Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Fréttir Skoðanakönnun DV: Meirihlutinn styður niðurfærsluleið Meirihluti landsmanna er því fylgjandi aö niðurfærsluleiðin verði farin. Þetta kom í ljós í skoð- anakönnun sem DV gerði um síð- ustu helgi. Meirihlutinn er ekki mikill. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur því að niðurfærsluleiðin verði farin? Af öllu úrtakinu sögðust 40,3 pró- sent vera fylgjandi því að niður- færsluleiðin yröi farin. 35 prósent voru því andvíg. 23,2 prósent voru óákveðin og 1,5 prósent vildu ekki svara spurningunni. Þetta þýðir að 53,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu að niður- færsluleiðin yrði farin. 46,5 prósent voru því andvíg. Meiri andstöðu .gætti meðal kvenna en karla en þó ekki svo að afgerandi væri. -HK A myndinni má sjá fyrsta samráðsfund ríkisstjórnarinnar og forseta Alþýðusambandsins um niðurfærsluleið- ina. Samkvæmt skoðanakönnun DV vill rétt rúmur helmingur þjóðarinnar að þessi leið verði farin. DV-mynd S ádag „Það hringja 50-60 manns i okk- ur á dag. Þetta eru bæði neytend- ur og fyrirtæki, kaupmenn og fleiri. Eins er töluvert um aö spurt sé um skólagjöld og náms- bækur. Það sem við erum um- fram allt að gera er aö koma því inn 1 höfuðið á fólki að um algera verðstöðvun er að ræða. Það má ekki hækka verð neinnar vöru,“ sagði Guömundur Á. Sigurðsson, yfirviðskiptafræðingur Verðlags- stofnunar, við DV. Tðluvert er um að kaupmenn, sem keypt hafa vöru frá heildsala á hærra verði, hækki smásölu- verð hennar í góðri trú að þaö sé í lagi. Segir Guðmundur að marg- ir haldi að um álagningarstöðvun sé að ræöa og þvi megi verð- hækkun frá heildsala fara út í verðlagið. En svo er ekki. „f tilvikum þar sem heildsalar hafa tekiö inn vöru i ágúst á nýju verði og kaupmaður kaupir ekki inn fyrr en eftir siðustu mánaða- mót má kaupmaðurinn ekki hækka verð vörunnar. Heildsal- inn er þama í fullum rétti en kaupmaðurinn veröur að viröa verðstöðvunina. Vandamálið er að kaupmenn eru í góðri trú að hægt sé að veröleggja eins og venjulega. Þetta er algengasta vandamálið.“ -hlh Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Af úrtaki Afþeim semtóku afstöðu F/lgjandi níðurfærslu 40,3% 53,5% Andvígir niðurfærslu 35,0% 46,5% Óákveðnir 23,2% Svaraekki 1,5% Af beimsem tóku afstöðu ■ Fylgjandi 5 Andvfgir Ummæli fólks í könnuninni „Ég er fylgjandi þeirri leið sefn ber árangur, sama hvað hún heitir,“ sagði karl á Vesturlandi. „Það er fjar- stæðukennt siðleysi að klípa af laun- um þeirra sem minnst hafa,“ sagði kona á suðvesturhorninu. „Ég held að það sé ekki annarra kosta völ en aö fara niðurfærsluleiðina. Gengis- fellingarleiðin hefur gengið sér til húðar,“ sagði karl á höfuðborgar- svæðinu. „Ég tek á mig skerðingu ef allir gera það,“ sagði kona á Aust- urlandi. „Mér er eiginlega alveg sama hvaö þeir gera. Ég fæ örugglega minn skerf af því,“ sagði kona á Reykjanesi. „Ég er algerlega á móti því að innleiða hér haftastefnu," sagði karl á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er fylgjandi niðurfærsluleiðinni ef hún verður framkvæmd á réttan hátt, ekki byrjað á þeim aumustu heldur breiðu bökunum," sagði kona í Reykjavík. „Ég er fremur fylgjandi niðurfærslunni. Hún er skömminni skárri en gengisfelling þótt ég vilji auðvitað hvorugt sjá,“ sagði kona á Norðurlandi. „Maður veit of lítið um hvernig þessi niðurfærsluleið kemur til með að verða,“ sagði kona á Vest- fjörðum. „Ég er andvíg þeirri leið sem lækkár lægstu launin,“ sagði kona í Reykjavík. „Ég er svo sannar- lega fylgjandi niðurfærsluleiðinni ef rétt ér að henni staðið en ef hún á einungis að koma niður á launafólki vil ég ekki sjá hana,“ sagði karl á landsbyggðinni. „Ef hún er farin alls staðar jafnt og helst eftir prósentum en ekki bara hjá hinum lægst laun- uðu eins og 1959,“ sagði karl á höfuð- borgarsvæðinu. „Ég er óánægð meö aö Asmundur Stefánsson skuli vera að ræða þessa vitleysu við ríkis- stjórnina," sagði kona á landsbyggð- inni. -gse í dag mælir Dagfari Þetta