Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Rétt skal rétt vera eftir Jóhannes Pálmason Vegna greinar Sifjar Knudsen sjúkraliða í Morgunblaðinu 19. mars sl., þar sem frjálslega er far- ið með staðreyndir, vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: IKO-könnun á Borgarspítalanum 1985 IKO er vðurkennt danskt ráð- gjafarfyrirtæki, sem hefur unnið fyrir íjölda íslenskra fyrirtækja. Þá hefur IKO unnið að hliðstæðum athugunum á fjölmörgum dönskum sjúkrahúsum. Umrædd könnun var unnin að frumkvæði stjórnar spítalans og var gerð í fullu samráði við sjúkral- iða sem og aðrar starfsstéttir. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði sáu um tíðnimælingar undir stjórn ráðgjafa frá IKO. Sambæriiegar kannanir voru gerðar á Landspítalanum árið 1982 og Landakotsspítala árið 1988 og þá kom einnig fram að óvirkur tími sjúkraliða er mun meiri en hjúkrun- arfræðinga. Með breyttu hlutfalli hjúkrunarfræðinga/sjúkraliða, þ.e.a.s. fjölgun hjúkrunarfræðinga og fækkun sjúkraliða, má búast við því að óvirkur tími sjúkraliða hafi minnkað. Sjúklingaflokkun Sjúklingaflokkun er aðferð til að „Sambærilegar kann- anir voru gerðar á Landspítalanum árið 1982 og Landakotsspít- ala árið 1988 og þá kom einnig fram að óvirkur tími sjúkraliða er mun meiri en hjúkrunar- fræðinga.“ meta þörf sjúklinga fyrir hjúkrun, en ekki vinnuframlag einstakra starfsstétta. Hefur þetta mælitæki verið notað með góðum árangri á Boragarspítalanum og Landspítal- anum í áraraðir. Sjúklingaflokkun er besta tækið sem við höfum í dag til að gera mönnunaráætlanir sem taka tillit til hversu mikla hjúkrun sjúklingar þurfa. Niðurstöður sjúklingaflokkunar hafa eingöngu verið notaðar til að fylgjast með hjúkrunarálagi yfir ákveðin tímabil og mönnunarþörf í fylgjast með hjúkrunarálagi yfir ákveðin tímabil og mönnunarþörf í samræmi við það. Hins vegar eru niðurstöður sjúklingaflokkunar ekki notaðar til að manna vaktir frá degi til dags. Þetta er sjúkralið- um á Borgarspítalanum fullljóst, því ótaldir eru þeir fræðslufundir sem sjúkraliðar hafa verið boðaðir á til að kynna þeim tilgang og framkvæmd sjúklingaflokkunar. A mörgum deidlum taka sjúkraliðar virkan þátt í sjúklingaflokkun með hjúkrunarfræðingum. Stöðuheimildir Eðli þjónustu Borgarspítalans hefur breyst mjög á undanförnum árum og þörf fyrir hjúkrunarfræð- inga hefur aukist vegna þeirrar flóknu meðferðar, sem fram fer á spítalanum. Stjórn spítalans hefur ávallt borið hag sjúklinga fyrir bijósti, þegar heimildum hefur ver- ið breytt, til að bæta þá hjúkrunar- þjónustu sem sjúklingar njóta. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum á bráðasjúkrahúsum sambærilegum Borgarspítalanum, hefur þróunin verið sú á sumum þeirra að engir sjúkraliðar eru við störf lengur. Hins vegar hefur setnum stöðugild- um sjúkraliða fjölgað á Borgarspít- alanum undanfarin ár, m.a. á öldr- unarlækningadeildum. Jóhannes Pálmason Launamunur í ofangreindri grein er því haldið fram að 50% munur sé á launum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Borgarspítalanum. Sú tala virðist fengin með því að bera saman heildarlaun þessara tveggja stétta og er þá ekki tekið tillit til vinnu- framlags. Við raunhæfan saman- burð þarf að bera saman grunn- laun. Hins vegar verður aldrei hægt að bera saman laun hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða af nokkru viti þar sem um er að ræða gjör- ólík störf og menntun sem að baki liggur. Þá má nefna að komast má af með færri starfsmenn á hverri vakt ef hlutfall hjúkrunar- fræðinga er hærra og þar með lækka heildarlaunakostnað. Varðandi bréf það sem trúnaðar- menn Sjúkraliðafélags íslands rit- uðu stjórnarformanni Sjúkrastofn- ana Reykjavíkurborgar, þá hefur því þegar verið svarað. I bréfinu er lagt til að leitað verði eftir sam- anburði á mönnun bráðasjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu að undirlagi landlæknisembættis eða heilbrigðisráðuneytis. Á Borgarspítalanum vinna margir afbragðs sjúkraliðar í góðri samvinnu við hjúkrunarfræðinga og aðrar starfsstéttir. