Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Hvað hefur breyst? eftir Jón Baldvin Hannibalsson í skýrslu minni til Alþingis árið 1992 lagði ég til að hafín yrði út- tekt á kostum og göllum aðildar íslands að Evrópusambandinu og benti á að með því að sækja ekki um aðild væri tekin ákvörðun um að hafna aðild, a.m.k. að svo stöddu. Slíka ákvörðun þyrfti ekki síður að rökstyðja en aðrar. Ekki varð þó úr því að stjórnarráðið allt væri virkjað til slíkrar athugunar, þrátt fyrir að áfram hafi verið að því unnið, meðal annars innan utanrík- isþjónustunnar, að bera saman stöðu EES-samningsríkja við stöðu aðildarríkja Evrópusambandsins. íslensk stjómvöld hafa ávallt lýst því yfir að náið yrði fylgst með aðildarviðræðum Norðurlandanna þriggja og þá sérstaklega Noregs vegna þeirra hagsmuna sem við eigum sameiginlega. Þá er einnig rétt að minna á að utanríkismála- nefnd Alþingis lýsti því, í nefndar- áliti með tillögu til þingsályktunar um tvíhliða samninga við Evrópu- sambandið í maí sl., að nauðsynlegt væri að fylgjast náið með samn- ingaviðræðunum og töldu nefndar- menn að utanríkismálanefnd gegndi þar lykilhlutverki. Því hefur verið haldið fram að ekkert hafi breyst með aðildar- samningum Norðurlandanna þriggja og ekkert hafi komið fram sem réttlæti að spumingin um aðild að Evrópusambandinu verði tekin á dagskrá. Það er mín skoðun að flestar forsendur okkar hafí breyst vemlega: * Norðmenn hafa náð samningum sem ganga þvert gegn því sem menn bjuggust við á sínum tíma. Evrópusambandið hefur sýnt mik- inn sveigjanleika í landbúnaði og sjávarútvegi og í ákveðnum tilvik- um gengið svo langt að semja um það við Norðmenn að breyta reglum Evrópusambandsins til að tryggja hagsmuni Norðmanna. Þetta er þeim mun áthyglisverðara ef tekið er tillit til þess að Norðmenn eiga ekki lífsafkomu sína undir sjávarút- vegi, eins og við Islendingar. Þeirra stærstu hagsmunir eru á sviði orku- mála og þar var þeim sérstaklega sýnd mikil tillitssemi. * Margt hefur orðið ljósara um hvaða stefnu Evrópusambandið mun taka í framtíðinni. Vægi áköf- ustu fylgismanna hraðs samruna og aukins valds yfirþjóðlegra stofn- ana hefur dvínað, en þess í stað virðist gæta aukins sveigjanleika í starfi Evrópusambandsins og póli- tísks raunsæis í meira mæli en ver- ið hefur. Ljóst er einnig að margt bendir til að aðildarríkjum Evrópu- sambandsins fjölgi enn í nánustu framtíð. Þannig má ætla að þróun sambandsins verði enn frekar í þá átt að Evrópusambandið verði alls- heijarsamtök Evrópuríkja á sviði efnahags- og öryggismála. Viljum við að Island standi utan slíks sam- starfs, eitt Evrópuríkja? * Það dylst engum að breyting er framundan á eðli norrænnar sam- vinnu ef svo fer sem horfir með aðild allra Norðurlanda nema ís- lands að Evrópusambandinu. Jafn- vel harðsnúnir andstæðingar aðild- ar Islands að EES og Evrópusam- bandinu viðurkenna það. Sú breyt- ing var í sjálfu sér fyrirsjáanleg, en fæsta grunaði að svo stuttur tími liði þar til hún yrði að veruleika. Aðildarsamningxir Noregs við Evrópusambandið Nú liggja fyrir niðurstöður aðild- arviðræðna EFTA-ríkjanna fjög- urra. Niðurstöðumar gefa til