Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 21 fþróttir haldi fyrir íslenska landsliðsfyrirliðanum DV-mynd Brynjar Gauti Idi: mi um Monaco heldur Frakkamir og það segir sjna sögu. Sjálfstraustið geislaði af þeim rauðklæddu seinni part leiksins og það var ljóst löngu fyrir leikslok að Monaco þyrfti að hafa heppnina á sínu bandi til að koma í veg fyrir ósigur. Frábær leikur Atla Auk Guðmundar markvarðar áttu tveir afgerandi leik í liði Vals. Atli Eð- valdsson lék hreint frábærlega og var besti maður vallarins. Hann lék sem afturliggjandi framheiji og kom frönsku vörninni hvað eftir annað úr jafnvægi, átti alla skallabolta og hélt boltanum mjög vel og gaf þar með félög- um sínum færi á að koma framar á völlinn og byggja upp sóknir. Hann var síðan dijúgur við að aðstoða vörnina, var ahtaf þar sem mest lá við. Þorgrím- ur Þráinsson gætti hættulegasta sókn- armanns Monaco, hins eldfljóta Fofana, og hafði hann nánast „í vasanum" allan tímann. Þorgrímur var ílrnasterkur í vörn Vals og hefur sjaldan leikið betur. Miðað við leikinn í gærkvöldi hafa Valsmenn burði til að halda franska liðinu í skefjum á útivelli og takist þeim það munu þeir letra nafn sitt feitu letri í sögu knattspyrnunnar í Evrópu. -VS Valsmenn eflir sigurinn á Monaco: Jæia 1-0 ii - farinn að hlakka til útileiksins, sagði Atli Eðvaldsson „Eg sagði við sjálfan mig: Jæja, 1-0, þegar ég sá þennan frábæra bolta á leiðinni til mín. Ég var sannfærður um að ef hann bærist alla leið til mín myndi ég skora!“ sagði Ath Eðvalds- son, maðurinn sem lagði drýgstan skerf að sigri Valsmanna á Monaco, í samtali við DV eftir leikinn í gær- kvöldi. „Eftir því sem leið á leikinn var á hreinu að þeir ættu ekki möguleika, þeir höfðu ekki karakter til að bijóta okkur niður. Þaö verður rosalega erfitt að leika gegn þeim úti en eitt er vist - þeir skulu fá að hafa fyrir því að skora tvö mörk og þeir skulu þurfa að sýna mjög góðan leik ef þeir ætla sér að slá okkur út úr keppn- inni. Ég er strax farinn að hlakka til að mæta þeim aftur,“ sagði Atli. Stóðum vel að vígi „Við stóðum vel að vígi eftir að hafa skoðað upptöku af leik þeirra sl. fóstudag - vissum að við værum með sterkari skallamenn og nýttum okkur það. Láðið náði að sþila skyn- samlega og ég er ekki hissa á því að þetta skyldi ganga upp hjá okkur. Ath sphaði eins vel og mögulegt er, var fremsti maður í sókn og aftasti maður í vöm og ahtaf þar sem á þurfti að halda. Utileikurinn verður erflður en með leik eins og í kvöld fóram við langt á móti þeim þar,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Vals. Fengum tækifærin „Við fengum tækifærin th að vinna stærri sigur og ég og Siguijón áttum að skora úr dauðafærunum sem við fengum í seinni hálfleik. Ég er bjart- sýnn fyrir leikinn í Monaco, hann verður án efa aht öðruvísi en þessi en ef við höldum vöminni þéttri get- ur allt skeð. En ég er óhress með viðbrögö áhorfenda í fyrri hálfleik þegar við voram að vinna okkur inn í leikinn, þeir púuðu á okkur þegar við einbeittum okkur að því að halda boltanum og byggja upp