Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 17
BÆR 1 GJÁSKÓGUM 1 ÞJÓRSÁRDAL 21 skálatóft, og hafði þar runnið vatn í leysingum og grafið sig niður í tóftina og skemmt hana, en síðan hafði aftur fokið í og gilið gróið upp að nokkru. Skemmd þessi hefur einkanlega bitnað á suðurvegg austanverðum, því að þar hafði leysingavatnið grafið töluvert niður og fært steina úr veggnum töluvert fram. En það er þrátt fyrir allt ljóst, að skálinn hefur verið ögn breiðari um miðju en til endanna, þótt ofrausn væri að kalla hann sporöskjulagaðan. Skálagólfið er tiltölulega slétt og jafnt, nokkurn veginn lárétt frá dyrum austur að eldstæði, en dálítið hækkandi þar fyrir austan. Það er greinilegt svart öskugólf, en ekki þykkt, 2—3 sm yfirleitt, skýrast eftir endilöngu gólfinu miðju, en ógreinilegra til hliðanna. Á 1 m breiðu belti við suðurvegg er jafnvel alls engin gólfskán sjáanleg. í og á gólfi eru nokkrir valdir steinar, sem þar eru til þess að gegna einhverju sérstöku hlutverki í sambandi við þak eða annað, en annað en gaman er að kveða á um verkefni hvers og eins. Sama máli gegnir um holur nokkrar, sem í voru viðarleifar og einhvers konar stoðir eða styttur höfðu, auðsjáanlega verið í. Til hægri við dyr þegar inn er gengið er til dæmis aflangur myndarlegur steinn í gólfi og virðist greinilega vera til þess að marka milli dyra og þess sem fyrir innan er með nokkrum hætti, en vinstra megin við dyrnar er aftur á móti væn aflöng hola í gólfið, og voru viðarleifar í (11. mynd). Þess má annars geta hér, að yfirleitt var á skálagólfi mikið af grautfúnum trjáviðarleifum og reyndar í tóftum þessum öllum. Mun þar áreið- anlega einkum vera um að ræða leifar úr þaki, enda moldarlagið á gólfinu (undir hvíta laginu) sýnilega allmjög blandið leifum úr þekjunni. Austarlega á gólfi, rétt austan við búrdyr og 4,25 m austur af eldstæði, stendur stuðlabergsdrangur í gólfinu upp á end- ann, nær 40 sm á hæð (framarlega til hægri á 16. mynd). Naumast getur leikið vafi á að stoð hafi staðið á þessum steini. Sama er að segja um stein, sem stendur vestast í skála, alveg við vesturgaflinn, norðan við dyr til stofu. Fleiri steinar eru vitanlega á gólfinu, en því miður ekki það skipulegir, að verulega fróðlegir séu. Rétt vestan við miðjan skála er eldstæði á gólfi miðju (12. mynd). Það er þannig, að dálítil þró er gerð úr hellum á rönd, 30—40 sm á hlið að utanmáli. Vestan við þróna eru svo vænar hellur lagðar flatar í gólfið, og eru bæði þró og hellur hluti af eldstæðinu, enda var þarna allt ösku, kafið. Einkanlega var askan mikil norðan við eldstæðið og náði langt niður í gólfið. Þegar aska sú var öll burtu grafin, varð eftir alldjúp kvos norðan við eldstæðið og lengra austur eftir. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.