Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 31 Lífestm I vor fór talsvert að bera á því að hús með skeljasandi og eldri byggingar, sem aldrei hafa verið málaðar áður, „fengju lit“. Sumir vilja halda því fram að hverfi eins og Hliðarnar eigi eftir að mála -t.d. hús þar sem talsvert er farið að bera á viðgerðum. DV-mynd KAE Ef húsin í bænum væru öll í sama lit þá... DV-mynd KAE Hvítur eða Ijós grunnur er notaður á þetta fjölbýlishús. Gluggar og hurðir eru skreytt hressilega með gulu og bláu. DV-mynd BG Skyldu Hlíðarnar eiga eftiraðfá „lit“? Svo virðist sem blikur séu á lofti hvað snertir liti og litaval á hús. Meira að segja halda sumir því fram að heilu hverfm, sem alla jafna eru talin drungaleg, eigi eftir að breytast til batnaðar. Tökum sem dæmi Hlíðarnar eða Teiga- hverfið þar sem gráleitur blær hvílir yfir. Einn viðmælenda DV telur a.m.k. að það eigi eftir að mála Hlíðarnar á næstu árum. Þó svo að hvíti liturinn sé á und- anhaldi er staðreyndin sú að for- sköluð hús eða hús með skeljasandi eru nú gjarna máluð. Þá er grunn- urinn hafður hvítur (eða ljós) en gluggakarmar, þakskegg ogþak haft í öðrum Ut. Með þessu móti fá frekar líflaus hús mjög fallegan svip. Þaö er eins og fólk sé að opna augun fyrir þessmn möguleika núna. í vor fór fyrst að bera veru- lega á þessu. Ungt fólk verður gjarna fyrst til að bijóta upp hefðir og fær svo eldra fólkið með sér. Þeir hanna með liti í huga Arkitekt er oft sá aðili sem segir til um hvernig nýbyggingar skuli litskreyttar, sérstaklega ef um fjöl- býhshús er að ræða. Benjamín Magnússon er einn þeirra sem hafa leitast við að hafa liti sem líflegasta hvað þetta snertir. DV spurði hann hvað helst bæri að hafa í huga þeg- ar litir eru ákvarðaðir á hús. „Það er svo einfalt að hér ríkir dumbungur mestan hluta ársins. Þess vegna reyni ég að finna lita- samsetningu sem vegur á móti skammdegi og ótíð. Síðan má velta fyrir sér hvað gert er. Yfirleitt er heppilegt að hafa ljósan ht sem grunnht og spinna svo með tónum sem eru líklegir til að skapa birtu og líf í tilveruna. Þannig fær bygg- inginsinnht. Islensk veörátfa gefur það reynd- ar th kynna að við eigum þarna ákveðinn leik. Við megum mála hús okkar þannig að þau séu falleg í öhum veðrum. Með þessu er stefnt að ákveðnu markmiði - einhverju sem er við hæfi íslendinga.“ Nú skal gefa stofnunum líf Benjamín heldur áfram: „Ákveðnar tegundir af byggingum hafa orðiö útundan félagslega. Tök- um t.d. Breiðholtið og elhheimih eins og Grund - byggingu sem er raunverulega í sama lit og föt gamla fólksins. Viðhorf til aldraðra verður þá óafvitandi í samræmi við þetta. í dag er verið að leitast við aö breyta þessu viðhorfl. Nú er reynt að draga fram léttan svip og skapa því sem eldra er sinn sess. Dæmi um þetta eru hláu húsin í Laugar- dal, Hrafnista og fjölmargar aðrar byggingar." Afstaða er að breytast En hvernig þá með aðrar bygg- ingar og hverfi sem hafa þennan drungalega svip? „ Að mínu áhti á að mála skelja- sandshús hvít og bæta við fleiri ht- um. Viðgerðir á þess konar bygg- ingum eru víða farnar að sjást. Þess vegna er vel við hæfi að mála þær - þannig má byija á ljósum htum og hafa gluggakarma dekkri. Aðalatriðið er að vinna út frá ljós- um aðalht. Þó skyldi fara varlega af stað með mikil htbrigði á stórum flötum. Þetta getur verið spurning um að heppnast og heppnast ekki - alltaf verður að taka tilht th umhverfis- ins og næstu bygginga. Hins vegar má segja það að ef aht væri eins þá væri óspennandi yfir að líta. Hvað snerhr htaval á fjölbýlis- húsum þá getur verið um tilfinn- ingamálaðræða.“ Þarf hvort eð er að gera Málning er viðhaldsefni sem er gjarna háð tískustraumum. íslend- ingar leggja töluvert mikið upp úr því að hafa híbýh sín sem snotr- ust. En við eigum ekki eins góða möguleika á að fegra meö skrúð- görðum og í öðrum löndum. Því verður málning stór liður í að fegra umhverfið. Og tískan er alltafjafnskammt undan hjá okkur. Málning er við- haldsefni sem þannig getur gjarna fylgt tískustraumum - ahtaf má breyta til og slá tvær flugur í einu höggi. í dag sjást pastellitir víða á nýjum sem eldri byggingum - gulleit hús, blá, ferskjulit og græn. Rauður, blár og jafnvel bleikur litur er svo mikið notaður á viðarverk húsa. Hvíti hturinn virðist á undanhaldi a.m.k.