kynna hvaða sveigjanleika Evrópusam- bandið getur sýnt við samninga, þegar reynir á grundvallarhags- muni nýrra aðildarríkja og hvernig reglur Evrópusambandsins má laga að aðstæðum í nýjum aðildarríkjum. Erigú að síður hafa margir íslensk- ir stjórnmálamenn stigið á stokk og lýst því yfír að forsendur okkar fyrir því að sækja ekki um aðild hafi í engu breyst þrátt fyrir samn- ingsniðurstöðu nágrannaríkja okk- ar og vitnað um eilífa og óumbreyt- anlega andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu. Við upphaf viðræðnanna var al- mennt gert ráð fyrir því að hin nýju aðildarríki yrðu að lúta gild- andi reglum Evrópusambandsins, með mögulegum aðlögunartíma varðandi einstök samningssvið, enda hafði reyndin verið sú við aðra aðildarsamninga á árum áður. í þessu fólst að gert var ráð fyrir því að styrkir til landbúnaðar þyrftu að lækka verulega til samræmis við styrki innan Evrópusambandsins, með alvarlegum afleiðingum fyrir landbúnað á harðbýlum norðurslóð- um. Þá var gert ráð fýrir því að nýju aðildarríkin yrðu að fallast á óskorað forræði Evrópusambands- ins fyrir nýtingu auðlinda sjávar utan 12 mílna þannig að kvótaút- hlutanir, vemdaraðgerðir og aðrir þættir fiskveiðistjórnunar yrðu á valdi framkvæmdastjórnarinnar í Bmssel og lytu reglum Evrópusam- bandsins. Af þessum ástæðum er nauðsyn- legt að halda því til haga hvað felst í samningum Norðurlandanna þriggja við Evrópusambandið og að hvaða leyti niðurstaðan felur í sér nýmæli sem ekki var ráð fyrir gert. Það verður þó að gera þann fyrir- vara að frumtextar samninganna liggja ekki fyrir fyrr en um miðjan aprílmánuð, svo styðjast verður við frásagnir og greinargerðir samn- ingsaðila. Hér verður fyrst og fremst litið til samnings Norð- manna við Evrópusambandið, enda eru hagsmunir þeirra skyldastir okkar. Það verður þó að hafa í huga að grundvallarhagsmunir Norðmanna liggja ekki á sviði sjáv- arútvegs, heldur á sviði orkumála. Þar fengu Norðmenn öllum sínum meginkröfum framgengt. LANDBÚNAÐUR: Á sviði landbúnaðar vekur mesta athygli að sérstakar reglur eru mótaðar um landbúnað á norður- slóðum. í þeim felst að heimilt er að styrkja landbúnað á Norðurlönd- unum umfram það sem gengur og gerist innan Evrópusambandsins. Þá er aukið svigrúm gefið til þess að styrkja byggð í stijálbýli. Evr- ópusambandið hefur því fallist á rök Norðurlandanna þriggja um erfið skilyrði landbúnaðar á norðurslóð- um og nauðsyn þess að styrkja byggð í dreifbýli af menningarleg- um ástæðum og vegna öryggis- hagsmuna. Rétt er að taka fram að ekki liggur enn ljóst fyrir hvern- ig einstökum útfærsluatriðum verð- ur háttað. Helstu niðurstöður samn- ingaviðræðna milli Noregs og Evr- ópusambandsins á sviði landbúnað- ar og byggðamála eru þessar: 1. Innflutningur landbúnað- arvara Bændur fá verðstuðning í 5 ár, sem tryggir þeim óbreytt skilaverð. Utsöluverð landbúnaðarvara lækk- ar hins vegar strax við aðild og mun lækka verulega. Innflutningur landbúnaðarvara verður almennt heimill, en Norðmenn fá öryggisfyr- irvara sem gildir í 5 ár og heimilar þeim að koma í veg fyrir alvarlegar markaðstruflanir innanlands. Þá verða innflutningskvótar í 3 ár á kjöti og ýmsum tegundum unninna landbúnaðarvara, en Norðmenn fá fullan aðgang að markaði Evrópu- sambandsins strax frá upphafi. Norðmenn fá leyfi til að hafa strangari reglur um heilbrigði inn- fluttra iandbúnaðarvara en almennt eru í gildi í Evrópusambandinu. 