Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RStstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ipt........ " \%gr MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Asmundur Stefánsson: Einfalt já og nei segir Irtið „Einfalt já og nei svar viö spurn- ingu um niöurfærslu segir litið. Nið- urfærslan getur bæði verið jákvæð og neikvæð. Ég er sannfærður um að ef þið hefðuð spurt fólk hvort það vildi 9% lækkun launa og 2-3% verð- lagslækkun í kjölfariö hefðuð þið fengið allsherjar nei nema atvinnu- rekendaúrtakið hefði sagt já. Hins vegar eru allir sammála um að vext- ir og verðlag verði að fara niður en ekki launin. Ég held að svörin við spumingunni fari eftir því í hvaða ljósi menn sjá spurninguna," sagöi Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um niðurstöðu skoðanakönnunar DV. JFJ Ágúst Einarsson: Hugtakið nýtur veMldar „Það er erfitt að segja nokkuð til um þessa niðurstöðu. Niðurfærslan er hugtak sem fer eftir útfærslu og framkvæmd hennar. Þetta er vís- bending um að hugtakið sem slíkt njóti velvildar í þjóðfélaginu en ég treysti mér ekki til að kveða fastar að orði á meðan menn eru ekki með þessa leið nánar útfærða,“ sagði Ágúst Einarsson, forstjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík og einn af sexmenningunum í ráðgjaf- amefnd forsætisráðherra. JFJ Verðlagsstofnun: Grænmetismarkað- urinn kannaður Verðlagsstofnun var ekki kunnugt um að verð á grænmeti hefði farið upp fyrir það þak sem var ákveðið á smásölu- og heildsöluverði græn- metis frá og með 26. ágúst þegar DV bar fréttir þar að lútandi undir starfsmann hennar. Var DV tjáð að stofnunin myndi kanna grænmetis- markaðinn svo grænmetisverslanir brygðust ekki neytendum með því að fara fram hjá verðstöðvunarregl- unum. -hlh EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI Þeir segja að skamm- stöfunin LÍÚ standi fyrir: Líf í Úkraínu! Jám í jám í ríkisstjóminni: þó Þorsteinn hafhi henni kannað með hvaða hætti má koma henni í framkvæmd án SjáLfstæðisfLokks Það stendur jám í jám í rikis- sfjóminni. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að niðurfærsluleiðin verði ekki far- in. Steingrímm* Hermannsson ut- anrikisráðherra segir Framsókn- arflokkinn hins vegar enn standa við þá ákvörðun að fara þessa leið. Jón Baldvin Hannibalsson fiár- málaráðherra hefur hafnaö gengis- fellingu og segist efast um að Sjálf- stæðisfiokkurinn geti samþykkt harða veröstöðvun sem sé forsenda fyrir einhvers konar millileið. í upphafi fundar miðstjórnar Al- þýðusambandsins í gær kynnti Ásmupdur Stefánsson, forseti sam- bandsins, þá efnisþætti sem hann vildi að kæmu fram í yfirlýsingu miðstjómarinnar. Þrátt fyrir aö á fundinum kæmu fram mismun- andi skoöanir varð á endanum samþykkt álykfim sem var í öllum efnisatriðum samhljóða upphafleg- um tillögum Ásmundar. Miöstjóm- in hafnaði samráöi við ríkisstjóm- ina um niðurfærsluleiðina. Eftir samþykkt miðstjómar hafn- aði Þorsteinn Pálsson því að þessi leið yrði farin. Jón Baldvin lét hafa það eftir sér í Alþýöublaðinu í morgun að hann teldi það hafa leg- ið fyrir að Þorsteinn hefði viljaö nota Ásmund til aö felia þessa leið út úr myndinni. ákveðið þingflokksfund á morgun og þá liggur væntanlega fyrir end- anlega hvaða leið Sjálfstæðisfiokk- urinn vill fara. Ég hef skilið Jón Baldvin svo að þeir vilji einnig fara þessa leið. Viö viljum fara niður- færsluleiðina með þeim fyrirvara að hún nái undanbragðalaust yfir allt efnahagslífið. Við teljum ekki aðra leið skynsamlegri í stöðunni.