sóknir," sagði Sævar Jónsson. Mikill sigur „Það hefði ekki þurft mikla heppni til að við skoraðum ein þijú mörk og það kom mér á óvart hve slakir þeir voru. Við höfum styrkleika th aö halda jöfnu úti, það er alls ekki óraunhæft. Þeir þuifa að sækja og okkar styrkur liggur fyrst og fremst í að veijast. Seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur, við náðum undirtökunum í leiknum og þetta var mikih sigur fyrir íslenskan fót- bolta,“ sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals. Fór strax i gang „Ég átti von á því að hafa meira að gera en raunin varð. Mér gekk mjög vel, enda fór ég strax í gang við það að hirða tvær erfiðar fyrirgjafir snemma í leiknum,“ sagði Guð- mundur H. Baldursson, markvörður Vals. „Mér tókst að loka markinu strax og hann varð að skjóta og sem betur fór náði ég að veija,“ sagði Guðmundur um eina færi Monaco í leiknum. Valur kom mér á óvart sagði Glenn Hoddle eftir leikinn virkhegt lof fyrir leik sinn,“ sagði Glenn Hoddle ennfremur og var aö vonum dapur í bragöi. „Ég er að vonum mjög óánægður með úrslitin í leiknum. Að mínu mati lékum við langt imdir getu. Valsmenn börðust vel og eru vel að sigrinum komnir. Með smá- heppni hef'ðu þeir getað skorað þijú mörk í leiknum," sagði Glenn Hoddle í samtah við DV eftir leik Vals og Monaco á Laugardalsvelh í gærkvöldi. „Valsmenn tóku völdin á miðj- unni í seinni hálfleik, vörnin var sterk en hana skipa hávaxnir og snöggir leikmenn sem erfitt er að eiga við. Valsmenn léku fahega knattspyrnu og ég verð að viður- kenna aö þeir komu mér á óvart með leik sínum, léku mun betur en ég átti von á fyrir leitónn. Markalaust jafntefli heföi oröið hagstæðari úrsht fýrir okkur en úrsht í leikjum á Evrópumótunum í knattspyrnu eru fljót að breytast. Við erum sterkir á heimavelh og vonandi náum við að bæta leik okkar í síöari leiknum. Við lékum illa og þvi fór sem fór. Mér fannst enginn skara sérstak- lega fram ör I Valshðinu, allir leik- menn liðsins börðust vel og eiga ArseneWenger, þjálfari Monaco: „Valshðið kom mér á óvart í leiknum. Valur lék mjög góöa vöm sem erfitt var að finna smugu á og eins og ég sagöi sphaði hðið mun betur en ég átti von á,“ sagði Ars- ene Wanger, þjálfari Monaco, í samtah við DV eftir leitónn í gær- kvöldi. „Sendingamar, sem komu fyrir Valsmarkið, urðu alveg hættu- lausar því hávöxnu vamarmenn Valshösins voru ektó í miklum erf- iöleikum að koma þeim.frá mark- inu. Úrshtin i leUcnum era á vissan hátt áfall fyrir okkur en við fáum þó annaö tækifæri í Monaco th að bæta leik okkar. Laugardalsvöhur er litih, lítlö sem ekkert er hægt að nota kraftana. Aðstæöurnar komu þó jafiit niöur á báðum Uð- um. Ég vil ekki nefna sérstaklega leikmenn í ValsUöinu því aUt Uðið stóð vel fyrir sinu,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco. -JKS Gaman að leika á Amoros „Við héldum að þetta yrði erfiðara en raunin varð og fundum fljótlega að við áttum i fullu tré við þá. Það var sérstaklega gaman að leika á Amoros með því að renna boltanum í gegnum klofið á honum! Þegar ég fékk færið í