í umræðu- þætti í sjónvarpi um skrif blaða- manna um einstaklinga, að það þyrfti hugrekki til að styðja við bakið á öðrum. Það eru orð að sönnu. Þó vel meint og að ýmsu leyti réttmæt skrif Agnesar Bragadótt- ur séu tilefni þessarar ábendingar minnar, tala ég til allra blaða- manna. Fáeinar skýrar og einfald- ar grundvallarspumingar, sem orðaðar eru hér að framan undir millifyrirsögninni, bíða svars fyrir þeirra samvisku, sem stundum verður til allrar hamingju hávær í gagnrýni á spillingu og ranglæti í íslensku samfélagi. Og svörin munu ekki fara framhjá neinum. Allra síst sú þögn sem ærir. Höfundur er ríthöfundur. Iðnlánasjóður auglýsir til sölu eða leigu fasteignirnar Suðurhraun 2 og 2A, Garðabæ. Um er að ræða u.þ.b. 6.000 fm byggingar sem skiptast þannig: 1. Skrifstofubygging 420 fm. Vinnusalur I 2.450 fm. Starfsmannaaðstaða/skrifstofa 198 fm. Fimm þjónusturými með innkeyrsludyrum 990 fm. 2. í útleigu til 1996: Vinnusalur II 1.365 fm. Starfsmannaaðstaða 140 fm. Stöðvarhús 438 fm. Fasteignin er byggð á árunum 1984 til 1987. Lóðin er um 47.500 fm og fylgir henni töluverður bygginga- réttur. Til greina kemur að selja eignina í hlutum. Upplýsingar veittar hjá Iðnlánasjóði í síma 680400. VIÐEYJARSTOFA | fyrir smærri og stærri hópa <Ú(S> Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna, starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin, félagssamtökin og alla hina hópana. q)(9 í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður veitingastaður. Par svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var. €>(£> » ts d> Má freista ykkar með ævintýralegri ferð og sælkeramáltíð á góðu verði! Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti. q)(9 Upplýsingar og borðapantanir í símum 6219 34 og 6810 45 MODELSAMTOKIN Skemmtilegt og þroskandi námskeið fyrir ungar stúlkur 13-16 áraog 17 ára og eldri. Sviðsframkoma, ganga, snyrting, hárgreiðsla og framkoma. Myndatökur— pósur. Helgarnámskeið - kennt fjórar helgar. í lokin verður tískusýning og afhent viðurkenningaskjöl. Upplýsingar í síma 643340 eða 37878 milli kl. 17-19. Uuuur Arngrímsdðttir M unið gjafakortin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.