fór allt eins og Ólafur Ragn- ar hafði spáð. Ávöxtun sf. lagði upp laupana í fyrradag og sannaði þar með þá kenningu spámannsins úr Alþýöubandalaginu að grái mark- aðurinn væri með allt niður um sig. Þar að auki hefur Ólafur Ragn- ar sannað að hann er spámaður í sínu föðurlandi, en það er meira heldur en hægt er aö segja um ýmsa kollega hans. Þeim hefði ver- ið nær að taka mark á Ólafi. Hann var fyrir löngu búinn aö vara ríkis- stjómina við ástandinu hjá Ávöxt- un. Var meira að segja búinn að skrifa þeim bréf. Hann sá þetta allt fyrir. Aö vísu nefndi hann ekki Ávöxtun á nafn, enda óþarfi að nefna nöfn þegar spádómar eru annars vegar. Spákerlingar nefna aldrei nein nöfh þegar þær spá ást- um eða áfóllum. Það gerir Ólafur Ragnar ekki heldur. En af góð- mennsku sinni og greiðasemi við ríkisstjómina hafði hann varað ráöherrana alvarlega við. Ólafur ber umhyggju fyrir bágstöddum sparifjáreigendum sem eiga pen- ingana sína inni hjá vafasömum verðbréfasölum. Honum þykir þó enn vænna um verðbréfasalana sjálfa þótt hann hafi ekki viljað nefna þá á nafti. Ný Vetrarfijálp Ármann Reynisson og Pétur Bjömsson vissu ekki sjálfir hvað þeir stóðu illa. Þeir héldu að bis- nessinn væri í lagi og fyrirtækið stöndugt. Þeir hafa verið uppeknir við að bjarga atvinnufyrirtæKjun- um frá gjaldþroti og greiðsluerfið- leikum. Ávöxtun sf. vissi ekki bet- ur en að hjá þeim væri unnið þjóð- þrifastarf þar 'sem allir graeddu. Þeir höfðu ekki hugmynd um vin- áttu Ólafs Ragnars og aUa hans til- litssemi við sig. Ávöxtun sf. var besta og göfug- asta fyrirtækið í bænum. í marga mánuði hafa þeir auglýst hærri vexti og betri arð heldur en npkkur annar aðili í þessum bransa. í raun og vem vom mikil áhöld um það hvort ávöxtunin mundi bera sig, en bæði Ármann og Pétur eru vin- ir fólksins eins og Ólafur Ragnar og vilja því vel. Þess vegna borguðu þeir betri vexti en aðrir og betri vexti en þeir gátu borgað eöa áttu fyrir. Þetta vissu ekki nærri allir. Olafur Ragnar gekk hins vegar feti framar en þeir Ármann og Pétur og sagði fólki frá því hvað þeir hjá Ávöxtun væra miklir mannvinir. Þegar fólkið gerði sér grein fyrir þessari mannúð hópaöist það inn á skrifstofumar hjá Ávöxtun og baö um peningana sína á vöxtunum sem í boði vora. Og þeir hjá Ávöxt- un borguðu meðan þeir gátu og þegar þeir gátu ekki meir fóra þeir til Seðlabankans og báöu um að aðrir tækju við. Ekki það að þeir vildu ekki borga meira. Þeir áttu bara ekki meir af því Ólafur Ragn- ar hafði komið upp um mann- gæsku þeirra með því að segja frá henni. Nú er búið að loka þessu göfuga fyrirtæki og Ólafur Ragnar hefur haft erindi sem erfiði við að loka því, eins og hann var aUan tímann búinn að spá. En Ólafur Ragnar og félagar hans í Alþýðubandalaginu láta ekki við það sitja og fullyrða að það séu miklu fleiri fyrirtæki í bransanum sem hafi verið of góð við fólkið og lánað því á betri kjör- um en fyrirtækin ráði viö. Nú hvetja þeir allaballar aðra sparifj- áreigendur að drífa sig í að rífa út peningana sína og leysa til sín vext- ina, svo loka megi fleiri fyrirtækj- um. Þessi góðmennska og fyrir- hyggja gagnvart fólkinu í landinu er alveg dæmalaus, enda hefur Al- þýðubandalagið verið aö tapa fylgi síðustu misserin og verður að halda því áfram. Það er best gert með því að setja bæði verðbréfasal- ana og viðskiptamenn þeirra á hausinn. Þeir Ármann og Pétur hjá Ávöxt- un sf. hljóta að vera Ólafi Ragnári þakklátir fyrir að bjarga sér undan öllu álaginu sem fylgir því að ávaxta peninga fyrir ókunnugt fólk án þess að eiga fyrir.því. Vetrar- hjálpin var lengi starfrækt í þeim tilgangi að hjálpa bágstöddu fólki. Einnig má minna á Thorvaldsens- félagið og Fangahjálpina og seinna kom Hermann Björgvinsson til skjalanna. Nú hefur Alþýðubanda- lagið tekið upp þráðinn og vinnur þaö þjóðþrifaverk að hjálpa bág- stöddum til að komast á hausinn. Segið svo að ekkert gagn sé aö stjómmálaflokkum og stjórnmála- mönnum á borð viö Olaf Ragnar! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.