Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 19S4 31 Kínverjar óttast at- vinnuleysi KÍNVERSK stjórnvöld viður- kenndu í gær að þar í landi væri við gífurlegt atvinnuleysi að stríða. Milljónatugir verka- manna ráfuðu um í leit að atvinnu en talið er að 130 milljónir landbúnaðarverka- manna séu atvinnulausir. Dagblað alþýðunnar, flokks- málgagn kínverska kommún- istaflokksins, sagði atvinnu- leysið vera orsök hraðra efna- hagsbreytinga og hliðarstökks frá sósíalísku velferðarkerfi. Biðja um vægð fyrir Jaruzelski PÓLSK þing- nefnd lagði í gær til að þingið felldi niður ákærur' á hendur Wojciech Jaruzelski leiðtoga her- foringja- stjórnarinnar sem hrökklaðist frá völdum 1989. Rétt áður en óháðu verkalýðssamtökin, Samstaða, tóku við völdum lét hann eyðileggja fundargerðir allra funda stjórnmálaráðs kommúnistaflokksins á sjö ára valdatíma herforingjastjórnar- innar. Leyniviðræð- ur við IRA? PETER Robinson, leiðtogi norður-írskra sambandssinna, fullyrti í gær að breska stjórn- in ætti í leynilegum samninga- viðræðum við fulltrúa írska lýðveldishersins, IRA. Robin- son er harður andstæðingur nánara sambands Norður- írlands og írska lýðveldisins. Hann sagði að breska stjórnin hefði fallist á þá kröfu IRA og Sinn Fein, stjórnmálaarms hryðjuverkasamtakanna, að útlista bresk-írsku friðaráætl- unina fyrir Norður-írland frá í desember. Hryðjuverkasam- tökin lýstu yfir vopnahléi um páskana og hafa þau haldið það. Páfagarður minnist hel- fararinnar FÓRNARLAMBA helfarar nasista gegn Gyðingum í seinna stríðinu verður minnst með áður óþekktum hætti í Páfagarði í dag. Jóhannes Páll páfi verður viðstaddur athöfnina ásamt Elio Toaff helsta trúarleiðtoga ítalskra gyðinga í Róm og fjölda manna sem lifðu helförina af. Alls verða gestir um 7.500. Rússar reka 30 herstöðvar erlendis RÚSSAR hyggjast reka áfram um 30 herstöðvar utan eigin landamæra, að sögn Itar-Tass fréttastofunnar. Flestar stöðv- anna eru í fyrrum sovétlýð- veldunum 12 sem mynda Sam- veldi sjálfstæðra ríkja. Ein stöðvanna verður í Lettlandi en Rússar hafa samið við Letta um áframhaldandi rekstur ratsjárstöðvarinnar í Skruda næstu fjögur árin. Hneykslismál varpa skugga á minningu Strauss Bonn. Reuter. FALLIÐ hefur á þann frægðarljóma sem fór af Franz Josef Strauss, fyrrum leiðtoga Kristilega sósíalsambandsins (CSU) í Þýskalandi en Strauss lést árið 1988. Fjöldi hneyksl- ismála hefur tengst nafni hans og hafa þrír skjólstæðingar hans sagt af sér í tengslum við viðskiptahneyksli á árinu. Talið er að hneykslismálin kunni að skaða CSU í Ssam- bandslanda-, Evrópuþings- og þingkosningum, sem allar verða á árinu, en flokkurinn hefur verið við völd í Bæjara- landi frá 1949. Þá getur slæmt gengi CSU skaðað sam- starfsflokk hans í ríkisstjórn, Kristilega demókrata (CDU). „Strauss var maður mótsagna,“ sagði Theo Waigel, leiðtogi CSU og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Helmuts Kohls. „Allir vissu að hann var enginn engill.“ Hefur Waigel lagt mikla áherslu á að rannsókn á persónulegum málum Strauss hafi ekki áhrif á pólitískan feril hans. Strauss hefur verið sakaður um of náin tengsl við Alexander Schalk-Golodkowski, grunsamlegan austur-þýskan kaupsýslumann og njósnara, og um að aðstoða vin sinn við að koma í gegn vafasömum viðskipt- um með kjöt við Austur-Þjóðveija. Alvarlegustu ásakanirnar komu hins vegar fram um helgina í fréttatímaritinu Der Spiegel, en það birti viðtal við kaupsýslumann sem sagði Strauss hafa aðstoðað sig við að minnka 70 milljón marka skattaskuld niður í 8,3 milljónir marka. Þá sagði hann Strauss hafa ráðlagt sér að telja embættis- mönnum trú um að hann væri of veikur til að yfirgefa aðsetur sitt í Sviss og gæti því ekki rætt skattamál við yfirvöld. Sagðist kaupsýslumaðurinn hafa greitt háar fjárhæðir í kosningasjóð CSU, lánað flokksmörinum pen- inga og lánað Strauss einkaflugvél sína. Forsætisráðherra Bæjara- lands hefur fordæmt gagnrýnina á Strauss og sagt að hinir látnu eigi að hvíla í