Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 104
SR. EINAR FRIÐGEIRSSON AÐ GJÖRA TIL KOLA Handritið að eftirfarandi grein hefur nýlega borizt Þjóðháttadeild Þjóðminja- safns Islands að gjöf frá frú Aðalbjörgu Skúladóttur og hefur þar hlotið skrásetn- ingarnúmerið 1186. Þótt grein þessi sé stutt, er hún samt svo greinagóð, að ástæða þótti til að birta hana í Árbók. Sr. Einar Friðgeirsson fæddist árið 1863 í Garði i Fnjóslcadal og ólst þar upp, og á því greinin við kolagerð á þeim slóðum í ungdæmi hans, en í Fnjóskadal voru og eru enn allmiklir birkiskógar. Sr. Einar var lengst af prestur á Borg á Mýrum og andaðist þar 1929. Grein sú eftir Finn Jónsson prófessor, sem vitnað er til í upphafi greinarinnar, heitir Um talshætti i íslenzku. Hún birtist í Skírni 1912, bls. 251—269. Þ. M. í Lesbók handa börnum og unglingum, I. hefti, bls. 10, er talað um „að brenna kol“. Það tel ég rangt. Ég ólst upp á kolagjörðarheimili, og var það að brenna kurlið til kola ætíð kallað að „svíða“. Ég sé einnig, að sjálfur próf. F. J. í Skírnisritgjörð um málshætti misskil- ur orðtakið: „Ekki koma öll kurl til grafar“. — Mér hefur því komið til hugar að lýsa nákvæmlega aðferðinni við viðarkolagerð eins og ég sá hana í ungdæmi mínu. Aö gjöra til Jcola. Svo hét starfið í heild sinni. — Fyrst var felldur skógur til kolagerðarinnar. Var þá sneitt hjá öllum mjög grann- vöxnum hríslum og eins þeim sverustu. Ágætur kolviður voru þeir leggir, sem voru á sverleika við orf. En auðvitað varð eigi fenginn svo jafnsver skógur, að sumt væri ekki helzt til svert, en þá voru líka sverustu leggirnir oft teknir frá og ætlaðir til smíða, ef þeir voru ekki of kræklóttir. Klyfberabogaefni og skammorfaefni voru einnig frátekin. Þegar nægilegt hafði verið fellt (þáð var eingöngu gjört með öxi, klippur þekktust ekki fyrr en Kofoed innleiddi þær) þá var tekið til að afkvista, og var það gjört með verkfæri, sem kallað var „sniðill“. Það var langt og svert sax, og krókbeygður odd- urinn upp á við að framan. Með sniðlinum voru grennstu greinarn- ar sniðnar utan af hverri hríslu. Var trosið utan af hríslunum vana- lega kallað „afkvistið“ eða þá „limið“. Því var kastað saman í kesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.