Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS svignað allmikið aftur á bak. Handfang er á kvarðanum afmarkað með grunnri skoru allt um kring og fer það mjög ört mjókkandi aftur. Það er nú 8,1 sm langt. Á sléttustu hliðina, sem er hið náttúrlega yfirborð beinsins, er letrað D. Al. 1894 FJ. Hér mun vera mörkuð dönsk alin, en nú eru eftir af henni aðeins 57,7 sm. Alin þessari er skipt í fet, og er merkt stjarna á deilistrikið á milli fetanna, og er efra fetið, sem enn er heilt 31,3 sm langt. Hafi hitt verið jafnlangt svo sem ætla má hefir alin þessi verið 62,6 sm og vantar samkvæmt því 4,9 sm. Fetunum er skipt í kvartil og eru þar skorin X á deilistrikin. Kvartilin þrjú, sem eftir eru heil eru 15,5 sm —15,7 sm, en er skipt í hálfkvartil með skástrikum á deilistrikin, hálfkvartilin eru 7,68 sm —• 7,90 sm, loks er kvarðanum skipt í þuml- unga 12 í feti 1. 2,45 sm — 2,70 sm. Á næstu hlið er letrað H Al. Sú alin er nú að lengd 52,1 sm og ef á hana vantar 4,9 sm hefir hún upphaflega verið 57,0 sm og mun hér eiga að vera mörkuð Hamborgaralin. Nokkru framar á þessari hlið er þverstrik, þar við er skorið Isl. Al. Þessi alin er nú 42,2 sm, en ef á vantar 4,9 sm hefir hún verið 47,1 sm og mun hér eiga að vera mörkuð forn íslenzk alin. Á bakhlið kvarðans er skorið efst % M Fr. en íramarlega á hinn endann 10 SM + 1 Deci. Það letur er þar sem áður var næstfremsti desimetri stokksins, en fremsta desimetra befir verið skipt í sentimetra, og eru nú eftir af þeim um 5%, sem eru að lengd 5,5 sm. „Sentimetrarnir" eru að 1. 0,85 sm —1,10 sm. Ofar er kvarðanum skipt i „desimetra" sem eru að lengd 9,75 sm —10,0 sm. Nú er eftir af þessum % metra 45,15 sm og ætti því að vanta 4,85 sm á endann og er það svipað því, sem vantaði á hina dönsku alin. Á fjórðu hlið kvarðans er skorið % Yds og er þar afmörkuð lengd, sem nú er 41,4 sm, en ef á kvarðann vantar 4,9 sm, hefir þessi hálfi yard verið 46,3 sm og er það að vísu riflegt. Þess ber að geta að hin ísl. alin, sem hér er mörkuð virðist eiga að vera 18 danskir þumlungar, deilistrikin mega heita að standast á, enda er oft sagt (t. d. Magnús Gestsson, smiður) að hin forna íslenzka alin hafi verið 18 tommur, eða hún var einfaldlega nefnd 18 tommu alin. Þennan kvarða hefir Finnur Jónsson á Kjörseyri smíðað, en hann mun hafa smíðað fleiri slíka kvarða. BHS. 27. 10. ’66. Kvarði úr ókunnum viði, 1. 70,8 sm. Kvarðinn er ferstrendur og mjókkar fram. Breidd þar (= þykkt) 1,1 sm., rétt aftast er breiddin 1,7 sm, þar er stallur á öllum hliðum, þar sem handfangið hefst, það er einnig sljó- ferstrent, gildast um miðju, 1,6 sm, en efst er lítill hnappur kringlóttur og hálfkúlulaga, þvm. 0,8 sm. Á tvær hliðar kvarðans eru markaðar álnir, öðrum megin er fyrst skipt i tvö fet með grannri látúnsspöng, fetunum er aftur skipt í kvartil með þverröð úr fjórum látúnsnöglum, en tveir naglar eru sinn hvorum megin við röðina svo að fram kemur kross. Kvartilunum er aftur ski.pt i hálfkvartil með röðum þriggja látúnsnagla. öllum kvarðanum er skipt í þumlunga með þverskorum. Þessi alin er að 1. 62,30 sm—62,35 sm, 1. fremsta þumlungs 2,5 sm og fremsta % kvartil 7,7 sm, virðist því ekki vanta framan á kvarðann. Annars eru þumlungarnir að 1. 2,50 sm — 2,65 sm, hálfkvartil 7,65 sm — 7,80 sm, kvartilin 15,45 sm —15,70 sm og fetin 31,05 sm það fremra og 31,25 (—31,30) sm hið aftara. Á gagnstæðri hlið er alin mörkuð á líkan hátt, skil feta með 6 nöglum, kvartila með 3 nöglum, hálfkvartila með 2 nöglum og þumlunga með þverskorum. Lengd þuml. er 2,50 sm — 2,65 sm og hálfkvartila 7,70 sm — 7,85 sm, kvartila 15,5 sm —15,7 sm og feta, þess fremra 31,1 sm og hins aftara 31,3 sm, en alinin hér er að 1. 62,4 sm. Á þriðju hlið er markaður % metri með 5 strikum með 10 sm millibili. Þessi % m er að 1. 50,0 sm og desimetrarnir 9,9 sm —10,1 sm. Aftan við kvarðann á þessari hlið er skorið Vz , sem á að merkja hálfan metra. Fjórða hliðin er auð. Frá Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. BöOvar Guömundsson, Syöra-Séli, Hrunamannalir. Árn. Kvarði úr mahogný, lengd nú 58 sm, en brotið er framan af honum, Handfang er á kvarðanum, skorið sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.