friði. Fylgi CSU, sem hefur meiri- hluta á þinginu í Bæjaralandi, hefur hrapað að undanförnu niður í 39%. í skoðanakönnunum sem birtar voru í gær, kom í ljós að bilið á milli Jafnaðarmanna (SPD) og CDU hefur minnkað; fylgi SPD hefur aukist um 2% og er 29% en fylgi CDU hefur aukist um 5% í 23%. Keuter Vorhreinsun í Moskvu RÚSSNESKIR hermenn unnu í gær við að bijóta ís á götum nærri Moskvufljót en þeir taka jafnan þátt í vorhreinsun í borginni. Atta manns létust og fimmtíu slösuðust í hryðjuverki í Israel Bömin stóðu í „ljósum logum eins og kyndlar“ Afula. Reuter. ÁTTA manns létust og um 50 slösuðust þegar bíll hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp rétt við strætisvagn, sem var að taka við fólki í bænum Afula í ísrael. Eru íslömsku öfgasamtökin Hamas grunuð um verknaðinn en fulltrúi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, hefur harmað hann en segir hann sýna hve nauðsynlegt sé að ljúka friðar- samningum PLO og ísraela sem fyrst. ísraelsk stjórnvöld segja, að viðræðum verði haldið áfram þrátt fyrir þennan atburð. Sjónarvottar segja, að eftir sprenginguna hafi nokkur börn, „í ljósum logum eins og kyndlar“, komið út úr flaki strætisvagnsins og kallað á hjálp. „Bjargið mér. Hvað hefur komið fyrir mig,“ hrópaði eitt þeirra að sögn Alberts Amos, ökukennara, sem jiusti ásamt fleirum á vettvang. „Eg sá líkamshluta, sem höfðu dreifst í allar áttir, börn, sem voru hár- laus, og 14 ára gamla stúlku, sem hrópaði „mamma, mamma" yfir látinni móður sinni,“ sagði annað vitni, Nissim Mizrahi. Maður, sem hringdi á erlenda fréttastofu í ísrael, nefndi á nafn manninn, sem ók bílnum með sprengiefninu og fyrirfór sér og sagði, að notað hefðu verið 175 kíló af sprengiefni. Er Hamas- hreyfingin grunuð um hryðjuverk- ið og talið, að það hafi verið í hefndarskyni vegna morðanna í Hebron þegar ísraelskur landnemi myrti að minnsta kosti 30 Palest- ínumenn. Engin áhrif á friðarsamninga Hryðjuverkið í Afula átti_ sér stað á sama tíma og fulltrúar Isra- elsstjórnar og PIO ræddust við í Kairó í Egyptalandi um fram- kvæmd friðarsamninganna og Yossi _ Sarid, umhverfismálaráð- herra ísraels, sagði, að viðræðun- um yrði haldið áfram. „Ef viðræð- unum yrði slitið, værum við að fela örlög okkar í hendur hryðju- verkamönnum og það er það, sem þeir vilja,“ sagði Sarid og samn- ingamaður PLO sagði, að ekkert sýndi betur en hryðjuverkið hve nauðsynlegt væri að koma á samn- ingum. Reuter Rannsókn á Hebronmorðunum mótmælt HÓPUR ísraelskra kvenna kom saman í gær fyrir utan hús hæstarétt- ar ísraels í Jerúsalem til að mótmæla rannsókn á morðunum í Hebr- on, þegar ísraelskur landnemi myrti að minnsta kosti 30 Palestínu- menn við bænagjörð. Böm við stjóm er þotan fórst Moskvu. The Daily TeleKraph. Reuter. RÚSSNESK ríkisnefnd sem rannsakar orsakir þess að Airbus A310 þota ríkisflugfélagsins Aeorflot fórst með 75 manns innan- borðs í Síberíu 23. mars, hefur skýrt frá því að unglingar, börn eins flugmannsins, hafi setið í sætum flugmannanna er flugvélin skall í jörðina. Að sögn talsmanns nefndarinn- ar sátu sonur og dóttir flugmanns í sætum flugmannanna og var faðirinn að útskýra kúnstir flug- mennskunnar fyrir þeim er þotan tók skyndilega dýfu og steyptist 30 þúsund fet til jarðar á 128 sekúndum. Sagði í frétt Itar-Tass að fikt í stjórntækjum hefði leitt til slyssins og sögðu sérfræðingar að líklega hefði sjálfstýringin verið rofin úr sambandi. Lík flugstjór- ans fannst í farþegaklefa þotunnar en í flugstjórasætinu var lík 15 ára flugmannssonar. Rússneskir embættismenn sögðu að veruleg afglöp í starfi hefðu átt sér stað af hálfu flug- manna Airbus-þotunnar sem Aeroflot tók á kaupleigu fyrir rösku ári. Sérfræðingar í flugmálum sögðu það ekki fullnægjandi skýr- ingu á slysinu að unglingar hefðu verið að fíkta í stjórntækjum þot- unnar. Flugriti hennar var sendur til Frakklands til rannsóknar og beðið er niðurstöðu úr þeirri rann- sókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.