Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 29 LífsstQl Skiptimarkaður á skólabókum- ódýr leið: 40% ódýrara en nýjar bækur Skiptibókamarkaöur á námsbók- um er fyrirbæri sem Penninn hefur rekiö um nokkurra ára skeið, nánar tiltekið frá haustinu 1983. Þessi markaður er fyrst og fremst rekinn fyrir framhaldsskólanemendur en einnig er hægt aö fá eitthvað af bók- um fyrir valfog hjá 9. bekkingum. Markaðurinn er rekinn í tveim verslunum Pennans, í Austurstræti og Hallarmúla. Þangað geta nemend- ur komið með bækur sem þeir eru hættir að nota og selt þær fyrir 50% af fullu verði. Á markaðnum eru þær síðan endurseldar á 60% af verði nýrrar bókar. Verslunin hirðir sem- sagt 10% fyrir þjónustuna. Nemendur fá innleggsnótu fyrir verðgildi þeirra bóka sem þeir eru að selja þannig að þeir geta ekki gengið ut með peningana. Nótan ger- ir þeim hins vegar kleift að taka út allar þær skólavörur sem þeir vilja í versluninni, auk þess sem þeir að sjálfsögðu geta fengið sér nýjar bæk- ur og bækur á skiptimarkaönum. Neytendur Þegar DV leit inn á skiptibóka- markaðinn í Austurstræti var mikið um aö vera en aö sögn Sigurborgar Sturludóttur hjá skiptimarkaðnum, var örtröðin jafnvel en meiri fyrstu dagana i september. Sagði hún aö sífellt meira væri um það að nemend- ur nýttu sér þennan möguleika enda væri dýrt aö útvega sér bækur fyrir veturinn ef aðeins ætti að notast við nýjar. Talið er að kostnaður framhalds- skólanemenda við að útbúa sig fyrir veturinn nemi tugum þúsunda króna ef allt er keypt nýtt og er þá bara átt við námsbækur. Af samtölum við afgreiöslufólk og nemendur má ráða að meðaltalskostnaður framhalds- skólanemenda viö að kaupa náms- bækur er á milli 15 og 20 þúsund. Sagði Sigurborg að sú tala væri nærri lagi. Stöðugur skortur á bókum Að sögn Sigurborgar vantar alltaf bækur á bókamarkaðinn og skortir stundum töluvert upp á að nemendur Sigurborg Sturludóttir hjá skiptibókamarkaði Pennans með nokkrar bækur sem teljast vera i dýrari kantinum. DV-myndir S 'i'g"" ....................—— Þaö var mikil örtröð ó mánudaginn i skiptibókamarkaðnum sem hefur verið komið fyrir i einu horni ritfangadeildar Pennans. geti keypt allar þær bækur sem þeir þurfa. Sumar bækur eru sem gefur aö skilja öðrum vinsælli á bóka- markaönum og seljast nánast um leið og þær koma inn. Hún sagði þó að nemandi í 1. bekk máladeildar hefði getað keypt aUar bækur sem hann hefði þurft á að halda hjá þeim um daginn og hefði^ það kostað á milli 8 og 9 þúsund krón- ur. í ljósi þeirra talna, sem nefndar hafa verið í sambandi við bókakaup, verður þaö að teljast vel sloppið. Meðferð á bókum batnar Þá sagði Sigurborg aö áberandi væri að meðferð nemenda á bókum hefði batnað mikið eftir að unnt var að skipta þeim út á þennan hátt. Ekki væri tekið viö bókum í slæmu ásigkomulagi en í upphafl mun hafa verið mikið um það að bókum hafi veriö hafnaö vegna þess. Það verður haldið áfram að taka við bókum út septembermánuð á skiptimarkaði Pennans en salan Verður hins vegar í gangi í allan vet- ur. -SMJ Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð jiér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað- ar fjölskyldu af sömu stœrð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í ágúst 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Að senda yngstu nemenduma í skólann: Kostnaðurinn hátt í 6000 kr. Lausleg kostnaöaráætlun fyrir þaö að senda yngstu nemenduma í skólann er 5470 kr. og er þá ein- göngu miðaö viö það sem allra nauðsynlegast má teljast og líklega má efast um að nægllega raarglr liöir séu teknir raeð í dæminu. Fyr- ir tveim árum var gerð sams konar könnun hér á D V og ef tölurnar þá og nú eru bomar saman kemur í ljós að hækkunin á milli ára er um 47% en þá var heiidartalan 3719 kr. Varasamt er þó að draga of mikla ályktun af þeim samanburði vegna þess að hér er ekki verið að bera saman fastar stærðir heldur ein- göngu verið aö meta þörf. Þess ber aö geta aö hér er reynt að finna út nokkurs konar meðal- talstölur og því líklega hægt að frnna vörur á eitthvað lægra verði en hér er sagt frá. - Og þá er að sjálfsögðu hægt að finna vörur á hærra veröi. Þá eru sumir svo lánsamir aö hafa aðgang aö einhverjum af þessum hlutum áður og þá er alltaf hægt að sækja tjl eldri systkina. Reyndar kom það fram í samtölum viö versl- unarfólk að það þykir fyigja að kaupa nýtt handa hvetju baral þeg- ar það byijar í skóla. Mest veröur hækkunin á stíla- bókum og hækkar td. stór stfiabók um nánast 100%. Sú hækkun skipt- ir auðvitaö miklu vegna þess að þetta er það sera oft þarf aö kaupa. Þá veröur á mfili 60 og 70% hækkun á skólatöskum sem er stærsti og dýrasti hluturinn í þessum pakka. Verðbreytingar á litum em sér- kennilegar en þess ber að geta aö tolla- og söluskattsbreytingar selja strik i reikninginn. Hér fer á eftir listi yfir þær vörar sem um er að ræða og aftast kemur fram hve veröbreytingin er mikil á þessu árabili en framfærsluvísitalan hef- ur hækkað um 64% á þessum tíma: Skólataska.........2950 kr/+66% Pennaveski..........700 kr/+27% Litir................120kr/+85% Tússlitir...............350kr/0 Trélitir.............250kr/+56% Stílabókapakki......350 kr/+90% Stór stfiabók........99 kr/+98% Möppur...............250kr/+36% Bókaplast o.fl......500 kr/+25% Samtals:...-........5470kr/+47% -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.