2. Aðlögun að landbúnaðar- stefnu Evrópusambandsins Evrópusambandið greiðir sem nemur 3 milljörðum n.kr. á fjórum árum til að auðvelda aðlögun að landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins. Stuðnirigur hiiis bþinbéfa við landbúnað verður færður til samræmis við stuðning innan Evr- ópusambandsins. Sú aðstoð sem landbúnaðurinn nýtur nú og sam- ræmist ekki reglum Evrópusam- bandsins á að hverfa á næstu 5 til 7 árum. Á 7 ára aðlögunartíma verður Norðmönnum einnig heimilt að styrkja fjárfestingu í landbúnaði sem ekki samræmist reglum Evr- ópusambandsins um styrkveitingar og fyrstu þijú árin er þeim heimilt að veita styrki til fjárfestingar í afurðavinnslu sem ekki samrýmast reglum sambandsins. 3. Nýjar reglur um opinbera aðstoð við landbúnað * Landbúnaður á norðurslóðum. Undir þessa skilgreiningu fellur allur landbúnaður norðan 62. breiddargráðu, alls um 30 af hundr- aði norsks landbúnaðar, auk stórra svæða sunnan 62. breiddargráðu. Á þeim svæðum sem falla undir þessa skilgreiningu verður Norðmönnum heimilt að veita frekari styrki en heimilaðir eru á grundvelli landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins, með þeirri undantekningu þó að styrkirnir mega ekki vera hærri en þeir eru nú. Á svæðum sem falla utan skilgreiningarinnar verður Norðmönnum einnig heimilt að veita styrki, ef vart verður umtals- verðra erfíðleika við aðlögun að innri markaði Evrópusambandsins. * Harðbýl svæði („least favoured areas"). Um 85% af norskum landbúnaði falla undir skilgreiningu Evrópu- sambandsins á harðbýlum svæðum. Evrópusambandið greiðir um fjórð- ung þessa stuðnings sem í heild mun nema um 1 milljarði n.kr. * Styrkir til umhverfisvæns land- búnaðar. Evrópusambandið mun veita 450 millj. n.kr. til þessa verkefnis en heildarupphæð styrkja samkvæmt þessum lið getur numið allt að 1.900 millj. n.kr. * Almennir styrkir. Evrópusambandið mun greiða í almenna styrki til landbúnaðar og byggðastyrki 4,5 milljarða n.kr. Norðmenn hafa heimild til að styrkja á móti um sem nemur 3,7 milljörðum n.kr. Þá falla undir al- menna styrki svokallaðir velferðar- styrkir sem nema 2 milljörðum n.kr. Samanlagt nema því styrkir undir þessum eina lið um 10 milljörðum norskra króna (upphæð sem er nærri fjárlögum íslenska ríkisins). * Byggðastyrkir og styrkir til at- vinnulífs. Evrópusambandið mun til viðbót- ar leggja fram 1,2 milljarða n.kr. gegn sama framlagi frá Norðmönn- um til að efla byggð og atvinnulíf. * Sérréttindi Sama. Viðurkennd er sérstaða Sama og þar með einnig sérstök réttindi þeirra til nýtingar hreindýra. Norð- menn mega áfram styrkja veiðar og vinnslu á hreindýrakjöti, auk þess sem unnt verður að leita í sjóði Evrópusambandsins um styrki. SJÁVARÚTVEGUR: Af þeim textum sem fyrir liggja má ráða að verulegt tillit hefur verið tekið til norskra sjónarmiða. Hugtakið „hlutfallslegt jafnvægi" er