Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 15 Samgöngubyltingin er eitt af því sem tuttugustu aldarinnar verður minnst fyrir. Öldin hefur fleiri rós- ir í hnappagatinu. Upplýsingabylt- ingin, græna byltingin og bylting í læknavísindum ljóma skærast og valda því, hver á sinn hátt og með öðru, að veröldin brauðfæðir nú flmm milljarða manna. Aldrei hef- ur annar eins manngrúi byggt móður jörð og líklega aldrei eins mikill fjöldi haft það þolanlegt, þótt allt of margir búi við skugga hung- urvofunnar og lifi á mörkum lífs og dauða. Því miður verður þó ald- arinnar ekki bara minnst fyrir hin- ar jákvæðu byltingar heldur hefur öldin einnig á samviskunni tvær heimsstyijaldir og íjölda annarra stríða og ófriða, auk þess sem atóm- sprengjan sá fyrst dagsins ljós á þessari öld. Núna sérstaklega setur mannkynið von sína á afvopnunar- viðræður stórveldanna, enda væru þær til lítils hinar góðu byltingar ef þriðja heimsstyijöldin skylli á. Segir þá fátt af neinu sem mann- kynið gæti minnst í framtíðinni, góðu eða illu. Gífurlegir fjármunir í veði Sérstaklega er svo vonast til núna, í framhaldi af raunverulegri afvopnun,-að þjóðir heims geti gefið meiri gaum sameiginlegum verk- efnum sem alls 'staðar blasa við. Framkvæmdavald Sameinuðu þjóðanna verði eflt, veröldinni til hagsbóta. í kjölfarið kæmi svo virkari alþjóðalöggjöf en nú er, með alþjóðadómstólum, sem allir sæju hag sinn í að hlýða, og hertri alþjóðalöggæslu. Hefðu þjóðir ver- aldar raunverulegt traust á slíkum alþjóðastofnunum myndu gífurleg- Kjallarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur ir íjármunir sparast, sem nú fara t.d. í vopnakapphlaupið, og verða til uppbyggingar fyrir hinar já- kvæðu byltingar. Fátækir verða ríkir og vanþróaðir fá þroska. Byggðarlög rifin upp með rótum Fá lönd eru jafndæmigerð um samgöngubyltinguna og ísland. Við erum lítil þjóð í stóru landi og því erfitt að neyta samtakamáttar til þess að vinna verkefnin. Landið er þó á margan hátt ríkt og þarf mikið fjármagn til þess að nýta þessi auðæfi. Þetta hefur valdið því aö heimili og byggðarlög hafa verið rifin upp með rótum og fólkið flust á staði þar sem byggð hefur verið ódýrari og stendur betur að nýt- ingu hinna miklu auðæfa þjóðar- innar. Bætt nýting, styrking byggða Samgöngubyltingin getur unnið gegn þessari röskun, þó hún geti að vísu flýtt fyrir henni stundum. Augljóst er að það er ekki heppilegt fyrir þjóð, sem þarf aö byggja upp dýr framleiðslumannvirki og kaupa dýr framleiðslutæki, að lenda í því í sömu andrá að byggja yfir hálfa þjóðina aftur vegna bú- ferlaílutninga. Það húsnæði, sem íslendingar telja sér boðlegt, er heldur alls ekki ódýrt. Þess vegna geta bættar samgöngur stuðlað að styrkingu byggöa, meðal annars vegna þess að auöveldara er fyrir fólkið að ná til góðra og traustra framleiðslumannvirkja, sem veld- ur því að meiri nýting fæst á þeim framleiðslutækjum sem til eru heima. Þannig veldur hin nýja Ós- eyrarbrú því að t.d. Eyrbekkingar og Stokkseyringar geta betur nýtt frystihús sín ogfiskverkunarstöðv- ar, og þannig sparað þjóðfélaginu mikið fjármagn sem færi í að byggja þessi hús annars staðar. Styrking Árborgarsvæðisins og Suðurlands Meira hangir auðvitað á spýt- unni. íbúar Árborgarsvæðisins geta þannig búið heima hjá sér áfram og stundað ábatasama vinnu án