fyrri hálfleik þurfti ég að teygja mig í boltann og taka hann viðstöðulaust á lofti en með smá- heppni hefði ég vel getað skorað," sagði Guðmundur Baldursson sem lék vel á hægri vængnum hjá Val. Gífurlega sterk liðsheild „Það var verst að fara svona hla með færin en annars var þetta frá- bært. Liðsheildin hjá okkur er gífur- lega sterk, það er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Við fundum fljótlega að þeir myndu brotna ef við veittum harða mótspyrnu og það gekk eftir,“ sagði Siguijón Kristjánsson sem vann geysilega vel allan tímann en var óheppinn að skora ekki eitt th tvö mörk. Hann lá þrisvar eftir hörð návígi við Frakkana og tvísýnt er hvort hann verður með Val gegn ÍBK í 1. deild á laugardaginn. Upp á von og óvon „Ég sendi fyrir upp á von og óvon og það var thviljun að Ath skyldi fá boltann svona vel fyrir sig,“ sagði Valur Valsson um sendinguna sem gaf sigurmarkið. Um dauðafæri sitt í fyrri hálfleik sagði Valur: „Ég fékk nægan tíma og ætlaði að negla beint á markið en hitti boltann ekki nógu vel þannig að hann fór framhjá." -VS Urslrt í Evrópuk. meistaraliða: Valur Monaco 1-0 (0-0) 1-0 Atli Eðvaldsson (56.) Liö Vals: Guömundur H. Bald- ursson, Guðni Bergsson, Þorgríra- ur Þráinsson, Sævar Jónsson, Guömundur Baldursson, Ingvar Guðmundsson, Magni B. Péturs- son, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Atli Eðvaldsson, Siguijón Kristjánsson. Lið Monaco: Jean-Luc Ettori, Manuel Amoros, Claude Puel (Patrick Valery 62.), Remy Vogel (Luc Sonor 68.), Patrick Battiston, Fabrice Pouhain, Marcel Dib, Je- an-Marc Ferratge, Gicnn Hoddle, José Touré, Youssouf Fofana. Dómari: Torbjöm Aas, Noregi. Gult spjald: Jean-Marc Ferratge. Áhorfendur 2.799. Dyn. Berlin - W. Bremen 8-0 (1-0) 1-0 Doh (16.). 2-0 Thom (62.), 3-0 Pastor (77.) Berlín, A-Þýsk„ áh. 22.000. Evrópukeppni bíkarhafa: Floriana-Dundee Utd. 0-0 Vahetta, Möltu, áh. 4.000. Omonia-Panathinaikos 0-1 (0-1) 0-1 Navrides (13.) Nicosia, Kýpur, áh. 25.000. Grasshoppers-Frankfurt 0-0 Basel, Sviss, áh. 13.600. UEFA-blkarinn: Spora-FC Liege 1-7 (1-2) 1- 0 Jeitz (3.), 1-1 Varga (7.), 1-2 Varga (33.), 1-3 Emes (54.), 1-4 Ernes (59.), 1-5 Francois (79.), 1-6 Houben (80.), 1-7 Boffin (83.) Luxemburg, óh. 2.700. Antverpen-Köln 2-4 (2-1) 0-1 Keim (3.), 1-1 Van Rooy (33.), 2- 1 Goossens (43.), 2-2 T.AUofs (47.), 2-3 Povlsen (55.), 2-4 Janssen (87.) Antwerpen, Belgíu, áh. 20.000. Foto Net Wien - Ikast 1-0 (1-0 1-0 Steinkogier (5.) Vin, Austurríki, áh. 3.500. SSOIOKAtf Byrjendanámskeið eru að hefjast hjá karatedeild Breiðabliks í Kópavogi. Æft verður þrisvar í viku, mánu- daga, miðvikudaga og laug- ardaga. Glæsileg æfingaað- staða í íþróttahúsi Digra- nesskóla með aðgangi að líkamsræktarstöð og sól- arlömpum. Yfirþjálfari Shot- okan karate á íslandi er M. Kawasoe, 6. dan. Innritun og upplýsingar næstu daga í síma 43699 milli kl. 18 og 21. 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno DFegið 12. september. Heildarverömœti vinninga 21,5 milljón. /j/tt/r/mark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.