Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 66
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS tekur einmitt einn fjórðung. Með því er einnig allauðvelt að mæla hálfa fjórðunga, en torvelt er þetta ef mælitækið er stærra. Ekki er heldur trúlegt að mælitækið hafi verið minna, enda er verðeining katlamáls samkv. Búalögum einmitt 1 fjórðungur. Bendir þetta ein- dregið til þess að katlamálsskjólan hafi tekið einmitt einn fjórðung að fornu íslenzku máli. í Skýringum yfir fornyrði lögbókar segir Páll Vídalín við orðið katlamálsskjóla, að hann hafi séð skrifað í prentaðri lögbók, að 8 katlamálsskjólur taki 7 fjórðunga,38 þ. e. að 1 katlamálsskjóla taki 17,5 merkur. Hún sé þannig nokkru minni en fjórðungur, sem var 20 merkur. Nú var lögbók fyrst prentuð árið 1578, svo þetta hefir ekki verið skrifað fyrr. Magnús Már bendir á áð þetta kunni að hafa verið skrifað eftir 1619, en þá voru dönsk þyngdarmál lögleidd á Islandi.39 Því má bæta við, að líklega hafa dönsk þyngdar- og rúm- mál verið tekin að ryðja sér nokkuð til rúms áður en þau voru lög- leidd. Virðist mér þetta auka líkur fyrir þeirri skoðun Magnúsar, að hér sé átt við danskar merkur, sem voru helmingur skálapunds, eða að öllum líkindum 248 gi’. Þá verður katlamálsskjólan 17,5x248 gr. = 4340 gr. þ. e. hún tekur 4,34 ltr., sem er svipað ensku galloni (4,55 ltr.). Jón biskup Árnason reiknar dæmi þetta allt öðruvísi. Hann telur áð laggarmálið hafi verið 12 þuml. danskir, þar eð réttur faðmur sé 3 álnir danskar. Þá gefur hann sér einnig, að skjólan hafi verið jafn- víð og hún var djúp. Þá verður rúmmál katlamálsskjólunnar 480 rúmþuml. danskir, og þar eð 1 pottur danskur er 54 rúmþuml., fæst rúmmál katlamálsskjólunnar sem tæpir 9 pottar danskir. Nú segir Jón að 10 pt. íslenzkir séu ekki nema 9 danskir og þá verður rúmmál katlamálsskjólunnar 1 fjórðungur að lagarmáli eða 10 pottar forn- ir.40 Það má segja, að dæmi biskups gengur fallega upp, en forsend- an, að þumlungar þeir, sem katlamálsskjólan sé miðuð við, séu 24. hlutar úr danskri alin, held ég að fái ekki staðizt. Búskjóla, sem lögleidd er í Jónsbók,41 var ílát, sem tók 30 merkur (vegnar) af rúgi. Hafi nú forn mörk verið 217 gr má reikna út rúm- mál hennar út frá eðlisþyngd rúgs. Steinnes reiknar með eðlisþyngd 0,76, en líklega er það fullhátt.42 Því smærri sem rúgur er, þeim mun léttari er hann og tel ég varlegast að reikna ekki með meiri eðlis- þyngd en 0,72. Þá verður rúmmál búskjólu = 30 • 0,217:0,72 = 9,0 ltr. Jón biskup Árnason telur að forn ísl. pottur hafi tekið 10% minna en danskur pottur, sem tók 0,965 ltr, og þá væri ísl. pottur 0,87 ltr. Er þetta furðu lík tala og 10. hluti af búskjólunni, þ. e. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.