mikilla flutninga. Útgerðin frá Þorlákshöfn fær Uka öruggara vinnuafi, nánast á staönum, og get- ur því fært út kvíarnar. Það mun svo enn frekar styrkja Þorlákshöfn sem útgerðar- og hafnarstað. Þann- ig veldur Óseyrarbrúin þvi að framleiðslumáttur Árborgarsvæð- isins magnast, hún sparar fjármuni í framleiðslumannvirkjum, hún veldur betri nýtingu íbúðarhús- næöis og styrkir því svæðið í heild í tekjutilliti. Auknar fjölskyldu- tekjur og aukin hagkvæmni byggö- arinnar mun síðan styrkja Árborg- arsvæðið sem byggð, auk þeirrar ánægju sem fólk hefur af bættum samgöngum. Allt þetta mun styrkja Suðurland sem hérað, en því miður hafa meðaltekjur þar verið með þvi lægsta sem þekkist í landinu undanfarið. Traust mannvirki í jarð- skjálftum Álls ekki má flalla um þá sam- göngubyltingu sem Óseyrarbrúin er, að ekki sé minnst á öryggisþátt brúarinnar. Vitað mál er að Suður- land er mikið jarðskjálítasvæði. Við núning og misgengi jarðflek- anna í jarðskjálfta verða jaðar- svæði flekanna harðast úti. Slíkt jaðarsvæði er einmitt við Selfoss, þar sem Tryggvi Gunnarsson byggði sína frægu brú fyrir hart- nær hundrað árum og var grund- völlurinn að bæjarmyndun á Sel- fossi. Því miöur er því Ölfusárbrú- in viö Selfoss á mesta hættusvæð- inu komi til stórra landskjálfta. Þegar mest á reyndi fyrir Sunn- lendinga að fá sjúkraaðstoð frá Reykjavík gæti brúin því verið ófær. Brúarstæðið við Óseyri er á mörgum sinnum minna hættu- svæði en Selfoss í jarðskjálftum. Þetta setur Óseyrarbrúna enn sterkar inn í myndina fyrir sunn- lenskar byggðir. Hún er því ekki aðeins hagkvæm frá efnahagslegu tilliti og falleg eins og mörg brúar- mannvirki landsins, heldur stafar af henni mikið traust, sem aUir vona þó að aldrei þurfi til að koma að reyni á. Höfuðbyggð frá landnáms- öld Hugsjónin um styrkingu sunn- lenskra byggða á sér langan að- draganda. Suðurland er mesta landbúnaðarhérað landsins og þar er mörg matarholan sem hefur reynst dijúg í hallærum. Sjaldan hefur brostið á með landflótta frá Suðurlandi enda fengsæl fiskimið fyrir ströndum og nytjuð af ótrú- legri karlmennsku frá hafnlausri ströndinni í gegnum aldir. Ingólfur Arnarson kom að Suðurlandi og dvaldi þar fyrstu árin. Suðurland „geymir Þingvöll, Skálholt, Haukadal" og Odda, helstu valda- setur þjóðarinnar frá landnámi. Þaðan kemur nánast öll raforka landsmanna, ferðamenn hta undur Suðurlands og sagan og menning þjóðarinnar ómar þar í hverjum Gljúfrabúa og á hverjum bæ. Sterkt ísland, betri heimur Héraðið hefur samt alltaf goldið hafnleysisins, en ein af hugsjónum Egils Thorarensen með uppbygg- ingunni í Þorlákshöfn var einmitt sú að þar gæti héraðið eignast höfn, bæði fyrir fiskiskip og hafskip. Með Óseyrarbrúnni færist héraðið nær þessari góðu höfn í Þorlákshöfn og styrkist þess vegna sem byggð. Með sterkum byggðum verður ísland sterkt. Það verður enn frekar í stakk búið til þess að leggja sinn skerf til þess möguleika, sem öldin skapaði með samgöngubylting- unni, að mannkynið allt geti byggt betri heim. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Hugsjónin um styrkingu sunnlenskra byggða á sér langan aðdraganda.