Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 123
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1967 127 mestu um uppsetninguna. Eins og áður vann einnig Magnús Gests- son smiður og kennari töluvert við uppsetningu safnsins. Þjóðminjavörður hélt fund með byggðasafnsnefndum allra sýsln- anna á Reykjum hinn 25. júní. Voru þar rædd ýmis mál varðandi safnið og samstarf byggðasafnsins og Þjóðminjasafnsins. Ákveðið var að opna safnið sunnudaginn 9. júlí, og tókst með nokkru harð- fylgi áð ganga frá öllu hinu nauðsynlegasta fyrir þann tíma. Mörgum gestum var boðið úr sýslunum öllum og úr Reykjavík. Ólafur Krist- jánsson skólastjóri á Reykjum flutti inngangsræðu og lýsti gangi byggðasafnsmálsins frá upphafi. Síðan flutti þjóðminjavörður ræðu, en að lokum Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, sem þarna kom fram fyrir hönd menntamálaráðherra, sem ekki gat verið viðstaddur. Þeg- ar gestir höfðu skoðað safnið, bauð byggðasafnið til myndarlegrar kaffidrykkju í skólahúsinu, og voru þar flutt mörg ávörp. Verðugt væri að rakin væri ítarlega saga þessa byggðasafns fram að opnun, þar sem fram kæmu nöfn. allra þeirra, sem lagt hafa mál- inu lið, bæði heima í héraði og í Reykjavík. Það er ekki hægt að gera hér, en látið nægja að birta ræðu þjóðminjavarðar, þá sem hann flutti við opnunina: „Hinn 10. júní 1961 var sén héðan frá Reykjaskóla heldur furðu- leg sigling og stefndi á Reykjatanga. Þar fór Jóhann Guðmundsson formaður á Hólmavík á vélbát sínum Guðmundi frá Bæ og hafði á síðunni hið aldna og nafntogaða hákarlaskip Ófeig frá Ófeigsfirði á Ströndum. Hinn gamli garpur var dreginn á land hér á tanganum hið næsta skýli því, sem fyrir hann hafði verið smíðað, og í því hafði hann fengið sinn samastað fyrir haustið. Hann er því búinn að vera hér í sex ár, en vist hans hér á sína forsögu, sem nú skal greina í fáum orðum. Árið 1939 vaknaði allmikill áhugi á að stofna til sjóminjasafns á Islandi. Var skipuð nefnd til að vinna að því máli, og lét hún nokkuð til sín taka í upphafi. Meðal annars svipaðist hún um eftir gömlum íslenzkum bátum, sem talizt gætu þess verðir að geymast á safni, og beindist athyglin þá fljótt að há.karlaskipinu Ófeigi, sem talinn var einn eftir af þeim opnu bátum, sem fyrrum voru gerðir út á hákarl frá Ströndum. Skip þetta, sem er tíróinn áttæringur og siglt var með þversegli í ætt við siglinguna á víkingaskipum fornaldar, hafði Guð- mundur Pétursson bóndi í Ófeigsfirði látið smíða árið 1875 og var lengst af formaður á því sjálfur. Jón bóndi Jónsson í Krossnesi smíð- aði skipið í samráði við Guðmund. Sagt er, að hann hafi ekki verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.