Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 7 Fréttir Geðsjúkt fólk í fangageymslum: Sjúkt fólk á ekki að vera í fangageymslum - segir Guðfinnur Sigurðsson „Það er rétt að hér gistir oft maður sem ekki er heill andlega. Við hjá lögreglunni, borgarlæknir og faðir mannsins höfum komið honum nokkrum sinnum á Kleppsspítala. Hann úrskrifast þaðan alltaf eftir skamma dvöl. Maðurinn gerir eng- um mein. Honum líður sjálfsagt ekki illa. Hann kemur hingað, gistir og fær að borða. Hann telur sig vera í hljómsveit og virðist vera sæll. Lög- reglus'töð og . fangageymslur geta ekki veriö rétti staðurinn fyrir þenn- an mann,“ sagði Guðflnnur Sigurðs- son, áfengisvamafulltrúi lögregl- unnar í Reykjavík. Andlega og líkamlega vanheilt fólk gistir töluvert í fangageymslum lög- reglunnar í Reykjavík. „Það er slæmt þegar við sækjum drukkið fólk, sem hefur slasað sig og leitað hefur á slysadeild. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á starfsfólki í fangageymslu aö vita af fólki í klefunum sem orðið hefur fyrir meiðslum," sagði Guð- fmnur. Guðfinnur taldi nauðsynlegt að lögreglan gæti farið með vanheilt fólk á sjúkrahús. í lögregluskólanum er kennsla í meðferð fólks sem ekki gengur heilt til skógar. Þó er lögregl- an ekki fagfólk í meðferð sjúkhnga. „Það er einnig nokkuö um að við sækjum erfiðasjúkhnga á geðdeildir og færum þá í fangageymslur. Fangageymslurnar eru oft sem um- ferðarmiðstöð fyrir geðsjúklinga." Lögreglan ræðir daglega við áfeng- issjúkhnga og aðstandendur þeirra. Reynt er að koma fólki á meðferðar- stofnanir. Tíu til fimmtán útigangs- menn eru nánast daglegir gestir í fangageymslum lögreglunnar. Starfsfólk í fangageymslum reynir að útvega þessum gestum fatnað. Þeir fá og mat hjá lögreglunni. „Gistiheimihð að Þingholtsstræti 25 er rekið á annan máta nú en áð- ur. Til að fá gistingu þar þurfa menn að fá leyfi frá Félagsmálastofnun. Þeir mega ekki vera undir áhrifum eða lykta af áfengi. Margir þessara manna eru iha farnir. Þeir fá krampa og deleríum tremens. Það getur því verið erfitt að hafa þessa menn hér,“ sagði Guðfinnur Sigurðsson. Guðfinnur sagði að sér þætti fé- lags- og heilbrigðiskerfið hafa brugð- ist í þessum málum, bæði hvað varð- ar fólk sem er sjúkt á geði og eins útigangsmönnunum. -sme Hættir störfúm vegna bjórsins Ingólfur Guðmundsson, náms- Affengisvamarráði meðan væri verið stjori í kristnum fræðum, hefur nú hætt fræðslustarfi sínu varðandi ávana- og fikniefnf. Hann sagði þessu starfi lausu í mótmælaskyni við þá ákvörðun Alþingis að leyfa innflutn- ing áfengs öls. Ingólfur lét af fræðslu- starfinu, sem er hálft starf, um síð- ustu mánaðamót en heldur áfram sem námsstjóri í kristnum fræðum. Þá er Árni Einarsson, fuhtrúi hjá Áfengisvarnarráði, að láta af starfi sínu um þessar mundir af sömu ástæðu. Hann kvaðst í samtali við DV vera enn með annan fótinn hjá að ráða í sinn stað. Það yrði væntan- lega gert á næstu dögum. Ekki vildi Ámi láta uppi hvað hann færi að gera, en það skýrðist væntanlega fljótlega. Ingólfur kvaðst væntanlega sinna almennum verkefnum, t.d. heilbrigð- isuppeldi, en það er þó ekki alveg frágengið enn. „Okkur fannst fræðslustefnan varðandi ávana- og fíkniefni gerð marklaus þegar Al- þingi samþykkti bjórinn," sagði hann. „Viö vorum þvi ekki tilbúnir til að sinna því staríi lengur.“ -JSS SIIVER REED skólaritvélin f ár Allir nemendur þurfa góða ritvél, af hverju ekki að velja vél sem endist út námsárin. SILVER REED er framtíðareign sem kostar ekki nema 19.800 kr. stgr. SIIVER REED er handhæg heímílísvél sem gott er að hafa víð hendína .............. SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hvertisgölu 33. sími: 62-37-37 ^ÍLK^ Helstu söluaðilar auk Skrifstofuvéla hf.: Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar Akureyri: Tölvutæki/Bókval hf Gindavík: Bókabúð Grindavíkur Hafnarfjörður: E. Th. Mathiesen Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Isafjörður: Bókaversl. Jónasar Tómassonar Keflavik: Nesbók Ólafsfjörður: Versl. Valberg Reykjavik: Penninn, Hallarmúla/Kringlunni/Austurstraeti Tölvuvörur Skeifunni 17 Selfoss: Vöruhús K.Á. Siglufjörður: Aðalbúðln Vestmannaeyjar: Kjarni hf Hella: Mosfell. Konumar náðu meirihlutanum Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Konur náðu meirihluta í stjóm Fjórðungssambands Norðlendinga, en aðalfundur samtakanna var hald- inn um helgina. Kjömefnd stakk upp á fjóram karl- mönnum og einni konu í stjóm. Þessu vildu konur ekki una og kom fram tillaga úr sal um tvær konur til viðbótar. Því var kosiö og náðu þrjár konur kjöri, Sigríðir Stefáns- dóttir, Guöný Sverrisdóttir og Ing- unn Svavarsdóttir. Þá hlutu kosn- ingu Snorri Bjöm Sigurösson, sem verður formaður, og Hilmar Krislj- ánsson, en þeir Sigurður J. Sigurös- son og Baldvin Baldursson náöu ekki kjöri. Glannaakstur á Grinda- víkurvegi Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður var sviptur ökuleyfi fyrir að aka á 147 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi í fyrradag. Það var klukkan 19.10 sem lögreglan mældi bíl ökumannsins á þessum mikla hraða. -sme NÝf MNZKÓLM Innritun frá kl. 13 til 20 kennsla hefst 19. september HAFNARFJORÐUR kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 sími 52996 REYKJAVÍK Kennum í Armúla 17a sími 38830 Bamadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Kennarar í vetur: Niels Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Rúnar Hauksson Aðalsteinn Ásgrímsson Herborg Bemtsen Gerður Harpa Kjartansdóttir Logi Vígþórsson Anna Berglind Júlídóttir Greiðsluskilmálar: raðgreiðslurMSA/EURO Rokk/Tjútt íslandsmeistarar kenna Bjóðum Lokaðir einkatíma eftir samkomulagi. tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.