fest í sessi en það tryggir að við úthlutun kvóta sé tekið mið af veið- um undanfarin ár. Yrði þessu hug- taki beitt til hins ýtrasta yrðu nú- verandi veiðar Norðmanna innan norskrar lögsögu áfram í þeirra höndum. Ennfremur tekur Evrópu- sambandið yfír allar reglur og verk- lag Noregs við stjórn fiskveiða norðan 62. breiddargráðu. Svigrúm er veitt til að setja hömlur á svokall- að „kvótahopp" þar sem fjárfesting- ar erlendra aðila gefa aðgang að fískveiðum. Margt er þó enn óljóst um útfærsluatriði og hvað tekur við að loknum aðlögunartíma þeim sem Norðmenn hafa fengið á ýmsum ‘sviðum. Jón Baldvin Hannibalsson „Því hefur verið haldið fram að ekkert hafi breyst með aðildar- samningum Norður- landanna þriggja og ekkert hafi komið fram sem réttlæti að spurn- ingin um aðild að Evr- ópusambandinu verði tekin á dagskrá. Það er mín skoðun að flestar forsendur okkar hafi breyst verulega.“ 1. Forræði norðan 62. breidd- argráðu í þessari kröfu Norðmanna fólst að norsk stjórnvöld ákvörðuðu heildarafla og skiptingu hans í sam- ráði við Rússa og norskar reglur giltu um nýtingu og verndun á svæðinu. Niðurstaðan varð sú að fram til 1. júlí 1998 munu Norð- menn ákvarða Ieyfilegan heildarafla fyrir norðan 62. breiddargráðu. Þá flyst forræðið til Evrópusambands- ins, en sama fyrirkomulagi verður fylgt við ákvörðun um afla og samn- inga við Rússa og verið hefur. Þann- ig mun áfram verða haft sérstakt samráð við norsk hagsmunasamtök. Norðmenn munu viðhalda verndar- aðgerðum sínum í 1-3 ár, en þá verða norsku reglurnar gerðar að reglum Evrópusambandsins. Sam- komulagið felur einnig í sér sameig- inlegar yfirlýsingar um meginatriði sem taka ber mið af við nýtingu auðlindanna. 2. Aflaheimildir * Nýjar aflaheimildir. Norðmenn neituðu að veita nokkrar veiðiheimildir til viðbótar þeim er þeir létu til Evrópusam- bandsins með EES-samningnum og upphafleg krafa þeirra var reyndar að þær veiðiheimildir féllu niður. Á síðari stigum samningaviðræðn- anna buðu Norðmenn aðlögun á útreikningi þorskkvóta sem Evr- ópusambandið fékk í sinn hlut með EES. Niðurstaðan úr samningaviðræð- unum varð sú að Evrópusambandið heldur óbreyttum þorskkvóta, en breytt var viðmiðun um útreikning aflans fram til ársins 1998. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að kvótinn ykist úr 6.000 tonnum 1994 í 11.000 tonn árið 1997 og eftir það yrði hann reiknaður hlutfall af heildarkvóta í norskri lögsögu. Hlutfallið átti að reikna út á þann hátt að það væri meðaltal þess hlut- falls af heildarafla sem kvótinn var frá 1994 til 1997. Norðmenn buð- ust hins vegar til að gera kvótann áð hlutfallskvóta Strax við áðild, á þann hátt að kvótinn væri miðaður við 11.000 tonn en heildarkvóti er áætlaður 700.000 tonn. Af þessu leiðir að þorskkvóti Evrópusam- bandsins í norskri lögsögu mun aukast úr 1,28% í 1,57% leyfilegs heildarafla, eða um 2.000 tonn á ári í meðalári fram til 1998. Þá kveður samningurinn á um að leyfi- legur meðafli geti numið 10%, eða 1.100 tonnum á ári. Þá fær Evrópu- bandalagið 1.000 tonna kvóta sem Norðmenn eiga úti fyrir Kanada, en hafa lítið nýtt sér. * Hlutfallslegt jafnvægi. Það var