Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 63 styttri en hinar álnirnar tvær, eða a'ð meðaltali 58,58 sm langar (29,29 sm fetið). Þrátt fyrir það er næstum víst að eitthvað hefir vakað fyrir Filippusi Bjarnasyni annað en danskar álnir eða Ham- borgarálnir. Þess má geta, þó það hafi líklega enga þýðingu, að Hall- dór Árnason var ættaður úr nágrenni Filippusar Bjarnasonar. Lík- lega væri réttast að tala um þennan flokk sem fet Halldórs Árnason- ar, fet Magnúsar Ketilssonar (eða Andrésar Fjeldsteð) og alin eða alnir Filippusar Bjarnasonar, þar eð þetta kunna að vera þrjár sjálf- stæðar tegundir mælikvarða. Það ber að hafa í huga, að í nágranna- löndum vorum tíðkuðust álnir og fet af svipaðri lengd. Fyrst ber að nefna, að rómverskt fet var 29,49 sm — 29,57 sm. Sænskar álnir voru 59,38 sm og þekktur er sænskur fetskvarði frá 15. öld, sem er 29,7 sm langur. í Suður-Jótlandi voru margar tegundir álna samtím- ís í notkun og lengdir þeirra á milli 58 sm og 60 sm.13 3. flokkur. Hamborgarálnir. í þessum flokki eru aðeins þrír álnarkvarðar, en þar eð lengdar- munur þeirra er ekki meiri en 0,35 sm og bilin fyrir ofan og neðan eru í sömu röð 0,85 sm og 1,10 sm, má telja flokkinn skýrt afmarkað- an- Hamborgarálnir voru aðalmælieining á Islandi fram eftir 18. öld unz dönsk alin var lögboðin hér á landi árið 1776. Þó munu Ham- borgarálnir hafa gengið hér nokkuð allt fram á 19. öld, enda er þess getið í heimildum frá þeim tímum.14 Kemur nú í ljós, að Oddur bóndi Sturluson á Mýrum hefir markað Hamborgarálnir á kvarða sinn árið 1808, aldarþriðjungi eftir að þær álnir voru numdar úr S'bdi á landi hér. Vel má vera, að Finnur á Kjörseyri hafi þekkt Hamborgarálnir frá æskustöðvum sínum, en trúlegra þykir mér, að hann hafi vitað úr rituðum heimildum, að Hamborgaralin var 10/n hlutar úr danskri alin og sú lengd er einmitt mörkuð á kvarða hans. Þá er eftir að ræða um þriðja kvarðann Þjms. 4114, sem er löggiltur kvarði, stimpláður með löggildingarmerkinu, en án ártals og borgar- merkis. Öðrum megin á hann er mörkuð rétt dönsk alin, en hinum niegin rétt Hamborgaralin, 57,3 sm, en ekki það, sem á honum stend- Ur 21 t. = 57,064 sm. Þessu mun víkja þannig við: Hlutfallið á milli danskrar álnar og Hamborgarálnar var talið vera eins og 11:10. Hú eru þessar álnir upphaflega óháðar hvor annarri, eða fjarskyld- ar> væri ef til vill betra orðalag. Það er því að vonum, að þetta hlut- fall er ekki hárnákvæmt, enda væri talsvert réttara að segja að það væri 11:10,03. Ekki þarf lengi að horfa á kvarða þá, sem hér hefir verið lýst, til þess að sjá, að þvílík nákvæmni tíðkaðist ekki, fyrra hlutfallið þótti nægilega nákvæmt. Sé nú talan 21 %x athuguð, kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.