“ Skopsaga af Islendingum Um daginn, þar sem ég sat á einu af kaffihúsum borgarinnar og haíöi þaö huggulegt með kaffibolla og gluggaði í blað, settist hjá mér ókunnugur maður, greinilega er- lendur. Þar sem ég var að lesa um nýjustu aðför ríkisstjómarinnar á hendur okkur láglaunafólkinu gat ég með engu móti fahð hugsanir mínar. Reiðin og hryggðin innra meö mér hefur greinilega endur- speglast í andlitinu því hinn erlendi sessunautur minn spyr mig á ensku hvað það sé sem hryggi mig svo mjög. Mér svelgdist á kaffinu sem ég var í þann mund að renna niður. í fyrstu varð fátt um svör. Er hægt að fræða útlending um upp- byggingu íslenskra stjórnmála? Er hægt að segja honum frá yfirgangi íslenskra íjármagnseigenda? Get ég sagt honum frá hvernig traðkað er á íslenskri alþýöu? Og get ég frætt hann um vangetu launafólks til að gera eitthvað í þessum mál- um? Þrátt fyrir efasemdir mínar um að ég gæti í stuttu máh sagt hinum erlenda gesti frá hvað það væri sem hryggði mig þama við borðið ákvað ég samt að reyna að segja honum frá þessu á eins hlut- lausan hátt og mér væri unnt og fá svo hans áht á íslenskum kjós- endum. Barátta og sjálfstæði Ég byrjaöi frásögn mína á baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði á fyrri hluta þessarar aldar, hvemig við smátt og smátt brutumst undan yfirráðum Danaog hlutum svo loks fuht sjálfstæði. Ég sagði honum frá baráttu alþýðunnar á síðustu ára- tugum og hvernig við heföum borið þar úr býtum betri og betri lífs- kjör. Ég sagði honum frá því hvern- ig samstaða þjóðarinnar heföi verið þegar við vorum að færa út land- helgi okkar og hvernig þetta litla ríki heföi brotið á bak aftur stór- KjaJlarinn Sveinþór Þórarinsson fulltrúi á barnageðdeild Landspítalans og félagi í Æskulýðsfylkingu Alþbl. veldi eins og Bretland. Og ég sá að aðdáun skein úr andliti mannsins sem sat þarna á móti mér. Aðdáunarsvipurinn hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar ég fór að lýsa fyrir honum hvað heföi gerst hér á síðustu misserum. Ég lýsti því fyrir honum hvernig yfirgang- ur frjálshyggjuaflanna tröhriði öllu hér á landi, hvaða óleik ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar gerði okkur launafólkinu meö því að gefa vexti frjálsa. Ég sagði hon- um frá því hvernig ríkisstjórnin heföi mætt skhningi launþega þeg- ar þjóðarsáttin mikla var gerð 1986. Hvernig við láglaunafólkið heföum tekið á okkar herðar aðsteðjandi vanda þjóðarbúsins, sem í raun var ekki til staðar nema þá í munni forystumanna stjómarinnar, því verðmæti fiskaflans heföi aldrei verið meira og að auki heföu ytri aðstæður, svo sem oHuverð og gengi doUars, verið okkur hagstæð. Ríkisstjórnin hefði svo komið til móts við almenning með því að feUa niður eða að lækka tolla á lúxusvamingi svo sem bílum og videotækjum. Ég sá að viðmælandi minn hafði breytt um svip, aðdáun var þar ekki lengur að finna heldur var kominn svipur furðu og vantrúar. Ég hélt því áfram að úthsta afrek núverandi stjórnar. Ég sagði hon- um frá hinum skelegga fjármála- ráðherra okkar sem lagöi á hinn margumtalaða matarskatt, þannig að kaupmáttur launa lækkaði fljót- lega um heU 6%, þar sýndi formað- ur Alþýðuflokksins hverjir það eru sem „EIGA ÍSLAND“, þ.e. fjár- magnseigendurnir, ekki komum viö launafólkiö tU greina í því til- Uti. Ég sagði hinum framandi manni frá stefnu stjómvalda um að halda genginu föstu og hverriig það heföi gengið fyrir sig. Og hvernig síðasta gengisfelhng, sem framkvæmd var nú í vor, heföi átt að bjarga öUum okkar