Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1988, Blaðsíða 8
8 Viðskipti MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988. Þeir Pétur og Áimann misstu traustið og þá er mikiðfarið Sparnaður þarfnast trausts. Þeir Pétur Bjömsson og Ármann Reynis- son, eigendur Ávöxtunar sf„ misstu allt traust fólks í verðbréfaviöskipt- um. Þar með voru þeir búnir að vera. Mál Ávöxtunar sýnir betur en margt annað hið ágæta hagfræðilögmál að spamaður þarfnast trausts. Ekkert Canon Ljósritunarvélar FC-3,KR. 43.500,- STGR. FC-5,KR. 45.900,- STGR. Skrifvélin, sími 685277 Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 10-12 Allir nema lb,SP Sparireikningar 3jamán. uppsögn 12-14 Sb.Ab 6 mán. uppsógn 13-16 ~ Ab 12mán. uppsögn 14-18 Ab 18mán. uppsögn 22 Ib Tékkareikningar, alm. 3-7 Ab Sértékkareikninaar 5-14 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlán meðsérkjörum 11-20 Lb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb.Ab Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab Danskar krónur 7,50-8,50 Vb.Ab . ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 23,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb,- Vb.Sp Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 26-28 Sb Utlán verötryggð Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,- Útlán til framleiðslu Sp isl. krónur 23-34 Lb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12.75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. sept. 88 39,3 Verðtr. sept. 88 9,3 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 2254 stig Byggingavisitala sept. 398 stig Byggingavísitala sept. 124,3stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi 8% 1. júlí. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,7665 Einingabréf 1 3,259 Einingabréf 2 1,869 Einingabréf 3 2,083 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,511 Kjarabréf 3,249 Lífeyrisbréf 1.639 Markbréf 1,704 Sjóösbréf 1 1,555 Sjóðsbréf 2 1,379 Tekjubréf 1,558 Rekstrarbréf 1,2841 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiöir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. lónaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. er sparifjáreigendum eins mikilvægt og að þeir sem ávaxta peninga gæti fyrst og fremst hagsmuna sparifjár- eigenda. En er Ávöxtunarmálið endalok verðbréfamarkaðar á ís- landi? Verðbréfamarkaðurinn styrkist við brotthvarf Ávöxtunar? „Ég tel að verðbréfamarkaðurinn styrkist. Þetta mál hefur verið til vandræða á markaðnum um nokk- urn tíma og hugsanlega fælt ein- hverja frá honum,“ sagði Pétur Fréttaljós Jón G. Hauksson Blöndal, framkvæmdastjóri Kaup- þings, við DV í gær. „Til lengri tíma htið tel ég að verð- bréfamarkaðurinn verði traustari. Ástæðan er sú að of miklar sögu- sagnir hafa verið í gangi um Ávöxt- un, sögusagnir sem fælt hafa fólk frá markaðnum," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, við DV í gær. Þetta eru athyglisverðar skoðanir hjá forráöamönnum tveggja stærstu veröbréfafyrirtækjanna á íslandi. Báðir eru þeir sammála um að dæm- iö um Ávöxtun sýni að verðbréfafyr- irtæki verði að hafa sterkan bak- hjarl. Ávöxtun hafði veikan bakjarl Ávöxtun sf. hafði veikan bakhjarl eða öllu heldur engan bakhjarl. Á sama tíma eru sparisjóðirnir á bak við Kaupþing. Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin og Líf- eyrissjóður verslunarmanna standa að baki Fjárfestingarfélaginu. Þá hef- ur Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans bankann sjálfan, Iðnaðar- bankann, sem bakhjarl. Komdu á föstudaginn Þegar eigendur Ávöxtimarbréfa og Rekstrarbréfa komu unnvörpum til Ávöxtunar síðasta hálfan mánuðinn til að innleysa bréfin rákust þeir á vegg. í auglýsingum hefur Ávöxtun sagt að innlausn bréfanna geti að jafnaði farið fram samdægurs. í þetta sinn var eigendum bréfanna sagt að hringja seinna. Fólk, sem kom á mánudegi, fékk hið sígilda svar: „Komdu á fostudaginn.