Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 80
84 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 377—79. Sennilega hefir séra Hjalti gert myndina, er hann var kirkjuprestur í Skálholti 1690—92. Hún hélck síðan í Skálholtsdóm- kirkju, en er hún var lögð niður, hefir myndin líklega komizt í hendur ættingja Þórðar biskups, Skúla rektors Þórðarsonar Thorlaciusar í Kaupmannahöfn — nema fyrr hafi orðið. Löngu síðar, 1859, hefir ekkja Thorlaciusar hárskera í Kaupmannahöfn selt Worsaae myndina, eftir því sem hann hefir skrifað aftan á umgjörðina: Kjebt 1859 af Enken efter Barbeer Thorlacius i Kjobenhavn. Restaureret 1860. J. J. A. Worsaae. Hefir Worsaae sennilega keypt myndina til Den historiske Portrætsamling, sem var í Friðriksborgarhöll, eða til Ros- enborgarsafns (?), sem hann veitti forstöðu, en er Friðriksborgar- safn var stofnað, 1878, hefir myndin verið látin þangað. — Sam- kvæmt tilmælum þjó'ðminjavarðar, bréfi til stjómar þess safns, dags. 1. júní 1927, ákvað hún á fundi sínum 4. n. m. að láta Þjóðminjasafnið fá þessa mynd, og sömuleiðis næstu mynd (þ. e. myndina af Finni biskupi), nr. 4678, sem hann hafði einnig farið fram á. — í des. sama ár fór hann (aftur) til Hafnar og tók við myndunum í þeirri ferð og flutti þær til safnsins“. Við þessa greinargerð Matthíasar er raunar sáralitlu að bæta. Myndarinnar er fyrst getið í afhendingarbók Skálholtsdómkirkju 9. júní 1698, þegar ekkja Þórðar biskups skilar staðnum, en síðast í prófastsvísitazíu 12. sept. 1799, og er getið um þetta hér að framan og einnig hitt, að í prófastsvísitazíu 19. júní 1805 eru þessar myndir ekki nefndar, enda muni þær hafa farið í súginn um 1802, þegar dómkirkjan var rifin og kirkjumunirnir seldir á uppboði. Þá hefur myndin komizt í eigu ættingja Þórðar biskups, eins og Matthías Þórðarson getur líka í viðtali við Morgunblaðið 18. jan. 1928. Engin leið er að gera sér grein fyrir því, hversu lík þessi mynd er Þórði biskupi. Hann virðist einkennilega unglegur, og svipurinn er heldur dauflegur. Trúlegt væri þó, að myndin hafi frá hendi séra Hjalta verið lík biskupinum, en eitthvað kann hún að hafa skipt um svip, þegar gert var við málverkið.6 6 Matthías Þórðarson hefur skrifað um mynd þessa í ritgerð sinni um Hjalta Þor- steinsson í Islenzkum listamönnum, Rit Listvinafélags Islands, Reykjavík 1920, I, bls. 5. — Sbr. enn fr. Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík 1962, nr. 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.