Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 160

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1961, Blaðsíða 160
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Nánari rannsókn hins merka fornleifafundar í Brattahlíð bíður næsta sumars, og hljóta Islendingar öðrum þjóðum fremur að fylgjast af áhuga með þeirri rannsókn. En þess mætti þegar minnast, að það er eingöngu fyrir árvekni og framtakssemi djáknans í Brattahlíð, Lars Motzfeldts, að fornminjum þessum hefur verið bjargað frá glötun. Jafnframt kynnu margir íslendingar að geta dregið lærdóma af viðbrögðum hins grænlenzka manns, er hann fékk grun um, að jörðin undir fótum hans geymdi merkar fornleifar. Undanfarin tvö sumur hef ég sótt nokkrum sinnum heim Lars Motzfeldt, kennara og djákna (kateket) í Brattahlíð, og kynnzt hon- um dável. Hús hans stendur ofan við kirkjuna í Brattahlíð, og er heimilið með afbrigðum snyrtilegt og myndarlegt, eins og allmargir Islendingar, sem notið hafa gestrisni Motzfeldt-hjónanna, geta borið vitni um. Lars Motzfeldt er maður á miðjum aldri, hlédrægur og óframfærinn og býður af sér hinn bezta þokka. Hann er Grænlend- ingur í húð og hár og mjög stirðmæltur á danska tungu. í bókaskáp hans varð ég var við eina bók eftir íslenzkan höfund, Gerplu Hall- dórs Kiljans Laxness í sænskri þýðingu. Sagði Motzfeldt mér, að sér hefði verið send bókin að gjöf, sjálfsagt vegna Grænlandskaflans, en sér veittist erfitt að komast fram úr henni. Eins og að líkum lætur, er kennari og sálusorgari Bratthlíðinga allra manna kunnugastur í hinni nýju byggð Grænlendinga í Bratta- hlíð (K’agssiarssuk) og nágrenni, en byggð sú hefur ekki enn náð fertugsaldri. Einmitt á þessum slóðum var þéttust byggð hinna fornu Grænlendinga, og telja menn sig nú hafa fundið rústir um 30 bæja á milli innanverðs Eiríksfjarðar og ísafjarðar.;!) Lars Motzfeldt hefur að sjálfsögðu getað frætt mig um margt varðandi staðhætti í Brattahlíðarlandi og minjar um hina fornu byggð þar. Einkum varð okkur skrafdrjúgt um þessi efni á kvöldsiglingu um innanverðan Eiríksfjörð 16. ágúst í sumar leið. Við sigldum inn undir Kordlortok, sáum inn í Botn td Gamla og Grímu og sveigðum því næst suður til Stokkaness. Þá kom Motzfeldt mér á óvart, er hann benti á græn- an blett sunnan fjarðar og sagði: „Þarna bjuggu Bjarni og Skúf- ur“ — og átti þar við sambýlismennina á Stokkanesi, sem frá segir í Fóstbræðra sögu. Þegar ég spurði, hvaðan hann hefði þennan fróð- 3) Sjá uppdrátt C. L. Vebæks í Priðja víkingafundi, fylgiriti Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags 1958, 111. bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.