Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Spumingin Hvernig heldur þú að leik- ur Fram og Barcelona fari? Guðjón Runólfsson: Fram gæti unnið með einu marki. Ingólfur Hákonarson: Ég vona að Fram vinni 2-0. Ágúst Stefánsson: Þaö fer 2-1 fyrir Barcelona. Ólafur Gunnarsson: Ég hef nú ekki mikið vit á þessu en ég held að það fari l-l. María Jónasdóttir: Ég vona að ís- lendingamir vinni. Elísabet Jónsdóttir: Ég hugsa að Fram vinni 2-1. Lesendur Frystingin atvinnubótavinna? Ounninn fiskur verðmeiri Sjómaður á Patró hringdi: Ég hef lqngi ætlað að hringia eða skrifa út af umræðu þeirri sem stað- ið hefur um verðmæti sjávarafurða og þeim tvískinnungi, sém haldið er á lofti, að efnahagsráðstafanir þurfi sífellt að gera til að „bjarga frystiiíg- unni“. Allir vita að óunninn fiskur selst á hærra verði en „unninn“ fiskur og þá á ég t.d. við frystan þorsk sem hingað til hefur verið uppistaðan í aflamagninu. Nú vinna um tíu þúsund manns hér á landi við það sem við köllum „fiskiðnað" þótt þar sé aðeins um það að ræða aö koma fiskinum í geymslu með frystingu. Það sem þetta fólk er þá að gera er að minnka verðmæti aflans, lækka fiskinn í verði, miðað við að senda hann óunninn á mark- að. Unnið við frystingu. - Samastaður fólks í atvinnubótavinnu? Frystihúsin, sem eitt sinn voru flokkuð undir nýsköpun í atvinnulíf- inu, eru nú orðin samastaður fólks í atvinnubótavinnu. Hvernig sem á máhn er htið og þótt maður reyni af öllum mætti að vera sanngjam gagn- vart fiskvinnslunni verður útkoman sú að ekki gerir meira en að standa í jámum hvort meira fæst fyrir fryst- an fisk en ferskan. Svona er nú þjóðfélagið rekið og þaö tahð eðlilegt. Hvílík efnahags- stefna! Er nú ekki tímabært að þeir efnahagssérfræðingar, sem em þess- ari ríkisstjórn eða kannski þeirri næstu tíl ráðuneytis, kveði upp úr um hvort halda eigi áfram á sömu braut eða hvort snúa eigi við blaðinu í eitt skipti fyrir öh og stunda einung- is þann atvinnuveg sem ber sig, a.m.k. í þeim geira sem ríkisvaldið heldur utan um. Bréfritari telur að aurar séu einna lífseigastir i verði landbúnaðarvara. Verölagning í aurum: Gætir mjög á landbúnaðarvönim Bjarni Sigurðsson hringdi: Það er fleimm en mér sem finnst vera kominn sá tími að skipta þurfi um mynt að nýju eða taka núh af krónunni. Þetta hefði að skaðlausu mátt gera núna, samhhða þessum ráðstöfunum sem fylgja niðurfærslu- leiðinni, og stöðva þá kaupgjald og verðlag samtímis. Ég segi þetta vegna þess að mér finnst óþolandi hvemig verðlagn- ingu á vörum í verslunum er háttað og á ég hér við aö enn skuh vera notaöir aurar sem er mikið óhagræði fyrir alla viðkomandi, bæði við- skiptavini ogafgreiöslufólk. Þetta er sérstaklega áberandi í verðlagninu landbúnðarvara, þar em nánast allar vömr verðlagöar þannig að ýmist er maður að telja fram aura, aht frá fimm aurum upp í niutíu og eitthvað, eða er að fá til baka þetta smámsl sem er óhætt að kaha aurana hér úr því sem komið er. Ég vh nú mælast til þess af öllum þeim sem máhð varðar að hætta að verðleggja í aurum og notast við heh- ar krónur - helst bara að láta