Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháO dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÉLLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Grái markaðurinn Þaö hefur verið í tísku hjá tækifærissinnuðum stjórn- málamönnum í seinni tíð að kasta öllum sínum syndum á bak við gráa markaðinn. Grái markaðurinn er þau viðskipti þar sem sparifjáreigendur geta ávaxtað fé sitt á þeim kjörum sem peningamarkaðurinn býður upp á. Felst sú ávöxtun aðallega í kaupum á verðbréfum sem seld eru með afFólIum í samræmi við markaðsgengi sbkra bréfa. Sbk viðskipti hafa auðvitað þekkst hér um árabb en vegna þeirrar opinberu stefnu stjórnvalda að ákveða neikvæða vexti með lögum hafa verðbréfakaup og lánafyrirgreiðsla verið stunduð á bak við tjöldin og sumt af því flokkast undir okur og ólöglega viðskipta- hætti. Með því að gefa vextina frjálsa opnuðust möguleikar fyrir spariijáreigendur að ávaxta fjármuni sína fyrir opnum tjöldum og með heiðarlegum hætti og hefur það ýmist verið gert í gegnum lánastofnanir eða verðbréfa- sjóði sem sprottið hafa upp. í skjób mikibar verðbólgu og stjórnleysis í peningamálum hafa affób verðbréfa verið mikb, sem og verðbætur og vextir af sbkum bréf- urn. Stjórnmálamenn hafa skebt skuldinni á þessi við- skipti þegar sannleikurmn er auðvitað sá að fjármagns- kostnað og búsifjar fyrirtækja og einstakbnga af hans völdu má í stórum dráttum rekja til stjórnmálamann- anna sjálfra og getuleysis þeirra tb að hafa stjórn á efna- hagsmálum. Grái markaðurinn er þess vegna hvorki betri né verri en stjórnvöld hafa leyft. Viðskiptavinirnn- eru ekki örfá- b' gróðapungar heldur þúsundir og aftur þúsundir ein- stakbnga sem vbja koma í veg fyrir að verðbólga stjóm- málamannanna éti upp fjármagnið. Auðvitað blöskrar sumum afarkjörin og afarkostirnir en hveiju er um að kenna nema ástandinu í þjóðfélaginu? Grái markaður- mn er afleiðing en ekki orsök þess ástands. Það er hins vegar rétt að það skortir löggjöf um rekst- ur verðbréfasjóðanna. Þannig hefur Ávöxtun hf. verið fyrirtæki án baktryggingar og þegar stjórnmálamaður- bin Ólafur Ragnar Grbnsson kom gróusögunni á kreik stóðst Ávöxtun sf. ekki álagið af því að bakhjarhnn vantaði. Það er svo eftir öðru að Ólafur Ragnar hlakkar yfir árangrinum og hossar sér hróðugur: hvað sagði ég ykkur? Sjábsagt hlakkar í flebi stjómmálamönnum sem hafa gert gráa markaðinn tortryggbegan. Þeb- halda að þeir séu að koma verðbréfaviðskiptum og vaxtafrelsi fyrir kattarnef. Hitt er þó nær sanni að þeir séu að rústa fjármál fólksins og böldans. Atlagan að gráa markaðn- um verður þannig á kostnað þebra sem síst skyldi. Hér verða forsvarsmenn Ávöxtunar sf. ekki varðir sérstaklega. Þeir bera auðvitað ábyrgð á sínum rekstri, sem og það fólk sem hefur tekið þá áhættu að ávaxta fé sitt hjá fyrirtækinu. Hins vegar bendir flest tb þess að fah Ávöxtunar sf. styrki þá verðbréfasjóði sem eftir standa. Sem er bka ebis gott því það yrði mikbl hruna- dans ef albr sparifjáreigendur mundu rjúka upp tb handa og fóta og krefjast innlausnar á fé sínu. Enginn verðbréfasjóður mundi standast slíkt áhlaup, ekki einu sinni ríkisbankarnir. Það er gott og blessað að skammast út í háa markaðs- vexti og afarkosti í peningaviðskiptum. En meðan verð- bólgan og efnahagsmálin leika lausum hala er það bæði ábyrgðarlaust og ástæðulaust að gera gráa markaðinn að blóraböggb. Peningamir leita sms farvegar. EUert B. Schram . „Fiskveiðar hafa auðvitað verið stundaðar frá ströndinni i Suðvestur-Afriku um aldaraðir," segir m.a. í grein- inni. Fiskveiðiþjóð ífæðingu Það horfir nokkuð friðvænlegar í nokkrum heimshlutum um þessar en verið hefur lengi. Þaö er að minnsta kosti ræðst við um vopna- hlé og frið að því er virðist i fullri alvöru. Eitt af þeim stríðshrjáðu svæöum, sem hugsanlega fá frið á næstunni, er Suðvestur-Afríka, þ.e. Angóla og Namibía. Það er eins og við hér uppi á ís- landi vitum minna um þetta lang- vinna, illvíga stríð, sem þama hef- ur geisað, en ýmis önnur. Það er að vísu rétt að upplýsingar hafa ekki verið mjög aðgengilegar en smám saman er myndin að skýr- ast. Bandarísk stríðsrannsókna- stofnun áætlar kostnaðinn 30-40 milljarða dollara frá 1980. Það er svipuð upphæð og veitt hefur verið samtals tíl þróunaraðstoðar í öllum suðurhluta Afríku á sama tímabih. Mannfallið er óvissara; 100-200 þúsund fallnir í stríðsátökum en miklu fleiri misst