“ Ef fólk hefði lesið smáa letrið og athugað bréfin betur hefði þaö séð að innlausn gæti dregist fram yfir næstu aldamót. Að þessu gáðu við- skiptavinir Ávöxtunar ekki. Þeir töldu það ofur eðlilegt aö hægt væri að fá hæstu ávöxtun, frá 18 til 20 prósent umfram verðbólgu, og geta á sama tíma innleyst bréfin í hvelli, ef svo bæri undir. Þeim sást hins vegar yfir þann möguleika að helmingur allra bréfanna yrði innleystur á ör- fáum dögum. Samanburður við fyrirtæki með bakhjarl Berum þetta saman við annað fyr- rntæki á verðbréfamarkaðnum, fyrir- tæki með bakhjarl, Kaupþing. Aður en það fyrirtæki stofnaði sína sjóði var það búið að gera samning viö Sparisjóðina um að „bakka sig upp“, lána sér fé, kæmi til þess að óvenju margir bæðu um innlausn. Eininga- bréfin nema nú um 1400 milljónum króna svo auðvitaö dygöi baktrygg- ing sparisjóðanna ekki ef 1400 millj- ónimar yrðu innleystar í skyndi. Sjóðir Ávöxtunar námu orðið um 400 milljónum króna. Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson varpaði því fram aö tveir verðbréfasjóðir stæðu tæpt var reynt í mikilli örvæntingu að innleysa bréf fyrir næstum 200 millj- ónir á síðasta hálfa mánuöi. Þetta tókst ekki. Niöurstaðan var ljós. Ávöxtun var orðin of stór verð- bréfasjóður án þess að hafa bakhjarl. Fróðlegt verður að fylgjast með máli Ávöxtunar á næstunni. Það að Ávöxtun gekk illa að greiða innleyst bréf þarf nefnilega ekki að þýða að fjárhagsstaða Ávöxtunarsjóðsins og Rekstrarsjóðsins sé slæm. Eigi sjóð- imir traust skuldabréf er staöan traust og þá þurfa eigendur bréfanna í raun lítið að óttast. Bankaeftirlitið hefur nú umsjón með verðbréfasjóðum Ávöxtunar sf. Tahð er mjög líklegt að eitthvert ann- að fyrirtæki taki reksturinn yfir í stað þess að sjóðirnir tveir verði leystir upp. Komi til þess getur þurft að selja skuldabréf sjóðanna með af- föllum. Seðlabankinn hefur hins veg- ar sagt aö hann æth að gæta hags- muna sparifjáreigendanna sem skiptu við Ávöxtun. Eru bréf Ávöxtunar traust? Hafi Ávöxtun hins vegar ávaxtaö sjóðina með því að lána ótraustum skuldurum, sem hugsanlega era að verða gjaldþrota eða eru þegar orðn- ir gjaldþrota, er staðan slæm. Það em einmitt nöfn skuldaranna og veð þeirra sem bankaeftirhtið kannar nú í botn. Þennan hsta þyrftu eigendur bréfa Ávöxtunar að hafa undir hönd- um til að sjá hvort ástæða sé tíl að óttast eða ekki. Ávöxtun hefur aht frá því á árinu 1985 átt svolítið undir högg að sækja er bankaeftirhtið kærði fyrirtækið fyrir að stunda ólöglega móttöku á lánsfé. Ríkissaksóknari óskaði eftir gögnum um fyrirtækið og Rannsókn- arlögregla ríkisins rannsakaði máhð. Saksóknari sá hins vegar ekki ástæðu til að höfða mál. Yar meðferö saksóknara á Ávöxtun undarleg? Ýmsir telja meðferð saksóknara einkennilega. Ávöxtun lofaöi fyrir- fram ákveðnum vöxtum á þessum tíma og vann því eins og innláns- dehdir bankanna. Munurinn var bara sá að vextir Ávöxtunar vora miklu hærri. Þar með hefðu þeir sem létu Ávöxtun fjárfesta fyrir sig verið orðnir okrarar. Embætti ríkissaksóknara gerði á vissan hátt samning við þá Ávöxtun- armenn. Það sagði að máhð félli nið- ur, ekki yrði ákært, ef Ávöxtun breytti um vinnubrögð og stofnaði sérstaka sjóði eins og hinir verð- bréfasjóðimir. Ættu sjóðirnir aö vera óháðir rekstri Ávöxtunar. Saksóknari taldi að ekki væri ástæða th að refsa Ávöxtunarmönn- um þar sem láðst hafi vegna kunn- áttuleysis að stofna sjóð um ávöxtun- ina eins og hinir gerðu. Sóttu um aðgang að Verðbréfaþinginu Árið 1985 sótti Avöxtun um aögang að Verðbréfaþingi íslands. Eiríkur Guðnason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans og formaður stjómar Verðbréfaþings Islands, segir að mál- ið hafi verið óafgreitt þar sem banka- eftirhtinu hafi í fyrstu veriö meinaö að skoða rekstur fyrirtækisins. Að sögn Eiríks var það lagað og bankaeftirhtið athugaði fyrirtækiö. Það gerði þá sínar athugasemdir um að Avöxtun