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fundað með trúnaðarmönnum sjúkraliða nokk- uð reglulega og skipst hefur verið á upplýsingum um málefni er varða sjúkraliða. Greinarhöfundur skrifar af van- þekkingu um ýmis málefni Borgar- spítalans. Hægt hefði verið að fá réttar upplýsingar ef eftir þéim hefði verið leitað. Skrif sem þessi gera lítið annað en að spilla annars ágætu samstarfi. Höfundur er fram k væm dnstjóri . Iiorgarsphakt. Framkvæmd löggæslu eftir Böðvar Bragason Gunnar Jóhann Birgisson birti grein í Morgunblaðinu fyrir páska þar sem að hann gerir því skóna að stefnubreyting hafi orðið í lög- gæslumálum Reykvíkinga með þeim hætti að horfið hafi verið frá forvarnarstefnu í rekstri Breið- holtslögreglunnar. Ber hann fyrir sig „ótrúlegar fréttir" sem verða honum síðan tilefni til m.a. al- mennra hugleiðinga um hlutverk ríkisvalds og sveitarstjórna við rekstur lögreglu. Vegna þessa vil ég láta nokkur 'orð falla um forvarnarstarf og grenndarlögreglu eins og þeim Fastei eigendur VIÐGERÐADEILD MÚRARAMEISTARA TILKYNNIR: Tökum að okkur allt viðhald fasteigna. Við skemmdagreinum hús og magntökum. Við sjóum um gerð kostnaðaróœtlana. Starísmenn okkar eru allir þaulreyndir á sviði viðhaldsvinnu. Samkvœmt byggingareglugerð er öll viðhaldsvinna uppáskriftarskyld hjá byggingafulltrúum. Við höíum iðnmeistara í öllum þeim greinum er varða uppáskriítarskyldu vegna viðgerða og viðhalds. LEITIÐ TIL ÞEIRRA SEM REYNSLUNA HAFA. ÖRN S. JÓNSSON sími: 678858 HÓLMSTEINN PJETURSSON sími: 670020 VIÐAR GUÐMUNDSSON Húsprýði hf. sími: 670670 SIGURÐUR GESTSSON Húsprýði hf. sími: 670670 BJARNIJÓNSSON Dröfn sími: 654880 málaflokkum hefur verið sinnt í Reykjavík nokkur undanfarin ár. Erfitt er að skilgreina tæmandi hvað í þessum vinnubrögðum felst en þungamiðjan er náið og traust samband íbúa á ákveðnu svæði við staðbundna lögreglumenn í þeim tilgangi að halda niðri tíðni afbrota og að draga úr ótta fólks við af- brot og glæpi. Ennfremur að lögreglan verði sjálfsagður hluti af þjóðfélags- heildinni og að fólk hafi meira að segja en áður um starfsaðferðir og skipulag lögreglunnar. Engin einhlít aðferð er til eða eitt skipu- lag í þessum efnum. Þess vegna er forvarnar- og grenndarstarf rekið á mismunandi hátt hvort sem er vestan hafs eða austan. Á sama máta geta verið blæbrigði í fram- kvæmd innan löggæslusvæða. En hugsunin að baki er sú sama, þ.e. að mannleg tengsl skuli ganga fyrir tækninni. Árið 1989 var lögreglustöðin í Breiðholti opnuð með þremur lög- reglumönnum. Þeirra forskrift var og er að vinna samkvæmt framan- nefndum markmiðum. Á þessu ári hefur starfsmönnum fjölgað úr þremur í fimm og jafnframt fékk stöðin bifreið til umráða svo sinna megi útköllum í hverfinu, því það er einnig hluti grenndarhugmynd- arinnar að íbúar fái sem mest af þjónustu sinni frá „sínum“ lög- reglumönnum, sem þeir oft kann- ast við. Nú er því staðan þannig í Breið- holti að íbúarnir eiga kost á meiri þjónustu en áður frá sinni hverfis- lögreglu sem starfar eftir sömu áherslum og áður eða í anda for- varna og grenndarlögreglu. í Grafarvogi var opnuð lögreglu- stöð 1991, þar starfa þrír lögreglu- menn. Frá upphafi hefur markmið stöðvarinnar verið að koma á og viðhalda sem bestu samstarfi við ibpa hverfisins. Grenndarlögreglan þar er m.a. útfærð að írskri fyrirmynd, en svo- kölluð „neighborhood wateh“ hefur gefið mjög góða raun þar í landi. Fór lögreglumaður til írlands gagngert til þess að kynna sér þessi mál áður en stöðin tók til starfa. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun löggæslunnar í Grafar- vogi því lögreglustöðin kom þar nokkurn veginn í kjölfar fyrstu byggðar. Af framansögðu má vera ljóst að engin stefnubreyting hefur orð- ið varðandi áherslur og stefnu í starfi lögreglunnar í Reykjavík. Á landsvísu hefur verið hlúð að þess- ari stefnu af dómsmálaráðuneytinu og dómsmálaráðherra, nú síðast opinberlega í sambandi við heim- sókn lögreglustjórans í Tallahassee í Flórída á sl. ári en þá hélt ráðu- neytið fund sem haldinn var undir merkjunum „Forvárnir til framtíð- ar“. Þar var innlegg talsmanna lögreglunnar í Reykjavík það að herða beri sóknina til frekari átaka í forvarnar- og grenndarmálum. Að lokum nokkrar tölur um ijölda kærðra innbrota og þjófnaði á starfssvæði Reykjavíkurlögregl- unnar. Þær sýna að forvarnarstarf lögreglunnar hefur skilað árangri. Frá árinu 1991-1992 ijjölgaði á starfssvæði lögreglunnar í Reykja- vik kærðum' þjófnuðum úr 826 í 972 og innbr.otum úr 1051 í 1417. Á tímabilinu fjölgaði afbrotum af þessu tagi ekki í Grafarvogi heldur stóð fjöldi þeirra í stað þrátt fyrir mikla fólksíjölgun í hverfinu. Böðvar Bragason „Af framansögðu má vera ljóst að engin stefnubreyting hefur orðið varðandi áherslur og stefnu í starfi lög- reglunnar í Reykjavík.“ í Breiðholtshverfum varð fækk- un merkjanleg í fyrsta sinn síðan skráning afbrota eftir hverfum hófst. Ég er til viðtals við alia Reykvík- inga um málefni lögreglunnar. Bið ég borgarbúa að hafa beint sam- band við mig telji þeir sig í vafa um eðli, tilgang eða vinnubrögð lögreglunnar, því án samstarfs borgarbúa og lögreglunnar næst ekki viðunandi afrakstur lögreglu- starfsins. Höfundur er lögreglustjóri í Reykjavík. Ráðstefna um klíníska hjúkrun RÁÐSTEFNA um klíniska hjúkr- un verður haldin í Háskólabíói dagana 8.-9. apríl nk. á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Tveir erlendir gestir sækja ráð- stefnuna þær dr. Patricia Benner, prófessor í hjúkrunarfræði við Kali- forníuháskóla í San Fransisco, og dr. Marianne Arridt sem undanfarin ár hefur verið leiðbeinandi í mennt- unarmálum hjúkrunarfræðinga í Þýskalandi. Dr. Patricia Benner er þekkt meðal hjúkrunarfræðinga fyrir verk sín og hugmyndir um hjúkrun og er hægt að fá við hana viðtal laug- ardaginn 9. apríl. Dr. Marianne Arndt hefur nýlokið doktorsprófi frá Edinborgarháskóla og ferðast um Þýskaland og heldur fyrirlestra. Doktorsritgerð hennar fjallar um mistök hjúkrunarfræðinga við lyfja- gjafir. A ráðstefnunni flytja erindi þær Jóhanna Bernharðsdóttir: Frá kon- um til kvenna: Reynsla og líðan kvenna sem greinast með btjósta- krabbamein, Anna Gyða Gunn- laugsdóttir og Herdís Sveinsdóttir: Verkir og verkjameðferð skurð- sjúklinga: Væntingar, viðhorf, upp- lifun og meðferð, Asta Thoroddsen: Skráning hjúkrunar: Notkun hjúkr- unargreininga í klínísku starfi, Helga Jónsdóttir og Lovísa Baldurs- dóttir: Leiðir til að bæta líðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð og María Guðmundsdóttir: Viðhorf til sorgar (rannsókn unnin í Kanada). Vegna mikillar aðsóknar er ákveðið að flytja fyrirlestrana í stærri sal og er því enn hægt að bæta við þátttakendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.