lífið af óbeinu afleiðingunum. Atvinnuvegimir era í rúst, nánast enginn atvinnu- rekstur annar en nauöþurftabú- skapur, auk gull- og demantanáms og olíuvinnslu sem útlendingar sjá um og stendur undir stríðsrekstr- inum. Kúbanir fá 10-15.000 dollara á ári fyrir hermanninn og hergögn- in era ekki alveg gefins hvorki hjá Rússum né V-Evrópumönnum. í Namibíu er ástandið öðruvisi þó auðvitað hljóti kostnaður og mannfall að vera gífurlegt. Svo mikið er víst að andúð íbúa S- Afríku á að senda syni og bræður til herþjónustu í Namibíu og An- góla er farin aö nálgast tilfmningar Bandaríkjamanna í lok Víetnam- stríðsins. Nokkrir víggirtír mikið til ósnortnir kjamar eru utan um helstu stjómsýslu-, samgöngu- og atvinnustöðvar. Fyrir utan þessi virki er „gap Ginnunga og griðland hvergi". Hér átti ekki að gera tilraun til að lýsa ástandinu í þessum heims- hluta enda skortir tU allar forsend- ur og þekkingu. En hvað kemur okkur þetta við fyrir utan það að ástæða er til að gleðjast yfir því að grimmdarlegum stríðsátökum lýk- ur? Samstarf Norðurlanda við suðurhluta Afríku Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til mjög viðtækra þróunar- samninga við Efnahagsbandalag Suður-Afríkuþjóða, SADCC-löndin svokölluðu. Meðal þeirra er Angóla og fullvíst er tahð að Namibía verði 10. SADCC-ríkið um leið og hún KjaUariim Björn Dagbjartsson matvæiaverkfræðingur veröur sjálfstæð, e.t.v. á næsta ári. Öll þróunarvinna og uppbygging hefur verið afskaplega erfið í An- góla til þessa og flestar þjóðir haft litla starfsemi í gangi í landinu. Einna best hafa Svíar staðið sig og hafa t.d. rekið þar ágætan skóla fyrir skipstjórnarmenn. Við þann skóla hafa m.a. kennt íslendingar. Hinar bættu friðarhorfur nú hafa breytt stöðunni. Á fundi þróunar- samstarfsráðherra Norðurlanda nýlega kom fram eindreginn vilji og áhugi allra þjóðanna á að stór- auka samstaríið við Angóla og hefja þegar undirbúning aðstoöar við Namibíu. Finnar bera að vissu leyti nokkra ábyrgð á Namibíu f.h. Sameinuðu þjóðanna og hétu þeir á hina norrænu bræður að duga vel við uppbygginguna. Fiskveiðiþjóðir framtíðar- innar? Fyrir utan strendur Angóla og Namibíu eru einhver auðugustu fiskimið í heimi. Fiskveiðar hafa auðvitað verið stundaðar frá ströndinni í Suðvestur-Afríku um aldaraðir. Þegar hinar stórvirku nótaveiðar urðu algengar hófst veiöi á uppsjávarfiskum þessa svæðis til fiskmjölsframleiöslu. Á fáum árum urðu Angóla og Namib- ía, þá SV-Afríka, nánast innlimuð í S-Afríkulýðveldið, með mestu fiskveiðiþjóðum heims. Til skamms tíma var enn mikil fisk- mjölsframleiðsla á Namibíuströnd- inni en í Angóla var heildarfiskafl- inn, allar tegimdir, kominn niður fyrir 100.000 tonn. Verksmiðjuskip ýmissa þjóða hafa gengið í fisk- stofnana, vafalaust ekki alltaf sam- kvæmt heimildum eða keyptum leyfum. Það er líka með öllu óvíst hvemig ástandi þeirra fiskstofna er háttað sem sótt hefur verið í af svo miklu kappi undanfarin ár, af veiðimönn- um og þjóðum sem engra hags- muna hafa að gæta um framtíð fiskveiða á þessum slóðum. Það er mikið verk óunnið í rannsóknum á veiðiþoh og vemd þýðingarmestu fiskstofna á þessu svaeði. Efttrlit og vöm landhelginnar er líka for- gangsverkefni. Eitthvaö er til af skipum í Angóla en aðstaða og vinnslustöðvar í landi i algerri nið- umíðslu. Skipin í Namibíu eru sjálfsagt flest í eigu grannanna góðu en aðstaða í höfnum og hluti vinnslustöðva verður eflaust eftir þegar þeir fara. En á báðum stöð- um er æpandi þörf fyrir kennslu og þjálfun heimamanna um langan tíma þar til þeir geta rekið sinn sjávarútveg sjálfir. Við íslendingar höfum reynslu og hæfileika í sjáv- arútvegi. Við erum líka smám sam- an að öðlast þekkingu og þjálfun til starfa i þróunarlöndunum. Því hljótum við að láta til okkar taka í Ángóla og Namibíu við uppbygg- ingu sjávarútvegs. Við þykjumst eiga heima meðal Norðurlanda- þjóða og státum af einna mestri velmegun og þjóðarframleiðslu á mann í heiminum, og við mættum muna að það er ekki svo langt síðan við sjálfir þurftum á aðstoð að halda við að byggja upp okkar eigið atvinnulíf. Björn Dagbjartsson „Við Islendingar höfum reynslu og hæfileika í sjávarútvegi. Við erum líka smám saman að öðlast þekkingu og þjálfun til starfa í þróunarlöndunum. Því hljótum við að láta til okkar taka í Angóla og Namibíu við uppbyggingu sjávarútvegs.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.