krafa Norðmanna að þeir fengju tryggingu fyrir því að við skiptingu aflaheimilda milli að- ildarríkja Evrópusambandsins yrði byggt á hlutfallslegu jafnvægi. Niðurstaðan varð sú að gerð var sameiginleg yfirlýsing um mikil- vægi þess fyrir ríki Evrópusam- bandsins að við skiptingu aflaheim- ilda milli aðildarríkja verði byggt á sögulegri reynslu í veiðum og gætt hlutfallslegs jafnvægis. Ljóst er að hugtakið „hlutfallslegt jafnvægi" er komið til að vera á vettvangi Evrópusambandsins því ráðherra- ráð þess vísaði til hugtaksins í því skyni að halda aftur af kröfum Spánveija og Portúgala um aukinn aðgang að fiskimiðum núverandi aðildarríkja. 3. Aðgangur að lögsögu Norðmenn kröfðust tryggingar fyrir því að forræði þeirra yfir veið- um innan 12 mílna verði virt eftir endurskoðun fiskveiðistefnu Evr- ópusambandsins árið 2002. Þetta forræði skiptir Norðmenn miklu vegna stórs bátaflota enda á veru- legur hluti heildarveiði sér stað inn- an 12 mílna. Niðurstaðan varð sú að gerð var sameiginleg yfirlýsing þar sem Evr- ópusambandið fellst á grundvallar- þýðingu þess fyrir Noreg að halda strandhéruðum í byggð. Við endur- skoðun fiskveiðstefnunnar árið 2002 verði lögð sérstök áhersla á hagsmuni strandhéraða. 4. Krafa Norðmanna um tryggingar gegn kvótahoppi Norðmenn fóru fram á trygging- ar fyrir því að aflaheimildir yrðu bundnar við það aðildarríki sem fær þeim úthlutað, til að koma veg fyr- ir kvótahopp. Niðurstaðan varð sú að Norð- menn fá heimild til að halda í 3 ár skilyrði í lögum um að einungis norskir ríkisborgarar megi eiga fiskiskip sem er skráð í Noregi, en ströng skilyrði er að finna í þeim lögum um hveijir geta eignast fiski- skip. Hvað við tekur að 3 árum liðn- um er ekki ljóst. Þá fengu Norð- menn sameiginlega yfirlýsingu með Evrópusambandinu sem viðurkenn- ir það sem markmið kvótaúthlutana til einstakra aðildarríkja að tryggja hagsmuni þeirra sem í viðkomandi landi byggja afkomu sína á fiskveið- um og vinnslu. Dómstóll Evrópu- sambandsins hefur viðurkennt að aðildarríki er heimilt að setja skil- yrði fyrir skráningu skips í viðkom- andi ríki að það sé efnahagslegt samband milli skipsins og fánaríkis. Yfirlýsing af þessu tagi gerir Norð- mönnum auðveldara fyrir að þróa reglur af þessu tagi og framfylgja þeim auk þess sem Noregur sem aðildarríki mun hafa veruleg áhrif á mótun reglna til að hindra kvóta- hopp í framtíðinni. 5. Tollfrelsi fyrir sjávaraf- urðir Samkvæmt aðildarsamningnum fá Norðmenn fullt tollfrelsi á Evr- ópumarkað með sjávarafurðir sínar, að því frátöldu að sérstakt eftirlit verður haft fyrstu 4 árin með inn- flutningi á laxi, síld, makríl, rækju, humri, karfa og silungi. Gert er ráð fyrir því að Evrópusambandið geti haldið innflutningi á þessum teg- undum í sama magni og hann er í dag. 6. Aðgangur að styrkjakerfi Norskur sjávarútvegur fær fullan aðgang að styrkjakerfi Evrópusam- bandsins í sjávarútvegi strax við aðild. Á það jafnt við um styrki til úreldingar og uppbyggingar og byggðastyrki. Höfundur er utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins-Jafn- aðarmannaflokks íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.