verðin standa á hehum eða hálfum tug króna, því krónurnar em líka orðnar th leiðinda einar sér. Þessi breyting getur varla orðið nema til bóta fyrir aha í viðskiptalífmu og þar era neyt- endur stærsti hópurinn. Best af öllu væri að svo sem tvö núll yrðu tekin aftan af krónunni og þá gætu þeir sem eru „auravinir“ glaðst við að fá að handleika verð- mæta aura í staö þeirra sem notast er viö í verðlagningu í dag. Alþýðuflokkurinn og Jónarnir Bjarni Siguijónsson hringdi: Hver man ekki eftir Jóni nokkmm, sem hóf fundaherferö um land allt og sagði m.a. að bæta þyrfti kjör lág- launafólks og láta þá sem veltu sér upp úr gróðanum greiða réttláta skatta? . Hver hefur ekki orðiö var við Jón þennan sem nú hefur mikh völd og gengur hvað harðast fram í því að rýra laun þeirra sömu sem fyrr- nefndur Jón bar svo mjög fyrir brjósti? Hverjum skyldi hafa dottið 1 hug, að innan skamms ætti Alþýðuflokk- urinn eftir að eignast Jón sem líkist helst sprunginni blööm? Það má helst segja um okkur sjómenn að við hræðumst þessa Jóna - og er þá mik- ið sagt. Ég' vh skora á forystu Alþýðu- flokksins að hreinsa strax th hjá sér og athuga vel hvort sú stefna sem tekin hefur veriö muni ekki þurrka flokkinn út. - Svo spyija þeir hjá Ríkisútvarpinu: Hverjir eiga Jón? Og mér verður þá spurn; hvaða Jón? Stöð 2 á föstudögum: Áfram „í sumarskapi" Dagný Jónsdóttir hringdi: Ég hringi th að lýsa yfir ánægju minni með þáttinn í sumarskapi sem sýndur hefur verið á fóstudög- um á Stöð 2. Ég hef heyrt að þessi þáttur eigi ekki að halda áfram en ég skora á forráðamenn Stöðvar 2 að sjá svo um að þessi þáttur, eða annar svipaðrar tegundar, verði við lýði Þátturinn í suraarskapi er áreið- anlega með bestu skemmti- og af- þreyingarþáttmn íslenskum sem sjónvarpsstöðvamar hafa boðið upp á. Það eru einmitt svona léttir og alhliða skemmtiþættir sem eru vel við hæfi fyrir alla fjölskylduna. Þaö er yfirleitt allt of litiö af slikum þáttura hjá stöðvunum. Ég vil sérstaklega þakka Bjama Degí fyrir hans aðild aö þættinum í sumarskapi. Hann sýnir þama rajög góö thþrif og er alveg frábær, að öhum öðrum ólöstuöum. - Áfram með Hótel íslands þáttinn í suraarskapi (jafnvel þótt breyta þurfi nafihnu aö loknu sumri), eða annan i sama dúr. Verðmunur hja hárgreiðslustofum Guðrún skrifar: Mig langar th að fá skýringu á hin- um mikla verðmismun sem uppi er milli hárgreiðslustofa. - Vinkona min ein fór á hárgreiðslustofu og borgaði 1.800 kr. fyrir khppingu og þurrkun. Síðan fer ég á hárgreiðslu- stofuna Aþenu og borga 790 kr. fyrir sömu þjónustu. - Þetta er mikill verðmunur á nákvæmlega sömu þjónustu. Ég vh nota tækifærið og þakka stúlkunum á Aþenu fyrir einstök liö- legheit og góða þjónustu. Niðurfærsla og ■aunajöfnun Njörvi skrifar: Með efnahagsaðgerðunum nú gefst thvaliö tækifæri th aö koma á launajöfnuöi í þjóöfélaginu, th dæmis þannig aö launalækkunln veröi lægri en 9% á lægstu laun en því hærri eftir því sem ofar dregur f launastiganum. Með þessu lagi gætum við loks kýlt niður verðbólguna með sam- eiginlegu átakl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.