þyrfti aö stofna sér- stakan sjóð með hlutdeildarbréfum. „Þegar ætla mátti síðar aö Ávöxtun heföi gert þessar breytingar tilkynnti Verðbréfaþingið fyrirtækinu að ekki hefði tekist að afgreiða síðustu um- sókn og var því boðið að sækja um aftur. Það var hins vegar ekki gert,“ segir Eiríkur. Ávöxtun stóð fyrir utan aðra Ávöxtun átti ekki aðhd að sam- starfsnefnd verðbréfasjóðanna. Sam- keppnisaðilamir, Verðbréfamarkað- ur Iðnaðarbankans, Fjárfestingar- félagið og Kaupþing, vora á hinn bóginn í nefndinni. Samstarfsnefnd- in samræmir vinnubrögð fyrirtækj- anna og setur strangar faglegar kröf- ur um mat á áhættu og hversu stóran hluta af sjóði sínpm fyrirtækin megi lána th eins skuldara. Erlendis era verðbréfamarkaðir taldir vera um einn fiórði th helm- ingur af stærð bankakerfisins. Ef svo væri hérlendis ætti verðbréfamark- aðurinn að vera um 20 mhljarðar króna í staðinn fyrir um 6 mhljaröar. Illt tal minnkar traustið Verðbréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið nefndur grái markaður- inn og stjómmálamenn hafa talað um hann með htilsvirðingu. Þannig hefur einn stjórnmálamaður th dæmis nefnt hann skrímsh. Minna verður aha sparifjáreigend- ur á að dreifa áhættu sinni. Vinni maður 10 mhljónir í lottói er gott að setja stærsta hlutann í ríkisskulda- bréf, þau era tryggust, síðan hluta í bankabréf, þau gefa aðeins hærri ávöxtun en ríkisskuldabréfin. Þá er vænlegt að fikra sig í verðbréfasjóð- ina með afganginn og ná í hæstu ávöxtun. En mundu að áhættan eykst með hækkandi raunvöxtum. Sparnaður öllum þjóðfélögum nauðsynlegur Spamaður og sterkur peninga- markaður er nauðsynlegur öllmn hagkerfum. Án spamaðar eru engar fjárfestingar, th lengri tíma htið. Þar með eykst framleiðslan ekki. Hag- vöxtur í þjóðfélaginu stendur í stað. Þess vegna segir hagfræðin að sparnaður þarfnist mikils trausts. Þeir sem ávaxta fé sparifjáreigenda þurfa að gæta hagsmuna þeirra fyrst og síðast, annars missa þeir traust. -JGH Verðbréfaþing íslands - kauptilboð vikunnar FSS= Fjárfestingarsjóður Slátur- félags Suðurlands, GL = Glitnir, IB = Iðnaðarbankinn, Lind = Fjár- mögnunarfyrirtækið Lind, SIS = Samband íslenskra samvinnufé- laga, SP = Spariskírteini rikissjóðs Hæsta kaupverð Einkenni Kr. Vextir FSS1985/1 142,48 10,0 GL1986/1 153,58 11,0 GL1986/291 114,81 10,5 GL1986/292 103,80 10,5 IB1985/3 168,98 9,7 IB1986/1 152,12 9,7 LB1986/1 118,48 9,6 LB1987/1 115,59 9,4 LB1987/3 108,07 9,6 LB1987/5 103,47 9,4 LB1987/6 123,50 9.8 LB:SIS85/2A 184,00 9,7 LB:SIS85/2B 163,61 10,3 LIND1986/1 136,56 10,4 LYSING1987/1 110,26 11,0 SIS1985/1 242,78 10,6 SIS1987/1 153,09 10,8 SP1975/1 12101,67 9,6 SP1975/2 9031,97 9,6 SP1976/1 8347,40 9,5 SP1976/2 6634,07 9.6 SP1977/1 5917,36 9,5 SP1978/1 4012,08 •9,5 SP1979/1 2713,98 9,5 SP1980/1 1857,73 9,5 SP1980/2 1490,08 9,6 SP1981/1 1231,27 9,6 SP1981/2 940,28 9,6 SP1982/1 851,89 9,5 SP1982/2 652,51 9,6 SP1983/1 494,95 9,5 SP1983/2 332,32 9,5 SP1984/1 327,73 9,6 SP1984/3 320,01 9,6 SP1984/SDR 290,94 9,5 SP1985/1A 283,60 9,5 SP1985/1SDR 206,05 9,4 SP1985/2SDR 181,55 9,2 SP1986/1A3AR 195,48 9,5 SP1986/1A4AR 202,36 9,3 SP1986/1A6AR 210,54 8,5 SP1986/1D 166,15 9,6 SP1986/2A4AR 174,54 9,2 SP1986/2A6AR 176,22 8,8 SP1987/1A2AR 157,74 9,6 SP1987/2A6AR 129,82 8,6 SP1987/2D2AR 139,21 9,4 SP1988/1D2AR 124,14 9,4 SP1988/1D3AR 123,45 9,2 SP1988/2D3AR 99,39 9,0 SP1988/2D5AR 97,09 8,6 SP1988/2D8AR 94,81 8,0 Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafn- verðsog hagstæðustu raunávöxt- un kaupenda i % á ári miðað við viðskipti 05.09 '88. Ekki er tekið tillittil þóknunar. Viðskipti á Verðbréfaþingi fara fram hjá eftirtöldum þingaðilum: Fjárfestingarfélagi Islands hf. Kaupþingi hf., Landsbanka Is- lands, Samvinnubanka Islands hf„ Sparisjóði Hafnarfjaröar, Út- vegsbanka Islands hf„ Verðbréfa- 1 markaði Iðnaðarbankans hf. og Verslunarbanka Islands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.