ásteypthús. Hvernig litir vinna saman En hvernig skyldu litir vera látn- ir vinna saman? Steinverk hússins hefur yfirleitt sama ht - ljósan grunntón, t.d. gulan. Viðarverk myndi þá fá hvítan lit og þakskegg- iö einnig svo heildarsvipur mynd- ist þar á mihi. Þakið er oft látið fylgja grunrúitnum en í tilfehi sem þessu myndi grátt og hvitt sjálfsagt komabestút. Þar sem pússning er mismun- andi, s.s. þar sem svokahaðar fuln- ingar eru í steypunni, eru tónar látnir vera örhtið breythegir. Sama máh gegnir þar sem hstar hafa verið settir innan á mót, t.d. á hraunuöum flötum. Samkvæmt tískunni í dag „má“ nú mála hurðir í allt að því geggjuð- um litum: rauðar, gular, bláar og jafnvel bleikar, aht eftir því hvern- ig viðarverkið htur út - það er látið vinna saman. Viðarverk skal sem sagt vera í sama ht, steinverk gefur grunntóninn og þak látið fylgja honum eða haft í öðrum passandi ht. Að prófa sig áfram með liti Þegar komið er inn í málningar- verslanir fá viðskiptavinir oftast í hendur svokölluð litakort. Oftast er það látið nægja aö velja lit eða hti eftir þeim. En kortin eru htil - agnarsmá miðaö við þá fleti sem mála skal. Eins og gefur að skhja verður oft einhver tónamunur á þegar búið er að mála. Ekki vegna þess að búðin seldi rangan ht held- ur vegna þess að augað platar okk- ur örlítið. Þá er oftast um seinan aðfaraaðskiptaum. Gott ráð við þessu er að fá t.d. einn lítra eða lítils háttar magn hjá versluninni og prófa sig þannig áfram með 1-2 fermetra fleti á hús- inu. Þannig má reyna að hafa sem best samstarf við seljendur sem blanda liti og tóna eftir óskum við- skiptavina. Varðandi htaval á hús má einnig fara leiðir eins og að teikna inn á myndir. Til þess má nota t.d. ljós- rit af arkitektateikningum og lita með tússlitum hugmyndir að lita- samsetningum. Þetta er ódýr og fljótleg aðferð a.m.k. th þess að gera sér grófar hugmyndir um heildarútlit. Ljósmyndir mætti þannig notast við á svipaðan hátt. Ef málað er í fyrsta sinn Mikhvægt er að gera sér grein fyrir veörun steypu þegar málað er í fyrsta sinn. Áferð steinsteyptra veggja er mjög mismunandi eftir því t.d. hvort notuð hafa verið fleka- eða steypumót. Ef yfirborðið er slétt verður að grunna með festiefni. Það er frekar ódýrt og best er að sprauta því á. í þessum tilfellum verður að aðgæta sérlega vel að ekkert slettist á tré- verk og plastefni ef einhver eru. Plastmálning og svoköhuð shan- málning eru hepphegastar utan- húss. Aðrar tegundir eru yfirleitt ohuþynntar. Á ómáluð hús þarf að fara tvær umferðir. Aðalatriði við aha málningar- vinnu er undirvinnan. Því betur sem unnið er undir verkið því betri ending og vöm fyrir húsið. Hér er um mikilvægan þátt að ræða hvað snertir viöhald og útht hússins. Því skyldi ætíð leita ráða hjá fagmönn- um í þessu sambandi. Járn og stál Á markaðnum er nú hægt að fá vægast sagt margs konar málning- arefni. Segja má að hægt sé að fá málningu á nánast allar tegundir byggingarefnis sem byggt hefur verið úr hér á landi. Á síðustu ámm hafa hús t.d. mikið verið klædd með ýmiss konar málm- klæðningum sem seldar hafa verið í ýmsum litum. Þessar klæðningar er einnig hægt að mála því málning fyrir þessi efni er til á markaðnum. Fúavörn á tréverk er einnig hægt að fá af ýmsum tegundum og litum. Þetta hafa margir húseigendur not- fært sér því litadýrð er geysimikil á gluggakörmum i bænum - bleikt, gult, blátt, rautt, hvítt og fjólublátt jafnvel. -ÓTT. NÁMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni: ; Námskeió Dagsetning Tölvunámskeið: - Kerfisgreining fyrir forritara og kerfisfræðinga .26.-30. sept. Almenn námskeið: - Þjónustunámskeið (samskipti við viðskiptavini) - Verslunarreikningur (prósentu- ..20.-21. sept. reikningur og verðútreikningar) 3.-6. okt. - Skjalavarsla — virk skjöl ...10.-12. okt. - Árangur í sölu- og afgreiðslustörfum ...10.-13. okt. Tölvubókhald: - Ópus—fjárhagsbókhald ..10.—11. sept. - Ópus-viðskiptamannabókhald ..17.-18. sept. - Ópus-birgða- ogsölukerfi ..24.-25. sept. Stjórnun fyrirtækja og deilda: - Verslunarréttur (réttarreglur viðskiptalífsins) 13.-15. og 20.-22. sept. - Starfsmannahald/þjónusta ..27.-29. sept. - Rekstur fyrirtækja 3,4. okt. - Samskipti og hvatning í starfi 5.-6. okt. - Markaðsmál ...10.-12. okt. - Fjármál fyrirtækja ...17.-20. okt. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. - Innritun fer fram á skrifstofu skólans VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS ífjjS Pastellitir eru vinsælir í dag. Málning er viðhaldsefni háð tískustraum- um. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.