Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Utlönd Sjóndeildarhríngurínn víkkar Nú liður óðum að því að innri markaður Evrópu taki til starfa. Áætlað er að áriö 1992 verði Evr- ópubandalagið aö einum markaði. Sá markaður verður einhver stærsti markaður sem völ er á í heiminum, með vel yfir þijúhundr- uð mfiljón manns. Hvað mann- fjölda varðar verður þessi markað- ur mun stærri en Bandaríkjamark- aður, þó að sölulega séð séu ekki líkur á að hann geti skákað Banda- ríkjamarkaði í bráð. Ástæða þess er sú að Bandaríkin eru mesta neysluþjóðfélag veraldar. Áð sjálfsögðu eru til markaðs- svæði sem eru mun stærri en Evr- ópumarkaður og Bandaríkjamark- aður, og er þar átt við Kína, Indland og Sovétríkin, en eins og gefur auga leið eru þessi markaðssvæði ekki mikil neysluþjóöfélög. Sofandaháttur Bandaríkjamanna Bandaríkin hafa átt undir högg að sækja á alþjóðlegum markaði undanfarin ár. Utflutningur þeirra hefur dregist mjög saman á sama tíma og innflutningur hefur aukist mjög. Fyrir þessu liggja margar ástæður. Ein er sú að á sjöunda og ártunda áratugnum sofnuðu bandarísk framleiðslufyrirtæki á veröinum. Þau voru með yfir- burðavörur, að eigin mati og ann- arra, og töldu að engin hætta væri á því að nein önnur þjóð, eða þjóð- ir, gætu skotist fram úr þeim. Fram til þess tíma hafði heims- verslun mikið til gengið þannig fyr- ir sig, frá stríðslokum, að þjóðir leituöu til Bandaríkjanna eftir vör- um sem þær vildu kaupa, enda voru Bandaríkjamenn nær þeir einu sem framleiddu sómasamleg- ar vörur. Aðrar þjóðir voru að byggja upp eftir eyðilegginguna í seinni heimsstyijöldinni. Við- skiptajöfnuður Bandaríkjanna var hagstæður ár eftir ár, og segja má að framleiðsluatvinnugreinarnar, Innri markaður Evrópu tekur til starfa 1992. Bandarikjamenn reyna nú að komast Inn á þann markaó. Hér eru leiðtogar Evrópubandalagsins á fundi. útflutningur og mikil aukning neyslu og eyðslu innan Bandarikj- anna hafi staöið undir hinum mikla vexti og bættum lífskjörum á þessu tímabili. BandaríKjamenn hafa aldrei þurft aö standa í markaðssetningu á sínum vörum, því að útlendingar hafa komiö til Bandaríkjanna og sótt allt það sem þeir hafa viljað. Á síðasta áratug brá svo við að Bapdaríkin fóru að fá samkeppni í bílaiðnaöi og einnig á fleiri víg- stöðvum. Bandarískar vörur þóttu ekki lengur bera höfuð og herðar yfir vörur annarra, svo sem Jap- ana, Þjóðveija, Svía og fleiri. Ann- að sem gerði Bandaríkjamönnum erfitt fyrir var það að þeir höfðu aldrei markaðssett vörur sínar, þær höfðu alltaf selst af sjálfu sér. Stór heimamarkaður Afleiðing þessa varð sú að já- kvæður viðskiptajöfnuður Banda- ríkjamanna þurrkaðist upp og hef- ur nú verið neikvæður um nokkurt skeið. Það var síðan um miðbik þessa áratugar sem sfjómvöld ákváðu að leggja sitt af mörkum til að efla útflutning á bandarískum vörum,og minrika innflutning. Það var gert meö þvi að lækka gengi dollarans. Hið einkennilega var að þrátt fyr- ir að dollarinn færi hreinlega niður úr öllu valdi tók útflutningur mjög hægt við sér, þótt nokkur árangur næðfst hvað innflutning varöar. Þegar þetta er skoðað nánar kem- ur nokkuð skrítið í Ijós. Þótt þaö sé nauðsynlegt fyrir efnahag Bandaríkjanna og eðlilegan vöxt að bandarísk fyrirtæki leggi undir sig nýja markaöi, er það alls ekki eins mikiö atriði í rekstri einstakra fyrirtækja. Bandaríkjamarkaður er svo gífurlega stór að hvert ein- stakt fyrirtæki getur stundaö alla þá landvinninga sem það vill innan Bandaríkjanna. Það er dýrt að fara í samkeppni á erlendum mörkuð- um, og því hefur það verið svo að fyrirtækin hafa ekki séð hag sinn í því að gera hluti sem efla myndu þjóðarhag. Breytingar í nánd? Nú er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess að þessi sjónarmið hjá bandarískum fyrirtækjum séu að breytast, og að þau hugsi sér gott til glóðarinnar með sameinað- an Evrópumarkaö. Ein ástæða þess kann að vera sú að nú sjá Banda- ríkjamenn fram á að þurfa ekki aö vera að pukrast inni á fjöldanum öllum af litlum mörkuðum í Evr- ópu, heldur fá þeir aðgang að allri Evrópu sem einu markaðssvæöi. Einnig er nyög líklegt að Banda- ríkjamenn vilji nú komast inn á Evrópumarkað, vegna ótta um að vemdarstefna komi til með aö verða þar áhrifamikil eftir 1992, og því sé betra að vera komnir inn áður. OPNUNARTÍMI Vtrka daga kl. 9-22, SMÁAUGLÝSINGA: l7Z'Za«:^ ★ Afsöl og sölutilkynningar bifreiða. ★ Húsaleigusamningar (löggiltir). ★ Tekið á móti skriflegum tilboðum. ATHUGIÐ! Ef auglýsing á aö birtast í helgarblaði þart hún að hafa borist fyrir kl.'17 á föstudögum. KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. SÍMINN ER 27022. tunocAnu SMÁAUGLÝSINGA- ÞJÓNUSTA: Vió viijum vekja athygli á ao þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur siðan farið yfir þær i góöum tómi. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 62, talinn eig. Helga Sigurð- ardóttir, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thorodds- en hdl. Búland 17, þingl. eig. Böðvar Valtýs- son, föstud. 9. sept ’88 kl. 14.00. Upp- boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavik.________________________ Efetasund 100,2,t.v., þingl. eig. Leiför Jónsson og Sesselja Kristjánsd., föstud. 9. sept. ’88 kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- \úk, Veðdeild Landsbanka íslands og Olaför Axelsson hrl. Framnesvegur 55, 3. hæð, þingl. eig. Aðalsteinn D. Októsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki Islands og Jón Ing- ólfeson hdl. Grensásvegur 46, hluti, talinn eig. Vindás hf., föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Grettisgata 58 B, þingl. eig. Ámi J. Baldvinsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru tollstjór- inn í Reykjavík, Gjaldskil sf. og Ólaf- ur Axelsson hrl. Grjótasel 15, þingl. eig. Valdimar S. Helgason, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Grundarland 7, þingl. eig. Schumann Didriksen, föstud. 9. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Eggert B. Ólafeson hdl. Hamraberg 30, þingl. eig. Karl Magn- ús Gunnarsson, föstud. 9. sept. '88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík._____________ Hringbraut 37, 2. hæð tv., þingl. eig. Ámi Kristinn Magnússon, föstud. 9. sept ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Jörfabakki 18, 2. hæð t.h., þingl. eig. Jón I. Haraldsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Bjöm Ólaf- ur Hallgrímsson hdl. og Ólaför Gú- stafeson hrl. Kaplaskjólsvegur 41, kjallari, þingl. eig. Svanberg ölafeson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Tryggingastofnun ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík og Ólaför Garð- arsson hdl. Klapparberg 16, þingl. eig. Valgerður Hjartardóttir, föstud. 9. sept ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands- banka íslands og Sigurmar Albertsson hrl. Kríidiólar 4, 8. hæð E, þingl. eig. TJl- far Ámason og Sigríður Rögnvaldsd., föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.00. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands. Kvistaland 12, þingl. eig. Reynir Guð- laugsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Baldur Guðlaugsson hrl. og Tryggingastofaun ríkisins. Lambastekkur 2, þingl. eig. Niek M. Blomsterberg, föstud. 9. sept. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Búnað- arbanki Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Logafold 101, þingl. eig. Ástríður Har- aldsdóttir, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Miklabraut 7, kjallari, talinn eig. ómar Kristvinsson, föstud. 9. sept ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Othar öm Petersen hrl., Reynir Karlsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Siguim- ar Albertsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Útvegsbanki íslands hf. Njálsgata 110, íb. í v-enda, þingl. eig. Hafeteinn Sigurjónsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. Seljavegur 29,3. hæð, þingl. eig. Mar- teinn Marteinsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands, Ólaför Gústafeson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Sigríður Thorlacius hdl. Skipholt 3, hluti, þingl. eig. Gull og Silförsmiðja Ema, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjór- ixm í Reykjavík. Skipholt 10, neðri hæð, þingl. eig. Bragi R. Ingvarsson, föstud. 9. sept ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Skólavörðustígur 20A, talinn eig. Axel Juel Einarsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Tungusel 8, 4. hæð, þingl. eig. Sigur- laug Guðmundsdóttir, föstud. 9. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík, Búnaðarbanki Islands, Gunnar Jóh. Birgisson hdl., Guðmundur Jónsson hdl., Gjald- heimtan í Reykjavík og Guðmundur Jónsson hdl. Vesturás 46, þingl. eig. Hreinn Ágústs- son, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.15. Upp- boðsbeiðandi er Eggert B. Ólafeson hdl. Vesturberg 72, 3. hæð f.m., þingl. eig. Jón Páll Ásgeirsson, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Ari ís- berg hdL Vesturgata 5,1. hæð, þingl. eig. Ferða- skrifetofan Farandi hf., föstud. 9. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Þórufell 20,3.t.v., þingl. eig. Haraldur Bjamason, föstud. 9. sept. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Ármann Jóns- son hdl. Ægissíða 96, efri hæð, þingl. eig. Elín Nóadóttir, föstud. 9. sept. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Guð- jón Árniann Jónsson hdl. og tollstjór- inn í Reykjavík. öldugrandi 3, íbúð 02-01, þingl. eig. Sigrún Kristjánsdóttir, föstud. 9. sept. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Út- vegsbanki íslands hf. BORGARFÓGETAEMBÆTH) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.