þjóöarhag. Ég sagði honum frá þvi hvernig traðkað heföi verið á okkur launa- fólkinu með setningu bráðabirgða- laganna 20. maí, með því heföi rík- isstjórnin svipt okkur borgarana öUum almennum mannréttindum. Áheyrandinn hlustaði með at- hygli, svo áfram hélt ég því af nógu var að taka. Ég sagði honum frá þeim mörg hundruð mUljónum sem lægju inni hjá fjármögnunar- fyrirtækjunum og enginn vissi hver ætti. Við almenningur eigum það allavega ekki. Ég sagði honum frá staðgreiðslukerfi skatta sem gert hefði það að verkum að Utið þýddi að vinna yfirvinnu því ríkið tæki mest af þeim peningum. Einn- ig útUstaði ég fyrir honum hve yfir- vinnan hefði verið okkur nauðsyn- leg svo við heföum getað haft í okk- ur og á. Útlendingurinn var hættur að drekka kaffið sitt og var búinn að setja upp svipaðan hryggðarsvip og ég. En hann vissi samt ekki að ég átti það versta eftir. Hvað ætlar alþýðan að gera? Hvað er ríkisstjórnin að gera af sér núna? Hún er búin aö taka af okkur launafólkinu 2,5% launa- hækkun. Hún ætlar með yfirgangi að lækka kaupið okkar um tæp 10%. Hún ætlar enn einu sinni að láta okkur launafólkið bera uppi óstjórn sína í efnahagsmálum. Og hvað ætlar svo ríkisstjórnin ekki að gera? Jú, hún ætlar ekki að lækka raunvexti með lögburidnum aðgerðum. Heldur ætlast hún fil eins og undanfarið að það gerist af sjálfu sér. Það hefur sýnt sig eða hitt þó heldur. Hún æfiar ekki að lækka vöruverð til að koma til móts við lækkun launanna okkar heldur mun hún leitast við að kaupmenn lækki sjálfir vöruverð- ið. Auðvitað munu þeir gera það, hafa ekki neytendasamtökin bent okkur á hækkandi vöruverð ein- mitt núna. Rikisstjómin æflar ekki að láta fjáreignarmenn bera skarð- an hlut frá borði, nei, þeir eru heil- agir í augum þeirra flokka sem skipa þessa stjórn. Nú í fyrsta sinn greip hinn er- lendi gestur fram í fyrir mér og spurði einfaldrar spurningar. „Hvað ætlar alþýðan á íslandi að gera í þessum málum?“ Ég leit á hann þar sem hann sat með tárin í augnkrókunum. Með vonleysi sagði ég honum hvað það var í raun og veru sem hryggði mig svo mjög. Ég sagði honum frá úrshtum síðustu skoðanakönnun- ar á fylgi stjórnmálaflokkanna. Aö Framsókn og Sjálfstæðisflokkur væru saman með meirihluta ef kosið væri í dag. Sessunautur minn reis upp og hló. Hann hló, og það lengi. Síðan hristi hann höfuðið óg sagöi mér að í sínu heimalandi kæmi svona vitleysa aldrei tíl ‘greina. Þegar hann gekk frá mér hlæj- andi og furðaði sig sjálfsagt á okkur íslendingum sat ég eftir og skamm- aöist mín. Ég skammaðist mín fyrir okkur, okkur launafólkið, alþýðu þessa lands, að við getum látið ljúga svona endalaust að okkur. Þetta er hlutur sem þarf að breyt- ast. Lesandi góður, hvemig væri ef þú tækir raunhæfa afstöðu tíl stjórnmála? Veltir því fyrir þér, næst þegar þú tekur afstöðu, hvernig þeir þrír flokkar, sem skipa núverandi stjóm, hafa leikiö okkur launafólkiö? Og hvemig þeir hygla fjáreignarmönnunum. Næst þegar þú tekur afstöðu, haföu þá í huga hverjir hafa raunhæfa lausn á efnahagsmálum okkar. Það er vitað aö núverandi stjórnarflokkar hafa hana ekki. Launafólk, komum í veg fyrir aö fleiri útlendingar hlæi að alþýðu þessa lands. Sveinþór Þórarinsson „Launafólk, komum í veg fyrir aö fleiri útlendingar hlæi að alþýöu þessa lands.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.