Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. 33 Lífsstíll Jarðlitir á gluggatjöldum og Ijós húsgögn úr basti. Hornið á kappanum setur skemmtilegan svip á annars einfalda uppsetningu. Undir eru rimla- tjöld til að draga fyrir. Vafningar vinsælir . Uppsetningar á gluggatjöldum eru margvíslegar, allt eftir smekk manna og húsagerö. Víða er gengið þannig frá íbúðum að gardínubrautir eru í loftum. Við slíkar aðstæður er lítill möguleiki á öðru en hafa gluggatjöld- in á þeim brautum. Til tilbreytingar má rykkja hverja lengju eða draga saman á einfaldan hátt. Á kappann má setja alls konar útfærslur, rykkt eða slétt, með tungum eða homum. Síðustu misseri hefur verið vinsæl- ast að vefja gardínulengjunni um stöngina á afar frjálslegan hátt. Þá er notuð ein lengja sem er minnst þrisvar sinnum lengri en breiddin á glugganum. Létt og loftmikil efni henta best í þessa uppsetningu. Vafn- ingunum er síðan fest með pijónum og helst þessi uppsetning ágætlega með því. Þar sem ekki er hægt að draga þessi tjöld fyrir gluggana eru oft notuð rimlatjöld undir. Heimilið Leitið ráðlegginga Algengast er að kaupandinn láti fagfólk sauma gluggatjöldin og eru flestar gluggatjaldaverslanir með saumastofur. Leitið því ráðlegginga hjá starfsfólki verslananna bæði með efnisval og uppsetningu. Oftast sjá verslanirnir líka um uppsetningu og frágang gluggatjaldanna á heimilinu. Efnin eru mörg hver það dýr að hver mistök geta kostað stórfé. -JJ Algengt er að gluggatjöld og húsgagnaáklæði séu með sama mynstri. Hér eru það bleiki og blái liturinn sem eru ríkjandi. Litir á veggjum eru í sama bleika tóninum. SÍGILDIR BJARTIR STERKIR HÖRPUTÓNAR HARPA lífinu lit. AUK hf. 111.12/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.