“ - Stendur Framsóknarflokkurinn við samþykkt sína um að niður- færsluleiöin skuli farin? „Hún stendur,“ sagði Steingrim- ur Hermannsson. „Viö höfum - Þiö getið þá ekki sætt ykkur viö aö velja þann næstbesta? „Það er alltaf best að veija þann besta,“ sagði Steingrímur. Ef Framsóknarflokkur sætti sig viö næstbesta kost kemur til greina aö ríkissfjómin leiki biöleik, eins og Jón Sigurðsson viðskiptaráö- herra lýsti í DV í gær. Innan Sjálf- stæöisflokksins er einnig rætt um litla gengisfellingu, allt frá þeim þremur prósentum sem Seðlabank- inn á enn óráðstafað og upp i 9 til 10 prósent. 1 því tilfelli kemur verð- stöðvun varla til greina en i um- söpi verðlagsstjóra um þann möguleika hafnar hann þvi alfarið. Mikil fundahöld hafa verið síðan afstaða miðstjórnar Alþýðusam- bandsins varð Jjós og Þorsteixm gaf út sína yfirlýsingu í kjölfar hennar. Samkvæmt heimiidum DV skoða menn innan Framsóknar og Al- þýöuflokks ekki síður með hvaða hætti hægt verði að koma niður- færsluleiðinni í framkvæmd án Sjálfstæðisflokksins en með hvaða hætti verði hægt að ná samstöðu innan þessarar ríkisstjómar. Steingrímur Hermannsson: Undrandi á fylgi niður- terslunnar Biðin eftir siglingaleyfi lengist Þeir bíða í einn og hátfan sólarhring eftir siglingaleyfi til Þýskalands. Kiukkan átta í gærkvöldi tóku þessir tveir menn, Guðmundur Hauksson og Sverrir Sverrisson, sér stöðu við skrifstofur Landssambands islenskra útvegs- manna til að verða fyrstir i röðinni þegar siglingaleyfum til Þýskalands verður úthlutað á morgun klukkan átta að morgni. Aðeins þrem leyfum er úthlutað. Það eru Útgerðarfélag Ólafsfjarðar og Útgerðarfélag Skagfirðinga sem leggja slikt kapp á að komá skipum sínum til Þýskalands. pv/DV-mynd Sveinn „Ég hef verið fylgjandi því að nið- urfærsluleiðin veröi farin og tel fyrir mitt leyti að ef hún er útfærð réttlát- lega og undanbragðalaust í gegnum allt efnahagskerfið sé hún fær og reyndar það langsamlega skynsam- legasta í okkar stöðu. Ég tel að hand- stýring á ýmsum þáttum efnahags- lifsins þurfi ekki aö vara lengi, kannski sex mánuði eða svo. Ég tel því sannarlega fórnandi til að ná jafnvægi í efnahagslífinu. Mér kem- ur satt að segja á óvart að ekki skuli fleiri vera á móti henni því hún er flókin leið og það er ekki skynsam- legt að framkvæma hana ef það er ekki gert eins og ég hef lýst. Þaö hljóta vitanlega margir að vera hræddir um að það verði ekki gert,“ sagði Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra um niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi landsmanna við niðurfærsluleiðina. -gse Veörið á morgun: Hægviðri og norðangola Á morgun lítur út fyrir hægviðri eða norðangolu á landinu. Þoku- súld verður við norðausturströnd- ina og á Ströndum en þurrt annars staðar. Á Suðvesturlandi verður léttskýjað. Hiti verður á bilinu 8-12 stig á Norður- og Austurlandi og 8-14 stig á Suður- og Vesturlandi. Kosta- kaupselt ígær Skiptaréttur í Hafnarfirði tók í gær tilboði í þrotabú verslunarinnar Kostakaupa. Verslunin varð gjald- þrota á dögunum. Þaö var fasteigna- salan Húsafell sem gerði tilboðið í gær fyrir hönd ónefnds manns sem ekki vill láta nafns síns getið að svo stöddu. Valgarð Sigurðsson skiptastjóri sagði í morgun að ekki væri hægt að segja frá hve tilboðið væri hátt. Nafn hins raunverulega kaupanda verður tilkynnt um mánaðamótin. -JGH f i i í í í í i i i i i i i i i i i i i i i i i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.