Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 13 dv Útlönd Nýjar ásakanir a hendur Leijon Einar BaMvin Steönsson, DV, Helsjngborg; Hneykslismál innan ríkisstjómar sósíaldemókrata virðast engan enda ætla að taka. Nú síðast hefur ríkis- saksóknari í máli vegna meintra mútugreiðslna indverskra aðila til sænskra vopnaframleiðanda leyst frá skjóðunni. í janúar síðastliönum kom Rajiv Gandhi í opinbera heimsókn til Sví- þjóðar ásamt fjölmennu fylgdarhði. Umræddur saksóknari fór þess á leit við sænska utanríkisráðuneytið að það greiddi fyrir viðræöum við nokkra fulltrúa. Að hans sögn var beiðninni vel tekið en þá fékk hann upphringingu frá þáverandi dóms- málaráðherra, Önnu-Gretu Leijon, sem skýrði honum frá því að vænt- anlegar viðræður við fulltrúa ind- versku sendinefndarinnar væru mjög óheppilegar. Ingvar Carlsson forsætisráðherra væri ennfremur á sama máh. Saksóknarinn segist hafa staðið fast við beiðni sína og hafði aftur samband við utanríkisráðuneytið en fékk engu breytt. Þetta var síðasta tilraun saksókn- arans til að komast áleiðis í rannsókn sinni á hinum meintu mútum. Hon- um hafði ekki tekist að koma á yfir- heyrslum yfir umræddum aðilum í Indlandi. Og fjórum dögum seinna lagði hann opinberlega niður rann- sókn sína vegna skorts á sönnúnum. Loks segir saksóknarinn að í þau 32 ár, sem hann hafi starfað sem sak- sóknari, hafi dómsmálaráðherra aldrei að fyrra hragði haft samband við hann með beinum afskiptum af rannsókn mála líkt og Anna-Greta Leijon nú. Utanríkisráðuneytið og Anna- Greta Leijon vísa ásökunum sak- sóknarans á bug og segja þaö rétt ríkisstjórnarinnar að grípa inn í þeg- ar milhríkjasamskipti séu annars vegar. Það hefði verið mjög ósmekk- legt að taka á móti erlendum gestum og kalla þá síðan til lögregluyfir- heyrslu. Ennfremur hafi utanríkis- ráðuneytið boðist th að greiða götu ríkissaksóknarans á annan hátt. Ríkissaksóknarinn segist hins veg- ar aðeins hafa farið fram á óformleg- ar viðræður. Boði utanríkisráðu- neytisins um frekari aðstoð vísar hann á bug og segist myndu hafa notfært sér shkt hefði það komið frain. NISSAN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR NISSAN MICRA 1.0 SPECIAL VERSION ... OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGI NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðageröi Sími: 91 -3 35 60 ÞAKMALNING SEM ENDIST málningh/f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.